Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2001, Page 2
16
Sport
Skallagrímur-Haukar 75-74
7-0, 11-3, 16-5, 22-5, (22-7), 25-12,
31-19, 35-24, (42-33), 44-38, 4640,
50-48, 52-55, (56-59), 58-62, 67-66,
70-72, 75-74.
Stig Skallagrims: Warren Peebles
27, Sigmar Egilsson 15, Hlynur
Bæringsson 12, Haftiór Gunnarsson
10, Alexander Ermolinskij 7, Evgenij
Tomolovski 4.
Stig Hauka: Mike Bargen 26, Bragi
Magnússon 13, Guðmundur Bragason
13, Jón Arnar Ingvarsson 11, Ingvar
Guðjónsson 8, Lýður Vignisson 3.
Fráköst: Skallagrímur 30 (9 i sókn,
21 í vörn, Hlynur 10), Haukar 33 (16 í
sókn, 17 i vörn, Bargen 11).
Stoösendingar: Skallagrímur 19
(Peebles 7), Haukar 16 (Jón Arnar 5).
Stolnir boltar: Skallagrímur 18
(Sigmar, Peebles 6), Haukar 19 (Lýður
5).
Tapaöir boltar: Skallagrímur 18,
Haukar 23.
Varin skot: Skallagrímur 3
(Ermolinskij 2), Haukar 6 (Bragen 6).
3ja stiga: Skallagrímur 26/8, Haukar
27/7.
Víti: Skallagrímur 20/17, Haukar
13/7.
Dómarar (l-10):Helgi Bragason og
Björgvin Rúnarsson (7).
Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 436.
Maður leiksins: Sigmar
Egilsson, Skallagrími.
KFÍ-Valur 78-82
7-0, 11-2, 20-12, (23-20), 29-22, 31-24,
35-28, (36-43), 45-45, 57-51, 63-57,
(67-61), 68-65, 74-73, 76-77, 78-82.
Stig KFÍ: Dwayne Fontana 44,
Sveinn Blöndal 14, Baldur Ingi
Jónasson 9, Ales Zivanovic 7,
Branislav Dragojlovic 2, Ingi
Vilhjálmsson 2.
Stig Vals: Herbert Arnarson 29,
Brian Hill 19, Ragnar Steinsson 9,
Bjarki Gústafsson 8, Sigurbjörn
Bjömsson 7, Guðmundur Bjömsson
7, Hjörtur Hjartarson 2, Pétur M.
Sigurðsson 2.
Fráköst: KFÍ 35 (10 í sókn, 25 í vörn,
Fontana 14), Valur 29 ( Hill 12).
Stoðsendingar: KFÍ11 (Ingi 4), Valur
17 ( Hill 4).
Stolnir boltar: KFÍ 4 (Zivanovic,
Baldur, Fontana, Ingi), Valur 16
(Sigurbjörn 5).
Tapaðir boltar: KFÍ16, Valur 15.
Varin skot: KFÍ1 (Fontana), Valur 2
(Hill, Hjörtur).
3ja stiga: KFl 9/3, Valur 22/5
Víti: KFl 22/19, Valur 14/9.
Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson
og Sigmundur Már Herbertsson (8).
Gceói leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 200,
Maöur leiksins: Dwayne
Fontana, KFÍ.
Þor Ak.-KR 101-114
4-8, 8-14, 13-22, (17-29), 21-31, 26-34,
30-37, (37-46), 4549, 4949, 5M9, 55-56,
(61-59), 61-61, 66-66, 76-70, 76-76, 79-79,
(82-82), 82-86, 89-91, (91-91), 91-97,
95-97, 98-100, 99-102, 99-110, 101-114.
Stig Þórs: Maurice Spillers 38, Óöinn
Ásgeirsson 18, Sigurður Sigurðsson
17, Einar Örn Aðalsteinsson 16,
Hafsteinn Lúðvíksson 6, Hermann
Daði Hermannsson 6, Guðmundur
Oddsson 3.
Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 37,
Keith Vassel 27, Jón Arnór
Stefánsson 22, Arnar Snær Kárason 9,
Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5,
Hjalti Kristinsson 4, Tómas
Hermannsson 2, Hermann Hauksson
2, Guðmundur Þór Magnússon 1.
Fráköst: Þór 44 (14 í sókn, 30 í sókn,
Spillers 19), KR 35 (9 í sókn, 26 í vörn,
Vassell 6).
Stoðsendingar: Þór 17 (Spillers 7),
KR 11 (Magni 3).
Stolnir boltar: Þór 17 (Einar Örn 6),
KR 12 (Amar 3).
Tapaðir boltar: Þór 10, KR 20.
Varin skot: Þór 3 (Óðinn 3), KR 4
(Tómas, Magni, Ólafur, Hjalti).
3ja stiga: Þór 24/6, KR 24/11.
Víti: Þór 35/23, KR 35/25.
Dómarar (1-10): Kristinn Albertsson
og Jón Halldór Eðvaldsson (7).
Gceði leiks (1-10): 9.
Áhorfendur: 150.
Maður leiksins: Ólafur Jón
Ormsson, KR.
Fontana reyndi allt
Dwayne Fontana átti hreint út sagt
frábæran leik í gærkvöldi, þegar KFÍ
tók á móti Valsmönnum. Kappinn sá
skoraði 44 stig og tók 14 fráköst en því
miður fyrir heimamenn dugði það
ekki til því Valsmenn unnu sinn
annan leik í röð.
Heimamenn hófu leikinn með mikl-
um látum og komust í 11-2 eftir 5 mín-
útna leik. Þá tók Herbert Amarson
við sér og skoraði 11 stig það sem eft-
ir lifði fjórðungsins og við lok hans
var staðan 23-20 fyrir KFÍ.
Heimamenn hófu annan leikhlut-
ann líkt og þann fyrri, komust í 31-24
en þá komu 9 stig í röð frá Valsmönn-
um og þeir leiddu í leikhléi, 36-43.
Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru
afleitar hjá heimamönnum, ráðleysi í
sókninni og slælegur varnarleikur.
Baldur Ingi opnaði seinni hálf-
leikinn með tveimur glæsilegum
þriggja stiga körfum fyrir KFl. Það
kveikti í liðinu og á eftir fylgdi skyn-
samur sóknarleikur og góður varnar-
leikur. Herbert var nú í strangri
gæslu Sveins Blöndals, sem réð lítið
við hann í fyrri hálfleik. Þetta varð
m.a. til þess að KFÍ vann fjórðunginn
31-18 og hafði 6 stiga forystu þegar
fjórði leikhluti hófst, 67-61, og útlitið
ágætt.
En Valsmenn sýndu mikinn karakt-
er, náðu að vinna muninn upp á 5
mínútum. Á lokamínútunum reyndu
heimamenn allt sem þeir gátu til að
jafna leikinn og fékk Zivanovic opið
þriggja stiga skot í stöðunni 78-81 en
það geigaði. í kjölfarið var dæmd
villa á heimamenn þegar 2,4 sekúndur
voru eftir og Herbert Arnarson inn-
siglaði sigur liðsins með því að setja
annað skotið ofan í.
Þetta var fjörlega leikinn leikur
og nokkuð sveiflukenndur. Heima-
menn náðu ávallt frumkvæðinu og
virtust vera að sigla hægt og rólega
fram úr en Valsmenn sýndu mikla
baráttu og náðu ávallt að koma til
baka. KFÍ saknaði illilega Hrafns
Kristjánssonar, aðalleikstjórnanda
liðsins, en þó má segja að Ingi Freyr
hafi leyst það hlutverk ágætlega af
hendi lengst af en vantaði þó meiri yf-
irvegun á köflum. Dwayne Fontana
fór á kostum eins og áður sagði og lék
einn sinn allra besta leik í vetur, bæði
í vöm og sókn.
Ales Zivanovic, sem lék svo vel í
fyrstu leikjum sínum með liðinu, hef-
ur heldur betur dalað og leikur nú
eins og íslenskur meðalleikmaður,
skoraði aðeins 7 stig og tók 6 fráköst á
36 mínútum.
