Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Blaðsíða 3
e f n i
Kristín Margrétardóttir er 23 ára gömul og er búsett í New York, Upphafiega fór
hún þangað til að reyna fyrir sér sem fyrirsæta en nú stefnir hún á að meika það
sem leikkona. Hún nemur leiklist við einn besta og virtasta skóla í stórborginni þar
sem margar stórstjörnur hafa orðið til.
„Það kom til mín bandarískur
ljósmyndari þegar ég var að vinna
á Hard Rock i Kaupmannahöfn og
sagði mér að ég ætti endilega að
fara til New York til að reyna fyrir
mér sem fyrirsæta. Ég tók hann á
orðinu og skellti mér út um haust-
ið 1998 og hef verið búsett þar síð-
an,“ segir Kristín um hvernig feril-
inn hafi byrjað.
Ein stór fjölskylda
Kristín fór að sitja fyrir og fékk
fljótlega mörg góð verkefni. Hún
hefur tvisvar verið í myndbandi
með Whitney Houston og nú síð-
ast var hún í myndatöku fyrir for-
síðuna á hinu vinsæla brúðartíma-
riti Elegant Bride. En fyrir þrem-
ur mánuðum hóf Kristín nám í
leiklist. „Ég er í leiklistarskóla sem
heitir Lee Strasberg theater
institute og er rosalega góður skóli
- líklega sá besti í New York,“ seg-
ir Kristín og bætir því við að Ro-
bert De Niro, Angelina Jolie, A1
Pacino og fleiri stórstjörnur hafi
hafið sinn feril í þessum sama
skóla.
Hvers vegna leiklist?
„Ég veit ekki, mér hefur alltaf
þótt gaman að fá athygli og vera í
sviðsljósinu og margir hafa bent
mér á að reyna fyrir mér í leiklist-
inni. Það var svo vinkona mín sem
er í þessum skóla sem hvatti mig
til að prófa þar sem þetta væri svo
skemmtilegt. Ég sló til og er rosa-
lega hamingjusöm þarna, ég held
reyndar að þetta sé ein besta
ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta
nám reynir svolítið á en er samt
mjög skemmtilegt. Þetta er lítill og
fámennur skóli og það gerir hann
mjög persónulegan. Við erum bara
sem ein stór fjölskylda." Kristín
segist ekki enn hafa fundið fyrir
samkeppninni sem oft fylgir þess-
um bransa. „Það er ekki sam-
keppni innan skólans en ég er
nokkuð viss um að samkeppnin er
mikil þegar á vinnumarkaðinn er
Kristín Margrétardóttir byrjaöi ferilinn sem fyrirsæta og kom meðal annars fram í myndbandi meö Whitney Houston.
Hún hefur nú ákveðið að söðla um og er farin að læra leiklist. Ástæöuna segir hún að hún hafi alltaf veriö svolítið
athyglisjúk.
komið. Það verður bara að passa
upp á að vera ekki of snobbaður á
verkefni."
Sápan heillar
Kristín er búin að koma sér vel
fyrir í stórborginni og býr með
bandaríska kærastanum sinum en
þau hafa verið saman í tvö ár. „Ég
er mjög ánægð hérna og ég hugsa
að ég sé alflutt hingað og að ég
byggi upp minn „karríer“ hér úti
en ekki heima. Mig langar til að
smátt og smátt færa mig alveg yfir
í leiklist og hætta í módelstörfum,
en á meðan ég er í námi er fint að
taka aö sér nokkur fyrirsætuverk-
efni af og til.“
Aðspurð segir Kristín að munur-
inn á íslendingum og Könum sé
mikill. „New York er samt svolítið
sérstök borg því þar má finna svo
mikið samansafn af fólki af ólíkum
uppruna og menningu. Það er
kannski það sem gerir að verkum
að mér þykir svona vænt um þessa
borg,“ bætir hún við.
