Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 2
2 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 DV Fréttir íslensk f jölskylda í hættu stödd þegar skýstrókar æddu yfir Alabama á laugardag: E33SSSESSI Leituðum skjóls á baðherberginu - segir Elísabet Pálmadóttir „Við vorum sem betur fer öll heima þegar almannavarnaflauturn- ar byrjuðu að væla um hádegisbil á laugardag. Skömmu síðar heyrðum við í lögreglubílum sem fóru um hverfiö til að vara fólk við því að vera utandyra. Við kveiktum undir- eins á sjónvarpinu og gátum fylgst með ferð skýstróksins í beinni út- sendingu. Þannig sáum við hvenær hann nálgaðist borgina og hvenær tími var kominn til að leita skjóls. Við vorum öll skelkuð og yngsti son- ur okkar, sem er 6 ára, varð mjög hræddur," sagði Elisabet Pálmadóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Pétri Guðmyndssyni, fyrrverandi kúluvarpara, og fjórum börnum þeirra í bænum Tuscaloosa í Ala- Morgunblaösritst j óri: Beðiö eftir að Matthías kveðji „Það er ekki rétt að búið sé að ráða nýjan ritstjóra hjá Morgunblað- inu. Matthías Johannessen er ekki hættur og við ætlum okkur að kveðja hann áður en ákvörðun um nýjan ritstjóra verður tekin,“ sagði Hallgrím- ur Geirsson, framkvæmdastjóri Ár- vakurs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins, í samtali við DV í gærkvöld. Undanfama daga hefur heyrst orðrómur um að gengið hafi verið frá ráðningu nýs ritstjóra. Að sögn Hallgríms hafa staðið yfir skipu- lagsbreytingar á ritstjóm Morgun- blaðsins að undanfomu og þeim mun ekki lokið. „Það verður ekkert að frétta af þessu máli fyrr en í janúar." - Hafið þið einhvem sérstakan í huga? „Nei, það hefur ekki verið tekin j ákvörðun um til hverra verður leit- að,“ sagði Hallgrímur Geirsson. -aþ — Flugdólgamálið: Lögreglan farin utan Tveir lögreglumenn sem starfa á Keflavíkurflugvelli lögðu í gær af stað áleiðis til Mexíkós þar sem þeir munu mæta farþegunum fjór- um sem var vísað úr Flugleiðavél fyrir skömmu vegna óspekta um borð. Lögreglumennirnir flugu til Minneapolis þar sem þeir höfðu viðdvöl í nótt en þeir halda ferð- inni áfram í dag og eru væntan- legir til Puerta Vallarta í Mexíkó síðdegis. Hlutverk lögregluþjónanna er að sjá til þess að fyrrnefndir far- þegar verði til friös á heimleið- inni. Lögreglufylgdin er að kröfu Flugleiða og þurfa farþegarnir að bera allan kostnað af ferð lög- regluþjónanna. Mexíkóhópurinn er væntanlegur hingað til lands á morgun. -aþ Matthías Johannessen - fer um áramót bamaríki í Banda- ríkjunum. Elisa- bet og Pétur hafa búið í Alabama í sex ár. Hún lauk nýverið meistara- gráðu í uppeldis- fræðum og Pétur útskrifast í vor sem afbrotafræð- ingur. Öflugir ský- strókar gengu yfir Tuscaloosa, 100 þúsund manna borg, um hádegisbil á laugardag og mældist sá stærsti um 5 kílómetrar að breidd. Skýstrókarnir sem gengu yfir Tuscaloosa voru þeir mannskæðustu síðan 1932 en í gær- kvöld höfðu tíu manns fundist látnir og tveggja lítilla barna var enn sakn- að. Húsin veikbyggö „Ég kveikti stréix á sjónvarpinu og þar var sagt frá því að skýstrókar væru í aðsigi og myndu að líkindum ganga yfir borg- ina. Það er enginn kjallari í húsinu þannig að við leit- uðum skjóls á baðherberginu sem er glugga- laust og inni í miðju húsi. Allir fóru i skó því ef eitthvað hefði gerst þá er alltaf hætta á að fólk slasi sig