Hjá Valsmönnum var Herbert góð-
ur, sérstaklega í fyrri hálfleik, og kom
til skjalanna á ný í fjórða leikhluta
þegar á þurfti að halda. Brian Hill
átti flnan leik og sömuleiðs spiluðu
þeir Ragnar og Bjarki vel í vöminni
auk þess að skora góðar körfur.
-TBS
^EPSON
OEILOIIV
Skallagrimsmenn unnu sinn Fimmta sig-
ur í röð í gær, bæði ef litið er á alla leiki
og svo bara leiki á heimavelli. Fimm
heimasigrar i röð er nýtt félagsmet hjá
Borgnesingum í úrvalsdeild en þeir höfðu
unnið mest áöur fjóra heimasigra í röð í
þrígang. Borgnesingar gætu jafnað annað
félagsmet meö sjötta sigrinum 1 vestur-
bænum eftir tæpa viku en met Skalla-
gríms i sigurleikjum í röð eru sex sigur-
leikir tímabilið 1995 tíl 1996.
Tvíframlengt
Leikur Þórs og KR var hreint út sagt
æsispennandi og þurfti tvær framlengingar
til að fá sigurvegara. KR-ingar voru komn-
ir með 12 stig eftir fyrsta leikhluta og virt-
ust íslandsmeistararnir ætla að fara með
tvö örugg stig heim.
Þórsarar gáfust ekki upp og voru búnir
að minnka muninn niður í níu stig þegar
farið var i leikhlé. Þórsarar áttu hreinlega
þriðja leikhluta og byrjaði Sigurður Sig-
urðsson hann með því að setja niður tvær
þriggja stiga körfur og þá var munurinn að-
eins þrjú stig. Vörn Þórsara small saman í
þriðja leikhluta. Þeir settu niður hverja
körfu á fætur annarri og náðu að pressa KR-
inga. KR náði aöeins að skora 13 stig í
þriðja leikhluta gegn 24 stigum Þórsara.
Fjórði leikhluti var einnig æsispennandi.
Þórsarar náðu sex stiga forskoti þegar um
fimm mínútur voru eftir. KR ingar voru
ekki lengi að jafna það og komust yflr,
81-82, þegar um 50 sekúndur voru eftir af
klukkunni. Þórsarar fengu svo tvö vítaskot
en Sigurður Sigurðsson setti aðeins niður
annað vítið og fengu þá KR-ingar 10 sekúnd-
ur til að klára leikinn. Keith Vassel reyndi
skot en hitti ekki og því var framlengt.
KR-ingar byrjuðu framlenginguna vel og
náðu flögurra stiga forskoti á skömmum
tíma. Þórsarar létu ekki segjast og héldu
uppteknum hætti og jöfnuðu leikinn. KR
náði svo að komast yfir, 89-91, þegar 8,2 sek-
úndur voru eftir. Maurice Spillers jafnaði
svo með flautukörfu, 91-91, og því varð að
grípa til annarrar framlengingar. KR-ingar
byrjuðu á sama hátt og fyrri framlenging-
una og náðu sex stiga forskoti, 91-97. Með
mikilli elju náðu Þórsarar að minnka mun-
inn og voru komnir í 98—100 þegar þeir
misstu Maurice Spillers út af
með fimm villur.
Þá virtist eins og KR-ingar
fengju aukinn mátt og voru
komnir í 99-108 þegar aðeins
ein mínúta var eftir af fram-
lengingunni. KR-ingar héldu
fengnum hlut og unnu leikinn
með 10 stiga mun. Hjá Þór var
Maurice Spiilers bestur en Óð-
inn, Sigurður og Einar Örn áttu
mjög góðan leik. KR-ingar
mega þakka Ólafi fyrir sitt
framlag því það tryggði þeim
sigurinn en Keith Vassel ásamt
Jóni Arnóri áttu .einnig góðan
leik. Lánleysi Þórsara heldur
áfram en KR-ingar ná í tvö dýr-
mæt stig. -JJ
Hlynur Bceringsson hefur styrkt
Skallagrímsliöið mikið en liðið hef-
ur unniö alla fjóra leikina síðan
hann kom. Hlynur hefur gert 16,3
stig, tekið 10 fráköst og stolið 2,8
boltum að meðaltali í þessum Ijór-
um leikjum auk þess að hitta úr
47% skotanna og 87% vítanna.
