Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.2001, Qupperneq 1
15 Verið velkomin í stærstu sport- vöruversiun landsins. Bjóðum upp á öll helstu vörumerkin á einum stað; Adidas, Nike, Puma, Reebok, Rla, ProTouch o.fl. Þin frístund - okkar fag VINTERSPORT Bíldshöfða • 110 Reykjavík • sími 510 8020 • www.intersport.is . 25. Gamlárshlaup IR for fram á gamtársdag og alls voru 275 keppendur skráöir í þaö og er það næstmesta þatttaka i' hlaupinu frá upphafi I karlaflokki sigraöi Stefán Águst Hafsteinsson ÍR, sem sést koma i mark á myndinni, á timan- um 36,29 mín., í ööru sæti varö Árni Már Jóns- son, FH. a 36,48 min. og þriöji varö Daöi Rúnar Jonsson, FH, á 36,55 mín. í kvennaflokki sigraöi' Friða Run Þórðardóttir, ÍR. á timanum 41,13 mín., önnur varö Rannveig Oddsdóttir, Langhlauparafé- lagi Reykjavikur. á 41.18 min. og þriöja varö Gerö- ur Run Guölaugsdottir. IR. á 41,33 min. Frabært tækifæri - segir Atli Eövaldsson landsliösþjálfari um mótið á Indlandi Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspymu, sagðist í samtali við DV-Sport renna blint í sjóinn með styrkleika andstæðinga Islendinga á Super Soccer Millenium Cup sem fram fer á Indlandi seinna í mánuð- inum. „Við vitum ekkert um þessi lið óg þetta er frábært tækifæri bæði fyrir mig og strákana til að takast á við nýja og framandi mótherja. Sérstak- lega verður spennandi að leika gegn Úrúgvæ sem kemur til með tefla fram mjög sterku liði jafnvel þótt allra bestu leikmennimir séu ekki með. Indónesía og Indland em meira óskrifað blað en það verður mikil og góð reynsla fyrir strákana að spila gegn heimamönnum í því klikkaða andrúmslofti sem þar ríkir,“ sagði Atli. Stefnan aö komast áfram „Ég lít á þetta mót sem frábært tækifæri fyrir þetta unga og reynslu- litla lið til að stíga sín fyrstu skref í alþjóðlegri knattspymu. Ég vonast til þess að við náum að stilla saman strengina og að góð úrslit fylgi í kjöl- farið. Á þessu móti get ég prófað stráka sem ég hefði kannski annars ekki getað prófað og það er gott fyr- ir mig og þá. Vonandi ná þessir strákar að sýna sitt rétta andlit og þá kvíði ég engu um úrslitin í leikjun- mn. Markmið okkar hlýtur að vera að komast áfram upp úr riðlinum og spila að minnsta kosti fjóra leiki.“ Enginn valinn utan Noröurlanda Þaó vakti athygli aö leikmaöur eins og Andri Sigþórsson var ekki valinn í landsliöiö jafnvel þótt aust- urríska deildin byrji ekki fyrr en í mars. Af hverju var hann eöa aðrir sem eru í vetrarfríi ekki valdir? „Við tókum þá ákvörðun að velja aðeins þá leikmenn sem spila með ís- lenskum liðum eða liðum frá Norð- urlöndum þar sem lið annars staðar í Evrópu era ekki hrifm af því að hleypa leikmönnum sínum í „þýð- ingarlausa" vináttulandsleiki. Andri er að koma sér 1 form eftir meiðsl og hann spilaði lítið eftir að hann kom til Austurríkis fyrir jól. Við ákváðum að gefa honum frið til að koma sér í gott form í ró- legheitum f stað þess að ana út í landsleikjahrinu í litlu sem engu leikformi. Ég er viss um að félag hans hefði ekki verið hrifið af þvl að sleppa honum til Indlands á miðju undirbún- ingstímabili." Hreiöar Bjarnason Pétur og Marel meiddir Pétur Marteinsson og Marel Baldvinsson, sem leika með Stabæk í Noregi, geta ekki leik- ið með íslenska landsliðinu á alþjóðlega mótinu á Indlandi og hafa Kjartan Antonsson úr ÍBV og Hreiðar Bjamason úr Fylki