Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Side 4
18 FEMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 Björgvin í 28. sæti Björgvin Björgvinsson varð í 28. sæti í svigi á alþjóðlegu stigamóti í Austurriki í fyrradag. Tími Björgvins var 1:45,14 mínútur en sigurvegar- inn Hannes Reiter fékk tímann 1:38,97 mínútur. Björgvin hyggur á þátttöku í Evrópubikarmótum á næstunni. Hann ætlaði að keppa á einu slíku í Slóveníu um síðustu helgi en því varð að aflýsa vegna snjóieysis. -JKS Raducioiu til Monaco Florin Raducioiu, fyrrum rúmenskur landsliðsmaður í knattspyrnu hefur gert samning við franska liðið Monaco, um að leika með þvi út þetta tímabil. Raducioiu, sem er 31 árs sóknarmaður, hefur víða komið við á ferlinum og leikið m.a. með Stuttgart, AC Milan, Brescia og West Ham. Fyrir nokkrum dögum kom Christian Panucci að láni frá Chelsea og Monaco er einnig að vinna að þvi að fá Frank Lebouef. Þetta fræga fé- lag er í fallhættu og ætlar að styrkja sig fyrir seinni hluta keppninnar. -JKS Udinese á eftir Carbone ítalska úrvalsdeildarliðið Udinese er á höttunum eftir italska sóknar- manninum Benito Carbone hjá enska liðinu Bradford sem vill fá um 320 milljónir króna fyrir ieikmanninn. Jim Jeffries, knattspyrnustjóri Brad- ford, tilkynnti nokkrum leikmönnum í síðustu viku, þ. á m. Carbone, að þeir væru ekki inni í framtíðarplani hans. Stan Collymore hefur verið tjáð að hann geti farið og hefur hann átt í viðræðum við þýska liðið Stuttgart. Rúmeninn Dan Petrescu gæti einnig verið á fórum hafa nokk- ur lið lýst yfir áhuga að fá hann í sínar raðir. -JKS Eriksson til Lundúna Svíinn Sven Göran Eriksson, sem sagði starfi sínu lausu hjá Lazio í vikunni, er væntanlegur til Lundúna á næstu dögum til viðræðna við forsvarsmenn enska kanttspyrnusambandsins, Það er ijóst að Eriksson tekur mun fyrr við stjórn enska lands- liðið en áætlað var. Hann stjórnar enska landsliðinu í sín- um fyrsta leik gegn Spánverjum í vináttulandsleik í febrúar og síðar gegn Albaníu og Finnlandi í forkeppni HM. -JKS Menn greinir á um hvort rétt sé að friða rjúpuna frekar. Hins vegar er enginn ágreiningur í gangi varðandi þá „veiði- menn“ sem geysast um fjöll á vélsleðum og nota hvorki fætur né höfuðið við veiðarnar. Þessi veiðimaður á mynd- inni var hins vegar með allt sitt á hreinu og fór að settum lögum og reglum við veiðarnar. DV-mynd G. Bender - rétt um 110 þúsund fuglar veiddir á nýafstaðinni rjúpnavertíð Rjúpnaveiðimenn sem DV-Sport ræddi við í ' vikunni muna sumir hveijir ekki eftir svona lé- legri veiði eins og var á nýafstaðinni vertið. Eftir þeim upplýsingum um veiðitölur sem við komumst næst, hafa veiðst rétt um 110 þúsund fuglar, um 50 þúsund færri en í fyrra. Þrátt fyrir að svæði hafi verið friðuð, eins og í Eyjafirðinum og fyrir sunnan í kringum Reykja- vík, hefur veiðin lítið batnað, heldur versnað ef eitthvað er. Reyndar er rétt að hafa það i huga að fleiri og fleiri skotveiðimenn bætast í hópinn á hverju ári og erfiðara verður að komast á gott rjúpnasvæði. „Ég man ekki eftir svona lélegri rjúpnaveiði eins og var núna, maður sá lítið af fugli og þessir ^sem sáust voru ljónstyggir," sagði veiðimaður á ^Vestfjörðum og bætti við: „Kannski þarf að friða rjúpuna meira en gert hefur verið og herða viður- lögin við ferðum veiðimanna á vélsleðum. Það er stóra málið en ekki þeir sem nenna að ganga til rjúpna og veiða sér í soðið.