á glerbrotum. Það er oft mælt með því að fólk fari inn á baðherbergin því þar eru vegg- ir gjarna þykkari en annars staðar í húsinu. Það væsti ekki um okkur á baðherberginu þótt þröngt væri en bróðir Péturs dvelur hjá okkur og við erum því sjö í heimili. Við höfðum kveikt á sjónvarpinu frammi í stofu og til alirar guðs lukku fór rafmagn- ið ekki af. Skýstrókurinn fór yfir á nokkrum mínútum og við heyrðum í fréttunum hvenær allt var um garð gengið," sagði Elísabet. Skýstrókarnir voru um stundar- fjórðung að ganga yfir Tuscaloosa og mældist sá sterkasti á yfir 80 kíló- metra hraða. Húsin í Alabama eru, að sögn Elísabetar, ekki eins ramm- lega byggð og hér á landi. Hún segir að húsið þeirra sé í meðallagi gott en allt gler sé til dæmis einfalt. „í rauninni eru bestu húsin hér ekki eins vel byggð og sumarbústað- irnir heima á íslandi. Við teljum okk- ur mjög lánsöm að hafa sloppið og eyðileggingin sem blasti við okkur í gær þegar við fórum að skoða ham- farasvæðin var hrikaleg. Trén höfðu mörg klofnað í tvennt og hjólhýsa- hverfi höfðu svo gott sem jafnast við jörðu. Það var sorglegt að horfa upp á þetta og vont til þess að hugsa að fjölmargar fjölskyldur eru á götunni nú rétt fyrir jólin,“ sagði Elísabet Pálmadóttir í Tuscaloosa í Alabama í samtali við DV í gærkvöld. Sjá nánar um skýstrókinn á bls. 19 -aþ Elísabet Pálmadóttir. Pétur Guömundsson. Gáttaþefur fræðir bornin um hollustu Þegar fréttaritari DV átti leiö í verslunina Samkaup í Grindavík bar fyrir augu kunnuglega sjón því Gáttaþefur hafói brugöiö sér til byggöa og var aö ná í eitthvaö hollt oggott til aö setja i skóinn hjá stilltum og þægum krökkum. Hann notaöi tækifæriö og fræddi krakkana Um hollustu grænmetis og ávaxta og sagöist aldrei gefa sælgæti í skóinn. Þeg- ar sá gamli fór aö tala um siginn fisk meö hangifloti og kæsta skötu eða hákarl uröu börnin skrýtin á svipinn en gátu þó tekiö undir aö haröfiskur væri nú ágætur. Tveir menn drukknuðu í Vestmannaeyjum: BHreiðin Mennirnir tveir sem fundust látn- ir í höfninni í Vestmannaeyjum á laugardaginn hétu Eiður Sævar Marinósson og Guðbjörn Guð- mundsson. Eiður Sævar var 61 árs gamall, til heimilis að Hrauntúni 18, Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Guðbjörn var 59 ára gamall, til heimilis að Áshamri 75 í Vest- mannaeyjum. Hann lætur einnig eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar, rannsóknarlögreglumanns í Vest- mannaeyjum, sást síöast til mann- anna þegar þeir fóru saman í bíltúr um klukkan níu á fóstudagskvöldið. Um hádegi daginn eftir höfðu ætt- ingjar samband við lögregluna og tilkynntu hvarf þeirra. Skömmu síð- ar varð vegfarandi var við bílinn í höfninni, en þá var farið að fjara út. fannst í Eiður Sævar Guðbjörn Guð- Marinósson. mundsson. Farþeginn fannst látinn í bílnum, spenntur í bílbelti. Ökumaðurinn fannst í höfninni, skammt frá biln- um. Mennirnir munu hafa farið á svo- kallaðan bryggjurúnt en að sögn Tryggva er óvíst hvernig slysið bar að. „Það er erfitt að átta sig á því hver tildrög slyssins voru. Ökumað- urinn gæti hafa tekið beygjuna of höfninni snemma eða hreinlega misst bara stjórn á bílnum," sagði Tryggvi. Slydda var þetta kvöld í Vestmanna- eyjum. Taliö er að slysið hafi orðið á milli klukkan 21 og miðnættis en lögreglan varö ekki vör við bíl mannanna þetta kvöld. Þetta er annað