Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Page 6
6 Fréttir MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 I>V Uppkaup húsa á hættusvæði í Bolungarvík er feimnismál: Snjóflóðavarnir hamli gegn fólksflótta - ófullnægjandi snjóflóðavamir fyrir 520 milljónir króna eða uppkaup fyrir 100 til 400 milljónir Fyrirhugaöar framkvæmdir við snjóflóðamannvirki fyrir ofan byggðina í Bolungarvík eru taldar kosta um 520 milljónir króna. Það jafngildir um hálfri milljón króna á hvern íbúa bæjarins. Þrátt fyrir þá vamargarða sem nú er fyrirhugað að gera verður áfram að rýma þau hús sem næst fjallinu standa. Ef engir vamargarðar yrðu byggðir myndu uppkaup húsa á mesta hættusvæðinu í Bolungarvík hins vegar ekki kosta nema 140 til 400 milljónir króna. Ekki hefur verið léð máls á því að kaupa upp hús við Dísarland þar sem snjóflóð hef- ur fallið á að minnsta kosti þrjú af sex hús- um í götunni. Þessir íbúar verða áfram í hættu og þurfa að rýma hús sín ef hættuástand skapast, þó áhættan minnki eitthvað með tilkomu garðanna. Það vekur athygli að ef engir garðar yrðu gerðir þyrftu íbúar 12-14 húsa að yfirgefa heimili sín strax og einhver hætta skapast. Eft- ir því sem hættan eykst fjölgar þeim húsum sem áætlanir yfirvalda gera ráð fyrir að séu rýmd. Hugsanlega gæti þurft aö rýma allt að 40 hús. Að mati margra heimamanna er ólík- legt talið að nokkum ttmann þurfi að rýma allt að 60 hús til viðbótar sem hugsanlega gætu fallið undir þá skilgreiningu sem ýtrasta hættumat gerir ráð fyrir. Við ýtrustu skil- greiningu á snjóflóðahættu gæti hún varðað allt að 500 íbúa í pláss- inu en að öllu jöfnu ekki nema 50 til 150 manns. Óróleiki þrátt fyrir varnargarða Ljóst er að íbúum þeirra húsa sem næst fyrirhuguðum mannvirkj- um munu standa verður ekki rótt þrátt fyrir varnargarðana. Hafa sumir þeirra óskað eftir uppkaup- um húsa sinna eins og Olgeir Hávarðarson og fjölskylda. Lög um Ofanflóða- sjóð gerir ekki ráð fyrir að bæði sé hægt að byggja hundruð milljóna króna varnarmann- virki og kaupa upp hús á sama tíma. Þetta er tekist á um í Bolungarvík nú. Olgeir hefur lýst því yfir að menn þurfi ekki að óttast að hann hlaupi á brott úr bænum ef húsið verði keypt af honum, hann vilji aðeins flyta sig á ömggari stað. Lítið hefur verið fjallað um hug- myndir sem lúta að því að gera enga varnargarða heldur einungis að kaupa upp hús á svæðinu sem í Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaðamaöur DV-MYND HKR. Dísarland 10 og 14 í Bolungarvík Líklega væri bæöi ódýrara og öruggara aö sleppa snjóftóöavörnum aö mestu eöa öllu leyti og kaupa þess í staö upp öll hús viö Dísarland og nálægar göt- ur. Hugmynd sem fáir vilja ræöa í heyranda hljóöi. Snjóflóðahættusvæöi í Bolungarvík Skyggöa svæöiö sýnir þann hluta Bolungarvíkurkaupstaöar sem hugsanlega gæti veriö í hættu ef aftakasnjófióö félli úr Traöarhyrnu. Þaö sem taliö er raunverulegt hættusvæöi í dag er þó mun minna. Nú er beöiö er eftir endan- legri skilgreiningu á hættumati sem á aö klárast á næsta ári samkvæmt reglugerö frá því í sumar. mestri hættu eru. Ljóst er að sveit- arstjómarmenn óttast þá umræðu af hræðslu við að missa enn fleiri íbúa en oröið er suður á mölina. Ef þessi möguleiki væri hins veg- ar í alvöru uppi á yfirborðinu væri veriö að tala um uppkaup á að minnsta kosti 14 húsum, eða jafnvel allt að 40 húsum, allt eftir því hvað menn telja síðan ásættanlega áhættu varðandi þau hús sem eftir standa. Miðað við þann kostnaö við snjóflóðamannvirkin sem nú er gert ráð fyrir má ætla að mjög ásættan- legt kaupverö 14 húsa miðaö við markaðsverð í Bolungarvík gæti verið um 140 milljónir króna. Upp- kaup á 40 húsum myndu samkvæmt þessu kosta opinbera aðila um 400 milljónir króna. Miðað við reynsl- una og kaupverð fasteigna á hættu- svæði í Hnífsdal má leiða aö þvi lík- um að allt að 50-60 hús fengjust fyr- ir sömu upphæð og nú er ætlaö að setja í vamir sem fyrirfram er vitað að muni ekki verða fullnægjandi í Bolungarvík. -HKr. Vilja auka öryggi Hvalfjarðaganga: Spölur á ekki fyrir myndavél DV, HVALFIRDI:_____________________ Margvíslegar ráðstafanir voru gerðar á nýliðnu starfsári Hvalfjarð- arganga til aö tryggja enn