Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2001, Side 7
■i Ifókus Vikan 26.ianúar tii 1. febrúar 1 1 f Í-Ö Fin F iLLL María Kristín Steinsson er ung listakona sem setti upp glæsi- lega málverkasýningu í versluninni Gallerí Sautján á Laugavegi í síðustu viku sioustu VIKU-^fr ■w--^jafst upp a „Gallerl Sautján er mikið í því að styrkja unga listamenn sem eru að reyna fyrir sér. Ég hafði samband við verslunareigendur og var bara svo heppin að komast að. Ég opnaði sýningu þar síðasta fóstudag þar sem ég er að sýna verkin mín,“ seg- ir María Kristín um sýninguna í Gallerí Sautján sem mun standa til 19. febrúar. Fjölbreytt listaverk María segist ekki hafa unnið með neitt sérstakt þema eða stíl á sýn- ingunni en þetta eru aðallega olíu- málverk sem hún er að sýna. Hún segist stefna á að fara utan að mennta sig í myndlist þar sem hún er búin að gefast upp á listamafí- unni í LHÍ. „Ég lærði listasögu í Háskóla íslands og hef klárað for- nám í myndlist. Síðan hef ég gert tvær tilraunir til að komast inn í Listaháskólann en tvívegis verið hafnað þannig að ég stefni á að komast í nám annaðhvort í London eða Paris. Ég er búin að sækja um í nokkrum skólum og bið bara eftir svari frá þeim.“ Ætlar þú aö leggja myndlistina fyrir þig? „Það er það sem mig langar að gera ef ég mögulega get. En það er mjög erfitt að lifa á myndlistinni einni saman, því miður." Skilur kærastann eftir á Fróni María Kristín er búin að vera í sambandi í tæp sjö ár en verður að skilja kærastann eftir heima þegar hún fer utan í nám. „Hann verður bara að bíða eftir mér,“ segir hún hlæjandi, „þetta verður sennilega svolítið erfitt en ég hef reynslu af því að vera lengi að heiman þannig að þetta á örugglega eftir að ganga vel.“ Hver eru áhugamál þín fyrir utan myndlist? „Mér finnst rosalega skemmtilegt að ferðast og stúdera tungumál. Ég var einu sinni búsett í Frakklandi þar sem ég fékk vinnu sem aðstoð- armaður á skrifstofu. Frakkland heillar mig sérstaklega mikið,“ seg- ir María og bætir því við að hún tali frönsku nokkuð vel. „Mér finnst líka gaman að vera aktíf í skemmtanalífinu og geri svolítið í því að fara út á lífið.“ b i ó Bíóborgin Replacements Keanu Reeves fæddist í Líbanon, en hefur aldrei verið vændur um að vera meölim- ur í Hizbollah-skæruliðahreyfingunni. Samt lofar þessi mynd góðu um framhaldið. Mikið af steikt- um, en sparaðu remúlaðið, Takk. Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Play it to the Bone * .Play It to the Bone er ekki merkileg mynd fyrir aöra en viöskiptafræðinga. Eft- ir myndina geta þeir glímt við spuminguna: Hvern- ig stendur á því aö menn fjárfesta hundruö millj- óna I svona handriti?" GSE Sýnd kl.: 5,40, 8,10,10 Unbreakable ★★ .Unbreakable er næstum eins og The Sixth Sense. Hún er myrk og hæg en ekki eins ógnvekjandi og fyrirrennarinn. Stóri gallinn er hins vegar endirinn. ,“ GSE Sýnd kl.: 5,45,8,10,10 Bíóhöllin Blaimornaverkefnið II Blair witch nr. 1 er einhver snjallasta markaösbrella sem sést hefur í Hollywood, eða ef til vill frekar markaðsgabb. En eins og fólk man þá trúöi engin Pétri þegar hann kallaði .