“ „Fyrir mína parta fannst mér alveg í góðu lagi að ekki skyldi veiðast meira af rjúpu núna en áður. Menn verða líka að átta sig á þvi að það þurfa ekki allir að veiða mikið,“ sagði Róbert Schmidt, veiðimaður frá Súganda- firði, í samtali við DV-Sport. „Sumir eru alltaf óánægðir ef þeir fá ekki fleiri en 40-50 fugla fyrsta veiðidag- inn. Auðvitað viija menn fá góða veiði og ef mikið er af fugli eru möguleikamir meiri. Siðan era það vélsleðamennimir sem em með sínu siðleysi að strauja flöll- in þvers og krass á meðan aðrir veiði- menn nota fæturna og leggja á sig hæfi- legt erfiði fyrir fáeinar rjúpur. Það er jafnari leikur en sá sem vélsleðamenn- imir bjóða bráðinni upp á. Það verður að taka á þessu með festu og af krafti. Setja harðar reglur og banna alla meðferð skot- vopna á vélsleðum. Það fer ekki saman- skotvopn og vélsleði." Nokkur orö um rjúpnaveiðina Og áfram heldur Róbert: „Varðandi rjúpnaveiðina þá vita allir að hún var nokkuð undir meðallagi á síðasta ári. En það er líka allt i lagi. Menn hætta þá að eltast við fugl- inn og það var ágætt að svo lítili snjór var í vetur. Það hjálpaði rjúp- unni og menn veiddu því minna. Hver segir að íslendingar þurfi að veiða 150.000 rjúpur á ári hverju? Sjálfur fékk ég rétt í jólamatinn og mér var alveg sama. Margir íslenskir skotveiðimenn eru og verða alltaf erf- iðir við að eiga. Þetta er eins og með umferðamenninguna. Þar er ekið yfir venjulegum hámarkshraða og margir skotveiðimenn þverbrjóta skotvopna- lögin æ ofan í æ. Varðandi bann við rjúpnaveiðum þá er ég ekki sammála því. - Heldurðu að bannið héma í nágrenni Reykjavíkur, hafi haft einhver áhrif? „Nei, ég leyfi mér að efast um að bannið hér á höfuðborgarsvæðinu hafi nokkuð skilað sér, nema kannski í þvi að fuglafræðingamir fá frið til að fmna radíómerkta fugla, þ.e.a.s. ef þeir hafa bara ekki drepist af náttúrlegum orsökum eins og þessir fyrir norðan. En þegar verið er að banna rjúpnaveiðar á einum stað færist veiði- þunginn einfaldlega yfir á önnur svæði. Síðustu tvö ár hafa veiðimenn flölmennt á Austfirðina og ég veit að heimamenn þar eru ekki allir ánægðir með þá þróun.Varðandi þessar blessaðar Hríseyj- arrjúpur hef ég litla trú á að byggja megi áreiðan- legar tölur til áætlunar rjúpnastofnsins fyrir landið í heild. Það veit enginn hvað margar rjúp- ur eru á landinu og mig grunar að þær séu marg- falt fleiri en fuglafræðingar gefa í skyn. Það skýt- ur stundum skökku við, t.d. þegar eitt árið veidd- ust 8.500 hrafnar og áætlaður stofti var þá um 4.500 fuglar. Ég held að fuglafræðingar verði líka að fara varlega í að áætla suma fuglastofna og þá eru ekki taldar með þær fuglategundir sem sífellt er verið að kippa út af veiðilistanum á bak við tjöldin. Þó verða veiðimenn að vera samvinnu- fúsir í þessum málum og langbest er að byrja á að laga til veiðisiðfræðina hjá íslenskum skotveiði- mönnum. Það verður hver og einn að eiga það við sjálfan sig ef ekki dugir til fræðsla og fundahöld," segir Róbert í lokin. t -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.