Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2001, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 17 Sport Stjörnuleikur KKI á laugardag í Njarðvíkum: Sigurður og Valur völdu sterk lið KKÍ í samvinnu við Doritos og Pepsi halda hinn ár- lega stjömuleik í körfuknattleik sem verður háður í Njarðvík á laugardaginn kemur kl. 16. í hálfleik verður troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni en þátttak- endur verða ekki valdir fyrr en í kvöld. Þjálfarar tveggja efstu liðanna i Epson-deildinni um áramótin völdu liðin. Þetta eru bræðurnir Sigurður og Valur Ingimundarsynir en sá fyrrnefndi þjálfar Keflvík- inga og sá síðamefndi Tindastól. Þeir völdu í gær í lið- in til skiptis og fékk Sigurður að byrja þar sem lið hans er ofar i deildinni. Hvor þjálfari mátti aðeins velja þrjá erlenda leikmenn i lið sitt en alls völdu þeir 12 leik- menn og tvo til vara. Aðeins mátti velja þrjá leikmenn úr hverju liði. ÍLið Sigurðar er þannig skipað: Galvin Davis, Keflavík, Chris Dade, Hamri, Keith Wassel, KR, Ei- ríkur Önundarson, ÍR, Magnús Gunnarsson, Kefl- avík, Kristinn Friðriksson, Tindastóli, Páll Axel Vil- bergsson, Grindavik, Jón Amór Stefánsson, KR, Friðrik Stefánsson, Njarðvík, Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavik, Gunnar Einarsson, Keflavík, Herbert Arnarson, Val. Til vara eru þeir Maurice Spillers, Þór, og Bragi Magnússon, Haukum. Lið Vals lítur þannig út: Shawn Myers, Tindastóli, Brenton Birmingham, Njarðvík, Warren Peebles, Skallagrími, Logi Gunnarsson, Njarðvík, Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, Magni Hafsteinsson, KR, Ólaf- ur Ormsson, KR, Teitur Örlygsson, Njarðvík, Jón Hafsteinsson, Keflavík, Pétur Ingvarsson, Hamri, Guðmundur Bragason, Haukum, Óðinn Ásgeirsson, Þór. Til vara voru valdir Svavar Birgisson, Tinda- Valur Ingimundarson (t.h.) velur liös sitt og viö hliö hansstóli' og Dwayne Fontana’ KFL er Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. -JKS Auðfenginn sigur - hjá ÍBV á döpru liði ÍR Ekkert breytist hjá ÍR-stúlkum enn og aftur tapa þær leik og nú fyrir Eyjastúlkum sem léku sinn slakasta leik í vetur án efa. Leik- urinn byrjaði eins og flestir leikir ÍR, gestimir náðu fjögurra marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik sem þær juku allan leikinn sem endaði 10-21 eftir að staðan var 4-9 í fyrri hálfleik. Það sem kom í veg fyrir að ÍR- stúlkur næðu að halda í við Eyja- stúlkur var markvörður þeirra síðarnefndu, Vigdis Sigurðardótt- ir, sem varði átta skot í fyrri hálf- leik, meðal annars þrjú víti, fyrir utan að vörn gestanna varði flmm skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikur ÍR verður slakari og slakari með hverjum leiknum sem liöur en þær komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu að halda í við ÍBV fyrstu tíu mín- útumar en eftir það fjaraði leikur þeirra út. Leikmenn misnotuðu flmm vítaköst í leiknum og þar af ÍR-ingar fjögur. Vantar samæfingu „Við vorum að spila hrikalega í fyrri hálfleik og samæfíngu vant- aði í hópinn þar sem erlendu leik- mennirnir okkar fóru heim til sín milli jóla og nýárs. En markmiðið hjá okkur var aö bæta