Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Qupperneq 18
18 Útlönd MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 DV Poul Nyrup Rasmussen Danski forsætisráöherrann búinn að glata stuðningi blaðsins Politiken. Politiken afneit- ar Poul Nyrup Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, varð fyrir pólitísku áfalli um helgina þegar blaðið Politiken afneitaði honum. Politiken, sem alla jafna er hlið- hollt ríkisstjórninni undir forystu jafnaðarmanna, lagði til í leiðara að Poul Nyrup segði af sér sem forsæt- isráðherra til að auka möguleika stjómarinnar í næstu kosningum. Kjósendur flýja jafnaðarmanna- flokk Nyrups í stórum stil vegna þess að þeir hafa ekki lengur trú á forystu flokksins, segir i niðurstöð- um skoðanakönnunar sem Politiken lét gera. Tíu létust í slys- um í Ölpunum Tíu manns týndu lífi í slysum i ítalska hluta Alpafjallanna i gær, þar á meðal íjórir menn sem féllu í opinn dauðann hver á eftir öðrum við að reyna að bjarga hundi í sjálf- heldu. Fjallasérfræðingar sem frétta- menn ítalska ríkissjónvarpsins ræddu við sögðu að ísingu væri um að kenna hvemig fór í mörgum til- vikum. Fólk hefði runnið til í hálkunni á göngustígum og hrapað fyrir björg. Að sögn björgunarmanna voru mennirnir sem reyndu að bjarga hundinum þrautþjálfaðir fjallgöngu- menn. Á síðasta ári urðu um 4.800 slys í fjöllum Ítalíu, að sögn forráða- manna ítalska Alpaklúbbsins. Sandra Day O'Connor Þessi íhaldssami hæstaréttardómari fékk hland fyrir hjartað þegar útlit var fyrir að Gore hefði sigraö Bush. Hæstaréttardóm- ara leist ekki á sigur Als Gores Bandaríski hæstaréttardómarinn Sandra Day O’Connor varð miður sín í kosningapartíi að kvöldi for- setakjördagsins í nóvember þegar fyrstu tölur bentu til að A1 Gore hefði sigrað í Flórída. „Þetta er hræðilegt," sagði dómarinn, að sögn tímaritsins Newsweek. O’Connor taldi þar með að kosn- ingarnar væru búnar en hún er ákafur repúblikani. Eiginmaður hennar sagði kunningjum að þau hjónin hefðu ætlað að setjast í helg- an stein en sigur Gores myndi þýða að hún þyrfti að þjóna fjögur ár til viðbótar þar sem hún gæti ekki hugsað sér að demókrati skipaði eft- irmann hennar. George W. Bush byrjaður að skipa í æðstu embætti: Vilja loka vinnumarkaði Þýsk stjórnvöld vilja að Evrópu- sambandið loki vinnumarkaði sín- um fyrir þegnum landanna sem nú bíða inngöngu, aðallega frá Austur- Evrópu, í sjö ár eftir að þau ganga í sambandið, að sögn blaðsins Berliner Zeitung. Árásir í Grosní Tsjetsjenskir uppreisnarmenn gerðu árás á skrifstofu borgarstjór- ans í héraðshöfuðborginni Grosní í gær. Borgarstjórinn er hallur undir Moskvuvaldið. Ráðist á drauga fortíðar Robert Hue, leiðtogi franskra kommúnista, veittist harkalega að stalínískum fortíðar- draugum flokksins um helgina. Hann sagði að franski Kommúnista- flokkurinn hefði verið sleginn mikilli blindu gagnvart of- sóknum á tímum sovétkommúnism- ans. Pope útskrifaður Banaríski kaup- sýslumaðurinn Ed- mond Pope, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir njósnir í Rússlandi en síðan náðaður af Pútín Rússlandsfor- seta, hefur verið út- skrifaður af sjúkrahúsi bandaríska hersins í Þýskalandi. Pope, sem er með krabbamein, var látinn laus af heilsufarsástæðum. Nýtt þýskt kúariðutilfelli Þýsk yfirvöld staðfestu í gær ann- að tilfelli kúariðu í landinu og í Bæjaralandi er verið að rannsaka tvö hugsanleg tilfelli til viðbótar. Varað við jarðskjálfta íranskur vísindamaður hefur var- að við því að gífurlega harður jarð- skjálfti kunni að vera yfirvofandi í Teheran, höfuðborg írans. Spáð er að skjálftinn gæti orðið allt að 1,4 milljónum manna að bana og eyði- lagt 60 prósent borgarinnar. Bjargað úr sjávarháska Þeir höfðu ærna ástæðu til þakka guði og syngja, þessir afrísku innflytjendur, eftir að spænska lögreglan bjargaði þeim úr sjávarháska undan Spánarströndum. Um 250 manns frá ýmsum Afríkulöndum var bjargað þegar bátur þeirra sökk á Gíbraltarsundi. Ekki er vitað til þess að neinn hafi farist. Óljóst er hvort fólkið veröur sent aftur heim til Afríku. Bill Clinton í mun að koma