Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2000, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2000 I>V 4 48 Ættfræði Áttatíu og fimm ára Sigurður Bjarnason fyrrv. sendiherra, alþm. og ritstjóri Morgunblaðsins Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson - Wéra____________________________________ 4^-Rannveig Magnúsdóttir, Eyrargötu 5, Suöureyri. Sigurgeir Sigurdórsson, Hrísateigi 14, Reykjavík. 75 ára_________________________________ Ásta Ástmannsdóttir, Grýtubakka 18, Reykjavík. Rósa María Sigurðardóttir, Melasíðu 3, Akureyri. Sigríóur Oddgeirsdóttir, Miöleiti 1, Reykjavlk. 70 ára_________________________________ Svava G. Sigmundsdóttir, Lækjasmára 6, Kópavogi. Hún veröur að heiman. 60 ára_________________________________ Kjartan Jónsson, Hjarðarnesi, Nesjahr. A-Skaft. 50_ára_________________________________ Anna Halldórsdóttir, Furuhlíð 7, Sauðárkróki. Arndís Björg Sigurðardóttir, Hólagötu 5, Vestmannaeyjum. Bjarni Þór Jónatansson, Hraunbraut 23, Kópavogi. Elís Ingvarsson, Hraunbraut 14, Kópavogi. Haraldur Haraldsson, Ofanleiti 9, Reykjavík. Ingibjörg B. Frímannsdóttir, Aðallandi 19, Reykjavík. Jóhannes B. Björgvinsson, Tryggvagötu 4, Selfossi. Signý Ástmarsdóttir, ' Holtabrún 16, Bolungarvík. 40 ára_________________________________ Guðmundur Guðjónsson, Kirkjutorgi 6a, Reykjavík. Guðrún Björg Jóhannsdóttir, Kotárgeröi 5, Akureyri. Ingibjörg G. Kristjánsdóttir, Smáratúni 32, Keflavík. Jónína Laskowska, Seljabraut 80, Reykjavík. Sigrún Birgisdóttir, Hverfisgötu 40, Hafnarfiröi. Sigrún Sól Sólmundsdóttir, —. Hjallavegi 22, Reykjavík. Svava Rögnvaldsdóttir, Tjarnarlundi 2d, Akureyri. Þorbjörg Eva Erlendsdóttir, Sjafnargötu 12, Reykjavík. Þóra Ólafsdóttir Hjartar, Dalbraut 2, Dalvík. Sigurður Bjamason, fyrrv. sendi- herra, alþm. og ritstjóri Morgun- blaðsins, Útsölum, Seltjamamesi, er áttatíu og fimm ára i dag. Starfsferill Sigurður fæddist i Vigur í ísa- fjarðardjúpi og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lög- fræðiprófi frá HÍ1941 og lauk fram- haldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi 1945. Sigurður var ritstjóri Vestur- lands 1942-50, ritstjóri Stefnis 1950-53, blaðamaður við Morgun- blaðið frá 1941, stjómmálaritstjóri þess frá 1947 og aðalritstjóri þess 1956-70, alþm. 1942-59, varaþm. 1959-63 og alþm. 1963-70, forseti neðri deildar Alþingis 1949-56 og 1963-70, var sendiherra íslands í Danmörku 1970-76 og jafnframt í Ir- landi, Tyrklandi og fyrsti sendi- herra íslands í Kína, í Bretlandi 1976-82 og jafnframt írlandi, Hollandi og Nígeríu, og fyrir Ind- land, Kýpur og Túnis 1983-85 en hann gegndi lykilhlutverki við heimkomu handritanna til íslands. Sigurður var formaður Stúdenta- ráðs HÍ 1938-39, formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur 1941-42, forseti bæjarstjómar ísafjarðar 1946-50, formaður BÍ og Norræna blaða- mannasambandsins 1957-58, for- maður menningarsjóðs blaðamanna 1946-62, sat í útvarpsráði 1947-70 og formaður 1959, formaður íslands- deildar Norðurlandaráðs og forseti í ráðinu 1953-59 og 1963-70, í Þing- vallanefnd 1957-70, sat á allsherjar- þingi SÞ 1960-62, formaður Nor- ræna félagsins 1965-70, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis og hef- ur setið í fjölda opinberra nefnda. Sigurður hefur skrifað fjölda timarits- og blaðagreina ásamt út- varpserindum um þjóðleg og sögu- leg efni. Hann hefur verið sæmdur Qölda orða og heiðursmerkja og sýndur annar sómi í viðurkenning- arskyni fyrir margháttuð opinber störf sín. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.2. 1956 Ólöfu Pálsdóttur, f. 14.4. 1920, myndhöggv- ara. Hún er dóttir Páls Ólafssonar, útgerðarmanns og ræðismanns, og k.h., Hildar Stefánsdóttur húsmóð- ur. Börn Sigurðar og Ólafar eru Hild- ur Helga, f. 8.8. 