áfallið sem ríður yfir Vestmannaeyjar á einni viku en sem kunnugt er brann frystihús ísfélags Vestmannaeyja að miklum hluta til þann 9. desember og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Vegna þess hve fáliðuð lög- reglan í Vestmannaeyjum er hefur rannsóknin á láti mannanna tveggja seinkað rannsókninni á brunanum. Lögreglan i Vestmannaeyjum bið- ur þá sem gætu hafa orðið Eiðs Sævars og Guðbjarnar varir á fostu- dagskvöldið að hafa samband við sig í síma 481 1666. -SMK Aðstoði Bolvíkinga Einar K. Guð- finnsson þingmaður leggur til að stjóm- völd hjálpi til við að endurreisa starf- semi rækjuverk- smiðjunnar Nasco á Bolungarvík, sem lýst var gjaldþrota fyrir stuttu, í gegnum Byggðastofnun. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá. Fá að setja upp jólaljós Eldri borgarar sem búa við Vitatorg hafa fengið leyfi hússtjómar til að setja upp jólaljós á svölum íbúða sinna. Þeim hafði áður verið tilkynnt að vegna höfundarréttar arkitekta væri ekki ætlast til að íbúar skreyttu svalir sínar. Rikissjónvarpið greindi frá. Erlendum ferðamönnum fjölgar Erlendum ferðamönnum hefur fjöig- að um 41.000 það sem af er þessu ári miðað við sama tima í fýrra sam- kvæmt fréttatilkynningu sem Feröa- málaráð hefúr sent frá sér. Mest fjölg- un hefur orðið á ferðamönnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Mbl. greindi frá. Þingmenn í frí Þingfundum var frestað til 23. janú- ar síðastliðinn föstudag. Miklar annit' vora hjá þingmönnum þar sem mörg lög vom samþykkt. Hasarinn var því- líkur að lög voru afgreidd á allt niður í 20 sekúndur og var líkast því að þing- menn væru í akkorði. Mbl.is sagði frá. Flestar nefndir Menntamálaráðuneytið hefur flestar nefndir á sínum snærum eða 238. Þetta er um helmingi meira en næsta ráðu- neyti sem er heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. 1103 sinna störfum í þessum nefndum. Fréttastofa Ríkissjón- varpsins greindi frá. 70-80% birgða söluhæf Eftir könnun á birgðum sem ekki brunnu í eldsvoðanum í frystihúsi ísfé- lags Vestmannaeyja um síðustu helgi hefur komið í ljós að 70-30% birgða era söluhæf vara. Vísir.is sagði frá. íkveikjufaraldur hérlendis íkveikjur hafa stóraukist nú á sein- ustu vikum. Oftast er um smábruna að ræða þar sem kveikt er í ruslagámum eða öðru smálegu sem þó hefði getað valdið miklu tjóni. Stærstu og þekkt- ustu íkveikjumar eru þó bruni ísfé- lagsins í Vestmannaeyjum og íkveikj- an í stigagangi fjölbýlishúss við Flúða- sel í Breiðholti. Mbl. sagði frá. Mikil lyfjaneysla á Litla-Hrauni Dæmi eru um að sumir fangar á Litla-Hrauni fái allt að 25 töflur af verkjalyfjum og öðrum lyfj- um á dag. Ari Thorarensen, formaður fangavarðasambands íslands, segir þetta eitt mesta áhyggjuefnið í málefn- um Litla-Hrauns. Yfirlæknir fangelsis- ins segir þetta eðlilegt þar sem oft sé um að ræða lyfjagjöf fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur sem þarf að trappa niður. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá. Röng aðferðafræði Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra gagnrýndi í gær aðferðafræði kennara í kjaraviðræðum við ríkið. Menntamálaráð- herra segir kennara hafa í upphafi ein- blínt um of á ágreiningsmálin og grunnskólakennarar hafi farið mun skyn- samlegri leið. RÚV sagði írá. -HT -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.