Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Side 3
20 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 21 Sport Skallagrímur-Hamar 87-84 (11-26), (36-48), (63-65), 87-84. Stig Skallagrims: Warren Peebles 25, Hafþór Ingi Gunn- arsson 19, Alexander Ermolinski 16, Ari Gunnarsson 15, Sigmar P. Egils- son 7, Evgenij Tomilovskij 4, Pálmi Þ. Sævarsson 1. Stig Hamars: Chris Dade 40, Pétur Ingvarsson 14, Skarphéöinn Ingason 11, Gunnlaugur H. Erlendsson 6, Óli S. Barödal 5, Svavar P. Pálsson 4, Hjalti J. Pálsson 4. Fráköst: Skallagrímur 36, 25 í vörn, 11 sókn; (Alexander 7), Hamar: 32, 22 í vörn, 10 sókn, (Gunnlaugur 7). Stoösendingar: Skallagrímur 19 (Peebles 5), Hamar 23 (Dade 6, Pétur 6). Stolnir boltar: Skallagrímur 20 (Peebles 5), Hamar 18 (Skarphéðinn 5, Dade 5). Tapaöir boltar: Skallagrímur 22 Hamar 17. Varin skot: Skallagrímur 2 (Hafþór, Alexander), Hamar 2 ( Hjalti 2). 3ja stiga: Skallagrímur 31/15, Hamar 34/10. Víti: Skallagrímur 8/13, Hamar 12/17. Dómarar (1-10): Jón Bender og Eggert Aðalsteinsson (5). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 230. Maður leiksins: Hafþór Ingi Gunnarsson, Skallagrími. KR-Tindastóll 95-105 2-0, 4-4, 15-4, 15-12, 22-12, 22-15, (29-19), 29-23, 33-25, 40-36, 40-41, 46-41, 5fr46, (5fr48), 56-50, 70-56, 70-69, 74-71, 74-77, (76-79), 80-79, 80-86, 87-86, 90-90, 95-92, 95-105. Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 29, Hermann Hauksson 18, Keith Vassell 15, Arnar Kárason 14, Magni Haf- steinsson 9, Tómas Hermannsson 4, Steinar Kaldal 4, Ólafur Már Ægisson 2. Stig Tindastóls: Shawn Myers 38, Michail Antropov 15, Svavar Birgis- son 15, Kristinn Friðriksson 14, Ómar Sigmarsson 11, Lárus Dagur Pálsson 10, Friðrik Hreinsson 2. Fráköst: KR 25 ( 9 í sókn, 16 í vöm, Vassell 11 ), Tindastóll 41 (13 í sókn, 28 í vörn, Myers 17). Stoósendingar: KR 25 (Vassell 10), Tindastóll 24 (Antropov 5). Stolnir boltar: KR 8 (Vassell 3), Tindastóll 6 ( Myers 2). Tapaóir boltar: KR 10, Tindastóll 13. Varin skot: KR 3 (Vassell, Magni, Ólafur Jón), Tindastóll 6 (Antropov 4). 3ja stiga: KR 21/14, Tindastóll 16/5. Víti: KR 15/9, Tindastóll 24/20. Dómarar (1-10): Sigmundur Már Herbertsson og Einar Þór Skarphéðinsson (7). Gœöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Shawn Myers, Tindastóli. KFÍ-Keflavík 83-77 6-4, 13-16, 15-21, (12-24), 20-25, 25-26, 29-32, (38-38), 42-41, 46-45, 51-51, (53-55), 56-59, 63-66, 80-75, (83-77). Stig KFÍ: Ales Zianovic 24, Dwayne Fontana 23, Sveinn Blöndal 17, Baldur Helgi Jónasson 7, Ingi F. Vihjálmsson 4, Magnús Þ. Guðmundsson 4, Hrafn Kristjánsson 2, Gestur M. Sævarsson 2. Stig Keflavíkur: Calvin Davis 37, Guöjón Skúlason 16, Magnús Þ. Gunnarsson 7, Hjörtur Harðarson 6, Birgir Guðflnnsson 6, Gunnar Einarsson 4, Birgir Öm Birgisson 3. Fráköst: KFÍ 53, 16 í sókn og 37 í vörn (Fontana 18), Keflavík 35, 16 vörn og 19 vörn (Davis 22). Stoðsendingar: KFÍ 15 (Hrafn 6), Keflavík 6 (Hjörtur 3). Stolnir boltar: KFI 9 (Fontana 2, Zianovic 2, Dragojlovic 2), Keflavík 10 (Guðjón 3). Tapaóir boltar: KFl 15, Keflavík 8. Varin skot: KFÍ 1 (Sveinn), Keflavík 6 (Davis 5). 