1956, sagnfræðingur og kynningarstjóri Listasafns ís- lands, gift Richard Middleton, bók- menntafræðingi og blaðamanni, og er sonur þeirra Óðinn Páll; Ólafur Páll, f. 13.6.1960, menningar- og bók- menntafræðingur, MA í kvik- myndahandrita- og heimildamynda- gerð, MA i kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndaleikstjóri, kvæntur Sus- an Demuth, bókmenntafræðingi og rithöfundi. Systkini Sigurðar: Björn, nú lát- inn, bóndi í Vigur; Baldur, nú lát- inn, oddviti og hreppstjóri í Vigur; Þorbjörg, fyrrv. skólastjóri Hús- mæðraskólans á ísafirði; Þórunn, kennari í Reykjavík; Sigurlaug, fyrrv. alþm. og kennari. Foreldrar Sigurðar voru Bjarni Sigurðsson, f. 24.7.1889, d. 30.7.1974, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir, f. 7.7.1889, d. 24.1.1977, húsfreyja. Ætt Bjami var bróðir Sigurðar, sýslu- manns á Sauðárkróki, foður listmál- aranna Sigurðar og Hrólfs, og Áma, pr. á Blönduósi. Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróð- ur Stefáns skólameistara, fóður Val- týs ritstjóra. Sigurður var sonur Stefáns, b. á Heiði Stefánssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, skálds á Heiði Guðmundssonar. Móðir Bjama var Þórunn, systir Ólafs, afa Ólafs Bjamasonar pró- fessors. Annar bróðir Þórunnar var Brynjólfur, langafi Þorsteins Gunn- arssonar arkitekts. Þórunn var dótt- ir Bjama, dbrm á Kjaransstöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra-Hólmi Teitssonar, bróður Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdís- ar. Móðir Þórunnar var Helga Ólafs- dóttir Stephensen, stúdents í Galtar- holti Bjömssonar Stephensen, dómsmálaritara á Esjubergi Ólafs- sonar, ættföður Stephensenættar Stefánssonar. Móöir Þómnnar var Anna, systir Þórunnar, langömmu Jónasar, föður Jónasar Rafnar alþm. Anna var dóttir Stefáns Schevings, umboðsmanns á Leirá, og Helgu Jónsdóttur, pr. á Staða- stað, Magnússonar, bróður Skúla fó- geta. Meðal móðursystkina Sigurðar var Haraldur leikari, faðir Stefáns yfirlæknis, og Sigurður, faðir Bjöms, læknis á Keldum. Björg var dóttir Bjöms, dbrm. á Veðramóti Jónssonar og Þörbjargar, systur Sigurðar, pr. í Vigur. Sigurður verður að heiman á afmælisdaginn. SKILTI Á LEIÐI Plastkr.1990.-, Ál kr. 2600,- Pantið tímanlega fyrir jól Euro - Visa • sendum I póstkröfu Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svenir Olsen Baldur Fredriksen útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuCurhlið35 • Simi 581 3300 allan sólarhringinn. www.utfararstofa.Ghf.is/ Júlíana Viggósdóttir, Þangbakka 8, Reykjavík, lést fimmtud. 14.12. Útförin verður auglýst síðar. Kjartan Gíslason málarameistari, Jöklafold 12, lést föstud. 15.12. Sigurlaug Stefánsdóttir frá Smyrlabergi, ^Vogatungu 31a, Kópavogi, er látin. Ævar Guómundsson lögmaður, Malarási 9, Reykjavík, er látinn. Regina Benedikta Thoroddsen lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikud. 6.12. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Hlóöver F. Magnússon bóndi, Hellum, Landsveit, lést á heimili sínu laugard. -^,9.12. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Páll Jóhannsson f ramk væmdastj óri Páll Jóhannsson framkvæmda- stjóri, Norðurvangi 42, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Starfsferlll Páll fæddist að Vatnsleysu í Glæsibæjarhreppi. Fjölskylda hans flutti síðan til Akureyrar þar sem hann ólst upp. Hann stundaði nám í bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jóns- syni í Vestmannaeyjum og síðar hjá Ford-umboðinu í Reykjavík. Páll hefur lengst af starfað við bif- vélavirkjun frá því hann lauk námi. Hann stofnaði Ýtutækni hf. 1969 og síðan Hjólbarðaverkstæði Hafnar- fjarðar og Vélsmiðjuna Kára hf. sem hann starfrækti ásamt öðrum til 1980. Nú starfrækir hann smur-, bón- og dekkjaþjónustuna, Sætúni 