KR-ingar unnu sinn sjötta útisigur
í röð á Akureyri í gær. KR-ingar
státa af besta útivallarárangri í
deildinni en þeir hafa unniö 6 af 8
útileikjum sínum í Epson-deildinni í
vetur. Það sem verra er fyrir vestur-
bæinga er að aðeins þrem liðum i
Fimm
- hjá Skallagrími sem
Skallagrímsmenn unnu sinn 5. sigur í röð
í Epson-deildinni með því að leggja Hauka,
75-74, í Borgarnesi. Skallagrímsmenn byrj-
uðu leikinn af miklum krafti og áttu fyrsta
leikhluta sem þeir unnu með 15 stigum og
skoruðu Haukar aðeins 7 stig í 1. leikhluta.
í öðrum fjórðungi gekk ekkert upp sókn-
arlega hjá heimamönnum en þrátt fyrir það
náðu gestirnir ekki að minnka muninn
nema niður í 9 stig. I síðari hálfleik komu
Haukar þó mun grimmari til leiks og náðu
að hægja á leiknum og komust i rólegheit-
unum yflr og leiddu með þremur stigum
þegar þriðja leikhluta lauk.
Það var svo siðasti leikhlutinn sem varð
æsispennandi og þá sérstaklega á fjórum
síðustu mín. þar sem liðin skiptust á að
leiða en þegar 15 sek. voru eftir kom sigur-
karfan er brotið var á Warren Peebles I
i roð
vann Hauka, 75-74
stöðunni 73-74 og hann setti bæði vítin nið-
ur af öryggi. Haukar komust síðan ekki í
skotfæri í lokin þar sem Skallagrímur spil-
aði hörkuvöm. Sigur Skallagríms var sigur
liðsheildarinnar þar sem menn lögðu sig
alla i leikrnn, einnig munaði mikið um að
Sigmar náði að klippa Jón Arnar út úr
leiknum því að hann gerði aðeins tvö stig í
fyrstu 3 leikfjórðungunum.
Hjá Haukum bar mest á Mike Bargen og
Braga Magnússyni. „Við komum ekki til-
búnir í þennan leik og fyrsti fjóröungur var
af okkar hálfu hrikalegur á meðan þeir
lögðu grunninn að sigrinum. Ég er mjög
ánægður með síðari hálfleik því að við náð-
um að rífa okkur upp en misstum þetta aft-
ur niður i lokin og því var fimmti tapleikur
okkar með einu stigi í vetur staðreynd,"
sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. -EP
2. FEBRÚAR 2001
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001
17
Keflvíkingar sigruðu
Grindvíkinga, 95-92, á
heimavelli sinum í gær-
kvöldi. Heimamenn
leiddu, 57-56, og
komust í forystu með
flautukörfu Gunnars
Stefánssonar. Leikur-
irtn var hraður og
skemmtilegur og tilþrif-
in vantaði ekki í þetta
sinnið.
Grindvíkingar byrj-
uðu leikinn með tveim-
ur 3ja stiga körfum en
heimamenn jöfnuðu
snögglega og jafnt um
miðjan fjórðung, 18-18.
Þá tóku Grindvíkingar
til sinna ráða og áttu
lokaorð 1. leikhluta og
leiddu, 20-30. Keflvík-
ingar skoruðu fyrstu 9
stig annars leikhluta og
þáttur Guðjóns Skúla-
sonar var stór í leik-
hlutanum og gerði
hann 13 stig á skömm-
um tíma.
Liðin skiptust á að
hafa forystu og það var
eins og áður sagði
Gunnar Stefánsson sem
skoraði 3ja stiga körfu
eftir að Keflavík fékk
innkast og 0,6 sek eftir.