markatöluna og það tókst þó að sigurinn heföi mátt vera stærri,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður ÍBV. Stúlkurnar úr Breiðholtinu eru að missa leikmann en það er Aðalheiður Þórólfsdóttir mark- vörður sem er að fara utan til að vinna. -BB Staðan Haukar 10 10 0 259-180 20 Fram 10 7 3 260-211 14 Stjarnan 10 7 3 220-197 14 Víkingur 10 6 4 223-178 12 ÍBV 10 6 4 196-205 12 Grótta/KR 10 5 5 235-207 10 FH 10 5 5 241-223 10 KA/Þór 10 2 8 190-237 4 Valur 10 2 8 158-216 4 ÍR 10 0 10 127-255 0 Næstu leikir Föstudagur 12. janúar IBV-Stjarnan kl. 20.00 Laugardagur 13. janúar Fram-KA/Þór kl. 15.30 Víkingur-FH kl. 16.00 Grótta/KR-Haukar kl. 16.30 Valur-ÍR kl. 16.39 Einkar slakt - þegar Haukar unnu KA/Þór 1 Naukar-KA/Þor 26-201 3-0, 6-1, 8-2, 9-5,11-5,12-7, (12-10), 14-10, 15-12, 20-13, 21-15, 23-16, 24-18, 25-20, 26-20. Haukar Mörk/viti (Skot/viti): Tinna Halldórs- dóttir 4(6), Harpa Melsteð 4/2 (7/2), Hanna G. Stefánsdóttir 4(8), Brynja Steinsen 3/2 (5/2), Telma Björk Ámadótt- ir 3(6), Auður Hermannsdóttir 3(6), Sandra Anulyte 2(2), Inga Fríða Tryggva- dóttir 2(3), Hjördís Guðmundsdóttir 1(3), Björk S. Hauksdóttir (1), Eva H. Loftsdótt- ir (1), Sonja Jónsdóttir (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 8 (Telma 3, Tinna 2, Hanna 2, Sandra). Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Jenný Ás- mundsdóttir 9 (25/2, 36%), Berglind Haf- liðadóttir 5 (9/1, 56%). Brottvisanir: 4 mínútur KA/Þór Mörk/viti(Skot/víti): Inga Sigurðardótt- ir 6/3 (12/3), Ásdls Sigurðardóttir 5(13), Eyrún Káradóttir 4(10), Elsa Birgisdóttir 3(4), Ása Gunnarsdóttir 1(1), Guðrún Guð- mundsdóttir 1(5), Martha Hermannsdótt- ir (3), Klara Stefánsdóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Ásdís, Elsa, Inga). Vitanýting: Skorað úr 3 af 3. Varin skot/víti (Skot á sig): Sigurbjörg Hjartardóttir 10 (31/3, 32%), Selma Sigurðardóttir 6(11/1, 55%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson, 4.. Gœói leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 50. Maður leiksins: Ásdfs Sigurðardóttir, KA/Þór Haukar lögðu Þór/KA eins og við var að búast á heimavelli sínum að Ásvöllum í gærkvöldi. Sigurinn var kannski ekki eins stór og búast hefði mátt við en leikurinn var lengst af slakur og hafði lítið skemmtanagildi fyrir þá fáu áhorfendur sem mættu. Haukar byrjuðu reyndar vel, nýttu sjö fýrstu sóknir sín- ar og komust í 8-2 eftir 13.30 mínútur. Eftir það fór leikur- inn á byrjendaplanið og eitt af því fáa sem gladdi augað var ágæt markvarsla Sigurbjargar Hjart- ardóttur í marki Þórs/KA en hún varði oft úr opnum færum Haukanna. En á síðustu frnim mínútum leiksins kom góður kafli hjá Þór/KA þegar þær minnkuðu muninn í tvö mörk fyrir leikhlé en síðustu tvö mörkin komu reyndar úr hraða- upphlaupunum eftir að Hauka- stúlkur höfðu hreinlega kastað boltanum til þeirra. Bitiö fór úr sókninni í síðari hálfleik juku Haukar síðan smátt og smátt forskotið og bitið virtist svo end- anlega fara úr sóknar- leik Þórs/KA þegar þeirra besti leikmaður, Ásdís Sigurðardóttir, var tekin úr umferð. Við það náðu Hauka- stúlkur mest sjö marka forskoti og héldu því til leiksloka án