3ja stiga: KFf 3/15, Keflavík 7/27. Víti: KFÍ 12/16, Keflavík 16/30. Dómarar (1-10): Björgvín Rúnarsson og Rúnar Birgir Gíslason (7). Gteöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 220. Maður leiksins: Calvin Davis, Keflavík. Magni Hafsteinsson KR-ingur sækir hér að körfu Tindastóis en Svavar A. Birgisson, Tindastóli, er til varnar. Á innfelldu myndinni er Jón Arnór Stefánsson KR-ingur prúðbúinn en hann er meiddur á læri. DV-myndir E.ÓI. Njarövik-Grindavík 93-56 3-0, 10-5, 12-11, (19-15), 28-15, 37-18, 41-21, (47-29), 55-31, 60-39, 6ÍÞ43, (66-43), 74-48, 81-52, 84-54, 93-56. Stig Njaróvíkur: Logi Gunnarsson 26, Halldór Karlsson 14, Brenton Birmingham 13, Jes Hansen 11, Teitur Örlygsson 8, Sævar Garðarsson 7, Friðrik Ragnarsson 6, Ragnar Ragn- arsson 3, Þorbergur Heiðarsson 3, As- geir Guðbjartsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergs- son 17, Dagur Þórisson 13, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Kristján Guðiaugsson 6, Pétur Guðmundsson 6, Elentínus Mar- geirsson 5, Helgi Helgason 2. Fráköst: Njarðvík 45, 37 vöm, 8 sókn (Brenton 11), Grindavík 36, 29 vöm, 6 sókn, (Lewis 9). Stoósendingar: Njarðvík 23 (Brenton 6), Grindavík 12 (Lewis, Elentínus 3). Stolnir boltar: Njarðvík 15 (Brenton 6), Grindavik 11 (Lewis 3). Tapaöir boltar: Njarðvík 18, Grinda- vík 20. Varin skot: Njarðvik 1 (Hansen), Grindavík 3 (Lewis, Bergur, Páll Axel). 3ja stiga: Njarðvík 31/10, Grindavík 30/2 Víti: Njarðvík 23/16, Grindavík 15/12. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson (6). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Logi Gunnarsson, Njarðvík. Þór Ak.-Valur 99-92 7-4,14-14, 21-20, (28-29), 33-29, 42-34, (46-38), 48-43, 53 43, 60-49, 65-51, 67-57, 67-61, (71-70), 71-72, 79-76, 83-81, 90-83, 95-89, 99-92, Stig Þórs: Sigurður Sigurðsson 27, Óðinn Ásgeirsson 24, Clifton Bush 22, Magnús Helgason 15, Hermann Hermannsson 10, Hafsteinn Lúð- víksson 1. Stig Vals: Brian Hill 27, Guðmund- ur Bjömsson 18, Brynjar Karl 14, Herbert Amarson 12, Bjarki Gúst- afsson 8, Kjartan Orri Sigurðsson 2. Fráköst: Þór 34, 12 I sókn, 22 í vörn (Bush 14), Valur/Fjölnir 24, 6 í sókn, 18 í vörn (Hill 12). Stoösendingar: Þór 18 (Hafsteinn 7), Valur/Fjölnir 22 (Herbert 8). Stolnir boltar: Þór 12 (Sigurður 4), Valur/Fjölnir 14 (Herbert 4). Tapaöir boltar: Þór 15, Val- ur/Fjölnir 10. Varin skot: Þór 5 (Óðinn 4), Val- ur/Fjölnir 1 (Brian). 3ja stiga: Þór 27/10, Valur/Fjölnir 20/6. Víti: Þór 21/15, Valur/Fiölnir 19/16. Dómarar (1-10): Erlingur Snær Erlingsson og Kristinn Oskarsson (8). Gceöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 150. Maður leiksins: Sigurður F. Sigurðsson, Þór Ak. Haukar-ÍR 79-67 0-2, 7-10, 14-15, (16-17), 25-21, 25-28, 35-30, (35-34), 42-41, 5341, (60-46), 65-52, 71-59, 79-67 Stig Hauka: Bragi Magnússon 22, Jón Amar Ingvarsson 17, Mike Bargen 14, Marel Guðlaugsson 10, Guðmundur Bragason 8, Eyjólfur Jónsson 7, Lýður Vignisson 1. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 16, Cedrick Holmes 15, Halldór Kristmannsson 11, Hreggviður Magnússon 7, Ólafur Sigurðsson 6, Guðni Einarsson 5, Sigurður Þorvaldsson 4. Fráköst: Haukar 40 (Bargen 10), ÍR 36 (Holmes 14). Stoðsendingar: Haukar 16 (Jón Amar 4), ÍR 15 (Eiríkur 4). Stolnir boltar: Haukar 9 (Bargen 4), ÍR 8 (Holmes 2). Tapaöir boltar: Haukar 15, ÍR 20. Varin skot: Haukar 2 (Eyjólfur 1), ÍR 2 (Holmes 1). 