Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000
23
Menning
I>V
Imyndunaraflið
uppalið í Grindavík
DVA1YND E.ÖL.
Guðbergur Bergsson rithöfundur
„Höfundurinn er ekki þaö vitlaus aö hann viti ekki hvort hann vinnur verkiö vel eöa illa. Stundum grípur
hann til þess ráös aö verja sig gegn þeim sem koma auga á aö verkiö er illa unniö. Þaö geri ég aldrei.
Ef ég veit aö ég hefgert eitthvaö illa þá þegi ég. “
Daginn sem ég kem til Guðbergs í háu blokkina
við hafið er um hann skammargrein í Morgunblað-
inu vegna orða sem hann lét falla um heiðurslaun Al-
þingis. Því liggur beinast við að spyrja: Ertu búinn
að sjá Moggann í dag?
„Já,“ segir Guðbergur eins og hann kippi sér ekki
mikið upp við skammimar.
„Ég fékk skammir úr umhverfmu þar sem ég ólst
upp vegna þess að ég var öðruvísi en aðrir. Svo fékk
ég skammir fyrir að fara til náms og læra það sem
var algjörlega tilgangslaust. Síðan fór ég að skrifa
bækur sem voru öðruvísi en aðrar bækur og þá fékk
ég skammir frá íhaldinu. Þá fór ég að fá skammir frá
kvennahreyfmgunni og loks vinstrihreyfingunni
þannig að ég hef eiginlega fengið skammir frá öllum.
Það er viss skammahefð sem fylgir mér,“ segir Guð-
bergur og flissar.
- Átt þú ekki að vera samankuðlað skar eftir allar
þessar skammir?
„Nei, ég er það ekki vegna þess að yfirleitt hrynja
menn á meðan þeir eru ungir. Ef maður stenst
skammimar þá - þolir maður þær til æviloka."
Kjánaiegt aö prófa bækur á bömum
Ástæða heimsóknarinnar eru tvær bækur sem
Guðbergur hefur nýlega gefið út hjá JPV Forlagi. Það
er smásagnasafnið Vorhænan og aðrar sögur og
bamabókin Allir með strætó. Guðbergur segist ekki
hafa valið smásögumar saman af neinni ástæðu
nema þeirri að þær séu allar stuttar. Margar gerist
þær í Grindavík en aðrar færi hann til Grindavíkur
til samræmis hinum. Hann segist aðspurður aldrei
hafa komist almennilega frá Grindavík því þaðan sé
hann upprunninn og þar sé hans ímyndunarafl fætt
og uppalið.
„Þegar maður hefur verið eins mikið í útlöndum
og ég býr maður sér til ættland 1 verkum sínum. Ég
get því ekki sagt eins og Thomas Mann að skáldið sé
einungis til í tungumálinu. Mér þykir ekki hægt að
aðgreina bygginguna eða efiiið frá tungumálinu -
heldur er þetta allt saman samvirkandi heild.“
- En strætóbókin. Af hvaða þörf er hún sprottin?
„Hún er sprottin af þeirri þörf að vera alhliða mað-
ur,“ segir Guðbergur alvarlegur. „Ég segi ekki: „í
húsi fóður mins era margar vistarverur," eins og
stendur í Biblíunni, heldur: „í sérhveijum höfimdi
era margir höfundar". Þessi bók er dæmisaga um
strætisvagn sem lendir í vandræðum vegna þess að
það er þrengt að honum. Síðan gerist örlítið krafta-
verk - hann ekur gegnum vandræðin inn í nýja öld
og heldur þar áfram að aka. Þannig er þetta nú sett
fram á afar einfaldan hátt um lífsleiðina."
- Og boðskapurinn, er hann ekki einfaldur?
„Boðskapurinn er afskaplega einfaldur. Við lok
aldar er eitthvað svart - en á þessu svarta er gluggi
inn í framtíðina. Maður þarf bara að snúa við blað-
inu og þá blasir framtíðin við - og strætisvagninn
ekur inn í hana. Þetta er þaulhugsuð bók, en bækur
eiga ekki að liggja í augum uppi. Einkum og sér í lagi
eiga bamabækur að leyna á sér og síast inn í huga
bamanna vegna þess að barnið skynjar en skilur
ekki. Það er ekki fyrr en löngu seinna sem maður fer
að skilja það sem maður skynjaði sem bam.“
- Hefurðu prófað bókina á bömum?
