Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 2
H 1 1 f Íð E F T I R V—I—Cj—N—U. Vikan 26. ianúar til 1. febrúar Ifókus Stórmyndin Cast Away hefur slegið í gegn úti í hinum stóra heimi undanfarið og er straWfSrtið að spá hversu mörg óskarsverðlaun falli henni í skaut. Þetta er svo sem ekkert skrýtið ef litið er tit þess áð vinn- ingsliðið Tom Hanks og Robert Zemeckis standa saman að myndinni. Myndin verður frumsýnd í kvöld Háskólabíói, Sambíóunum Álfabakka og Borgarbíói Akureyri. f Lífinu eftir vinnu finnur þú boðsmiða á myndina. I Erfið persónuleg barátta Tom Hanks leikur Chuck Nol- and, verkfræðing hjá flutningafyr- irtækinu FedEx, sem er alltaf í strtði við klukkuna, bæði í vinn- unni og í einkalífinu. Hið hraða líf- erni hans gerir það að verkum að hann þarf sífellt að vera á ferðinni og viðbúinn öllu - enda eru löng ferðalög oft ákveðin með stuttum fyrirvara. Þetta þýðir að sjálfsögðu að hann dvelur oft löngum stund- um fjarri Kelly, kærustunni sinni, sem leikin er af Helen Hunt. Án allra hefðbundinna þæginda Þessi hraða tilvera Chucks tekur skjótan enda einn daginn þegar hann lendir í flugslysi og skolar á land á fjarlægri eyju - í eins frumtæðu umhverfi og hægt er að ímynda sér. Á eyjunni er hann auð- vitað án allra þægindanna sem komast af og halda í vonina um að komast burt eru afleiðingar þessar- ar sérstæðu lífsreynslu. Arsundirbúningur Hanks átti upphaflegu hugmynd- ina að myndinni og byrjaði hann að vinna að henni með handritshöf- undinum William Broyles fyrir um sex árum þegar þeir unnu sam- an að Apollo 13. Helen Hunt fékk hlutverk kærustu hans hins vegar óvænt þegar hún var að ræða önn- ur verkefni við Robert Zemeckis. Upptökur á myndinni fóru fram á 16 mánaða tímabili og var tekið árs- hlé til að Tom Hanks gæti undirbú- ið þær líkamlegu breytingar sem verða á persónu hans í myndinni. Þetta árshlé notaði Robert Zem- eckis og fjöldi samstarfsmanna hans til að taka upp myndina What Lies Beneath. Afar lítið tal er í myndinni þegar Chuck er að reyna Örvæntingin grípur um sig hjá Chuck þegar hann hefur dvalist í fjögur ár á eyðieyju. Eftir að hafa lært að bjarga sér um nauðsynjar eins og mat og vatn þarf hann að takast á við enn erfiöari þrekraun; að koma sér heim. Tommi er ekki þekktur fyrir annað en að leggja sig fram við tökurnar enda tvöfaldur óskarsverðlaunahafi. hann er vanur og verður hann nú að læra að verða sér úti um helstu nauðsynjar eins og mat, vatn og auðvitað eitthvað til að hýrast í. Það er þó ekki nóg því eftir að hann hefur náð tökum á þessu hefst hin erfiða persónulega barátta. Minn- ingamar um kærustuna halda í honum lífinu á eyjunni. Annað mikilvægt atriði í baráttu hans er vinátta hans við hafnarboltann Wilson, sem skolar á land með FedEx pakka úr flugslysinu. Eftir að hafa dvalist einn á eyjunni í fjög- ur ár gefst Chuck tækifæri til að komast aftur í siðmenninguna en þá þarf hann að takast á við óvænta erfiðleika sem eru tilfinningalegs eðlis. Það að honum hefur tekist að Chuck kemst að því að það er ekki auðvelt að veiða sér til matar. að verða sér úti um nauðsynjar og ná tökum á sjálfum sér og alls eng- in tónlist. Hanks segir að þetta sé góð tilbreyting frá venjulegum