Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 1
15 NBA-deildin: 9 sigrar í röð - hjá Portland Boston-Miami.........86-76 Walker 27, Pierce 26, Stith 7, Potapenko 6 (10 frák.) - Jones 20. Grant 14, Hardaway 11, Bowen 8. Wahington-Seattle....101-104 Whitney 22, Howard 21, Nesby 19, Smith 14 (10 frák.) - Payton 20, Patterson 19 (12 frák.), Baker 16. Detroit-Toronto.....83-110 Stackhouse 23, Smith 12, Cleaves 11, Wallace 8 - Oakley 19, Peterson 18, Carter 18, Davis 12, Jackson 9 (12 sto.) Philadelphia-Portland.75-93 McKie 15, Iverson 12, Hill 12- Wallace 18 (10 frák., 5 varin skot), Stoudamire 17 (11 stoðs.), Wells 13, Sabonis 11. Minnesota-Dallas....86-106 Garnett 26 (13 frák. 6 stoðs.), Brandon 12, Ellis 10 (12 frák.) - Nowitzky 28, Finley 26, Laettner 14, Eisley 12. LA Clippers-Denver...91-86 Odom 15 (13 fr.), Parks 15, Richardson 14, Piatkowski 14 - McDyess 29 (13 frák.), Van Exel 24, LaFrentz 11. Sacramento-Cleveland . . .108-101 Webber 30 (14 frák.), Stojakovic 27, Williams 24 - Gatling 38, Miller 27, Weatherspoon 12 (11 frák.). Arfaslakir Enska úrvaisdeildarliðið Liver- pool tapaði óvænt fyrir 1. deildar- liði Crystal Palace, 2-1, á útivelli í fyrri leik liðanna í enska deilda- bikarnum. Lettinn Andrejs Rubins skoraði fyrra mark Palace um miðja síðari hálíleik og Clinton Morrison bætti um betur um stundarfjórðungi fyrir leikslok en mínútu síðar minnkaði varamað- urinn Vladimir Smicer muninn fyrir gestina. Liverpool fékk ógrynni góðra færa í leiknum og þarf sókn þeirra sannarlega að fara í rækilega endurskoðun. -ÓK - segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fyrir átökin á Spáni um helgina og á HM í Frakklandi Spánarfarar Markverðir: Guðmundur Hrafnkelss., Nordhom Birkir í. Guðmundss., Stjömunni Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson, Fram Guðjón Valur Sigurðsson, KA Guðfinnur Kristmannsson, ÍBV Erlingur Richardsson, ÍBV Einar Örn Jónsson, Haukum Valgarð Thoroddsen, Val Róbert Sighvatsson, Dormagen Dagur Sigurðsson, Wakunaga Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjarnason, Minden Aron Kristjánsson, Skjern Ólafur Stefánsson, Magdeburg Heiðmar Felixson, Wuppertal Ragnar Óskarsson, Dunkerque Ekki í Spánarhópnum: Sebastian Alexandersson, Fram Róbert Gimnarsson, Fram Julian Duranona, Nettelstedt (er lítillega meiddur og verður undir handleiðslu sjúkraþjálfara hér heima) Þórir Ólafsson, Selfossi Gunnar Berg Viktorsson, Fram íslenska landsliðið í handknattleik keppir um helgina á fjögurra liða móti á Spáni og er það stór liður í undirbúningi liðsins fyrir HM í Frakklandi sem hefst síðar í mánuð- inum. Auk Spánverja mætir liðið landsliðum Noregs og Egyptalands en þeir siðastnefndu eru einmitt mótheriar íslenska liðsins í riðla- keppni HM. Þorbjörn Jensson til- kynnti hóp sinn fyrir Spánarförina á blaðamannafundi í Laugardalshöll í gær en tók það jafnframt fram að hér væri ekki um endanlegan HM-hóp að ræða og að leikmennirnir sem sitja eftir heima eigi enn möguleika á að sanna sig í leikjum gegn Bandaríkja- mönnum í næstu viku. DV-Sport hitti Þorbjöm að máli eftir fundinn. Hver er stefna landsliósins á mót- inu á Spáni? „Maður vill auðvitað alltaf ná hag- stæðum úrslitum en fyrst og fremst vil ég leggja áherslu á að við reynum að ná varnarleiknum í gang og þar af leiðandi markvörslunni líka í þessari ferð. Ég verð mjög óánægður ef það verða ekki töluverðar framfarir í vörn og markvörslu í ferðinni." Nú eru einhver meiðsli í hópnum, hvaða áhrif geta þau haft? „Við eigum að hafa nægilega breið- an