Calvin Davis og Guðjón
voru að leika feiknavel
í fyrri hálfleik og gerði
Caivin m.a. 25 stig. Hjá
gestunum voru það
Kevin Daley og Páll Ax-
el sem fóru fyrir sínum
mönnum með 21 og 17
stig.
í stöðunni 60-60 í
seinni hálíleik settu
Keflvíkingar í lás í
vöminni og skoruðu 11
stig í röð og héldu góðu
forskoti út fjórðunginn
og staðan 83-67 að
þriðja leikhluta lokn-
um. Vöm Keflvíkinga
var mjög sterk og skor-
uðu Daley og Páll Axel
t.a.m. 2 stig hvor.
3:2 svæðisvörnin
lokar öllum leiðum
Síðasti leikhlutinn
virtist ætla að verða
formsatriði fyrir
heimamenn. 3:2 svæðis-
vöm Grindvíkinga lok-
aði öllum leiðum og
þeir Bergur Hinriksson
og Dagur Þórisson
komu sterkir inn af
bekk gestanna. Gerði
Bergur öll sín stig í
leikhlutanum og Dagur
barðist vel gegn Davis
og skoraði 4 stig eftir
sóknarfráköst.
Lokamínútumar urðu
því æsispennandi eftir
að Grindavík sneri
stöðunni úr 91-82 í
91-90. Sókn Keflvíkinga
ætlaði ekki að ganga en
Jón Nordal skoraði
93-90 eftir sóknar-
frákast. Grindvíking-
um mistókst í næstu
sókn og Keflvíkingar
áttu innkast er 10 sek-
úndur lifðu leiks en
Daley stal boltanum og
brunaði einn upp og
stoppaði fyrir utan 3ja
stiga línu. En hann
steig á línuna og fékk
því aðeins 2 stig og
munurinn 1 stig og það
var Jón Nordal sem
gerði lokakörfuna á sið-
ustu sekúndu leiksins.
Lokatölur urðu þvi
95-92.
Davis
óviðráðanlegur
Bestur í liði heima-
manna var Calvin Dav-
is sem var óviðráðan-
legur framan af en vörn
Grindavíkur hélt hon-
um þó í 2 stigum í
fjórða leikhluta. Guð-
jón Skúlason átti frá-
bæran annan leikhluta
og skilaði 18 stigum og
Jón Nordal gerði mikil-
vægar körfur í lokin.
Hjá gestunum átti
Kevin Daley góðan leik,
mikill stemningarmað-
ur sem lét mikið að sér
kveða. Páll Axel lék
stórvel í fyrri hálfleik
en gerði aðeins 2 stig í
þeim seinni og máttu
Grindvíkingar ekki við
þeim missi. Pétur fyr-
irliði stóð fyrir sinu og
þeir Bergur og Dagur
léku skínandi vel í 4.
leikhluta. -EÁJ
30 stiga tap
- Njarðvík fyrst til að vinna i Hveragryfjunni
verð að segja að ég er mjög ánægður
með þetta,“ sagði glaður Teitur
Örlygsson að lokum.
Orönir vanir að vinna
„Ég er ekki alveg búinn að fatta
þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson,
þjálfari Hamars. „Við erum svo
vanir að vinna heima að maður er
ekki alveg með þetta á hreinu en þó,
þetta var þeirra leikur, þeir spiluðu
mjög vel og áttu þetta fyllilega skilið,
þeir hittu vel og vörðust vel en hjá
okkur gekk ekkert upp, menn hittu
illa og til þess að geta unnið svona
leiki þurfa menn að vera á tánum,
sagði Pétur að lokum. Eins og fram
hefur komið var Logi Gunnarsson
besti maður Njarðvíkinga en
Brenton og Jes voru lika að spila
mjög vel.
Hjá Hamarsmönnum stóðu Pétur
Ingvarsson og Skarphéðinn Ingason
upp úr, Chris náði sér engan veginn
á strik en hann hafði verið með
flensu fyrr um daginn.
Ægir úr leik í vetur
Ægir Jónsson kemur ekki til með
að leika meira á þessu tímabili, hann
er með slitin fremri krossbönd. -EH
„Þá er það búið,“ voru fyrstu orð
manna í Hveragerði er Hamarsmenn
töpuðu sínum fyrsta leik í
Hveragryfjunni í gærkvöld.
