Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2001, Qupperneq 11
Rauðhálsar með rokkvírus
Hljómsveitin At the Drive-in kom sér á kortið með hinni frábæru plötu Relationship of Command. Hún þykir þó sterkust
á tónleikum.
Hljómsveitin At
the Drive-in hefur
verið að skapa
sér nafn í rokk-
heiminum undan-
farið, nú síðast
með plötunni
Relationship of
Command.
Kristján Már
Ólafsson skoðaði
þessa pilta sem
eru ekkert að
flækja málin um
of með því að
fiagga eftir-
nöfnunum.
Nafnið At the Drive-in hafði
klingt svo reglulega í eyrum undir-
ritaðs þegar talið barst að góðri
tónlist að um síðir drattaðist ég af
stað og grennslaðist fyrir um
garpana. Þarna fer sveit .vaskra
manna sem ættaðir eru úr suður-
ríkjum Bandaríkjanna, eða sjálfu
kúrekabælinu Texas, fyrir þá sem
vilja hafa slíkt á hreinu. Þeir eiga
velgengni sína að þakka frábærri
plötu, Relationship of Command,
og þrautseigju í spilamennsku og
öðru því sem lýtur að kynningu.
Heimabærinn Ei Paso
Meðlimimir eru fimm talsins og
eru ekkert að flækja málin um of
með því að flagga eftirnöfnum
(kannski af þvi að þau eru eitthvað
á borð við McCowboy eða álíka?)
Söngvarinn heitir aUavega Cedric,
gitarleikararnir eru tveir, sá örv-
henti heitir Omar, sá rétthenti
heitir Jim og syngur jafnframt
bakraddir. Bassaleikarinn kallast
Paul og Tony blessaður sér um
settið.
Það var árið 1994 að lagt var upp og
menn klóruðu sig áfram eins og oftast
er raunin, með því að spila á flestum
skítabúllum fylkisins og vinna sig
upp í það að fá að spila á skítabúllum
í öðrum fylkjum. Músíkin var í si-
felldri þróun og er það reyndar enn,
menn hafa greint áhrif pönks, emo og
þungarokks.
Óháð útgáfa sem gekk undir því
táknræna nafni Fearless gaf út fyrstu
afurð piltanna og hana kölluðu þeir
In/Casino/Out. Sú kom þó ekki út
fyrr en 1998, þegar þeir höfðu þegar
áunnið sér gott orðspor sem tónleika-
sveit.
Lifandi orka
Á tónleikum sýna þeir enga mis-
kunn, hvorki sér né öðrum, og þá
gildir einu hvort verið er að spila á
fámennum klúbbi eða fjölsóttum úti-
tónleikum. Sagan segir að útgáfufyr-
irtækið hafi uppgötvað þá þegar þeir
léku fyrir 9 manns (að meðtöldum út-
sendaranum sem þeir vissu ekki af)
og hreinlega tóku þakið af húsinu.
Blaðamaður NME varð vitni að 20
mínútna setti þeirra á ónefndum tón-
leikum og gaf þvi gaum að einhverjir
fimm hljóðnemar létu lífið á margvís-
legan hátt á þessum stutta tíma, þvi-
líkur var atgangurinn.
Það er enda þrjóskan og sú óskrif-
aða regla að leggja sig alltaf 110 pró-
sent fram sem hefur skilað þeim
þangað sem þeir eru í dag. Og síðan
náttúrlega hinar frambærilegustu
plötur sem komið hafa út á leiðinni.
Ross Robinson og Grand
Royal
Árið 1999 kom platan Vaya út.
Hvort það er henni eða öðru að þakka
skal ósagt látið hér en í kjölfarið
gerðist tvennt sem hefur orðið til að
greiða götu sveitarinnar. Fyrir það
fyrsta þá tók Grand Royal útgáfa
Dýrslegu drengjanna þá upp á sína
arma og upptökumógúllinn Ross
Robinson féllst á/bauðst til að taka
upp næstu plötu sveitarinnar. Ross
hefur tekið upp alla sem eitthvað eru
i rapprokksenunni vestra og nokkra
til viðbótar, hann er meira að segja
genginn svo langt að afneita senunni
alfarið sem útbrunninni klisju. Það
má ljóst vera að báðir aðilar högnuð-
ust á sambandinu sem platan
Relationship of Command er; piltarn-
ir fengu til liðs við sig mann sem gat
útfært og jafnvel víkkað sýnir þeirra
í tónlist (og peninga frá Grand Royal
til að borga honum), Ross fékk ansi
hreint efnilegan og öðruvísi efnivið í
hendurnar og gat fjarlægst þá senu er
hann hafði gefið upp á bátinn.