hóp í verkefnin sem fram undan eru, svo framarlega að ekkert kemur upp á því þá verðum við fljótt fáliðað- ir. Ragnar Óskarsson er rétt að kom- ast í gang og þá verður einnig að nefna til sögunnar Aron Kristjáns- son, við þurfum að koma honum í gang líka. Hann er að spila bæði í vöm og sókn og hann er mjög fjöl- hæfur sóknarmaður og gott að hafa slíka leikmenn sem geta leyst margar stöður. Við einbeittum okkur kannski of mikið að því að vinna Frakkana, eins og alltaf er og því fékk hann kannski ekki eins mörg tækifæri í sókninni. Hann fær tæki- færi á Spáni og við sjáum hvemig það kemur út.“ Tökum vel á móti Egyptum Nú mœtir liðið Egyptum um helg- ina sem veróa mótherjar liósins í riólakeppninni á HM. Hvernig hef- urðu hugsaö þér aó mæta þeim nú? „Það er alltaf spurning hvemig maður mætir liði í æfmgaleik sem maður mætir í alvörukeppni síðar, eins og verður nú með Egypta. Á maður að vera með tilraunastarf- semi, koma þeim á óvart og gera þá óömgga eða á maður að fara af full- um styrk í leikinn og sjá hvað maður getur? Þetta em spurningar sem maður þarf að velta fyrir sér og við þurfum að vera með klár svör við þeim á fostudaginn þegar við mætum þeim. Við ætlum að leggja ofurá- herslu á góða vörn á móti þeim og við tökum vel á þeim. Það sem ég hef séð til Egyptanna, t.d. í Sydney, er að þeir hafa verið að spila meira og minna 6:0 vöm, t.d. gegn Svíum en þeir geta líka spilað framarlega og það getur vel verið að þeir ákveði að spila slíka vöm gegn okkur og því verðum við að vera við- búnir báðum möguleikum. Það er mjög júgóslavneskur stíll á leik þeirra, enda þjálfarinn Júgóslavi sem við höfum mætt áður og þekkir okk- ur vel og Egyptamir hafa verið stíg- andi hvað getu varðar. Daniel Costantini, þjálfari Frakka, hefur spáð þeim ofarlega á HM og að við verðum á eftir þeim og Svíum í riðl- inum.“ Meiri hugur í mönnum Nú tapaði liðió tvisvar gegn Frökk- um. Hvernig er andinn í hópnum? „Menn vilja auðvitað alltaf vinna, hvort sem er í æfmgaleikjum eða öðrum leikjum, og menn eru auðvit- að fúlir yfir því að hafa ekki unnið í gær (á þriðjudag) og þannig vil ég hafa það. Maður á að hugsa eins og sigurvegari en ekki segja bara eftir leik: „Þetta kemur næst,“ það er ekki rétta viðhorflð. Við getum alltaf búist við öllu af íslenska landsliðinu, ef við eigum góðan dag þá getum við allt. Það mun- aði ekki miklu að við spiluðum um verðlaunasæti í Kumamoto og það voru ekki margir sem reiknuðu með því. Við ætlum okkur sannarlega að reyna allt sem við getum. Það er miklu meiri hugur í mönn- um nú en fyrir EM í Króatíu enda væri annað óeðlilegt, öUum hefur gengið vel hjá sínum félagsliðum og menn koma miklu betur undirbúnir heldur en í fyrra, hafa verið aö spila miklu meira og gera miklu meira en fyrir EM,“ sagði Þorbjöm. Framlengdur samningur Á fundinum skrifuðu Halldór Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans, og Guðmundur Ingvarsson, formaður handknattleikssambands íslands (HSÍ), undir samning um áframhald- andi samstarf til þriggja ára en sam- starf hefur verið milli aðilanna frá þvi 1989 og er þetta lengsta samstarf HSÍ við einn bakhjarl. HaUdór lýsti því í máli sínu að þetta samstarf væri gott dæmi um stefnu Landsbankans í slík- um málum, langt og farsælt samstarf og traust væru mikUvægir þættir í þeim vinnubrögðum sem bankinn vUdi tUeinka sér. Samningurinn er árangurstengdur og sagði HaUdór að þær greiðslur sem inntar væru af hendi væru greiddar með glöðu geði þó svo að þær hækkuðu. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.