Hamarsmenn steinlágu með 30
stigum fyrir Njarðvíkingum sem
halda sem fyrr toppsæti sínu í
Epson-deildinni.
Chris Dade meö aöeins 6
stig
Leikurinn var frekar jafn I fyrri
hálfleik, þó höfðu Njarðvíkingar
alltaf frumkvæðið. Leikur liðsins
einkenndist af góðum varnarleik og
sést það t.d. á því að Chris Dade, sem
gert hefur að jafnaði 32 stig í leik,
gerði aðeins 6 stig. Þá skipti það líka
máli að Logi Gunnarsson fór að hitta
mjög vel og gerði fjórar þriggja stiga
körfur.
Himinlifandi
„Ég er himinlifandi," sagði Teitur
Örlygsson. „Þetta var að sjálfsögðu
baráttuleikur eins og við var að
búast. Þeir hafa verið erfiðir heim að
sækja svo við vissum að við yrðum
að vera á tánum. Liöið var að leika
góðan varnarleik og hitta mjög vel,
þó sér í lagi Logi Gunnarsson. En ég
Logi Gunnarsson, Njarðvík (að ofan,) og Olafur Jón Ormsson, KR (til
vinstri), fóru fyrir sínum liðum að vanda í gær.
deilamm hefur gengio verr á
heimavelli en þeim (Þór, Val
og KFÍ) en KR-ingar hafa
tapað 4 af sjö heimaleikjum
sínum I vetur.
Valsmenn enduðu sjö leikja
taphrinu sína á útivelli og
unnu sinn fyrsta útisigur I
Epson-deildinni i vetur á ísa-
firði. Þetta var ennfremur
fyrsti sigm Valsmanna í
Jakanum í úrvalsdeild en
KFl hafði haft betur í fyrstu
tveimur viðureignum lið-
anna fyrir vestan.
Tindastólsmenn náðu í fyrsta sinn í
úrvalsdeildarsögu sinni að vinna iR-inga
tvö ár í röö í Seljaskóla. ÍR-ingar höfðu
fyrir tímabilið í fyrra unnið 8 af 9 úrvals-
deildarleikjum liðanna í Breiðholtinu en
máttu nú þola sitt fimmta tap í röð.
Chris Dade átti afleitan dag með Hamri
í gær eftir frábæra leiki að undanfömu.
Dade, sem haföi gert 36,5 stig í síðustu sex
deildarleikjum Hamarsmanna, gerði að-
eins 6 stig. Dade misnotaði 16 af 18 skot-
um sínu, 2 af 4 vítum og tapaði 7 boltum.
Góðu fréttirnar eru kannski þær að hann
átti sínar fyrstu stoðsendingar á nýja ár-
inu, í sínum fjórða leik. -ÓÓJ
- þegar Keflvíkingar unnu nauman sigur á
grönnunum, Grindavík, 95-92, í Keflavík í gær
ÍR-Tindastóll 81-96
0-3, 6-9, 12-15, 19-24, (22-24), 25-33,
31-39, (36 46), 47-53, 51-55, (57-62),
61-74, 66-80, 73-85, 75-91, 81-96
Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 22,
Sigurður Þorvaldsson 16, Cedrick
Holmes 13, Halldór Kristmannsson
10, Hreggviður Magnússon 10,
Björgvin Jónsson 4, Ólafur
Sigurösson 3, Steinar Arason 1,
Ásgeir Bachman 1.
Stig Tindastóls: Shawn Myers 24,
Svavar Birgisson 16, Adonis Pomonis
13, Ómar Sigmarsson 11, Michael
Andropov 10, Kristinn Friðriksson 9,
Friðrik Hreinsson 7, Lárus Dagur
Pálsson 6.