3ja stiga: Haukar 5/17, ÍR 6/18. Víti: Haukar 19/27, ÍR 15/17. Dómarar (1-10): Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Aibertsson (8). Gœöi leiks (1-10): (5). Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Jón Arnar Ingvarsson, Haukum. DV DV Sport - Shawn Myers og Michail Antropov voru saman með 53 stig, 25 fráköst og 77% hittni þegar Tindastólsmenn stöðvuðu sex leikja sigurgöngu íslandsmeistaranna Tindastólsmenn gerðu góða ferð í vesturbæinn í gær og urðu fyrstir í tvo mánuðu til að leggja íslandsmeistara KR-inga. Stólarnir gerðu 13 síðustu stig leiksins og unnu 95-105 eftir að KR-ingar höfðu leitt leikinn nánast allan tímann en KR hafði unnið sex deildarleiki í röð. Tindastóll stólaði á stóru mennina sina og þeir sáu um að yfirvinna góða hittni KR-liðsins í leiknum (54,5%) en KR-ingar gerðu 14 þriggja stiga körfur úr aðeins 21 skoti (66,7%). Shawn Myers var óstöðvandi, hitti úr 15 af 19 skotum sínum og gerði alls 38 stig og tók 17 fráköst og það þrátt fyrir að hluti af varnarskyldum allra í vesturbæjarliðinu væri að reyna að stöðva þennan snjalla framherja. 16 stig á 6 mínútum Myers var sérstaklega öflug- ur í þriðja leikhluta þegar Stól- amir komu sér aftur inn í leik- inn þegar þeir virtust vera bún- ir að missa meistarana of langt fram úr sér. KR-ingar yfirdekkuðu Myers stíft fyrstu fjórar mínútur seinni hálfleiks og gekk vel og settu síðan á svið stórskotasýn- ingu í sókninni þar sem fjórar þriggja stiga körfur á fjórum mínútum komu muninum upp í 14 stig, 70-56, og fátt virtist í spilum Tindastólsmanna. Of stór skammtur En KR-ingar fengu að því virtist of stóran skammt af góðri hittni og misstu við það stjórn á sóknarleiknum. Liðið fór að taka of erfið skot og skor- aði ekki stig í þrjár mínútur og forskotið gufaði upp. Stólamir fóru líka að koma boltanum inn í teig á þá Myers og Antropov og eftir 16 stig frá Myers á 6 mínútum náðu Stólarnir að komast yfir fyrir síðasta leik- hlutann. Leikurinn hélst áfram í jám- um, KR-ingar tóku annan sprett með góðri hittni en þegar öll augu vora á Myers og Antropov losnaði um þá Ómar Sigmars- son og Kristin Friðriksson sem nýttu sér plássið í lokin og skor- uðu mikilvægar körfur. KR- ingar enduðu siðan leikinn jafnilla og þeir byrjuðu hann vel því Tindastóll skoraði 13 síðustu stigin í leiknum. KR-liðið lék án Jóns Amórs Stefánssonar sem meiddist í bikarleiknum gegn Njarðvík á dögunum og Jónatans Bow sem er meiddur í baki og svo fékk Keith Vassell högg á olnbogann á mikilvægum tíma í fjórða leikhluta sem hélt honum á bekknum í fimm mínútum og orsakaði það að hann gat ekki beitt sér að fullu í lok leiksins. Besta sóknin í vetur Valur Ingimundarson, þjálf- ari Tindastóls, var ánægður 1 leikslok. „Þetta er mjög gott og viö spiluðum frábæran seinni hálfleik eftir að hafa verið arfa- slakir í vörninni í fyrri hálfleik. Við sýndum mikinn karakter og ákváðum að snúa blaðinu við í hálfleik. Michail stóð sig frábærlega og var aö spila sinn besta leik i vetur. Það þarf