Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Qupperneq 3
ifókus Vikan 26. ianúar til 1. febrúar ULLLá. •LEJU-B Hljómsveitin Forgarður Helvítis átti tíu ára afmæli 2. janúar og var að gefa út disk sem er samansafn af öllum upptökum hennar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika á Geysi Kakóbar í kvöld þar sem diskurinn verður kynntur. Þórunn Þorleifsdóttir fékk söngvarann Sigurð Harðarson í stutt viðtal. viö mælum meö STOÐ - GÆJAR 'X'< ■[ 'í: „Hljómsveitimar Andlát og Snafu verða einnig að spila í kvöld en þær hafa líka nýverið gefið út plötu þannig að þetta verða hálfgerðir út- gáfutónleikar hjá okkur öllum. Það verður hægt að kaupa diskana á staðnum og eru þeir allir á mjög góðu verði. Við ætlum að reyna að setja textana upp á myndvarpa svo áhorfendur geti sungið með ef þá langar til. Við höfum stundum fengið fyrirspumir um textana og hefur fólk oft haldið að þetta sé bara öskur. Þetta er liður í tónleikaröð Hins Hússins eða svokallaður fóstudags- bræðingur. Þarna geta krakkar kom- ið og skemmt sér án þess að drekka,“ segir Sigurður um tónleikana í kvöld. Anarkisti og femínisti Sigurður er starfandi hjúkrunar- fræðingur á almennri handlæknis- deild í Fossvogi en hefur verið söngv- ari hljómsveitarinnar þau tíu ár sem hún hefur verið starfandi. Það er að- allega Sigurður sem sér um að semja textana sem flestir eru pólitískar ádeilur á samfélagið. „Ég er anar- kisti og það er alveg ákveðin pólitík í því,“ segir Sigurður. Á diskinum eru nokkur lög sem fjalla um stööu kynjanna, hver er af- staöa þín til kvenréttinda? „Ég er femínisti en þó ekki. Ég get ekki kallað mig femínista þar sem ég er karlmaður og mun aldrei geta sett mig í spor kvenna sem alast upp í karlasamfélagi." Sigurður segist samt ekki mundu ganga í félagið Brí- et ef hann mætti það. „Ég fila stelp- urnar í Bríet og það sem þær eru að gera en þær vilja banna margt og ég er ekki sammála því. Þú leysir engin vandamál með ritskoðun og þó margt í klámi geti verið mjög óviðfelldið þá ber hver og einn ábyrgð á því sem hann gefur frá sér og sömuleiðis ber hver og einn ábyrgð á því hvemig hann tekur því sem hann les. En að öðru leyti er ég mjög sammála flestum skoðunum femínista." Guð er deyfilyf Eitt lagið á diskinum fjallar um að brenna niður kirkjur og annað heitir Guð er stærsta lygi í heimi en Sig- urður viil samt ekki meina að hann sé trúleysingi. „Ég er frekar trúar- bragðaleysingi en trúleysingi. Ég hef mikla andúð á trúarbrögðum og finnst þau kúgandi á andlega leit fólks. Mér HfepSJV \ finnst trú á ’ Guð vera deyfilyf gagnvart tilgangsleysi hins daglega lífs en hins vegar ber ég mikla virðingu fyrir álfum og tröll- um.“ Hvaó heldur þú aö veröi um þig þegar þú deyrö? „Ég rotna bara eins og önnur dýr.