„Nei, ég held að það sé ekki rétt að prófa bækur á
bömum. Mér fmnst það kjánalegt. Maður prófar
þetta á sjálfum sér. Höfundurinn er ekki það vitlaus
að hann viti ekki hvort hann vinnur verkið vel eða
illa. Stundum grípur hann til þess ráðs að verja sig
gegn þeim sem koma auga á að verkið er illa unnið.
Það geri ég aldrei. Ef ég veit að ég hef gert eitthvað
illa þá þegi ég.“
Vandi skáldævisögunnar
Við tölum aðeins um það sem er fram undan og ég
reyni að forvitnast um hvort framhald verði á
skáldævisögunni sem hófst með Föður og móður og
dulmagni bemskunnar. En Guðbergur segist ekki
vita það.
„Þegar ég var í Þýskalandi fyrr á þessu ári þá byrj-
aði ég að skrifa eins konar framhald af sögunni en
svo hætti ég við það af vissum ástæðum, en síðan hef-
ur það verið að leita meira og meira á mig. Þegar
maður skrifar bækur á borð við skáldævisöguna þá
er fyrri hlutinn sjálfsprottinn en seinni hlutinn er
ákveðinn af skáldinu sjálfu. Þar af leiðir að seinni
hlutinn er vitsmunalegri og oft skrifaöur í þeim til-
gangi að geðjast lesendum. Mín skoðun er sú að það
megi höfundur ekki gera heldur vera einn með sjálf-
um sér og standa sem slíkur. í þessum vanda er ég
með skáldævisöguna."
Guðbergur segist kunna vel við kuldann og öfúgt
við aðra - sem flýja landið þegar skammdegið skell-
ur á - situr hann sem fastast. Hann ætlar að vera hér
yfir jólin. Þá er ekki úr vegi að spyrja hvort hann lesi
mikið af íslenskum bókum:
„Ég reyni að fylgjast með og lesa allt sem kemur út
eftir íslenska höfunda, en ég geri það aldrei fyrr en
eftir jól Ég fékk andúð á því strax þegar öllum þótti
sjálfsagt að lesa bækur eftir Halldór Laxness og Krist-
mann Guðmundsson um jólin."
- Hvaða íslenskum höfundi ertu hrifnastur af?
„Nú ætla ég að nota fyrirmynd í fyrsta sinn á æv-
inni,“ segir Guðbergur. „Ég ætla að tala eins og kon-
an sem vinnur fyrir Rithöfundasambandið þegar til-
nefhingar til bókmenntaverðlaunanna voru kynntar,
en þá hafði hún enga skoðun á höfundunum. Þetta er
mjög íslenskt og bendir til þess að rithöfundar séu
svo frekir við hana að hefði hún einhverja sjálfstæða
skoðun þá yrði ólíft fýrir hana í vinnunni. Fólk ger-
ir sér ekki grein fyrir því hvað þessi fáu orð konunn-
ar vora mikilvæg í þessu litla samfélagi sem er frjálst
en býr þó við vissa ritskoðun. Það er ekki einræði
hér en maður sem hefur búið í löndum þar sem hef-
ur verið einræði tekur eftir þessu.“
Guðbergur segist því brosandi ætla að læra af
þessari konu og ekki hafa neina skoðun á íslenskum
rithöfundum.
„Það er nú einu sinni þannig að karlmenn nota
konur sem nokkurs konar skildi en þykjast sjáifir
vera bæði skjöldurinn og vopnið. Með því að skýla
mér bak við þessa konu sýni ég að ég er sannur ís-
lendingur." -þhs
Tónfist
Kristján í smámynd
Nýútkominn geisladiskur með söng Kristjáns
Jóhannssonar vekur ótrúlega margar spuming-
ar. Þær snerta allar hliðar málsins: útgáfuna, frá-
ganginn, flytjendurna og flutninginn.