verið valdir í þeirra stað. Kjart- Kjartan an hefur ekki leikið landsleik Antonsson áður og er einn af fimm leik- mönnum sem hljóta eldskím sína á índlandi. Hreiðar lék hins vegar sinn fyrsta og eina landsleik gegn Maltverjum í sumar. Hinn 19 ára gamli Helgi Valur Daníelsson, sem leikið hefur með Peter- borough í ensku 2. deildinni í vetur, hefur einnig verið valinn í landsliðshópinn eft- ir að í ljós kom að Guð- mundur Hreiðarsson, að- stoðarþjálfari Atla, kemst ekki með vegna anna í vinnu. Þar með hafa fjórir leik- menn dregið sig út úr lands- liðshópnum en áður höfðu KR-ingamir Einar Þór Dan- íelsson og Sigurður Örn Jónsson hætt við vegna meiðsla. I þeirra stað vom valdir Valur Fannar Gísla- son úr Fram og Sævar Þór Gíslason, Fylki. Það er ljóst að Atli Eðvaldsson teflir fram reynslulitlu liði á Ind- landi en meðallandsleikja- fjöldi leikmanna liðsins er tæplega 3,3 landsleikir. -ósk Óþekkt andlit íslenska landsliðið í knatt- spyrnu er í 2. riðli með Úrúgvæ, gestgjöfum Indlands og Indónesíu, í Super Soccer Millenium Cup sem fram fer á Indlandi í janúar og er riðillinn spilaður i Kochin. íslendingar hafa aldrei leikið gegn þessum þjóðum áður en þau eru misjöfn að styrkleika. íslend- ingar leika gegn Úrúgvæ fimmtu- daginn 11. janúar, gegn Indverj- um laugardaginn 13. janúar og gegn Indónesíu mánudaginn 15. janúar. Ef íslendingar komast upp úr riðlinum spila þeir annað- hvort 18. eða 20. janúar í 8-liða úr- slitum. Ekki hátt skrifaðir Gestgjafar Indlands eru ekki hátt skrifaðir í knattspymuheim- inum. Þeir eru í 122. sæti styrk- leikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins og hafa fallið um sextán sæti síðan um síðustu ára- mót. Þeir hafa ráðið nýjan þjálf- ara, Islam Akmedov frá Úsbekist- an, en verða án síns besta manns, Baichung Bhutia, sem leikur með enska 2. deildar liðinu Bury. Hóp- inn skipa eingöngu leikmenn sem spila með indverskum liðum. Ind- verjar fóru í keppnisferð til Eng- lands í júlí á síðasta ári. Liðið lék þrjá leiki, tapaði fyrir Fulham, 2-0, gerði markalaust jafnteíli við WBA og vann landslið Bangla- dess, 1-0. Ekki með sterkasta liö Úrúgvæ hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið undir stjórn Argentínumannsins Daniels Passarella og er liðið í 33. sæti styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins. Úrúgvæar munu ekki stilla upp sterkasta liði sínu á Indlandi. Aðeins þeir leikmenn sem spOa heima í Úrúg- væ skipa hópinn. 1 Indónesar em með eilítið sterkara lið en Indverjar á pappír- unum. Liðið er í 97. sæti á styrk- leikalista Alþjóða knattspymu- sambandsins. Indónesar komust í úrslit Asíukeppninnar á síðasta ári en enduðu í neðsta sæti í sín- um riðli. Mikið átak var gert í knattspyrnumálum í Indónesíu árið 1996 og er stefnan að koma liðinu meðal 50 bestu landsliða í heimi árið 2002. Aðrir riðlar em þannig skipað- ir, staða þjóða á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins i sviga. 1. riðill i Kochin: Júgóslavía . (9. sæti), Bosnía-Hersegóvína (78. 1 sæti), írak (79. sæti) og Bangla- ] dess (151. sæti). i 3. riðill i Goa: Rúmenía (13. 1 sæti), Kamerún (39. sæti), Jórdan- ] ía (105. sæti) og Hong Kong (123. i sæti). 4. riðill í Kalkútta: Chile (19. sæti), Úsbekistan (71. sæti), Japan (38. sæti) og Bahrain (138. sæti). -ósk iiu m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.