á friði í Mið-Austurlöndum: Rætt viö fulltrúa Palestínu- manna og ísraela næstu daga Bill Clinton Bandaríkjaforseti leggur nú allt kapp á að ljúka átta ára forsetaferli sínum með því að fá ísraela og Palestínumenn til að und- irrita nýjan friðarsamning áður en hann lætur af embætti 20. janúar næstkomandi. Fréttir bárust af því í gær að sendinefndir Palestínumanna og Israela myndu ræða við embættis- menn í Washington næstu daga. „Við munum hefja viðræður við Bandaríkjamenn í Washington á þriðjudag og ísraelar munu einnig ræða við Banaríkjamennina. Ef þörf krefur verður haldinn þríhliða fundur," sagðik Yasser Abed Rabbo, upplýsingamálaráðherra Palestínu- manna, við fréttamann Reuters í Ramallah á Vesturbakkanum. Yasser Arafat, forseti Palestínu- Yasser Arafat Forseti Palestínumanna er tilbúinn að hitta Ehud Barak, forsætisráö- herra ísraels, til að ræða friðarmál. manna, sagði eftir fund með vinstrisinnuðum ísraelskum þing- mönnum að hann væri reiðubúinn að hitta Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels. En fundinn þyrfti að undirbúa vel. ísraelskir heimildarmenn sögðu í gær að Shlomo Ben-Ami, utanríkis- ráðherra ísraels, og Gilead Sher, að- alsamningamaður stjórnar Baraks, myndu halda til Washington á mánudagskvöld. Þeir sögðu að fund- ur Arafats og Baraks yrði ekki mögulegur fyrr en eftir fundahöldin í Washington. Nokkrir menn féllu í átökum á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna um helgina, þar á meðal háttsettur foringi í Fatah-samtökum Arafats. Palestínumenn saka ísraela um að hafa drepið hann. Uppreisnarmenn drepa Uppreisnarmenn í Alsír skutu fimmtán nemendur og kennara þeirra til bana með vélbyssum þar sem þeir lágu í rúmum sínum í heimavistarskóla suður af höfuð- borginni um helgina. Öðrum nem- endum tómst að komast undan skot- hríðinnni. Haider gagnrýnir á Ítalíu Austurríski hægri- I öfgamaðurinn Jörg Haider gagnrýndi for- sætisráðherra og for- seta Ítalíu í gær. Haider heimsótti Páfagarð á laugardag. Sú heimsókn var I mjög umdeild og varð tilefni gríðarlegra mótmælaaðgerða í Rómarborg. Bíbí vill í forystuna Benjamin Netanyahu, fyrrum for- sætisráðherra ísraels, lagði inn um- sókn sína um að leiða Likud-banda- lagið í forsætisráðherrakosningun- um á næsta ári. Skoðanakannanir benda til að Netanyahu myndi sigra Ehud Barak forsætisráðherra í kosningunum. George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, skipaði ráðgjafa sinn í utanríkismálum, blökkukon- una Condoleezzu Rice, í embætti þjóðaröryggisráðgjafa í gær. Hún verður fyrsta konan til að gegna þessu mikilvæga embætti. Við athöfn í rikisstjórabústaðn- um í Austin í Texas tilkynnti Bush jafnframt um skipan tveggja dyggra aðstoðarmanna í mikilvæg embætti í Hvíta húsinu. Þykja tilnefningarn- ar til marks um þann vilja Bush að fjölbreyttan hóp með sér til Wash- ington. Forsetinn væntanlegi skipaði A1 Gonzalez, dómara við hæstarétt Texas, í embætti aðallögmanns Hvíta hússins og Karen Hughes, upplýsingafulltrúa sinn, i embætti aðalráðgjafa. Hin 46 ára gamla Condoleezza Rice er annar blökkumaðurinn sem Rice og Bush George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Condoieezza Rice sem hann skipaði í gær i embætti þjóöaröryggisráðgjafa síns. gegnir embætti þjóðaröryggisráð- gjafa. Hinn, Colin Powell, fyrrum yf- irhershöfðingi, var skipaður utan- ríkisráðherra í stjóm Bush á laug- ardag. Bush sagði að skilaboðin sem hann vildi senda með tilnefningum sínum væru eftirfarandi: „Fólk sem leggur hart að sér og tekur réttu ákvarðanimar í lífinu getur náð því fram sem það vill í Ameríku.” Bush greindi frá tilnefningunum skömmu áður en hann lagði af stað í fyrstu ferð sína til Washington eft- ir að hann vann forsetaembættið með úrskurði Hæstaréttar Banda- ríkjanna. Bush mun næstu daga ræða við helstu ráðamenn í Was- hington, þar á meðal Bill Clinton forseta og A1 Gore varaforseta sem keppti við hann um forsetaembætt- ið. Þá ætlar Bush að ræða við menn sem koma til greina í stjóm hans. Með dugnaðin- um er allt hægt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.