Fráköst: ÍR 32, 11 í sókn, 22 í vörn
(Sigurður 15), Tindastóll 40,15 í sókn,
25 í vörn (Myers 24)
Stoðsendingar: ÍR 19 (Eiríkur 7),
Tindastóll 25 (Myers 7)
Stolnir boltar: ÍR 9 (Halldór 5),
Tindstóll 11 (Myers 4)
Tapaðir boltar: ÍR 19, Tindastóll 13
Varin skot: ÍR 5 (Sigurður 5),
Tindastóll 2 (Myers Andropov)
3ja stiga: ÍR 4/15, Tindastóll 9/23
Víti: ÍR 11/16, TindastóU 21/34
Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson
og Eggert Þór Aðalsteinsson (8).
Gæái leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 160.
Maður leiksins
Shawn Myers, Tindastóli
Keflavík-Grindavík 95-92
0-6, 9-9, 18-18, (20-30), 29-30, 37-38,
50-51, (57-56), 60-60, 71-60, 76-66,
(83-67), 87-78, 91-82, 91-90, 93-90,
95-92.
Stig Keflavikur: Calvin Davis 37,
Guðjón Skúlason 18, Jón Nordal
Hafsteinsson 12, Gunnar Einarsson 9,
Hjörtur Harðarson 8, Magnús
Gunnarsson 8, Gunnar Stefánsson 3.
Stig Grindavikur: Kevin Daley 31,
Páll Axel Vilbergsson 19, Pétur
Guömundsson 13, Bergur Hinriksson
9, Dagur Þórisson 9, Guðlaugur
Eyjólfsson 5, Elentínus Margeirsson
3, Kristján Guðlaugsson 3.
Fráköst: Keflavík 35 (14 í sókn, 21 í
vöm, Davis 17), Grindavík 37 (12 í
sókn, 25 i vöm, Daley 12).
Stoðsendingar: Keflavík 21 (Magnús
6), Grindavík 16 (Elentínus 5).
Stolnir boltar: Keflavík 8 (Magnús
4), Grindavík 11 (Daley 6).
Tapaðir boltar: Keflavík 11,
Grindavík 13.
Varin skot: Keflavík 5 (Davis 4),
Grindavik 2 (Páll Axel, Dagur).
3ja stiga: Keflavík 26/9, Grindavík
25/10.
Víti: Keflavík 9/9, Grindavík 18/13.
Dómarar (1-10): Jón Bender og
Einar Einarsson (8).
Gceði leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 350.
Maöur leiksins: Calvin Davis,
Keflavík.
Hamar-Njarðvik 65-95
0-2, 2-2, 2-4, 2-6, 4-6, 7-6, 12-8, 13-10,
(18-22), 18-23, 18-28, 24-31, 31-36,
(35-38), 3640, 41-55, 47-64, 50-74,
(50-75), 57-77, 60-83, 65-90, 65-95.
Stig Hamars: Pétur Ingvarsson 18,
Skarphéöinn Ingason 14, Lárus
Jónsson 8, Hjalti Pálsson 7, Svavar
Pálsson 6, Chris Dade 6, Siguröur
Einar Guðjónsson 3, Óli Barödal 3.
Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson
23, Brenton Birmingham 23, Jes
Hansen 23, Teitur Örlygsson 9,
Halldór Karlsson 8, Ásgeir
Guðbjartsson 7, Sævar Garðarsson 2.
Fráköst: Hamar 38 (7 I sókn, 31 í
vörn, Svavar 13), Njarðvík 39 (13 í
sókn, 26 i vöm, Hansen 9).
Stoðsendingar: Hamar 11 (Pétur 5),
Njarðvík 17 (Friðrik Ragnarsson 5).
Stolnir boltar: Hamar 11 (Óli,
Skarphéðinn, Dade 3), Njarðvik 11
(Hansen 3).
Tapaóir boltar: Hamar 23, Njarðvík
18.
Varin skot: Hamar 3 (Skarphéðinn,
Hjalti, Svavar), Njarðv. 2 (Hansen 2).
3ja stiga: Hamar 25/3, Njarðvík
20/12.
Vlti: Hamar 30/20, Njarðvík 20/12.
Dómarar (1-10): Einar Þór
Skarphéðinsson og Rúnar Gíslason
(6).