teljandi fyrirhafnar. Það má segja að allir leikmenn Hauka hafi leikið undir getu í þessum leik og er þvl erfitt að taka einhverja sérstaka úr því liði. Sigurbjörg og Ásdís voru bestar í liði Þórs/KA. -HI Ásdfs Siguröardóttir, KA/Þór. Stjörnustúlkan Guöný Gunnsteinsdóttir missir bolt- ann en Víkingarnir Kristín Guðmundsdóttir og Eva Halldórsdóttir eru viö öllu búnar. Á innfelldu mynd- inni þurrkar Margrét Vilhjálmsdóttir gólfið meö hné- hlíf sinni en þau Guöbjörg Guömannsdóttir úr Vík- ingi og Tómas Sigurdórsson dómari fylgjast meö. DV-myndir E. ÓL. Liðsandinn - fundinn hjáVíkingstúlkum sem unnu Stjörnuna í Garðabæ, 18-20 Víkingsstúlkur hafa greinOega nýtt jólafríið sitt vel því þær byrjuðu seinni umferðina með sigri á Stjömunni í Garðabæ, 18-20, liðinu sem skipaði 2. sætið og vann fyrri leik þessara liða með sex mörkum i Víkinni í haust. Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að leikgleðin og hinn góði liðsandi sem átti mikinn þátt í deildarmeistaratitlinum í fyrra hafði komið upp úr jólapökkunum hjá Víkingsstúlkum. Víkingsliðið vann boltann í fyrstu sókn Stjörnunnar og var komið í 1-4 eftir níu mínútur. Stefán Arnarson, þjálfari Víkings, fékk ekki bara endurbættan liðsanda frá sin- um stelpum í jólagjöf heldur einnig Stein- unni Bjarnason sem fékk sitt fyrsta al- vöru tækifæri og nýtti það frábærlega. Steinunn byrjaði á að stoppa Nínu Kristínu Bjömsdóttur í vöminni en Nína misnotaði átta sóknir á fyrstu 14 mínút- um og fékk sér að því loknu sæti á bekkn- um. Steinunn, sem hafði aðeins skorað eitt mark í fyrstu niu leikjunum, skoraði síðan funm glæsileg mörk úr sjö skotum það sem eftir var leiks og var lykilmann- eskja í að tryggja Qórða útisigur Víkinga í röð. Víkingm- er taplaus i venjulegum leiktíma á útivelli í deildinni í vetur, eina tapið kom í framlengingu gegn FH. Víkingsstelpur höfðu frumkvæðið fram að hálfleik en Stjömustúlkur vom ekki á því að gefast upp og náðu forustunni eftir hlé, ekki sist fyrir góð- an leik Höllu Maríu Helgadóttur sem leysti Nínu af hólmi. Stjaman komst í 16-14 með hraðaupphlaupsmarki frá sínum besta leikmanni, Svetlönu Tcheretchetcha, og virtist vera að komast í góða stöðu. Gerður Beta Jóhannsdóttir kom þá inn á hjá Víkingum. Hún haföi þurft að sitja á bekknum vegna frábærrar frammistöðu Steinunnar en ætlaði að sanna sig líka. Gerður kom líka með aukakraft, gerði gott mark og gaf þrjár stoðsendingar á lokakaflanum. Á þessum tíma gat Stefán einnig hvílt Kristínu Guðmundsdóttur sem skoraði síðan tvö síðustu mörk liðs- ins í lokin, endurnærð eftir smáhvíld. Stjarnan átti á sama tíma í miklum erfið- leikum með að nýta góð færi því Helga Torfadóttir, markvörður Víkinga, varði mikilvæg skot á lokakaflanum. Viljinn og stemningin „Hópurinn fékk sér gott að borða um jólin og drakk jólaöl með og lifnaði við. Steinunn hefúr ekki fengið mörg tæki- færi en nú sýndi hún það fyrir mér og öðrum að hún á skilið að fá miklu fleiri tækifæri. Viljinn og stemningin vann þetta í dag, við erum með bestu vömina og besta markvörðinn og vinnum út frá því,“ sagði Stefán í leikslok. Léleg vörn „Við vorum bara ekki tilbúnar í þenn- an leik, þetta