stór- leik til að vinna KR úti. Þetta er það besta sem við höfum sýnt í sókninni í vetur,“ sagði Valur í leikslok en sem dæmi um sókn- arleikinn þá hittu Stólarnir úr 64,5% skota sinna í leiknum og tóku 62% frákastanna. Hjá KR átti Ólafur Jón Ormsson mjög góðan leik auk þess sem mikilvægi Magna Hafsteinssonar sást best þegar hans naut ekki við vegna villuvandræða. Þá var Keith Vassell með þrefalda tvennu og Hermann Hauksson setti sjö af 10 skotum sínum niður. -ÓÓJ Markasúpa í forrétt - 34 mörk í fyrri hálfleik þegar ÍBV sigraði Fram í SS-bikarnum í átta liða úrslitum bikarkeppni HSl mætt- ust ÍBV og Fram á heimavelli þeirra fyrmefndu. Liðin höfðu áður mæst fyrr í vetur í Eyjum, þá í deildarkeppninni og lauk þeim leik með stórsigri gestanna. í gærkvöldi var hins vegar annað uppi á teningnum, leikmenn ÍBV höfðu greinilega unniö heimavinnuna og áttu Framstúlkur litla von í leiknum. ÍBV sigr- aði 34-25 og er því komið í undanúrslit. Það vora gestimir úr Safamýrinni sem byrj- uðu leikinn betur og fyrsta markið var þeirra. Eyjastúlkur brettu hins vegar upp ermamar og svöruðu með þremur mörkum í röð. Tamara Mandizch fór mikinn í leiknum og var áberandi í markaskorun frá fyrstu mínútu en þrjú af fyrstu fjórum mörkum ÍBV komu frá henni. Framstúlkur börðust áfram þrátt fyrir mótlætið og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin jöfn, 10-10. Eyjastúlkur settu þá í fluggír- inn og náðu undirtökunum. Fjögur mörk skildu liðin að í hálfleik eftir sannkallaða makasúpu og Eyjastúlkur leiddum, 19-15. í upphafi seinni hálfleiks leit allt út fyrir að ÍBV væri að gera út um leikinn enda skoruðu þær fyrstu tvö mörkin og náðu sex marka for- ystu. Leikmenn Fram reyndu að klóra í bakk- ann og gerðu það reyndar en ekki mikið meira en það. Minnstur varð munurinn í seinni hálf- leik fjögur mörk en þegar tíu mínútur lifðu eft- ir af leiknum gripu gestirnir til örþrifaráða og mættu heimastúlkum mjög framarlega í vam- arleiknum. Sú hernaðaráætlun mistókst hins vegar illilega og ÍBV jók muninn jafnt út leik- inn og niðurstaðan varð níu marka sigur ÍBV. Vigdís varöi vel Framliðið lék ekki vel í gærkvöldi og vam- arleikur liðsins var í molum. Sóknarleikurinn gekk þó ágætlega, Marina Zoeva var tekin úr umferð stærstan hluta fyrri hálfleiks en skil- aði samt sem áður sínu. Einnig áttu Irina Sveinsson og Katrin Tómasdóttir ágæta spretti en annars ríkti meðalmennskan í Framliðinu. Hjá ÍBV vora þær Tamara, Anita Andreas- sen og Vigdís Sigurðardóttir í algjörum sér- flokki á vellinum og ekki hægt að neita þvi að leikur liðsins í gærkvöldi var farinn að minna nokkuð á meistaraliðið frá því í fyrra. Varn- arleikur liðsins var þó ekki í háum gæðaflokki á köflum en Vigdís sá til þess að Fram kæmist aldrei nálægt ÍBV í seinni hálfleik en þá varði hún ein fimmtán skot. „Þetta var alls ekkert auðveldur leikur fyrir okkur og sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Við náöum alltaf forskoti en misstum það svo ein- faldlega aftur niður en við náðum svona miklu forskoti á lokamínútunum. Það var mikil breyting á leik okkar frá því á móti Haukum enda beittum við brostækninni í þetta skiptið og fóram að hafa gaman