4, Reykjavík, ásamt Hilmari, bróður sínum. Páll sat í stjóm Verktakasam- bands íslands 1974-79. Hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði 1978 og var formaður Útgerðarráðs Hafnarfjarðar 1978-82. Páll hefur unnið að uppbyggingu í Kaplakrika fyrir FH, setið í bygg- ingamefnd í mörg ár, i stjóm hand- knattleiksdeildar í átta ár og var formaður hennar 1998 og 1999. Páll hefur starfað fyrir Oddfellow- regluna við uppbyggingu golfvallar- svæðis í Urriðavatnsdölum, hefur setið í stjóm Golfklúbbs Oddfellowa og verið formaður Golfklúbbsins Odds í þrjú ár. Hann gekk í Oddfell- owregluna 1977 og er nú yfirmeist- ari i stúku sinni, Bjama riddara í Hafnarfirði. Fjölskylda Kona Páls er Jóhanna Engilberts- dóttir fjármálastjóri. Hún á þrjú böm og fjögur barnabörn. Böm Páls eru Sig- urjón, f. 24.7. 1959, byggingatækni- fræðingur en kona hans er Gunnhildur Jónsdóttir og eiga þau fimm böm; Hild- ur, f. 25.5.1975, nemi við HÍ; Jóhann, f. 25.1. 1978, nemi við HÍ. Systkini Páls: Steinar, nú látinn, vélvirki; Gunnar, sjómaður, búsettur í Noregi; Sólveig Benný, húsfrú í Víðigerði í Eyja- firði; Snjólaug Guðbjörg, húsfrú, bú- sett í Bandaríkjunum; Guðlaug, nú látin, hjúkrunarfræðingur; Númi, skipstjóri, búsettur í Ólafsfirði; Hilmar, framkvæmdastjóri, búsett- ur í Reykjavík; Guðrún, húsfrú, bú- sett á Akureyri; Heiðar, sjómaður, búsettur á Akur- eyri. Foreldrar Páls voru Jóhann Angantýsson, f. 9.10. 1898, d. 15.5. 1990, og Hildur Pálsdóttir, f. 11.7. 1906, d. 22.4. 1987. Ætt Foreldrar Jó- hanns voru Ang- antýr Amgríms- son frá Gullhúsaá á Snæfjallaströnd við Isafjarðar- djúp, og Guðbjörg Einarsdóttir. Foreldrar Hildar voru Páll Jóns- son frá Helgustöðum í Fljótum í Skagafirði, og Guðrún Jónsdóttir frá Skáldalæk. Merkir Islendingar Snæbjörn Jónasson Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri fædd- ist á Akureyri 18. desember 1921. For- eldrar hans voru Jónas Jón Snæbjöms- son, menntaskólakennari og brúarsmið- ur á Akureyri og síðar i Reykjavík, og k.h., Herdís Símonardóttir húsmóðir. Snæbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla íslands 1946, stundaði framhaldsnám við Eidgenössische Technische Hochschule í Zúrich í Sviss 1947-48 og við hinn fræga verkfræðiháskóla Massachusetts Institute of Technology í Cambridge í Bandaríkjunum 1951. Snæbjöm varð verkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins 1948, deildarverkfræðingur 1963-64, yfirverkfræðingur 1964-74, forstjóri tæknideildar 1974-76 og vegamálastjóri 1976-92 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Snæbjöm sat í stjórn Verkfræðingafé- lags íslands, í stjórn Stéttarfélags verk- fræðinga, var ritari íslandsdeildar Norræna vegtæknisambandsins, sat 1 stjórn skipulagsnefndar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um rann- sóknir aðildarríkja í vegagerð, í skipu- lagsstjóm og Almannavamaráði og var formaður um skeið. Þá var hann formaður skipulagsstjómar og sam- vinnunefndar um skipulag Reykjavíkur og nágrennis og um skipulag Akureyrar og nágrannasveitarfélaga frá 1978. Hann lést 16. júlí 1999. Jarðarfarir Jónína Ragnheiður Gissurardóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Áskirkju mánud. 18.12. kl. 13.30. Sveinn Bergmann Bjarnason (Denni Bjarna), lést á Landspítala, Fossvogi, þriðjud. 12.12. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni mánud. 18.12. kl. 13.30. Halldóra Guöbrandsdóttir, Brúarlandi, Mýrum, verður jarðsungin frá Borgarnes- kirkju mánud. 18.12. kl. 14. Útför Daða Sigurðssonar, Engjaseli 72, áður Höfn, Hornafirði, fer fram frá Kirkju Óháöa safnaðarins þriöjud. 19.12. kl. 15. Jaröarför Knud K. Andersen, Hraunbúð- um, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, mánud. 18.12. kl. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.