var alltof flatt hjá okkur og það vantaði alla stemningu í liðið. Við spiluðum lélega vörn og þar var óöryggi allan tímann sem skilaði sér síðan einnig út í sóknina. Það hefúr verið langt hlé og mér fmnst okkar lið einkennast af þvi. Jólin sitja kannski enn svolítið í okkur þessum „gömlu“,“ sagði Guðný Gunn- steinsdóttir Stjörnustúlka. Stjarnan tapaði þama sínum öðram heimaleik í röð en hafði unnið tiu deild- arleiki í Ásgarði þar á undan. Sóley gerði vel í að verja þrjú víti, Svetlana og Halla María gerðu góð mörk en annars var lið- ið langt frá sínu besta. Steinunni var vel fagnað af félögum sínum í leikslok. „Maður verður að nýta sín tækifæri þegar maður fær þau. Ég er búin að æfa vel en bíða lengi og var því staðráðin í að sanna mig í kvöld. Við er- um búnar að taka okkur mikið á í fríinu, það vora nýjar stelpur að koma inn í haust og það tók þær smátíma að komast inn í hópinn en nú er það komið og þetta er allt að smella saman hjá okkur," sagði Steinunn ánægð í leikslok. Hjá Víkingi léku þær Steinunn og Kristín vel en ekki má gleyma framlagi Heiðrúnar Guðmundsdóttur sem nýtti öll sín þrjú færi auk þess að fiska víti og tvo leikmenn Stjömunnar út af. Helga varði líka oft mjög vel. -ÓÓJ Rúmlega 100 þátttakendur á Ólymp- íuleikunum og Ölympíumóti fatlaðra í Sydney eru enn í Ástralíu þrátt fyrir að landvistarleyfi þeirra sé útrunnið en þeir hafa hunsað viðvaranir útlend- ingaeftirlitsins ástralska að þeir skuli koma sér til síns heima annars gætu þeim verið vísað úr landi. Fæstir „hinna ólöglegu" voru keppendur á leikunum og mjög fáir frá minna þró- uðum ríkjum og stærsti hópurinn reyndar kominn frá Bandaríkjunum. Útlendingaeftirlitið segir það samt vel sloppið hjá þeim að aðeins rúmlega 100 skuli hafa ílengst af þeim 38 þúsund sem fengu tímabundin landvistarleyfi. Breskir boxarar mega í framtíðinni búast við reglulegum þyngdarprófún- um sem beitt verður til að greina mögulega ofþomun vegna hraðrar megrunar, sem getur leitt til heila- skemmda. Breska hnefaleikasamband- ið ákvað þetta eftir að hafa skoðað skýrslur um mál hnefaleikakappans Pauls Ingle sem hlaut lifshættulega áverka í desember vegna högga. Þeir óttast að ofþomun hafi veikt mjög heil-i ann þannig að höggin valdi meiri skaða en ella. Italskir fjölmiðlar kenna breska knattspymusambandinu um snemm- bæra afsögn Svens Göran Eriksson frá Lazio og vandræði liðsins á tímabilinu. ítalska blaðið Corriere della Sport vill meina að Adam Crozier, framkvæmda- stjóri sambandsins, hafi persónulega ýtt við Eriksson að morgni uppsagnar- dagsins og það hafi verið síðasta bragð- ið af mörgum sem sambandið hafi not- aö til að fá Eriksson fyrr til starfa. Les Ferdinand verður á næstunni boðinn nýr samningur hjá Tottenham. Ferdinand, sem er 34 ára gamall, ætlar því að ljúka ferlinum hjá Spurs en hef- ur um um þrjár milljónir í vikulaun hjá félaginu. Umræðan um það hvað Dennis Berg- kamp gerir virðist loks vera að taka enda. Hann mun á næstu dögum skrifa undir nýjan tveggja og hálfs ár samn- ing við Arsenal. Hann hefur lýst því yf- ir að hann vilji enda sinn feril á Highbury. -ÓK/JKS 4- Sporí ^ Grótta/KR-Valur: Ovæntur