Það er skemmst frá því að segja
að platan hefur víðast fengið frá-
bæra dóma og vegur At the Drive-
in fer sívaxandi. Þeir lengi lifi.
plötudómar
hvaðf fyrir hvernf niöurstaöa
★ Rytjandi: Funkstar De Luxe piatan: Keep on moving Útgefandi: Edel/Japis Lengd: 66:06 mín. Funkstar De Luxe er alter egó danska house tónlistarmannsins og plötu- snúðsins Martin Ottesen. Hann sló í gegn með endurhljóöblandaöri dansút- gáfu á Bob Marley-laginu „Sun Is Shin- ing". Á þessari plötu endurgerir hann m.a. lög með Grace Jones, James Brown, Mary J. Blige og Bob Dylan. Það þekkja flestir lög eins og „Sun Is Shining" með Bob Marley, „All Along the Watchtower" með Bob Dylan, „Ring My Bell" með Anitu Ward og „Pull Up to the Bumper' með Grace Jones. Þeir sem hafa áhuga á því að heyra þessi lög í laufléttum dansútgáf- um eru eitthvað færri, en þeir eru til. Martin, sem er gamall hljómborðsleik- ari, mætti með nokkur eintök af „Sun Is Shining" remixinu til Ibiza sumarið 1999 og kom þeim til frægustu plötu- snúðanna. Nokkrum vikum seinna var lagið orðið einn aðalsumarsmellurinn í Evrópu það árið og hefur-núna selst í yfir milljón eintökum. Og Martin er hetja hjá Baunum.
★ ★ „ Flytjandi: YmSÍr piatan: Allur skalinn Útgefandi: Leikfélag Islands/Skífan Lengd: 70:35 mín. Hér er um að ræða safnplötu sem gefin er út af því tilefni að Flugfélagið Loftur og Leikfélag (siands í Iðnó hafa runnið saman í eitt. Platan tekur á tímabilinu 1994-2001 og inniheldur m.a. lög úr söng- leikjunum Hárinu, Rocky Horror, Stone Free og leikritum á borð við Veðmálið og Á sama tíma að ári. Þá eru einnig tvö lög úr söngleiknum Hedwig sem frumsýndur verður á þessu ári. Líkt og gefur aö skilja er tónlist þess- arar safnplötu margbreytileg og þess vegna ættu líkast til flestir að geta fundið eitthvað sem hæfir þeirra smekk. Það fylgir þá hins vegar einnig óhjákvæmilega að verkið höfðar vafa- laust í heild sinni ekki nema til fárra og þá kannski öðru fremur til allra hörðustu aödáenda íslensks leikhúss. Fyrrum Nýdanskur Jón Ólafsson sá um tónlistarval og samsetningu plötunnar og einhverjum gæti þótt áhugavert að líta inn á heimasíðu piltsins: www.jon.is þar sem meðal annars má finna ýmis- legt forvitnilegt á MP3-formi. Leikfélag íslands hefur svo einnig komið sér upp ágætri heimasíðu: www.leik.is þar sem hægt er að forvitnast um yfirstandandi sýningar og fleira sniöugt.
★★★ Flytjandi: J MaSCÍS + the fog piatan: More light Útgefandi: Skífan/City Slang Lengd: 49:56 mín. J Mascis var forkólfur hljómsveitarinn- ar Dinosaur Jr. á meöan hún var og hét. Frá því sú lagði upp laupana hef- ur hann sent frá sér tvær plötur að þessari meðtalinni. Þetta telst þó ekki alveg sóló, þar sem „Þokan" inniheld- ur ýmsa spekinga, þar á meöal Kevin Shields, löngum kenndan við My Bloody Valentine. Allar stelpurnar sem eru vaxnar upp úr Britney og strákana sem eru vaxnir upp úr Pearl Jam. Þessi plata byggír á ríkri sagnahefð J, sem skín glögglega í gegn í lögum eins og AMMARING og Does the Kiss fit. Sumir myndu kalla lýrikina glórulaust bull en þeir sem gefa sér tíma til að hlusta heyra að þarna fer maður sem hefur lifað tímana tvenna og vill ólmur deila reynslu sinni. J hefur unnið sér það til frægðar aö finna upp gruggrokkið (e. grunge) sem tröllreið heiminum fyrir skemmstu. Hann bætist þá í hóp manna á borð viö Neil Young og Iggy Pop sem einnig hefur veriö eignaður sá heiður. Rokkið er semsagt samstarfsverkefni ...
