Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2001, Blaðsíða 1
15 m Bandaríski táningurmn Venus Williams hneykslaði marga er hún mætti frekar fáklædd til leiks á opna ástralska mótinu i tennis sem nú stendur yfir. Heimsfrægir tennisleik- arar á borð við Pam Shriver sögðust hafa sopið hveljur löngum stundum og þá sérstaklega í uppgjöfunum. „Ég sagði oft við sjálfa mig: Oh, oh. Nú hljóta þau að detta út. Ef sú hefði orð- ið raunin hefði það skaðað iþróttina verulega," sagði Pam Shriver i gær. Ekki voru aUir sammála henni og margir voru þeirrar skoðunar að þessi nýi búningur hennar, sökum þess hve efnislitiU hann er, myndi bara auka áhuga á íþróttinni. Fjórir úr Haukum - í pressuliðinu sem mætir Bandaríkjamönnum íþróttafréttamenn í samtökum íþróttafréttamanna hafa valið pressuliðið sem keppir við bandaríska landsliðið á sunnudag en sá leikur verður sá þriðji og síðasti hjá liði Bandaríkjamanna sem er á leið á heimsmeistara- mótið í Frakklandi líkt og það íslenska. Bandaríkjamenn spUa áður við ís- lenska landsliðið á Seltjarnamesi í kvöld og á Selfossi á morgun. í pressulið- inu verða fjórir leikmenn frá Haukum sem eru efstir NissandeUd karla eftir 13 umferðir. Pressuliðið skipa eftir- taldir 14 leikmenn: Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson FH, Roland Eradze Val Aðrir leikmenn: Tjörvi Ólafsson Haukum, Páll Þórólfsson UMFA, Valdimar Grímsson Val, Bjarki Sig- urðsson UMFA, Eduard Moskalenko Stjörnunni, Magnús Már Þórðarson UMFA, Amar Pétursson Stjörnunni, Óskar Ármannsson Haukum, Rúnar Sigtryggsson Haukum, Héð- inn GUsson FH, HaUdór Ingólfsson Haukum og Alexander Petersons Gróttu-KR. Þjálfari pressuliðsins er Viggó Sig- urðsson. -ÓÓJ Viggó Sigurös- son stjórnar pressuliðinu. Island í 52. sætinu íslenska landsliðið i knattspyrnu féll niður um tvö sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspymusambandsins sem birtur var í gær. íslendingar voru í 50. sæti síðast þegar listinn var birtur en eru nú í 52. sæti. Nígería og FUabeinsströndin komust upp fyrir ísland sem lék enga landsleiki á þessu tímabili. BrasUíumenn eru enn efstir en á hæla þeim koma Frakkar og Argentínumenn. Nú er það líka orðið ljóst að ísland mætir Chile í 8 liða úrslitum á Árþúsundamótinu í Kalkútta á laugardaginn. Ronaldinho til Parísar Forráðamenn franska liðsins Paris St. Germain tUkynntu í gær að þeir hefðu keypt brasUíska framherjann Ronald- inho frá Gremio. Samkvæmt fréttum frá París á Ronaldinho að hafa skrifað undir fimm ára samning við félagið og byrj- ar hann að spUa með liðinu á næsta keppnistímabili. Luis Femandez, þjálfari Paris St. Germain, vonast til þess að Ronaldinho og Nicolas Anelka nái vel saman í framlínu liðsins á næsta keppnistímabili. Hardaway alveg úr leik Hinn snjáUi leikmaður Phoenix Suns, Penny Hardaway, leikur ekki meira með liði sínu i vetur. Hardaway hefur átt við meiðsli að striða á hné í aUan vetur og hafa forráða- menn Phoenix ákveðið að hvíla hann það sem eftir liflr keppnistímabils til að fá hann fullkomlega góðan. Þetta er mikið áfaU fyrir Phoenix Suns sem á fyrir höndum harða baráttu í vetur á toppi Kyrrahafsdeildarinnar. Hardaway spUaði 60 leiki á síðasta keppnistímabili og skoraði 16,9 stig, tók 5,8 fráköst og gaf 5,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Masuoka með nauma forystu Japanski ökuþórinn Hiroshi Masuoka er með sex mín- útna forystu á Frakkann Jean-Louis Schlesser í bílaflokki í París-Dakar-rallinu eftir sextándu sérleið, hina 214 kíló- metra löngu leið frá Nema í Márentaníu til Bamako í Malí, sem ekin var í gær. Portúgalinn Carlos Sousa var fljótastur á þeirri sérleið en Schlesser varð þriðji. ítalinn Fabrizio Me- oni hefur enn örugga forystu í mótorhjólaflokki þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik í gær. Meoni hefur tæplega tutt- ugu mínútna forystu á Spánverjann Jordi Arcarons. Getum unnið Svía Daniel Constantini, þjálfari franska landsliðsins í hand- knattleik, hefur fulla trú á því að lið sitt geti lagt Svía að veUi ef liðin mætast í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi sem hefst eftir tæpa viku. Frakkar og Svíar léku vináttu- landsleik um síðustu helgi í Svíþjóð og fóru heimamenn með sigur af hólmi, 26-23. Þrátt fyrir þetta segist Constant- ini sannfærður um að getan til að leggja Svia að velli sé fyr- ir hendi í franska liðinu og lofar öðruvísi leik ef liðin mæt- ast aftur. „Það verður aUt öðruvísi þegar um alvöruleik er að ræða. Við þurfum að vísu að spUa okkar áUra besta leik en það er ekki nokkur vafi í mínum huga að við getum lagt Svía að veUi,“ sagði Constantini. -ósk Undirbúningur fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi kominn á lokastig: - skiptir öllu máli, segir Dagur Sigurðsson, fyrirliði Islands, um möguleikana á HM Dagur Sigurösson. íslendingar mæta Bandaríkjamönnum í kvöld á Seltjarnamesi kl. 20. Þetta er fyrri leikur þjóðanna sem mætast aftur á Selfossi annað kvöld. Með þessum tveimur leikjum lýkur undirbúningi islenska liðsins fyrir HM í Frakklandi og mun Þorbjöm Jensson lands- liðsþjálfari tilkynna endanlegan hóp á laugar- daginn. Tveir leikmenn íslenska liðsins, Dagur Sig- urðsson og Róbert Duranona, hafa átt við meiðsli að stríða en þeir eru þó báðir að koma til. Duranona verður með í kvöld en Dagur mun hvíla þar sem ekki þykir rétt að taka áhættu á að meiðslin taki sig upp að nýju. DV- Sport hafði samband við Dag og forvitnaðist um meiðslin og væntingar í Frakklandi. „Ég er meiddur í festingu sem nær frá hásin upp í kálfa og það má lítið út af bregða til að ég missi af heimsmeistarakeppninni. Ég hef hins vegar fundið stóran mun á mér síð- ustu daga og vonast til að vera með gegn Bandaríkjamönnum á fóstudagskvöldið,“ sagði Dagur Sigurðsson. Bjartsýnn „Spánarmótið gekk að mörgu leyti þokka- lega ef undan er skilinn seinni hálfleikurinn gegn Norðmönnum. Við vorum að prófa nýtt afbrigði af vamarleik og fannst mér það takast vel. Við erum í ágætum málum eins og staðan er í dag og ég er bjartsýnn fyrir keppnina í Frakklandi. Við erum í mjög erflðum riðli þar sem liðin em sterk og það verður með þessa leiki eins og alla aðra á stórmótum. Dagsform- ið skiptir öllu og við verðum að vera klárir í leikina," sagði Dagur Sigurðsson. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.