sigur - Valsstúlkur hefndu ósigursins á Hlíðarenda Valsstelpur unnu góðan sigur á Gróttu/KR, 19-24, á Seltjarnarnesi í gærkvöld í Nissan-deÚd kvenna. Valsstúlkur leiddu með þremur mörkum í hálfleik en góður enda- sprettur í lok leiksins tryggði þeim þennan mikilvæga sigur og gefur liðinu sjálfstraust sem vantað hefur í vetur. Alla Gokorian var tekin úr umferð strax í upphafi og mátti hafa yfir- frakka á sér allan leikinn og saknaði Grótta/KR-liðið þess að geta ekki leit- að meira til hennar í sókninni. Valsliðið tapaði mörgum boltum í fyrri hálfleik sem gaf heimastúlkum möguleika á hraðaupphlaupum sem þær náði ekki að nýta sér nógu vel. í stað þess að skora hvert markið á fætur öðru glopruðu þær boltanum klaufalega hvað eftir annað. Rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik mátti litlu muna að illa færi fyrir Berglindi Hansdóttur, markverði gestanna. Valsliðið tapaði einum af mörgum boltum sínum i sókninni og Alla áttaði sig snögglega á að Berg- lind var ekki í markinu og lét skot vaða frá eigin vítateig. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Berglind að spretta aftur á bak í markið og henda sér fyrir boltann þar sem hann fór i þverslána og út. Berglind lenti illa og mátti þakka fyrir að hafa aðeins meiðst á hendi. Hún þurfti að yfir- gefa völlinn um tíma en María Magn- úsdóttir stóð sig vel í markinu á með- an. Grótta/KR skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks og jafnaði strax metin. Eftir þetta var leikurinn í járnum og var nánast jafnt á öllum tölum. en í stöðunni 17-17 skildu leiðir. Nú fóru heimastúlkur að tapa boltanum í sókninni og gengu Vals- stúlkur á lagið. Grótta/KR gerði að- eins tvö mörk síðustu níu mínútur leiksins og annað þeirra úr víti. Gestirnir reyndust sterkari í lokin og tryggðu sér mikilvægan og sann- gjaman sigur. Elvar Erlingsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Við höfum verið að vinna að þessum sigri í’ nokkurn tíma og ég er virkilega stolt- ur af stelpunum, þær stóðu sig alveg frábærlega. Þær unnu sig út úr þeim vandamálum sem þær komu sér í. Við spiluðum fyrri hálfleik þokka- lega en vorum að stjórna okkar leik vel. Þær ná síðan að jafna í byrjun seinni hálfleiks og við höfum oft ver- ið að tapa okkar leikjum í lokin en núna fundu stelpurnar trúna og klár- uðu þetta. Þær eiga heiður skilinn fyrir það. Þó þetta sé ungt lið þá eru stelpurnar orðnar þokkalega sjóaðar og geta gert ýmsa hluti,“ sagði Elvar við DV-Sport eftir leik. -BG Aldrei spennandi - Fram vann góðan útisigur á FH Fram sigraði FH með 30 mörk- um gegn 26 í efstu deild kvenna í Kaplakrika í gærkvöldi. Leikurinn náði aldrei að verða verulega spennandi því Framarar náðu undirtökunum snemma leiks og slepptu þeim aldrei þótt ekki yrði munurinn mjög afgerandi. Svo virtist sem leikmenn beggja liða hefðu borðað yfir sig um jólin því leikurinn var slakur og upp- fullur af mistökum þótt lengstum hefði hann verið frekar hægur. Það var ekki fyrr en alveg í blálok- in að almennilegur hraði færðist í leikinn og komu þá mörkin á færi- bandi. Fram náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 8-12 og 10-14, en