frekar ör- yggi vegfarenda í göngunum og þar verður hreint ekki látið staðar numið. Stjórnarformaður Spalar, Gísli Gíslason, sagði á aðalfundi fé- lagsins í dag að öryggismálin væru stjóm Spalar sérstakt metnaðarmál. Hann greindi frá því aö rækilega hefðu verið kannaðir möguleikar á að setja upp fullkomið myndavéla- kerfi í göngunum. í ljós kom að kostnaöur við slíka framkvæmd yrði á bilinu 50-60 milljónir króna, sem þótti of stór biti, í bili að minnsta kosti. Stjórn félagsins ákvað því að fresta fram- kvæmdum að sinni og biða eftir nið- urstöðum skýrslu sem væntanleg er frá Efnahagsstofnuninni í París, OECD, um öryggismál í jarðgöng- um. Hins vegar bauð stjórn Spalar embætti ríkislögreglustjóra að félag- ið myndi greiða stofnkostnaö við að setja upp hraðamyndavélar í göng- unum og taka þátt í rekstri þeirra. Boðið var þegið en enn hefur ekki orðið af framkvæmdum. Gisli Gísla- son sagði að ráðamenn Spalar teldu brýnustu öryggisþætti ganganna vera þá að halda umferðarhraðan- um niðri. -DVÓ Hvalfjarðargöngin Stjórn Spalar vill tryggla frekara öryggi í göngunum. Sandkorn Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Falinn bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri á það gjarnan til að taka þátt í lifinu með „þegnum sín- um“ og bregða á leik ef möguleiki er á, enda tekur hann. sig mátulega hátíðlega. Nú, þegar miðbæjarkaup- menn á Akureyri berjast af alefli gegn nýju Glerártorgi og efna til upp- ákoma er bæjarstjórinn með í leikn- um, alveg eins og hann er til í að láta sjá sig á Glerártorgi sé eftir þvi leitað. Á laugardaginn var eitt af „skemmtiatriðunum" í miðbæ Akur- eyrar að finna bæjarstjórann. Hann átti að fela sig á miðbæjarsvæðinu og veita átti heppnum finnanda verð- laun. Þegar þetta var skrifað var ekki vitað hvort „bæsi“ var fundinn. Dansinn stiginn Bjami Fel. íþróttafréttamaður heldur sínu striki á ríkisfjölmiðlunum og gefur ekkert eft- ir. Hann fór mik- inn i lýsingu sinni á bikarleik Fram og Hauka í hand- boltanum í síðustu viku, en þar gekk mikið á og menn tóku hver annan engum vettlingatök- um. Bjarni tíundaði þetta skilmerki- lega í beinni lýsingu af leiknum og þegar honum fannst leikmenn takast heldur harkalega á kom þetta gull- korn: „Hér er mikill darraðardans stiginn." Framarar „lutu svo í gólf- dúk“ en „það er næsta vist“ að þeir voru ekki ánægðir með það. Það er alltaf gaman að Bjama og enn er hann ókrýndur konungur þegar íþróttalýsingarnar eru annars vegar. Merkilegar rjúpur Skotveiði- menn i Eyja- firði eru ekki mjög hressir þessa dagana, enda hefur verið erfitt að stunda veið- amar í haust, tíðarfar hefur lengst af verið mjög óhagstætt, frekar lítið virð- ist vera af fugli á svæðinu og hann styggur ef til hans sést á annað borð. Á einum stað hafa menn þó frekar get- að gengið að fugli visum en á öðmm stöðum, en það er við utanverðan Eyjafjörð að austanverðu. Þar bannaði að vísu umhverfisráðherra mönnum að skjóta rjúpur í haust vegna ein- hverra rannsókna. „Rannsóknarijúp- umar“ hafa hins vegar tekið upp á því að fljúga með senditæki vísindamann- anna inn á bannsvæðið, væntanlega vegna þess að þar em byssur bannað- ar. En rjúpumar hafa hins vegar hmnið þar niður, sennilega hafa senditækin drepiö þær einhverra hluta vegna. Afleiðingin er m.a. sú að byssulausir skotveiðimenn fá sér gjaman göngutúr á svæðinu og tína þar upp dauðar rjúpur í jólamatinn, enda ekkert að hafa annars staðar. Enn hækkar það Stangaveiðimenn hlusta hins vegar forviða á þær frétt- ir sem berast af Blöndu, en áin var boðin út í haust. Akureyringar sém hafa haft ána á leigu undanfarin ár buðu víst um 7 milljónir í hana og hækkuðu sig verulega frá sl. sumri. Það dugði þó skammt því Stangaveiðifélag Reykja- víkur og Árni Baldursson sem helst hafa stuðiað aö síhækkandi veiðileyf- um hér á landi undanfarin ár fóru í enn eitt verðstríðið og herma fregnir að SVFR hafi boðið 10,5 milljónir og Árni 11 milljónir og hreppt hnossið. Oft og iöulega er vatnið í Blöndu svo drullugt að ekki er hægt að veiöa í því og þá húkka menn að sögn. Veiðileyfin í Blöndu næsta sumar veröa því án efa dýmstu húkkleyfi sögunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.