Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 1
 19 NBA-deildin í nótt: Carter kóngur Vince Carter var hetja Toronto Raptors þegar liðið lagði New York Knicks, 70-68. Hann stal einum bolta, tók eitt varnarfrákast og skor- aði úr þremur vítaskotum á síðustu hálfri mínútu leiksins eftir að New York hafði verið yfir, 68-67. Úrslitin í nótt: Toronto-New York............70-68 Carter 24, Williamson 16, Oakley 14 (11 frák.) - SpreweU 18, K. Thomas 12 (10 frák.), Rice 10, Houston 9. San Antonio-Denver.........96-102 D. Robinson 23 (12 frák.), Duncan 17 - LaFrentz 28 (13 frák.), McDyess 19 (12 frák.), Van Exel 18 (11 stoðs.). Golden State-Houston........95-98 Jamison 23 (11 frák.), Porter 20, Jackson 15 (10 frák.), Hughes 15 - M. Taylor 22, Mobley 20, Francis 16 (12 stoðs.) -ósk Örn Arnarson sést hér synda í 200 m baksundi í lauginni í Valencia í gær en þetta var í þriöja sinn í röö sem Örn vinnur í greininni á EM í 25 m laug. Örn fagnar sigri sínum á minni myndinni fyrir neöan. Reuter Fótboltinn vinsælastur Nú er úrvinnslu starfsskýrslna ISI lokið og ljóst að félagar f íþróttahreyfmgunni eru rúmlega 123.000 og iðkendur um 75.500 sem er nokkur aukning frá fyrra ári. Sem fyrr eru flestir iðkendur i knattspyrnu en athygli vekur að golf er í öðru sæti og þjóðaríþrótt- in, handboltinn, er aðeins í sjö- unda sætið með, sem dæmi, yfir 1000 færri iðkendur en körfubolt- inn. Skipting á milli iþróttagreina er eftirfarandi.: Knattspyrna 15.498 iðkendur Golf 8.097 iðkendur Hestaíþróttir 6.782 iökendur Körfuknattleikur . . 5.783 iðkendur Badminton 5.452 iðkendur Frjálsar íþróttir . . . 5.229 iðkendur Handknattleikur .. . . 4.741 iðkandi Fimleikar . 3.921 iðkandi Sund Skíðaíþróttir 2.284 iðkendur Dans 2.056 iðkendur Blak 1.662 iðkendur Skotfimi 1.453 iðkendur Skautaíþróttir .... .996 iðkendur íþróttir fatlaðra .... . 992 iökendur Júdó . 962 iökendur Borötennis . 902 iðkendur Tennis . 856 iðkendur Keila . 483 iðkendur Siglingar .476 iðkendur Skylmingar . .427 iðkendur Glíma . 405 iðkendur Lyftingar . 310 iðkendur Hjólreiðar . 155 iðkendur TaeKwonDo . .105 iðkendur Veggtennis . .100 iðkendur Fallhlifastökk . . 69 iðkendur Verðlaun DV-Sport veitt um helgina Líkt og í handboltanum mun DV-Sport veita þeim leikmönnum verð- laun í karla- og kvennaflokki í körfunni sem skara fram úr í vetur. Fyrsta verðlaunaafhendingin í vetur verður í Strandgötunni um helg- ina þegar DV-Sport veitir þeim stelpum verðlaun sem náðu bestum ár- angri í fyrri hluta 1. deildar kvenna. Auk þessa er besti leikmaður og besti þjálfari verðlaunaður í þessum hluta kvennakörfunnar. Fyrri hlutinn verður síðan gerður upp í mánudagskálfi DV-Sport. -ÓÓJ/SK Örn Amarson varð í gær Evrópu- meistari í 200 metra baksundi í 25 metra laug á EM í Valencia á Spáni, þriðja árið í röð. Timi Arnar var 1:52,90 mín. og varð hann 0,6 sekúnd- um á undan næsta manni. Örn setti nýtt nýtt íslands- og Norðurlanda- met f sundinu en fyrra metið átti hann sjálfur, 1:54,20 mín., sett í Lissabon fyrir rétt um tveimur árum. Króatinn Gordan Kozulj varð annar í sundinu, en hann átti besta tímann í undanrásum í gærmorgun. Öm bætti sig um rúmar þrjár sek- úndur frá því í undanrá' m Úrslitin í gær: 1. Öm Arnarson . . . 1:52,90 mínútur 2. Gordan Kozulj..........1:53,50 3. Blaz Medvesek..........1:54,61 4. Viktor Bodrogi ........1:55,52 5. Jorge Sanchez .........1:56,21 6. Sander Ganzevles ......1:57,38 7. V. Nikolaychuk ........1:57,50 8. Stephen Parry..........1:58,22 Ómar Snævar Friðriksson, SH, keppti í gær í undanrásum í 200 m fjórsundi og 400 m skriðsundi en varð síðastur í báðum greinum. -ósk/ÓK Úrslit í i ;iöri. kai /enna: Fjögur frækin - spennandi körfuboltahelgi hjá stelpunum Það er spennandi körfu- boltahelgi fram undan hjá konunum þvl þá verður í fyrsta sinn spilað til úr- slita í fyrirtækjabikar kvenna. Kjöris styrkir keppnina í ár líkt og hjá körlunum þar sem Grind- víkingar tryggðu sér sigur á dögunum. Það má með sanni segja að hin fjögur fræknu í kvennaboltanum séu kom- in alla leið í úrslit því KR, KFÍ, Keflavík og ÍS eru flögur efstu lið 1. deildar kvenna og hafa öll verið að vinna hvert annað i vetur. Það má því búast við mjög spennandi og skemmtilegum leikjum. Fyrri undanúrslitaleik- urinn á laugardag er á milli Keflavíkur og KFÍ. Liðin skiptu með sér sigr- um í 2 leikjum í Keflavík um síðustu helgi en ísa- Qarðarstelpurnar, sem hafa komið svo á óvart i vetur, eiga von á miklum stuðningi til að hjálpa þeim við að vinna fyrsta stóra titilinn á ísafiörð. • Keflavíkurliðið hefur misst reynslumikla leik- menn frá því í fyrra en hefur aftur á móti mörg- um ungum og leiknum stelpum yfir að ráða. KR og ÍS skiptu einnig á milli sín sigrum í leikjum vetrarins, ÍS vann fyrri leikinn á heimavelli sín- um en KR heimaleikinn sinn örugglega. Stúdínur fá liðstyrk í leikinn með Signýju Her- mannsdóttur sem gæti hugsanlega reynst KR erf- ið en Stúdínur eiga fyrir j tvo sterka leikmenn undir körfunni og taka þær bæði flest fráköst og verja flest skot 1 deildinni. i KR-liðið hefur verið að fmna sig betur og betur eftir því sem liðið hefur á j veturinn og liðið er á toppnum sem stendur. j Fyrri leikurinn er j klukkan tvö en seinni klukkan 4 og úr- slitaleikurinn er síðan dag- inn eftir klukkan 4. Allir leikimir eru í Strandgötu i Hafnarfirði. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.