Hvar séróu þig eftir 10 ár?
„Úff, ég veit ekki, það er ómögu-
legt að segja til um það. Mér þætti
rosalega gaman að fá hlutverk í
sápuóperu, ég hefði ekkert á móti
því. Eftir 10 ár vona ég að ég verði
að vinna sem leikkona í góðri sápu
eða verði jafnvel komin yfir í kvik-
myndabransann."
Alltaf gaman að fá athygli
Langar þig til London?
- Það verður
heljarinnar húll-
umhæ
i gangi á Fokus-
vefnum á næst-
unni í tengslum
við frumsýningu
myndarinnar
Meet the
Parents. Sér-
stakur leikur fer í
gang í dag þar
sem fólk getur
krækt i fjölda
verðlauna, allt
frá boðsmiðum á
forsýningu
myndarinnar til
Það gengur heilmikið á hjá Ben Stiller í kvikmyndinni Meet the Parents þegar hann þarf að reyna að koma sér í mjúk-
inn hjá tengdapabbanum sem leikinn er af Robert De Niro. Nú gefst þér kostur á að segja frá kynnum þínum af tengdó
og þú gætir komist til London fyrir vikið.
Kvikmyndin Meet the Parents
verður frumsýnd um næstu helgi í
Laugarásbíói, Háskólabíói og
Borgarbíói Akureyri en myndin
hefur vakið mikla lukku úti í heimi.
í myndinni leikur Ben Stiller ung-
an mann sem þykist tilbúinn að
biðja kærustuna um að giftast sér.
Til að gera það þarf hann fyrst að
kynnast tengdapabbanum sem leik-
inn er af Robert De Niro og reyn-
ast það afar erfið kynni. Allt gengur
á afturfótunum hjá unga manninum
og ekki hjálpar að hann ber eftir-
nafnið Focker og starfar við hjúkr-
un.
Samskipti ungra manna við
tengdafeður sína hafa oft verið í
brennideplinum og kunna margir
eftirminnilegar sögur af fyrstu
kynnum sínum við þá, þó jafnan
rætist vel úr á endanum. Þér gefst
nú kostur á að fara inn á Fókusvef-
inn á Vísi.is og segja þína sögu,
hvort samskiptin við tengdó hafi
alltaf verið sem dans á rósum eða
það sem betra er, að ekki hafi allt
gengið upp í byrjun. Verðlaun fyrir
bestu söguna eru ferð fyrir tvo til
stórborgarinnar London. Fjölmörg
aukaverðlaun eru svo í boði, 50
Meet the Parents peysur og 50 Meet
the Parents húfur, auk 400 boðsmiða
á sérstaka forsýningu á myndinni
þann 11. janúar. Það eru Fókus og
Bylgjan sem bjóða upp á leikinn og
forsýninguna en myndin sjálf verður
síðan frumsýnd þann 12. janúar í áð-
urnefndum kvikmyndahúsum.
Jósef Ólason:
Ætlar að
finna Elvis
Rakel Þormarsdóttir:
Gellan í Topshop-
auglýsingunni
6
Mikael Torfason:
íslenskir
fræðimenn
sérvitr-
ingar
Rósa Guð-
mundsdóttir:
Listamað-
ur af lífi
og sál
Sugababes:
Loksins
hæfileikar
the Drive-in:
ekki
upp ættar-
nöfnin
99 atriði sem
benda til þess.
Að þú
ættir að
segja
kærastan-
um upp
Ungir ís- jp£i
lendingar:
Hvaða
tónlist
ríða þau
við?
Whasssuup?-
fyrirbærið:
Endalausar
vinsældir
Vs* ^T'
*1 í f j ð
Pods snúa aftur
Ung listakona í Nema hvað?
Familv Man frumsýnd
Sex málarar í Listasafni Kópavoas
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af
Rósu Guðmundsdóttur
5. janúar 2001 f Ó k U S
3