myndum, þar sem tónlist sé oft all- ráðandi. Eins segir hann að við séum líklega orðin of vön rödd sögumanns i svona tilvikum. Óskabarnið Tom Hanks fer ekki einungis með aðalhlut- verkið í mynd- inni heldur er hann einnig einn framleiðendanna. Eins og alþjóð veit hefur Tom fengið ótal verð- laun fyrir leik sinn en síðasta mynd hans var Græna mílan. Árið 1999 fékk hann fjórðu óskarsverðlaunatilnefning- una sína fyrir leik sinn í Saving Private Ryan en allir ættu að muna þegar hann hirti verðlaunin tvö ár í röð fyrir Philadelphia og Forrest Gump. Áður hafði Tommi fengið Golden Globe verðlaunin og óskarstilnefningu fyrir kvikmynd- ina Big þar sem hann lék lítinn strák í líkama fullvaxins manns. Kappinn fékk nokkuð lof fyrir leik sinn í Apollo 13 og áhugi hans á geimferðaáætlun Bandaríkjanna Það þýðir ekkert annað en að telja dagana þegar maður er á eyðieyju. sannaðist enn betur með sjónvarps- seríunni From the Earth to the Moon, þar sem rifjuö er upp saga Apolio ferða Bandaríkjanna. Sú ser- ía hlaut meðal annars hin eftirsóttu Emmy-verðlaun en Tommi var framleiðandi hennar auk þess að leikstýra einum hluta, taka þátt í semja einhverja hluta og leika í ein- um þeirra. Árið 1996 þreytti hann frumraun sína á sviði leikstjórnar með kvikmyndinni That Thing You Do auk þess að semja handrit- ið að myndinni. Meðal annarra mynda þessa óskabams sem nefna mætti eru Splash, Bachelor Par- ty, Pimchline, Nothing in Comm- on og Volunteers. Margverðlaunuð í sjónvarpi Leikkonan Helen Hunt fékk bæði Golden Globe verðlaunin og óskar fyrir hlutverk sitt sem þjónustu- stúlkan og einstæða móðirin í As Good As It Gets ekki alls fyrir löngu og hafði áður verið verðlaun- uð fyrir hlutverk sitt í hinni skít- leiðinlegu Twist- er. Hún notaði tímann á milli taka vel og lék í myndunum Pay It Forward með Kevin Spacey og What Women Want með Mel Gibson en sú mynd er einmitt væntanleg á klak- ann innan skamms. Af öðrum kvikmyndahlut- verkum stelpunnar ber líklega helst að nefna hlutverk hennar í The Waterdance, Kiss of Death og Peggy Sue Got Married. En það sjónvarpið sem hefur samt aflað henni meiri frama og peninga, hlut- verk hennar sem Jamie Buchman í verðlaunaþáttunum Mad About You þekkja flestir. Fyrir það hefur hún sjö sinnum verið tilnefnd til Emmy verðlaunanna og hirt þau fimm sinnum auk þess að krækja sér í fjölda annarra verðlauna. Gott teymi með Hanks Leikstjórann Robert Zemeckis ætti vart að þurfa að kynna fyrir fólki. 1 samvinnu við Tom Hanks færði hann okkur Forrest Gump og hlaut óskarinn fyrir og eins og áður er getið gerði hann síðast ræmuna What Lies Beneath. Robbi á einnig heiðurinn af Contact sem skartaði lesbiunni Jodie Foster í aðalhlut- verki og eins kassastykkinu Who Framed Roger Rabbit sem sló í gegn árið 1988. Back to the Future- ævintýrið skrifast einnig á kapp- ann, hann skrifaði hluta handrits fyrstu myndarinnar og leikstýrði henni og sá svo um allan pakkann í seinni myndunum tveim. Meðal annarra mynda hans er tilvalið að nefna Romancing the Stone, Death Becomes Her, Used Cars og I Wanna Hold Your Hand. Tom Hanks verður dálítið óhrjálegur eftir fjögurra ára dvöl á eyjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.