Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2001, Blaðsíða 4
 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 kastaoggripa.is Harpa Melsted, fyrirliöi Hauka, á fleygiferö. Haukastúlkur hafa sett á laggirnar nýja heimasíðu á netfanginu www.hauk- ar.is/handbolti/stelpur. Haukastúlkur, sem leika um helgina til úrslita um bikarinn gegn ÍBV og eru efstar í deildinni, hafa lagt mikið í siðuna og hún vel þess virði að skoöa. Það sem vekur einna mesta athygli við fyrstu sýn er nafnið, kasta- oggrípa.is en það er komið út frá gagnrýni Viggós Sig- urðssonar, þjálfara karla- liðsins, á grip og knatttækni kvenfólks í handbolta. Stelpumar tóku henni létt og fengu meðal annars Viggó til að skrifa fyrsta pistilinn á síðuna og er það mjög skemmtileg lesning. -ÓÓJ UEFA-bikarinn AS Roma-Liverpool.........0-2 0-1 Michael Owen (46.), 0-2 Michael Oewn (72.). Porto-Nantes.............3-1 0-1 Hassan Ahamada (14.), 1-1 Jose Esquerdinha (17., víti), 2-1 sjálfsmark (58.), 3-1 Carlos Sectertario (87.). Alaves-Inter Milan .......3-3 1-0 Javi Moreno (43.), 1-1 Alvaro Recoba (45.), 1-2 Alvaro Recoba (50.), 1-3 Christian Vieri (65.), 2-3 Oscar Tellez (70.), 3-3 Ivan Alonso (73.). AEK-Barcelona ............0-1 0-1 Luis Enrique (41.) Slavia Pragh-Kaiserslautem . 0-0 PSV Eindhoven-Parma .....2-1 1-0 Andre Ooijker (24.), 1-1 Patrick Mboma (67.), 2-1 Dennis Rommedahl (73.). R. Vallecano-Bordeaux ...4-1 0-1 Lillian LasLandes (2.), 1-1 Ramon De Quintana (19.), 2-1 Elvir Bolic (73.), 3-1 Jose Maria Quevedo (82.), 4-1 Michel (90.). Stuttgart-Celta Vigo .....0-0 Þetta var ekki kvöld ítölsku liðanna í Evrópukeppninni því tvö þeirra töpuðu (Roma og Parma) og Inter Milan klúðraði niður tveggja marka forustu. ítölsku liðin hafa unnið þenna bikar átta sinnum á síðustu 12 árum. -ÓÓJ Urslitaleikur bikarkeppni HSI í karlaflokki: NBA-deildin: Portland - vann Sacramento Portland Trailblazers vann Sacramento Kings í leik efstu liða Kyrrahafsriðils af miklu ör- yggi, 105-81 og heldur efsta sæti riðilsins. Stjömuframherjinn Rasheed Wallace var útilokaður frá þátttöku í leiknum eftir sína aðra tæknivillu snemma í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Sacramento lék án annars stjömuframherja, Chris Webbers sem á við ökklameiðsli að stríða en Sacramento var að tapa 4. leiknum af síðustu 5. Úrslit í nótt: Dallas-Cleveland ..102-81 Finley 17, Nowitzky 17 (15 frák., 3 varin), Bradley 13, Eisley 12 - Miller 14, Jackson 14, Traylor 11, Brown 10. Indiana-Detroit .....82-73 Miller 19, Harrington 16, Best 11 (4 stolnir), Croshere 11, O'Neal 6 (12 frák., 4 varin) - Stackhouse 40, Wallace 11, Smith 9. Toronto-Miami........91-98 Carter 28, Davis 16 (11 frák., 6 varin), Oakley 13 (15 frák.), Peterson 11 - Hardaway 18 (10 stoðs.), Jones 18, Mason 14, Grant 14, Green 14(10 frák.) San Antonio-Washington . 102-78 Duncan 19 (12 frák., 5 varin), Robinson 16, Jackson 14, Walker 11 - Richmond 18, Hamilton 16, Howard 11. Portland-Sacramento .... 105-81 Stoudamire 20, Smith 17, Wells 13, Sabonis 11 (4 varin), Wallace 10 - Divac 19, Jackson 13, Stojakovic 12. Seattle-Boston ....88-108 Payton 20 (14 stoðs.), Lewis 17, Ewing 14 (10 frák.), Patterson 10 - Walker 30 (4 stolnir), Pierce 18, Williams 13, Potapenko 12. Vancouver-Golden State . . . 99-89 Abdur-Rahim 22 (5 varin), Bibby 22, Dickerson 20, Reeves 12 - Jamison 24 (10 frák., 5 stolnir), Sura 16, Jackson 14, Blaylock 14 (11 stoðs.). -HRM Ojafn leikur - ef Haukar leika af eðlilegri getu, segir Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR „Sagan segir að ef það er jafn mikill styrkleikamunur á liðum eins og ég tel að sé í dag á milli Hauka og HK þá verði leikir þeirra sjaldan spennandi. Þetta er þó bikar og það getur allt gerst en ég tel þó að staða liðanna í deildinni gefi réttan mun á getu liðanna. Haukar eru með mun betra og reynslumeira lið en HK og ef þeir leika af eðlilegri getu get ég ekki séð að þessi leikur verði spennandi," sagði Ólafur Lár- usson, þjálfari Gróttu/KR, í samtali við DV-Sport þegar hann var spurð- ur um viðureign Hauka og HK í bik- arúrslitaleik HSÍ í karlaflokki. Allir reikna með sigri Hauka „Það sem helst getur háð Hauk- um er það að allir reikna með þeirra sigri og flestir reyndar auð- veldum. Það er oft erfitt að mæta í leik vitandi það að allir búast við sigri. Að sama skapi getur það ver- ið þægilegt fyrir HK-menn sem hafa enga pressu á sér að mæta í Höllina. Þeir geta læðst bakdyramegin, laus- ir við allar vonir og væntingar stuðningsmanna sinna, vitandi það að þeir eru þegar búnir að gera meira en flestir bjuggust við.