Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2001, Síða 1
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001
15
Meistaratitillinn
blasir nú við Celtic
Fátt virðist nú ætla að verða í vegi fyrir því að Celtic verði skoskur
meistari í knattspyrnu í vor. Celtic jók forystu sína í úrvalsdeildinni í gær-
kvöld um 14 stig þegar liðið sigraði Motherwell, 1-0, á Parkhead í Glasgow
að viðstöddum 60 þúsund áhorfendum. Það var Tékkinn Lubomir Moravick
sem skoraði sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok en hann hafði áður
komið inn á sem varamaður. Celtic sótti linnulítið og fóru þeir Stillian Pter-
ov og Henrik Larsson illa með upplögð tækifæri og Chris Sutton átti skot í
stöng.
„Þetta var góður sigur,1' sagði Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic,
eftir leikinn.
Tveir aðrir leikir voru háðir þar sem Dunfermline sigraði Dundee, 0-1,
og Aberdeen sigraði St. Mirren, 3-1. Celtic hefur 72 stig, Hibernian 58 stig
og Glasgow Rangers 57 stig.
í 1. deild ensku knattspyrnunnar vann Sheffield Wednesday mikilvægan
sigur á Nottingham Forest, 0-1, og skoraði Gerald Sibon markið á 76. mín-
útu. -JKS
Sjöundi þjálfarinn á
síðustu fimm árum
Þjálfaraskipti urðu hjá þýska handknattleiksliðinu Essen þegar Jörn Uwe
Lommel var sagt upp störfum og við tók Hans Dieter Schmitz sem verður
með liðið út þetta tímabil. Þessi skipti vöktu mikla undrun í fjölmiðlum því
Lommel hefur náð ágætum árangri með Essen en hann átti ekki samleið
með forseta liðsins sem ákvað að reka hann. Tapið gegn Eisenach fyllti
mælinn en Essen er i 7. sæti í deildinni og er komið í 8-liða úrslit i
bikarkeppninni.
„Þetta verður sjöundi þjálfarinn sem ég hef haft hjá Essen á fimm árum.
Ég var svo sem ekkert ánægður með Lommel um tíma en í vetur hefur hann
geflð mér tækifæri. Schmitz var ráðinn bara tímabundiö svo félagið þarf að
leita að nýjum eftir tímabilið," sagði Patrekur Jóhannesson.
-JKS
Kom ekki á óvart
- þjálfari Panathinaikos sagði upp störfum
„Þetta hefur vofað yfir síðustu daga. Liðið er búið að tapa fjórum af
síðustu fimm leikjum sinum og svona ástand gat ekki gengið öllu lengur.
Þessi skipti komu þvi engum á óvart en auðvitað er leiðinlegt þegar
svona gerist,“ sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður með gríska liðinu
Panathinaikos, en í gær sagði þjálfari liðsins, Angelos Anastasiadis, upp
störfum og mun aðstoðarþjálfarinn, Stratos Apostolakis, taka við liðinu ‘
tímabundið.
„Liðið hefur leikið sérlega illa að undanfornu og sérstaklega í
fyrrakvöld þegar liðið tapaði fyrir Sturm Graz í meistaradeildinni. Það er
ómögulegt að segja til um hvort þessi skipti hafi einhver áhrif á það hvort
ég fái að spila meira en ég hef fengið fram að þessu. Einhvem veginn hef
ég það á tilfinningunni að ekki verði miklar breytingar á því, maður veit
þó aldrei hvað gerist," sagði Helgi.
-JKS
Lucas Radebe og
Rio Ferdinand fagna
ööru markinu sem
Alan Smith skoraði
fyrir Leeds gegn
Anderlecht í meist-
aradeildinni í Briis-
sel i gærkvöld.
Reuter
Leeds tryggði sér sæti í 8-liða úr-
slitum meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu í gærkvöld eftir stór-
kostlegan sigur á Anderlecht, 1-4, í
D-riðli. Leeds lék frábæra knatt-
spyrnu og yfirspilaði belgíska liðið
á köflum. Leeds gaf Anderlecht rot-
höggið í fyrri háffleik með þremur
góðum mörkum og skoraði Afan
Smith tvö þeirra og Mark Viduka
eitt. Ian Harte skoraði fjóröa mark-
ið úr vítaspyrnu seint í leiknum.