“ Eru félagar þínir í hljómsveitinni sammála skoöunum þinum? „Ég er eini anarkistinn i bandinu, það er einn sem er vinstrisinnaður og tveir eru í ásatrúarfélaginu. Við erum sammála um margt, meðal ann- ars kúgunareðli kirkjunnar en alls ekki allt,“ segir Sigurður en bætir þvi við að hann megi ekki semja texta sem hinir hljómsveitarmeðlim- imir eru ósammála. Fjögurra dætra hljómsveit Sigurður segist ekki halda að stefnan verði tekin á erlendan mark- að alveg á næstunni. „Hljómsveitin á allt í alit fjórar dætur og tveir okkar eru miklir fjölskyldumenn. Það væri samt mjög gaman að spila erlendis ef tækifærið byðist." Sigurður segist hlusta á öfgatónlist sem heyrist ekki í íslensku útvarpi nema þá helst í þáttunum Hamsatólg á rás tvö og Babylon á Radíó X. Annars hafa fé- lagarnir í bandinu verið að setja upp heimasíðu þangað sem hægt er að kíkja til að fá upplýsingar um hljóm- sveitina og lögin þeirra. Slóðin er www.helviti.com. Ertu ekkert veikur fyrir vin- sældapoppi? „Nei, en ef ég er staddur á árshátíð eða skemmtun þar sem svoleiðis músík er spiluð þá dansa ég alveg við hana. Ég er ekki félagsskítur og alls ekki leiðinlegur náungi," segir Sig- urður að lokum. Stuð-gæjunum. Þeir Garðar og Ólafur leika hressandi músík og gamla slagara við öll tækifæri og bera nafn með rentu. Upplýsingar um þá félaga má nálg- ast i síma 567 4526. Trigger happy TV. Sjónvarps- þættinum sem sýndur er á Ríkis- sjónvarpinu á miðviku- dagskvöld- um. Grínist- inn Dom Joly fer á kostum við að áreita fólk með fáránlegum fífla- brögðum. Rokklandi. Á sunnudaginn ætl- ar Óli Palli að tileinka þungarokk- skóngunum í Black Sabbath þáttinn. Ozzy Osborne og fé- lagar eru enn kóngarnir og voru sannkall- aðir spor- göngumenn fyrir metal byltinguna og öll þessi strákabönd á hip-hop massive linunni. Eða hefur einhver séð Fred Durnst af- hausa hænsni með framtönnun- um? Plástrum. Það er lenska hjá ís- lendingum að nota bara plástra eftir slys og pústra. Ef vel á að vera eiga menn að dúða sig með plástrum á helstu álagspunkta alla daga. Fyrirbyggjandi aðgerðir af þessu tagi myndu fækka slysum til muna. hVói ti' 1. 'I BUPÖM (ifi gera um helgina Ég er í fríi á fostudaginn þannig að ég verð bara með Matthildi dóttur minni. Kannski ég fari meö hana í heimsókn til einhvers barns svo hún geti leikið sér á meðan ég drekk kaffi með mömmunni. Ég þekki eina litla stelpu sem heitir Melkorka og er eins árs og vonandi verða þær Matthildur vin- konur. Seinnipartinn ætla ég að nota í að þvo ull- arpeysur og skrifa reikninga. Á laugardaginn er ég að vinna og geri líklega lítið annað en það. Samt ætla ég að skreppa frá um miðjan daginn til að fara í jóga með vinkonu minni til að róa hugann. Kast- ljóshópurinn hittist alltaf á sunnudögum og fundar og þá fáum við okkur stundum eitthvert gott vín. Eftir það ætla ég að hitta nokkrar konur en við ætl- um að prjóna saman og sauma út. Þessar konur ætla að kenna mér harðangurssaum frá Hardanger i Nor- egi. Á sunnudagskvöld borða ég einhvem góðan mat með fjölskyldu minni heima hjá foreldrum mínum. Eva María Jónsdóttir, einn umsjónarmaöur Kastljóss í Ríkissjónvarpinu. seaíu, aí hver)u xfíU ddcí ko/rti ^Írárs-A. fjy3(f £iKt'i Leigubflstjórar eru með feita rassa, sendiferðarbflstjórar eru með feitarí rassa og strsetó- * bflstjórar eru með feitustu rassana og gyllinæð. Svona er mctorðastíginn f bflabransanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.