Hljómdiskurinn geymir fjórtán ís-
lensk einsöngslög, öll vel þekkt og
elskuð. Öll voru þau samin fyrir rödd
og píanó en með Kristjáni leikur sin-
fóníuhljómsveit útsetningar Jóns
Þórarinssonar. Er hér formlega
þakkað fyrir að ekki var leitað til
Ed Welch en útsetningar Jóns
hafa þrátt fyrir snert af tilfinn-
ingasemi þann þokka sem fylgir
reyndum smekkmönnum og færum fag-
mönnum.
Hljómsveitin sem leikur er ekki sú íslenska
heldur Royal Philharmonic Orchestra í London,
en stjórnandi er Karstein Andersen. Á þessu er
undantekning í nokkrum lögum þar sem okkar
íslenska hljómsveit leikur greinilega en hennar
er ekki getið sem slíkrar. Óneitanlega sérkenni-
legt. Ekki er getið um hvenær þessar upptökur
voru gerðar, né heldur hvenær Kristján söng
sinn hluta hér heima í Salnum í Kópavogi.
Reyndar kemur fátt fram af upplýsingum því
bækling vantar alveg. Til dæmis kemur hvergi
sérstaklega fram hver er samanlagður flutnings-
tími. Hann er rétt rúmur hálftími og því ónotað
pláss á diskinum fyrir ríflega annað eins. Ástæða
þessa er ekki skortur á íslenskum einsöngslög-
um. Þetta er smámynd eða smáskífa og verður að
kynna sem slíka. Textar fylgja ekki með, en
ekki hefði verið óeðlilegt að ætla að
slíkt myndi fylgja bæði á íslensku og
ensku. Okkar frægasti tenórsöngvari
að syngja íslenskar einsöngsperlur
hljómar sem góð gjöf í jólapakkana sem
fara út um heim til vina og kunningja.
Án textans nær það ekki tilgangi sínum.
Ekkert er heldur sagt um tónskáldin,
hvorki hvenær þau voru uppi né hvenær
verkin voru samin.
Kristján Jóhannsson hefur sungið öll helstu
tenórhlutverk óperubókmenntanna víða um
heim. Enginn hefur verið ósnortinn af árangri
hans og við mörg mjög stolt af frammistöðu hans.
En enginn er óskeikull. Menn bera þess merki að
hafa þanið raddböndin í stórum húsum og náð út
í ystu horn hverju sinni. Þær sögur fara nefni-
lega af sumum frægustu tenórum þessarar aldar
og flestir þekkja af hljómdiskum að í raun hafi
raddir þeirra alls ekki heyrst vel þegar komið var
í stóru húsin eða útileikhúsin. En í upptöku get-
ur nett og falleg rödd fengið töfrandi yfirbragð.
Rödd Kristjáns er ekki nett og ekki alltaf falleg.
En hún er alltaf kraftmikil og stór og kannski
erfitt að hemja hana. I þessum lögum er blær
hennar alltof oft grófur og þaninn. Mýktin hefur
svo sem ekki verið vörumerki Kristjáns en þó eru
til upptökur sem hljóma mun betur en þetta.
Yfirleitt er hljóðfæraleikur með ágætum en er-
lendir listamenn tryggja ekki endilega að hlutirn-
ir séu nógu vel gerðir og eru inngangstónar frá
hljómsveitinni að laginu Kveðja eftir Þórarin
Guðmundsson skýrt dæmi um lélega frammi-
stöðu. Til að vera sanngjarn má geta þess að
blástur er ekki góður heldur í Gígjunni eftir Sig-
fús Einarsson, en þar leika Islendingar.
Eitt af því sem kemur skemmtilega á óvart er
ítalskt yfirbragð Til skýsins eftir Emil Thorodd-
sen. Útsetningin ræður þar auðvitað mestu. Þetta
er kannski lagið sem mestur fengur er í á diskin-
um. Fallegt lag í dálítið nýju ljósi. Ljósi sem fær
mann til að spyrja hvað tónskáldin okkar hefðu
getað 'skrifaö við aðrar aðstæður en ríktu hér
heima.
Sigfríður Björnsdóttir
Kristján Jóhannsson: Hamraborgin. löunn 2000.
Torskiljanleg
ráðstöfun
Umsjónarmanni
menningarsíðu
krossbrá við að lesa
„Opið bréf til menn-
ingarmálanefndar" í
Morgunblaðinu sl.
fimmtudag. Þar er
bent á að enn hafi
Svava Jakobsdóttir ekki verið valin
inn á heiðurslaunalista Alþingis, en ég
get svarið að ég „sá“ nafnið hennar
þegar listinn yfir þá sem fyrir vora á
heiðurslaunum var birtur á dögunum.