Gœði leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 400.
Maöur leiksins: Logi
Gunnarsson, Njarövfk.
Sport
Breiddin
- hjá Stólunum
ÍR og Tindastóll mættust í
Seljaskóla í gærkvöld og var fyr-
irfram búist við spennandi leik.
Stólarnir reyndust þó öllu sterk-
ari og sigruðu, 81-96, og var sig-
ur þeirra nokkuð sanngjarn þar
sem þeir leiddu allan leikinn.
Stólarnir byrjuðu af krafti
og náðu fljótlega undirtökunum.
Breiddin var til staðar og tóku
allir til hendinni við stigaskor-
unina á meðan Eirikur Önund-
arson, Cedrick Holmes og Hall-
dór Kristmannsson sáu um þá
hlið mála hjá heimamönnum.
Eiríkur hélt sínu striki út leik-
inn en Holmes og Halldór gerðu
einungis fjögur stig saman í
seinni hálfleik. Tindastóll hafði
10 stiga forskot í hálfleik, 36-46,
en ÍR-ingar skiptu um gír í
þriðja leikhluta, sérstaklega í
vöm. Einnig
fór Sigurður
Þorvaldsson
á kostum fyr-
ir heima-
menn og
skoraði
grimmt
ásamt því að
frákasta og
verja skot. ÍR
minnkaði
muninn í
fjögur stig,
51-55, og virt-
ust Stólarnir
vera í vand-
ræðum.
Adonis
Pomonis var
að taka léleg
skot á þessum kafla og tapaði
einnig tveimur boltum. Gestirn-
ir höfðu 5 stiga forskot eftir
þriðja leikhluta en góð byrjun
þeirra í upphafl þess fjórða gerði
vonir ÍR-inga litlar. Þeir héldu
siðan áfram að bæta við forskot-
ið það sem eftir var af leiknum
og tryggðu sér tvö mikilvæg stig
i toppbaráttu deildarinnar.
Sterk liðsheild
Shawn Myers var mjög góð-
ur hjá gestunum þrátt fyrir að
vera tvídekkaður mestallan leik-
inn. Svavar Birgisson átti
einnig flnan leik en annars var
það sterk liðsheild sem skóp
þennan sigur. Hjá ÍR var Eirík-
ur bestur og Sigurður Þorvalds-
son var frábær í seinni hálfleik.
Strákurinn er í gríðarlegri fram-
för og orðinn firnasterkur leik-
maður. Holmes náði sér ekki á
strik. Hreggviður Magnússon
kom af bekknum að þessu sinni
og átti ágæta kafla. -BG
Siguröur Þorvalds-
son hjá ÍR var meö
tvennu, 16 stig og
15 fráköst auk þess
aö verja fimm skot
Stólanna.
1l f EPSON OEILOIIM
15 12 3 1350-1186 24
15 11 4 1367-1244 22
15 11 4 1317-1253 22
15 9 6 1331-1276 18
15 8 7 1229-1275 16
15 8 7 1247-1178 16
15 8 7 1230-1325 16
15 8 7 1311-1279 16
15 5 10 1214-1305 10
15 5 10 1290-1366 10
15 3 12 1166-1252 6
15 2 13 1261-1394 4
Njarövík
Keílavík
Tindastóll
KR
Hamar
Haukar
Skallagrímui
Grindavík
ÍR
Þór, Ak.
Valur
KFÍ
Nœsta umferó fer fram fimmtudag-
inn 8. febrúar en þá mætast Valur-ÍR,
Grindavik-Hamar, Haukár-KFÍ,
KR-Skallagrímur, Njarðvík-Þór, Ak.
og Tindastóll-Keflavik.
Um helgina fara hins vegar fram
undanúrslit bikarkeppni KKí og
Doritos. 1 kvennaflokki mætast
KR-ÍS og Keflavík-KFÍ á laugardag
klukkan 16.00 en í karlaflokki tekur
Keflavík á móti Hamar klukkan 18 á
sunnudag og ÍR-ingar heimsækja
Röstina í Grindavík klukkan átta
sama kvöld. -ÓÓJ