af hlutunum, baráttan kom í kjölfarið og þannig hafðist þetta. Við einbeittum okkur að okkar leik enda held ég að það hafi skilað okkur inn í undanúrslitin," sagði Vigdis Sigurðardóttir eftir leikinn. Mörk iBV: Tamara Mandizch 12/6, Anita Andre- assen 10, Amela Hegic 4, Ingibjörg Ýr Jóhanns- dóttir 3, Edda B. Eggertsdóttir 2, Gunnleyg Berg 2, tris Sigurðardóttir 1/1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 23. Mörk Fram: Marina Zoeva 10/4, Katrín Tómas- dóttir 4, Björk Tómasdóttir 4, Irina Sveinsson 4, Olga Provchorova 2, Kristin Brynja Gústafsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 12. Hafþór góður - fór fyrir Skallagrími í sigri á Hamri Minnugir lokaleiksins í deildinni I fyrra, þar sem Ham- arsmenn gerðu vonir Borgnes- inga um sæti í úrslitakeppn- inni aö engu, voru heimamenn staðráðnir í að hefna ófaranna, þegar Hvergerðingar komu í heimsókn í Borgames í gær. Það tókst þeim og lauk leiknum með sigri þeirra, 87-84. Strax í upphafi náðu Ham- arsmenn múdlli forystu með góðri hittni og sterkri vöm en að sama skapi spiluðu Borgnes- ingar afar illa og töpuðu boltan- um hvað eftir annað, alls átta sinnum í fyrsta leikhluta. Ekki hresstist Eyjólfur í öðrum leik- hluta og Hamarsmenn héldu forskotinu allt til loka fyrri hálfleiks. Hafþórs þáttur Gunnarssonar í seinni hálfleik tók hinn bráðefnilegi leikmaður Skalla- gríms, Hafþór Gunnarsson, leikinn í sínar hendur og skor- aði níu stig á fyrstu tveim mín- útum hálfleiksins og skyndi- lega var munurinn kominn nið- ur í þrjú stig. Borgnesingar fóm að spila góða vörn og drit- uðu niður þriggja stiga körfun- um. Fát kom á Hamarsmenn og stemningin var öll heima- manna. Skallagrímsmenn komust fyrst yfir í upphafi flórða leikhluta með þriggja stiga körfu frá Alexander Ermolinskij. Borgnesingum hélst á forskotinu, einkum fyrir tilstuðlan frábærs leiks Hafþórs og Alexanders, og þeir unnu sigur í köflóttum leik. 10 þriggja stiga Alls settu Skallarnir niður 10 þriggja stiga körfur í seinni hálfleik og voru það helst Al- exander, Hafþór og Ari sem hittu best en einnig átti Peebles góðan seinni hálfleik en tapaði boltanum of oft. „í seinni hálfleik byrjuðum við að spila almennilega vöm og komum upp stemningu og þá kom sóknarleikurinn í kjöl- farið. Það er mjög gott að fara í jólafrí með sigri. Ég tók bara mín skot og félagar mínir í lið- inu voru duglegir að peppa mig upp og þá kom sjálfstraustið,“ sagði Hafþór Ingi Gunnarsson í leikslok. Hjá Hamarsmönnum átti Chris Dade stórleik og setti 40 stig, þá barðist Skarphéðinn eins og ljón, einnig var Pétur drjúgur en hefur oft leikið bet- ur. -RAG Nú datt það - hjá KFÍ sem vann sinn fyrsta leik í vetur Það vora ákveðnir leikmenn ís- firðinga sem gengu inn á leikvöllinn í Jakanum í gærkvöldi og unnu sinn fyrsta leik, 83-77. Ales Zianovic skoraði fyrstu körfu leiksins og lagði þar með grunnin að stórleik sínum. Keflvík- ingar hresstust þegar líða tók á fjórðunginn og vora þrjár þriggja stiga körfur þeirra dýrmætar í seinni hlutanum. