Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2000, Page 4
22 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 Rosicky til Bayern? Tomas Rosicky. Tomas Rosicky, hinn tvítugi leikmaður Spörtu Prag og tékk- neska landsliðsins, sem er mjög eftirsóttur af stórliðum í evrópskri knattspyrnu, hefur lýst því yfir að hann vilji ganga til liðs við Bayem Munchen. Hann segist þekkja best til liðsins af hinum stóru liðum og að hann hafi verið áhangandi þess frá barnæsku. Leikmaðurinn segist hvergi banginn við að spila í Bundesligunni og segist hafa sýnt að hann gæti staðið sig vel þar, sérstakleg í meistara- deild Evrópu. Viðræður við félagið eru þó ekki hafnar en kaupverðið mun vera um 13 milljón- ir punda (1,5 milljarðar króna). SandeQord-Haukar um helgina: Hvergi bangnir - segir Viggó Sigurðs- son, þjálfari Hauka íslandsmeistarar Hauka í handknattleik halda utan til Nor- egs í fyrramálið þar sem þeir mæta Sandefjord á sunnudag í siðari leik liðanna í EHF-keppn- inni. Haukamir sigruðu 1 fyrri leiknum með tíu marka mun, 34-24, sem var nokkuð óvænt nið- urstaða miðað við að norska liðið er efst og taplaust i norsku deild- inni og að Haukarnir lentu í nokkrum vandræðum gegn öðru norsku liði, Bodo/Glimt, fyrir skömmu en Bodo er í fjórða sæti deildarinnar eftir 10 leiki, sex stigum á eftir Sandefjord. „Þessi leikur leggst ágætlega í okkur við erum auðvitað með tiu marka forskot en við ætlum okk- ur ekki að fara þarna út til að verjast heldur til að sækja og spila eðlilegan leik,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, þegar DV-sport hafði tal af honum í gær. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að Sandefjord var að spila mjög slakan leik á sunnudaginn og að þetta er miklu betra lið heldur en þar kom fram. Það er mikilvægast að falla ekki í þá gildru að fara að verja forskotið heldur spila bara eftir eigin getu, þá klárum við þetta. Þeir brotnuðu algjörlega í leiknum en sýndu siðan klærnar í smátíma í síðari hálfleik og voru fljótir að hlaða inn mörkun- um þegar þeir komu inn í hraða- upphlaupum. Þeir eru mjög fljót- ir og við vissum að þeirra aðall væru hraðaupphlaupin. Þeir spila hins vegar mjög stuttar sóknir og ekki mjög skipulegan sóknarleik sem er galli á liðinu. Þeir eru hins vegar með mjög öfl- uga leikmenn." Mikið álag „Auðvitað er þreyta í liðinu eftir mikla leikjahrinu undanfar- ið, álagið hefur verið mikið og margir erfiðir leikir, eins og núna síðast á móti Fram. Það sit- ur að sjálfsögðu i okkur, það er ekki spurning. Það voru einhver smámeiðsli eftir leikinn á mið- , vikudaginn og menn voru í með- ferð hjá sjúkraþjálfara. Þau meiðsli eru hins vegar ekki alvar- leg og ekkert óeðlUegt í gangi, þetta er bara álagið. Það er mjög góður andi og mik- ið sjálfstraust í liðinu þannig að við erum hvergi bangnir og för- um fullir sjálfstrausts í leikinn úti í Noregi,“ sagöi Viggó. -ÓK Vegna Korpu Það er rétt að það komi fram vegna skrifa um Korpu í gær í veiðiþætti DV-Sport aö leigutakarnir veiða ekki sjálfir í ánni. Stangveiðifélag Reykjavíkur selur veiðileyfm í Korpu og allir geta keypt þar veiðileyfi. -G.Bender Krakkarnir í Baldurshaga voru kuldalegir þegar DV-Sport leit við á æfingu á dögunum. Engin upphitun er í salnum og hitastigið fylgir nánast hitastiginu úti. Það gefur því augaleið að oft veröur þarna skítakuldi að vetrarlagi og aðstaðan auðvitað langt frá því aö vera boöleg. DV-mynd Hilmar Þór Krakkarnir æfa inni í skítakulda - döpur aðstaða frjálsíþróttafólks til æfinga innanhúss í Reykjavík. Hitastigið oft við frostmark í Baldurshaga Aðstaða frjálsíþróttafói;.- '" p 10 • innanhúss í Reykja "• nánast engin eða afar léleg o" v götur frá því að ioku*. hófst hérlendis. Ástandið hefur þó sjaldan eða aldrei verið jafnslæmt og nú. 1 Baldurshaga, undir stúku Laugardalsvallar, er eina aðstaðan i höfuðborginni þar sem hægt er að æfa hlaup á tartanbraut sem er lengri en 30 metrar. Raunar er hér um að ræða „bestu" aðstöðuna á landinu hvað þetta varðar. Brautin lafir reyndar í því að teljast þokkaleg og hefur komið sér vel fyrir þá fjöbnörgu sem æfa frjálsar í Reykjavík. Nú er staðan varðandi aöstöðuna hins vegar verri en hún hefur áður verið að vetrarlagi. Forkólfur innan frjálsíþróttahreyfmgarinnar, sem DV- Sport talaði við í gær, hafði ófagra sögu að segja: „Það er hrein hörmung að sjá hvern- ig aðstaðan er. Þama æfa börnin i skítakulda og þurfa að vera kappklædd til að halda á sér hita. Salurinn í Bald- urshaga er aldrei upphitaður og hita- stigið inni fylgir nánast hitastiginu úti. Um daginn var þriggja stiga hiti úti og þriggja stiga hiti inni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Krakkamir hafa ekki gert mjög mikið af því að kvarta. Það er hins vegar mín skoðun að það sé hneyksli að bjóða þeim upp á þessa aðstöðu. Einhverra hiuta vegna hefur hitinn verið tekinn af Baldurs- haga. Það er möguleiki að hafa hita- blásara i gangi en til að það komi að gag;, æflngum að kvöldlagi þarf að kveikja á honum snemma dags. Það er aldrei gert.“ Bílastæðið í Kringlunni eftir lokun á kvöldin Aðstaða fyrir íþróttafólk i Reykjavík sem stundar frjálsar íþróttir og knatt- spyrnu innanhúss að vetrarlagi hefur lengi verið til hreinnar skammar í höf- uðborginni. Nú horfa mál til betri veg- ar fyrir knattspyrnuiðkendur en áfram situr frjálsíþróttafólkið eftir. Sérstaklega þeir sem æfa hlaup, langhlaup eða spretthlaup. Á sama tima og íslenskir afreks- menn í frjálsum íþróttum eru í fremstu röð í heiminum eykst áhuginn gríðar- lega hér heima í kjölfar mikillar um- fjöllunar Cölmiðla. Einkum og sér í lagi fjölgar þá ungum iðkendum. Það sem í boði er þegar aðstaðan er annars vegar er ömurlegt og lítið að- laðandi. Þar má nefna yfirbyggð bíla- stæði Kringlunnar eftir lokun á kvöldin og upphitaðar gangstéttir ef þær flnnast. -SK } DV - Þverholti 11 Heimilisfang ----------------------------------------------—----------—------------------------ j 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.