aðeins einu sinni tókst FH að komast yfir; gerði fyrsta mark leiksins. Staðan í hálfleik var 11-14 Fram í vil en FH-ingar náðu snemma í seinni hálfleik að minnka muninn í eitt mark, 15-16, en þá rönkuðu Framarar við sér og juku foryst- una á skömmum tíma í sex mörk, 18-24, og segja má að þá hafi úr- slitin ráðist. Á þessum kafla var vörn Fram mjög sterk en að sama skapi var sóknarleikur FH-inga hugmyndasnauður. Eftir þennan kafla leystist leikurinn nokkuð upp og í lok hans skoruðu liðin grimmt á báða bóga eins og áður sagði og var það skemmtilegasti kafii hans. Bæði lið þurfa að hrista af sér þó nokkurt slen ætli þau sér að gera eitthvað af viti það sem eftir lifir vetrar; FH þó sýnu meira. Hugrún stóð sig ágætlega í mark- inu hjá Frömurum og þá voru Díana, Marina og Irina góðar. Hjá FH bar langmest á Hafdísi en Björk og Ragnhildur voru ágætar. „Leikurinn bar þess merki að liðin eru búin að vera í löngu fríi og það var mikið um tæknileg mis- tök. Fyrir þennan leik munaði ekki nema tveimur stigum á þess- um liðum og því var sigurinn mjög ánægjulegur sem og mikil- vægur,“ sagði Gústaf Adolf Björns- son, þjálfari Framara, að leikslok- um. -SMS FH- Fram 26-30 1-0, 1-2, 4-5, 6-9, 8-12, (11-14), 15-16, 16-18, 18-22, 20-25, 23-27, 26-30. FH Mörk/víti (Skot/viti): Hafdís Hinriks- dóttir 11/4 (20/5k Björk Ægisdóttir 4 (6), Ragnhildur Guðmundsdóttir 4 (6), Dröfn Sæmundsdóttir 3 (8), Harpa Vífilsdóttir 2 (6), Hiidur Pálsdóttir 1 (1), Hildur Er- lingsdóttir 1 (2), Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Hafdís 2, Harpa 1) Vítanýting: Skorað úr 4 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Jolanta Slapikiene 8 (25/3), Kristín Guðjóns- dóttir 7 (20/1) Brottvísanir: 2 mínútur Fram Mörk/viti (Skot/viti): Marina Zoueva 7/4 (8/4), Díana Guðjóns- dóttir 6 (9), Irina Sveinsson 4 (5), Hafdís Guðjónsdóttir 3 (5), Björk Tómasdóttir 3 (6), Svanhildur Þengilsdóttir 2 (2), Guð- rún Þ. Hálfdánardóttir 2 (2), Signý Sigur- vinsdóttir 1 (1), Kristín B. Gústafsdóttir 1 (1), Katrín Tómasdóttir 1 (3) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Díana 3, Signý 1, Svanhildur i) Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/víti (Skot á sig): Hugrún Þorsteinsdóttir 15 (32/3, 47%, eitt skot yfir), Stella Kristmannsdóttir 0(9/1) Brottvisanir: Engin. Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson (7). Gœði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 75. Maður leiksins: Díana Guðjónsdóttir, Fram. Stjarnan-Víkingur 18-20 0-2,1-2,1-4,4-4,4-5,5-5,5-7,7-7,7-8,9-8, 9-11, (10-11), 12-11, 12-12, 15-13, 16-14, 16-16, 17-16,17-19, 18-19, 18-20. Stiarnan Mörk/víti (Skot/viti): Svetlana Tcher- etchetcha 8/3 (12/3), Halla María Helga- dóttir 4 (8), Margrét Vilhjálmsdóttir 2 (3), Nína Kristín Bjömsdóttir 2/1 (11/3), Inga Lára Þórisdóttir 1 (1), Hmnd Grétarsdótt- ir 1 (2), Guðný Gunnsteinsdóttir (1), Sóley Halldórsdóttir (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Tcher- etchetcha 3) Vítanýting: Skorað úr 4 af 6. Varin skot/víti (Skot á sig): Sóley Hall- dórsdóttir 9/3 (29/7, 33%, víti í stöng) Brottvísanir: 4 mínútur. Vikingur Mörk/viti (Skot/viti): Kristín