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 17-24 fyrir Keflavík. Ales opnaði aftur annan leikhlutann með góðri körfu og á eftir fylgdu sex stig heimamanna sem náðu að halda jöfnu í leikhléi, 38-38. Athygli vakti aö Davis skoraði öll stig Keflavíkur í öðrum leikhluta, eða 14 talsins, og var það til marks um sterka vörn heimamanna. Þriðji leikhluti var í jámum og skiptust liðin á um forystuna. Við upphaf fjórða leikhluta var staðan 53-55 fyrir gestina. Síðasti hlutinn var gríðarlega spennandi og greini- legt að heimamenn höfðu fundið lyktina af fyrsta sigrinum. Það kom og á daginn að sigurvilji ísmann- anna var meiri og þeir lönduðu verðskulduðum sigri, 83-77. Segja má að fjórði leikhlutinn hafi verið eign Sveins Blöndal, sem lítið hafði sést fyrr í leiknum. Hann skoraði þar ellefu af 17 stigum sínum og áttu leikmenn Keflvíkinga ekkert svar við leik hans. Karli Jónssyni þjálfara var létt í leikslok. „Það er búin að vera mikil stígandi í leik okkar undanfarið og það var í rauninni bara spuming hvenær fyrsti sigurinn kæmi. Varn- arleikurinn hefur verið höfuðverk- ur en í kvöld sýndum við aö við get- um líka spilað vörn. Á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er og nú ætti jólasteikin að fara aðeins betur í okkur.“ Bestur í annars jöfnu liði heima- manna var Ales Zianovic. Pilturinn sá hefur gjörbreytt liði KFÍ til hins betra. Fontana átti einnig skínandi leik og líkar það greinilega vel að vera kominn með félaga undir körf- una. Hrafn stjómaði liðinu eins og herforingi og Sveinn og Baldur settu mikilvægar körfur. Calvin Davis var yfirburðamaður í liði Keflavíkur, hann hélt haus all- an leikinn og spilaði feiknagóða vörn á stóru mennina hjá KFÍ og skoraði grimmt. Annars náði Kefla- víkurliðið sér ekki á strik gegn sterkri vöm heimamanna og skytt- umar tóku mörg slæm skot að utan. Birgir Guðfinnsson kom sterkur inn af bekknum. Guðjón Skúlason skil- aði sínum stigum eins og vanalega. -TBS Calvin Davis, Keflavík. Arfaslök nýting - Grindvíkinga og stórt tap fylgdi í kjölfarið Njarðvíkingar tóku Grindvíkinga í kennslustund í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 93-56 eftir að heimamenn höfðu leitt í hálfleik, 47-29. Leikurinn var bragðdaufur í upp- hafi, en Njarðvíkingar settu kraft í leik sinn í öðrum leikhluta og skyndilega var munurinn á liðunum orðinn 20 stig. Heimamenn voru að leika fina vöm, en aftur á móti voru gestimir aldrei í takt við leikinn, og tilraun þeirra til að komast inn í leikinn hreinlega gekk ekki þó þeir hefðu náð að stoppa Njarövíkinga á köflum í þriðja leikhluta. Sóknar- leikurinn var í molum, hver að reyna í sínu homi og skotnýtingin arfaslök. Niðurstaðan varð því stór- sigur heimamanna og þeir því í 3. sæti í jólafrí. Heimamenn léku sterka vöm í leiknum og sem dæmi náöi Kim Lewis ekki að komast á blað. Logi Gunnarsson var atkvæðamikill í sókninni, en annars áttu allir góðan leik hjá heimamönnum. Hansen var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik, Halldór átti skínandi leik, og þjálfar- arnir voru að spila mjög góða vörn. Hjá gestunum var fátt um fina drætti. Það má eiginlega segja að Dagur Þórisson hafi verið sá eini_ sem lék af eðlilegri getu, aðrir geta ' mun betur, jafiit í vörn og sókn. Friðrik Ragnarsson, annar af þjálfurum Njarðvíkinga, var ánægð- ur í leikslok. „Við spiluðum okkar besta vamarleik í vetur, og menn rifu sig upp eftir áfallið í bikamum. En vissulega er maður meðvitaður um að Grindvíkingar voru að leika langt frá sínu besta en við förum með bros á vör í jólafríið.