Svo elskuleg manneskja er umsjónar-
maður menningarsíðu að hún „leið-
rétti“ ósjálfrátt í huganum þessi mis-
tök nefndarinnar.
Það er bara ekki nóg. Hinn harði
veruleiki er að Svava nýtur ekki þessa
heiðurs og þó, eins og bréfritarar
segja, hefur hún „í áraraðir staðið í
fremstu röð íslenskra rithöfunda. Hún
er brautryðjandi á margan hátt og
ásamt þeim Thor Vilhjálmssyni og
Guðbergi Bergssyni (sem báðir njóta
heiðurslauna verðskuldað) ruddi hún
módernismanum braut í íslenskum
bókmenntum."
í augum kvenna að minnsta kosti er
Svava meiri byltingarmaður í efnis-
tökum og stíl en aðrir íslenskir höf-
undar á seinni hluta 20. aldar. Skop-
legar og hvassar furðusögur hennar
sýndu manni heiminn í nýju ljósi og
sumar þeirra (ég nefni sem dæmi
„Konu með spegil") renna fyrir hug-
skotssjónum manns eins og kvik-
mynd, skýrar og heilar, áratugum eft-
ir að þær voru lesnar.
Þetta hlýtur að vera klaufaskapur.
Vilja röskar konur á Alþingi ekki leið-
rétta hið snarasta þessi leiðu mistök?
Skáldsagan deyr
ekki frekar en guð
Þær fregnir berast frá bókaútgef-
endum að aukning á bóksölu milli ára
sé 15-20% og verður hænuhaus gam-
als lesanda alveg ringlaður af gleði og
hamingju. Hvar eru nú spádómarnir
um dauða bókarinnar? Þær bækur
sem standa sig best eru bækur beinlín-
is til að lesa - ekki til að fletta upp í
eða hafa við höndina í einhverjum
vanda. Nei. Lestrarbækur eru það sem
gildir í harða pakkann.
„Bókmenntir eru eins og guð,“ seg-
ir Guðbergur Bergsson við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur í Degi á laugardaginn
var. „Þær eru alltaf að deyja en deyja
samt aldrei. Skáldsagan er þannig og
fólk vill hafa skáldsöguna á lokastigi á
sama hátt og andlegir fræðimenn vilja
að guð deyi, en hvorugt deyr.“
Er til betri
félagsskapur?
M --------« Það er svolítið ann-
ar andi í þessu viðtali
Kolbrúnar við Guð-
berg en viötali Þór-
unnar Hrefnu hér á
síðunni í dag. Kol-
brún hefur kannski
ögrað Guðbergi meira
- enda telur hann
hana eina af hinum þremur stóru B-
um í gagnrýninni ásamt Bjarna Bene-
diktssyni frá Hofteigi og Áma Berg-
mann. (Guðbergur kennir gagnrýnend-
uma sem sagt við fóðurnöfnin, Bene-
diktsson, Bergmann, Bergþórsdóttir.)
Kannski hefur það virkað ögrandi á
Guðberg að Kolbrún byrjar á að tala
um heiðurslaun Alþingis. Engum hefði
dottið í hug næstu áratugi eftir að
Tómas Jónsson metsölubók kom út að
Guðbergur ætti eftir að hafna þar.
Hann var ótrúlega lengi óþekkasti
strákurinn á Islandi í augum yfir-
valda. En þegar Kolbrún spyr hvort
hann hafi átt von á þessum heiðri svar-
ar hann einfaldlega: „Já.“ Hún spyr
líka hvemig hann kunni við að vera
spyrtur saman við Thor, Jakobínu Sig-
urðardóttur og Svövu í íslenskri sagna-
gerð, og Guðbergur segist bara taka
því eins og það er, það hafi hann alltaf
gert.
- Þú gætir vissulega verið í verri fé-
lagsskap, segir Kolbrún.
„Nei, það held ég nú ekki,“ svarar
Guðbergur.
Ekki dauður úr öllum æðum, sá
gamli.