Guð- mundsdóttir 7/4 (16/6), Steinunn Bjama- son 5 (7), Heiðrún Guðmundsdóttir 3 (3), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (3/1), Mar- grét Egilsdóttir 1 (1), Eva Halldórsdóttir 1 (2), Gerður Beta Jóhannesdóttir 1 (3/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Guð- björg) Vitanýting: Skorað úr 4 af 8. Varin skot/viti (Skot á sig): Helga Torfadóttir 12 (30/4, 40%, víti fram hjá, víti í stöng) Brottvísanir: 4 minútur. Dómarar (1-10): Guðmundur Er- lendsson og Tómas Sigurdórsson (3). Gceði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 50. Maður leiksins: Steinunn Bjarnason, Vfkingi. Grótta/KR-Valur 19-24 0-1, 1-2, 3-2, 4-4, 5-6, 6-7, 6-9, 7-9, (8-11), 9-11, 12-12, 14-13, 15-14, 16-16, 17-17, 17-20, 18-21, 19-24. Grótta/KR Mörk/viti (Skot/viti): Alla Gokirian 7/4 (13/4), Ágústa Edda Bjömsdóttir 4/1 (11/1), Edda Kristinsdóttir 2 (2), Eva Hlöðversdóttir 2 (3), Jóna Pálmadóttir 2 (7), Ragna Sigurðardóttir 1 (3), Kristín Þórðardóttir 1 (3), Eva Þórðardóttir (3). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Alla 2, Edda 2). Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Þóra Hlíf Jónsdóttir 5 (28, 18%) eitt víti fram hjá), Hildur Gísladóttir 0/0 (11/1). Brottvisanir: 4 mínútur. Valur Mörk/víti (Skot/víti): Hafrún Krist- jánsdóttir 7 (7), Anna Guðmundsdóttir 5 (5), Kolbrún FTanklín 4/1 (10/2), Eivor Blöndal 3/0 (5/1), Anna Grímsdóttir 2 (4), Eygló Jónsdóttir 2 (3), Ámý ísberg 1 (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Anna, Kolbrún, Hafrún, Anna, Eivor). Vitanýting: Skorað úr 1 af 3. Varin skot/viti (Skot á sig): Berglind Hansdóttir 11 (37/4, 30%), María Magnúsdóttir 2 (7/1, 29%). Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurös- son og Ólafur örn Haraldsson (8). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 60. Maöur leiksins: Hafrún Kristjánsdóttir, Val. ÍR - ÍBV10-21 0-3, 1-4, 2-6, (4-9), 5-11, 6-13, 8-15, 8-20, 10-21. ÍR Mörk/viti (Skot/viti): Anna Margrét Sigurðardóttir 2 (3), Áslaug Þórsdóttir 2 (4/1), Björg Elva Jónsdóttir 2/1 (17/1), El- isabet Gunnarsdóttir 1 (1), Sólveig L. Kjærnested 1 (2), Sigrún Sverrisdóttir 1 (2) , Inga Jóna Ingimundardóttir 1/1 (3/2), Heiða Guðmundsdóttir (14/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 2 (Björg Elva, Elísabet) Vítanýting: Skorað úr 2 af 5. Varin skot/viti (Skot á sig): Aöal- heiður Dóra Þórólfsdóttir 0 (4, 0%), Al- dís Bjamadóttir 4/1 (21/3, 19%, víti fram hjá) Brottvísanir: 4 mínútur. ÍBV Mörk/víti (Skot/viti): Aníta Andreason 6 (7), Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 5/2 (7/2), Amela Hegic 4 (6/1), Edda B. Egg- ertsdóttir 2 (4), Tamara Mandizch 2 (4/1), iris Sigurðardóttir 1 (1), Gunnley Berg 1 (3) , Bjarný Þorvarðardóttir (1). Mörk úr hraðaupphlaupunu 7 (Anita 5, Edda, Ingibjörg Ýr) Vítanýting: Skorað úr 2 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 17/3 (27/5, 63%) Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Pálsson og Hlynur Leifsson (7). Gœói leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 17. Maöur leiksins: Vigdís Siguröardóttir, ÍBV %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.