“ Pétur Guðmundsson, fyrirliði Grindvíkinga, var að vonum von- svikinn með leik liðsins: „Það var ekki vöm til staðar, og í stað þess að hugsa um að stoppa næst þá ætluðu menn að redda sér með 3ja stiga körfu. Þetta er ekki leiðin til að koma sér á sporið aftur og þetta* breytist ekkert hjá okkur nema menn geri sér grein fyrir því.“-EÁJ Ekki fyrir augað Haukar sigruðu ÍR á Ásvöll- um, 79-67, í leik sem var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið léku illa í fyrri hálfleik þar sem skotnýting beggja liða var í algjöru lágmarki og mikið var um mistök. Bragi Magnús- son sá til þess að Haukar voru yfir í hálfleik, 35-34, þegar hann skoraði 10 stig á stuttum kafla í öðrum leikhluta. Eitt- hvað virtist leikurinn ætla að hressast í byrjun seinni hálf- leiks og skoruðu liðin á víxl. En þá tóku Haukar völdin og skoruðu 13 stig í röð og léku fina vöm. Á þessum kafla lögðu þeir grunninn að sigrin- um og gestunum tókst ekki að brúa bilið þrátt fyrir heiðar- legar tilraunir. Hjá Haukum var Jón Arnar Ingvarsson bestur og stjórnaði leik liðsins vel. Bragi var góð- ur í öðrum og fjórða leikhluta og Mike Bai-gen stóð fyrir sínu. ÍR-ingar voru ekki likir sjálfum sér í þessum leik og vilja eflaust gleyma honum sem fyrst. Eiríkur Önundarson var mistækur og Cedrick Holmes var rólegur. Hreggviður náði sér ekki á strik og sama má segja um Sig- urð Þorvaldsson. ÍR-ingar geta þó farið sáttir í jólafrí og halda eflaust áfram að gera usla í deildinni að fríi loknu. -BG Siguröur F. Sigurðsson, leikmaöur Þórs, var maður leiksins gegn Val. Þetta hafðist Fyrirfram var búist við auðveldum sigri Þórs á Val/Fjölni þegar liðin mættust í gærkvöldi í íþróttahöllinni á Akureyri. Fyrsti leikhluti var mjög jafn og skiptust liðin á að hafa forystu. Lítið var skorað í öðram leikhluta eða alls 27 stig. Bæði lið náðu mikið af fráköstum en Þórsarar nýttu skotin sín betur og fóru í hálfleik með átta stiga forystu. í þriðja leikhluta náðu Þórsarar fljótlega 14 stiga forskoti en menn Vals/Fjölnis gáfust ekki upp og minnkuðu muninn niður í eitt stig fyrir lok þriðja leikhluta. Valur/Fjölnir tók forystu strax í upphafi fjórða leikhluta. Þórsarar gáfust ekki upp og náðu foryst- unni fljótt aftur. Spennan var gífurleg undir lokin og reyndu leikmenn Vals/Fjölnis eins og þeir gátu að jafna. Þegar um mínúta var eftir náðu þeir að minnka muninn niður í þrjú stig. Þórsarar náðu þó að halda fengnum hlut. „Þetta hafðist. Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Við urðum að ákveða það hvort við ætluðum að líta niður fyrir okkur eða upp. Viö stefnum á úrslitakeppnina og gera betur heldur en í fyrra. Við munum nýta jólafríið vel. Við ætlum að bæta okkur. Ég er ósáttur við það hvemig við höfum spilað. Við höfum verið að ná góðri forystu og svo missum hana niður. Þetta ætl- um við að bæta,“ sagði Ágúst Guðmundsson, þjálf- ari Þórs, eftir leikinn i gær. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.