„Ég er afskaplega stoltur af mín-
um leikmönnum. Við erum ekki
búnir að vinna keppnina en komnir
engu að síður mun lengra sem fáa
óraði fyrir. Við mætum Real Ma-
drid í næsta leik sem ég tel vera
með sterkasta liðið í keppninni,"
sagði David O’Leary, knattspymu-
stjóri Leeds, eftir leikinn í Brússel í
gærkvöld.
Real Madrid, sem leikur í sama
riðli, er einnig komið áfram. Liðið
gerði jafntefli við Lazio í Róm. Dino
Zoff, þjálfari Lazio, leyndi ekki von-
brigðum sínum og sagði að liðið
væri að súpa seyðið af ósigrinum
gegn Anderlecht og Leeds fyrr í
keppninni sem hefði verið með öllu
óásættanlegt.
Arsenal tapaði dýrmætum stigum
gegn Lyon á Highbury. Frakkamir
jöfnuðu leikinn á lokamínútunni.
Arsene Wenger sagði eftir leikinn
vera þrátt fyrir allt bjartsýnn á að
liðinu tækist að komast í 8-liða úr-
slitin.
Bayem hefur svo gott sem tryggt
sér sæti í 8-liða úrslitunum eftir
góðan sigur á Spartak í Moskvu.
Um tíma var óvíst hvort leikurinn
gæti farið fram því vallarskilyrði
voru vart bjóðandi neinum en um
og yfir 20 stiga frost hefur verið í
Moskvu síðustu daga.
„Það var mikilvægt að skora
snemma leiks og miðað við
aðstæður er ég mjög ánægður,"
sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari
Bayern.
-JKS
Leeds
ham
Olafur skoraði
sjö mörk
Ólafur Stefánsson skoraði sjö
mörk fyrir Magdeburg þegar lið-
ið sigraði Eisenach, 30-20, í
þýsku Bundeslígunni í hand-
knattleik i gærkvöld. Patrekur
Jóhannesson skoraði fjögur
mörk fyrir Essen sem sigraði
Nordhorn, 23-21, á heimavelli.
Guðmundur Hrafnkelsson stóð í
markinu lengstum og varði vel.
Svíinn Jesper Larsson byrjaði i
markinu
en meidd-
ist eftir. sex
mínútna
leik og kom
Guðmund-
ur þá inn á
í hans stað.
Talið er að
meiðsli
Larssons
séu alvar-
leg svo
Guðmund-
ur mun standa í markinu i
næstu leikjum.
Róbert Sighvatsson skoraði
eitt mark fyrir Bayer Dormagen
sem tapaði á heimavelli fyrir
Flensburg, 23-26. Úrslit i öðrum
lekjum urðu þau að Lemgo sigr-
aði Wallau Massenheim, 27-21,
Wuppertal og Bad Schwartau
skildu jöfn, 23-23, og Kiel tapaði
sínum þriðja leik í röð, nú fyrir
Grosswaldstadt, 29-27.
Flensburg hefur 39 stig í efsta
sætinu. Lemgo hefur 36 stig,
Magdeburg 35 stig og Massen-
heim 35 stig.
-JKS
Evrópumet í
stangarstökki
Rússneska stúlkan Svetlana
Feofanova setti í gærkvöld Evr-
ópumet í stangarstökki innan-
hús þegar hún fór yfir 4,65 metra
á móti í Grikklandi.
-JKS
C-riðill:
■MEISTARADEILDIN
Arsenal-Lyon.................1-1
1-0 Bergkamp (33.), 1-1 Edmilson (90.)
Spartak Moskva-Bayern .... 0-3
0-1 Scholl (17.), 0-2 SchoU (75. víta-
sp.), 0-3 Sergio (87.)
Bayern 4 3 1 0 7-2 10
Arsenal 4 12 15-7 5
Lyon 4 112 4-3 4
Spartak 4 1 0 3 4-8 3
D-riðill:
Lazio-Real Madrid.............2-2
1-0 Nedved (4.), 1-1 Solari (32.), 2-1
Crespo (53.), 2-2 Raul (73.)
Anderlecht-Leeds..............1-4
0-1 Smith (12.), 0-2 Viduka (33.), 0-3
Smith (33.), 1-3 Koller (75.), 1-4 Harte
(80. vítasp.)
Real M. 4 3 10 11-5 10
Leeds 4 3 0 1 7-4 9
Anderlecht 4 1 0 3 4-10 3
Lazio 4 0 1 3 4-7 1 .
I