★ ★★★★ Flytjandi: YmSÍr Platan: Xen CutS Útgefandi: Ninja Tune/Japis Lengd: 223:40 mín. (3 diskar) Þetta er þriggja diska safn frá Ninja Tune-útgáfunni, gefið út í tilefni af 10 ára starfsafmæli hennar árið 2000. Fyrstu tveir diskarnir innihalda bæði nýtt efni og snilldarverk úr sögu Ninja Tune, þriðji diskurinn, sem fylgir fyrstu pressun, inniheldur áður óútgefið efni úr fórum útgáfunnar. Ninja Tune er sennilega þekktust sem útgáfan sem gefur út Coldcut. Það aö auki gefa þeir út listamenn eins og Mr. Scruff, Herbaliser, Amon Toþin, Up, Bustle & Out, Kid Koala, Roots Manuva, Funki Porcini, Rnk, Ranger og DJ Food. Allir þessir listamenn (og fleiri) eiga verk á plötunni. Hugmyndin að stofnun Ninja Tune varö til þegar þeir Coldcut-félagar Jonathan More og Matt Black voru á tónleika- ferðalagi í Japan í febrúar 1990. Þeir heilluðust af bardagalist Ninjanna, sem þeir sáu að var ekki síður leikræn tilþrif en bardagatækni. Þegar þeir létu verða af því að stofna sitt eigið plötu- fyrirtæki, þá voru Ninjarnir innblástur.
★★ Fiytjandi: Nine inch Nails piatan: Things Falling Apart Útgefandi: Skífan/lnterscope Lengd: 53:26 mín. Trent Reznor er undarlegt kvikindi. Ekki einasta var hann meö þvílíka sköpunarræpu að síöasta plata varð tvöföld, heldur var hann ekki fyrr búinn að sleppa af henni hendinni en hann var farinn að óska sér að sum lögin á henni væru ööruvísi. Þessi inniheldur semsé endurhljóðblandanir á völdum lögum af The Fragile. Ég dirfist að fullyrða að þessi henti nær eingöngu sanntrúuðum meðlim- um naglakirkjunnar, þó réttast sé aö hver og einn dæmi fyrir sig. Þetta eru allt dansvænni útgáfur, ef það hjálpar. Hvað mig varðar þá hafði ég efast um trú mína um skeið og hún efldist ekki við að fara í gegnum 3 útgáfur af Starfuckers inc. Ef Trent fylgir þeirri kúrfu sem hann hefur sjálfur hannað þá ættu að líða allavega 5 ár fram að næstu útgáfu, það er næstu nýju útgáfu. Þau nýtir hann vonandi til að líta um öxl, sjá villu síns vegar og bæta ráö sitt.
Maður getur skilið aö „Sun Is Shining"
hafi virkað eins vel og það gerði, sánd-
ið er flott og mixið hæfir iaginu ágæt-
lega. Það sama verður ekki sagt um
megnið af þessari plötu. Martin notar
sömu formúluna á öll lögin og útkom-
an er gjörsamlega metnaðarlaus. Eins
og áramótapartí frá helvíti.
trausti júlíusson
Minnst hefur verið á flölbreytni plötunnar
og niöurstöðuna verður að skoða með
hliösjón af henni. Hér er um löst að ræöa,
benda má á hvernig Hattur og Fattur og
Stone Free eigi fremur illa saman á einni
plötu. Kunni maður vel aö meta lögin úr
Stone Free væri skynsamlegra að kaupa
bara tónlistina úr því verki og sömu aö-
ferð mætti síðan beita á plötuna í heild
sinni. hilmar örn óskarsson
Aldrei þóttu mér nú Dinosaur-plöturnar
áberandi heilsteyptar og þeirri hefö er
viðhaldið hér. Þetta verk er unnið af
markvissu kæruleysi og fagmannlegri
meðalmennsku og þeir sem á annaö
borð hafa smekk fyrir þessari risaeðlu
verða vart fyrir vonbrigðum. Tilgerðar-
skorturinn landar ágætiseinkunn, alla-
vega í þessu tilfelli.
kristján már ólafsson
Eins og við var að búast þá er þessi af-
mælispakki sannkölluð veisla fyrir hlust-
irnar. Þetta fönk! sambland af raftónlist,
hip-hop og djassi, sem einkennir mikið
af þessu efni, er ómótstæðilegt. Ninja
Tune gaf okkur sum af flottustu lögum
slðasta áratugar. Útgáfan hefur alltaf
verið hugmyndarik og leitandi og verður
vonandi áfram næstu tíu árin.
trausti júlíusson
Ekki einasta er hér um endurvinnslu
að ræða heldur velur garpurinn til nán-
astöll leiöinlegustu lögin af þeirri brot-
hættu. Það mætti réttlæta ef þau
skánuðu við frekari meðhöndlun en
því er sjaldnast að fagna, hvort sem
ein, tvær eða þrjár útgáfur eru gerðar.
Þetta efni hefði hann hreinlega átt að
eiga fyrir sjálfan sig og mömmu sína.
kristján már ólafsson
\&1
f £ m A l :. ' í: r' ;i;.v 1
*
v
5. janúar 2001 f ÓkUS
11