Úlfur, úlfur" að tilefnislausu. Og ef gert hefði verið framhald á ævintýrinu um Pétur og Úlfinn þá hefðu bæjarbúar hengt Pétur á ráðhús- torginu. Sýnd kl.: 6, 8,10 Cast Away Nýjasta mynd með óskarsverðlaunahafan- um Tom Hanks og frá lek- stjóra Forest Gump fjallar um starfsmann hjá hraðsending- arfyrirtæki sem festist á eyðieyju um árabil. Sýnd ki.: 6, 8,10 The Road to El Dorado Leið- in til El Dorado liggur I gegnum Háskólabíó. Sýnd kl.: 4, 6 The 6th Day Það er búiö að kióna Arnald Surts- negra og það eru misjafnar skoðanir um það mál. Sýnd kl.: 8,10,15 The Grinch ★★ Sýnd kl.: 3,50, 5,55 The Family Man ★★ „Helsti veikieiki The Family Man er hversu ófrumleg samtölin eru. Myndin er dæmi um góða hugmynd sem ekki er unnið nógu vel úr. Þáttur leikaranna bjargar því sem þjargað veröur og gerir myndina að ágætri afþreyingu. Segir mér svo hugur að mynd þessi eigi eftir aö vera jólamynd á sjónvarpsstöðvum um ókomin ár,“ -HK- Sýnd kl.: 8,10,15 Dinosaur Þaö er alþekkt að sumir geti haft gam- an af saur og Dinosaur ætti að stuðla að útvíkkun þess hóps. Sýnd kl.: 4 Bring ft on „700 kall er ekkert verð fyrir að fá að sjá tugi mellna skaka á sér júgrin og gera flikk- flakk yfir æsilegum kappleikjum. Hver þarf sögu- þráð þegar hann hefur G-streng," -ES Sýnd kl.: 3,50, 5,55 Pokemon 2 Sýnd kl.: 3,45 Háskólabíó The Road to El Dorado Leiðin til El Dorado ligg- ur I gegnum Háskólabíó. Sýnd kl.: 6, 8,10 Cast Away (sjá Bíóhöllj Sýnd kl.: 6, 8,10 Meet the Parents ★★ „Meet the Parents er ekki alvond mynd. Stundum lifnar yfir henni og hún virðist ætla á flug en fatast slðan, höktir en hrekk- ur samt aftur í gang. Þegar hún lendir lofar hún framhaldi: Meet the Inlaws. Vonandi sleppir þá Jay Roach beislinu af kjánanum I sér,“ GSE Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Villiljós ★ „Villiljós er of ein- tóna til að geta talist raun- sönn. Myndin er eins og þétt- ur bassi í grunge-lagi; þung- lynd, myrk og gælir við dauð- ann. Hana skortir meiri breidd til að verða trúverðug. Táknin sem dreift er um myndina ná ekki að skjóta rótum I frásögninni; verða eins og ofhlaönar neðanmálsgreinar. Uppbrot myndarinnar í fimm þætti sem tengjast óljóst inn- byrðis virðist frekar ráðast af tísku en þörf. Mynd- in virkar eins og stílæfing; skólaverkefni í artrí- smartí-fartí-parti. Brýnið sverö ykkar, krakkarl," GSE Sýnd kl.: 6, 8,10 Savlng Grace „Saving Grace er fyndin og skemmtileg mynd allt fram I lokin þegar endirinn verður að rútínu sem allt of oft er notaður. Leikur I Saving Grace er frábær," -HK- Sýnd kl.: 10 Ikingut .Handribð er lipurlega skrifaö og ágætur húmor I því. Þó má segja um það, sem og mynd- ina I heild, að það eigi sínar hæðir og lægðir. Að all sögunnar er að það næst að framkalla barns- lega einlægni sem skilar sér til áhorfenda, enda má segja að Ikíngut sé fyrst og fremst fjölskyldu- mynd," -HK- Sýnd kl.: 6, 8 Kringlubíó The Family Man ★★ (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Blaimornaverkefnið II (Sjá