“ Upphaf seinni hálfleiks mikilvægt „Ég held að lykillinn að góðu gengi HK- manna í leiknum felist í því að þeir nái að hanga í Haukum fram I hálfleik og slðan fyrstu tíu mínútumar í seinni Olafur Björn Lárusson, þjálfari Gróttu/KR. hálfleik. Það er á þeim kafla sem Haukarnir hafa gert út um marga leiki í vetur. Þeir koma út í seinni hálfleikinn af sérstökum krafti eins og við kynntumst á Seltjamarnesi fyrr í vetur. EfHK-menn komast í gegnum þessar tíu mínútur þá eru ýmsir möguleikar í stöðunni." HK þarf að stoppa Halldór „Haukarnir eru með tvo frábæra markverði, sterka vörn sem getur beitt fleiri en einni vam- araðferð og fjölbreytileg- an sóknarleik. Það er mikilvægt fyrir HK að stoppa Halldór Ingólfs- son. Hann er Haukum gíf- urlega mikilvægur í sókn- arleiknum, bæði hvað varðar mörk, línusendingar og opnanir fyrir horn. Ef Halldór kemst ekki í gang gætu Haukar lent í vandræðum því þeir eiga engan leikmann til að leysa hann af. Þetta er sennilega eina staðan á vellinum sem Haukar hafa ekki tvo menn í stöðu. Leikur HK kemur til með að ráð- ast mjög af markvörslunni. Ef Hlyn- ur hrekkur í gang, sem ég gæti vel trúað þar sem hann er stuðkarl, þá gætu þeir náð hraðaupphlaupum og fengið auðveld mörk sem myndu auðvelda þeim lífið mjög. Síðan vona ég þeirra vegna að Sigurður Sveinsson lumi á nokkrum tromp- um í sóknarleiknum þótt hann sé ekki i sinu besta formi,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR. -ósk Það var mikill fögnuöur hjá Haukum áriö 1997 þegar félagið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki. Spurningin er hvort sá leikur endurtaki sig á laugardaginn. Úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki: Brynja og Inga Fríða - geta spilaö stórt hlutverk í leiknum, segir Ágúst Jóhannsson „Þessi bikarúrslitaleikur á eftir að verða hörkuleikur. Þessi tvö lið eru að mínu mati tvö sterkustu lið deildarinnar. Haukarnir hafa að vlsu haft yfirburði í vetur en ég held samt sem áður að það komi ekki til með að teljá mikið í þessum leik. Þetta er bara einn leikur sem getur farið á hvom veginn sem er,“ segir Ágúst Jóhannsson, landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik, um viðureign Hauka og ÍBV í úrslita- leik bikarkeppni HSÍ Styrkleikar liðanna svipaðir Vestmannaeyingar eru með mik- ið af góðum erlendum stelpum og þar liggur þeirra helsti styrkur. Þær hafa góða útilínu, sérstaklega Amelu Hegic og Tamöru Mandizch og eins er Anita Andreassen öflug í hægra horninu. - Það má eiginlega segja það sama um Haukana. Harpa Mel- steð og Auður Her- mannsdóttir eru góðar fyrir utan. Tinna Hall- dórsdóttir hefur einnig verið að koma sterk inn. Inga Fríða Tryggvadóttir er mjög öflug á línunni og það getur orðið erfitt fyrir , Eyjastúlkur að ráða við Agúst Pór Jóhannsson, hefur engin áhrif hana. Liðin eru svipuð landsliðsþjálfari kvenna. „Ég held að stórsigur að styrk en þó eru Haukamir með meiri breidd og það getur fleytt lið- um langt í leikjum sem þessum.“ Ólíkar varnir „Vamir liðanna eru gjörólíkar. Haukastúlk- ur hafa leikið 3-2-1 framarlega í vetur og hafa gert það vel en ÍBV hefur spilað 6-0 vöm með erlendu leikmenn- ina sem máttarstólpa í miðju varnarinnar." 16 marka tapið Hauka á iBV fyrr í vetur hafi ekkert að segja þegar að þessum leik kem- ur. í þeim leik gekk allt upp hjá Haukum en að sama skapi ekkert hjá ÍBV og það gerist ekki aftur. Ég held að það komi til með skipta miklu máli fyrir Hauka hvernig samvinna Brynju Steinsen og Ingu Fríðu á eftir að ganga í leiknum. Ef þær ná vel saman þá hallast ég að sigri Hauka. Ég á von á hörkuleik og ég vona bara að áhorfendur fjölmenni í Laugardalshöllina og skapi leiknum þá umgjörð og stemningu sem hann á skilið," sagði Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.