Bióhöll) Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Bring it on (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 3,45 Replacements (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,20 Villiljós ★ (Sjá Háskólabíó) Sýnd kl.: 6, 8,10 Pokemon 2 Sýnd kl.: 3,45 Laugarásbíó Meet the Parents ★★ (sjá Háskólabíó) Sýnd kl.: 5,45, 8,1015 Little Nicky Það er allt annað en auðvelt að vera sonur djöfulsins úr móðurkviði engils. Sýnd kl.: 6, 8,10 The 6th Day (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,45, 8,10,15 Regnboginn Crouching Tiger Hidden Dragon ★★★★ „Eitt atriði gæti verið samsuða úr Svanavatninu, ET, tölvuleikn- um Street Fighter og Mary Poppins. Og gengur þetta upp? Alveg hreint glymrandi. Þaö er eins og listin hafi loks- ins ratað aftur heim I fjölleikahúsið. Maöur situr I sætinu sínu og er borinn gegnum ævintýrið undr- andi og þakklátur eins og bam," GSE Sýnd kl.: 5,30, 8,10,30 Little Nicky (Sjá Laugarásbíó) Sýnd kl.: 6 Charlle's Angels ★ Sýnd kl.: 6,10 Stjörnubíó The 6th Day (Sjá Bíóhöll) Sýnd kl.: 5,30, 8,10,20 Bless the Child Sumum finnst nauösynlegt aö blessa ung börn og signa I bak og fyrir en aörir vilja sleppa því ogjafnvel ánafna sjálfum djöflinum börnunum og brenna þau marki dýrsins svo þau geti stiknað I sjóðheitu helvíti um ókomna tiö.Sýnd kl.: 6, 8,10 Book of Shadows: Blair Witch 2 verður frumsýnd í kvöld í Sagabíói, Kringlubíói, Nýjabíói á Akureyri og í Nýjabíói í Keflavík. Myndin er framhald af The Blair Witch Project sem var sýnd 1999. Qr enn i Hún er komin aftur, vonda nomin frá bænum Blair í Banda- rikjunum sém varð þess valdandi að þrír kvikmyndanemendur hurfu sporlaust. Nú streyma Fjórmenningarnir ungu sem fóru til að eltast við nornina sem virðist nú vera farin að elta þá. ferðamenn að bænum til að sjá þennan sögufræga stað. Fjórir af þessum ferðamönnum eru Trist- an, Stephan, Erica og Kim en þau skrá sig í hópferð sem kallast leit- in að nominni frá Blair (Blair Witch Hunt). Leiðsögumaður ferð- arinnar er hinn dularfulli Jeff Patterson sem býr í bænum og hefur mjög vafasama fortið. Krakkarnir leggja af stað í ferða- lagið og tjalda þar sem hús Rustin Parr var. Parr var hengdur fyrir morð á sjö bömum, glæpur sem endurspeglaði áhrif frá nominni. Um morguninn vakna fjórmenn- ingamir en muna ekki eftir því að hafa farið að sofa og þaö virðist sem fimm klukkutimum hefur verið rænt úr lífi þeirra. I skelfingu sinni flýta þau sér út úr skóginum. En hryllingur- inn er rétt að byrja. Undarleg tákn birtast á líkama þeirra og þau uppgötva að þegar þau fóru úr skóginum þennan dag voru þau ekki ein á ferð. Leikstjóri myndarinnar er Joe Berlinger og framleiðend- ur eru þeir Bill Carraro og Daniel Myrick. Höfundar myndarinnar eru Jon Boken- kamp, Neal Marshall og Neal Stevens. Leikaramir em Trist- an Skylar, Stephen Barker Tumer, Jeffrey Donovan, Kim Director og Erica Leerhsen. Kim og Erica eitthvaö að kukla saman. Gcður bíLsTjáh /.*• eralltat ! lí'gcðum ‘gír Eins og þú vilt að hinir aki skalt þú og sjálfur aka UMFERÐAR RAÐ ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.