Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2001, Page 3
16
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001
17
Sport
DV DV
Sport
ÍR-Grótta/KR 25-20
0-3, 3-3, 3-4, 4-5, 5-5, 7-6, 9-8, 9-9 (10-9),
11-9, 11-10, 16-10, 17-12, 19-12, 19-14,
21-15, 21-19, 23-19, 23-20, 25-20.
ÍR
Mörk/viti (Skot/viti): Einar
Hólmgeirsson 7 (13), Sturla Ásgeirsson
5/4 (6/4), Erlendur Stefánsson 4 (8/2), Ró-
bert Rafnsson 4 (13), Brynjar Steinarsson
2 (5), Finnur Jóhannsson 1/1 (1/1), Ragn-
ar Már Helgason 1 (2), Kári Guðmunds-
son 1 (3_).
Mörk úr hradaupphlaupum: 1, (Ragn-
ar).
Vítanýting: Skorað úr 5 af 7.
Varin skot/víti (Skot á sig): Hallgrímur
Jónasson 19/2 (39/5, 49%).
Brottvísanir: 8 mínútur.
Grótta/KR
Mörk/víti (Skot/víti): Aleksandrs Peter-
sons 8 (11), Kristján Þorsteinsson 4/2
(6/2), Davíð Ólafsson 3/1 (5/1), Hiimar
Þórlindsson 3 (13/2), Magnús Agnar
Magnússon 1 (1), Alfreð Finnsson 1 (2),
Einar Baldvin Ámason (1), Atli Þór Sam-
úelsson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5, (Peter-
sons 5).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 5.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hreiðar
Guðmundssson 14/2 (28/5, 50%), Hlynur
Morthens 4 (15/2, 27%).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Rauö spjöld: Magnús á 53. mín (brot) og
Gísli Kristjánsson á 60. mín (mótmæli).
Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson (7).
Gæöi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 50.
Ma&ur leiksins: Hallgrímur
Jónasson, ÍR.
HK-UMFA 32-31 (23-23) (28-28)
4-0, 6-1, 7-2, 8-4, 8-6, 9-8, 10-10, 10-13,
12-14, (14-14), 16-14, 17-15, 18-18, 20-19,
20-21, 22-21, 23-22, (23-23), 24-23, 24-25,
(26-25), 27-25, 28-26, 28-27, (28-28), 29-28,
(29-29), 29-30, 31-30, 31-31, 32-31.
HK
Mörk/viti (Skot/viti): Jaliesky Garcia
15/8 (23/8), Óskar Elvar Óskarsson 4 (9),
Jón Bersi Ellingsen 3 (4), Samúel
Ámason 3 (5), Sverrir Bjömsson 2 (5),
Stefán Freyr Guðmundsson 2 (4), Ágúst
Örn Guðmundsson 2 (3), Álexander
Arnarsson 1 (3), Karl Grönvold (4).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Samúel
2, Óskar Elvar)
Vitanýting: Skorað úr 8 af 8.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hlynur
Jóhannesson 21/2 (44/5, 47%), Arnar
Freyr Reynisson 1 (9/2,11%).
Brottvisanir: 10 minútur.
Rautt spjald: Alexander fyrir brot.
Aftureldine
Mörk/viti (Skot/viti): Bjarki Sigurðsson
9/5 (11/7), Gintaras Savukynas 5 (14),
Magnús Már Þórðarsson 4 (4), Gintas
Galkauskas 3 (6), Hjörtur Arnarson 3 (4),
Haukur Sigurvinsson 3 (4), Hilmar
Stefánsson 2 (4), Þorkell Guðbrandsson 1
(2), Níels Reynisson 1 (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Haukur,
Þorkell)
Vítanýting: Skorað úr 5 af 7.
Varin skot/víti (Skot á sig): Reynir Þór
Reynisson 21 (53/8,40%).
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (5),
Gœdi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 150.
Ma&ur leiksins: Hlynur
Jóhannesson, HK.
Valur-Breiðablik 33-16
1-0, 2-1, 3-2, 5-2, 5-4, 6-5, 3-6, 9-7, 10-8,
12-8, (16-9), 17-9,20-10,25-10,26-11,27-12,
28-13, 30-13, 31-15, 33-16
Valur
Mörk/víti (Skot/víti): Snorri Guðjóns-
son 6 (8), Ingvar Sverrisson 5 (6), Daníel
Ragnarsson 5 (7), Markús Michaeíson 5/3
(8/4), Hannes Jónsson 3 (4), Valgarð
Thoroddsen 3 (5), Valdimar Grímsson 3/3
(4/4), Sigfús Sigurðsson 2 (4), Bjarki Sig-
urðsson 1 (1), Júlíus Jónasson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 11 (Ingvar
5, Hannes 2, Valgarð, Sigfús, Daníel,
Bjarki)
Vítanýting: Skorað úr 6 af 8.
Varin skot/víti (Skot á sig): Roland Era-
dze 13 (23/3, 61%), Egidijus Petkevicus
2/1 (8/4, 25%)
Brottvisanir: 2 mínútur
Breiöablik
Mörk/viti (Skot/víti): Sigtryggur Kol-
beinsson 6/1 (12/1), Bjöm Hólmþórsson
4/3 (9/4), Zofanias Belanyi 3/2 (5/2), Orri
Hilmarsson 1 (8), Garðar Guðmundsson 1
(1), ísak Guðmannsson 1 (1), Stefán Guð-
mundsson (1), Kristinn Hallgrimsson (3),
Andrei Lazarev (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Garðar)
Vitanýting: Skorað úr 6 af 7.
Varin skot/víti (Skot á sig): Rósmundur
Magnússon 7/1 (30/4, 23%), Guðmundur
Geirsson 3 (13/3, 23%, víti í stöng)
Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10): Gísli Jóhannesson og
Hafsteinn Ingibergsson (8).
GϚi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 101.
Maður leikins: Snorri
Guöjónsson, Val.
Stöðvaðir
- ÍR endaði óvænt sigurgöngu Gróttu/KR
ÍR-ingar mættu og mátuðu tveggja
skyttu sóknarleik Gróttu/KR i Aust-
urbergi í gær og urðu fyrsta liðið síð-
an í nóvember til að vinna vesturbæj-
arliðið, 25-20.
Grótta/KR hafði unnið fimm leiki í
röð og sjö af síðustu átta leikjum og
eftir góða byrjun þar sem liðið komst
í, 3-0, virtist leikurinn ætla að stefna
i auðveldan sigur þeirra.
Kannski greip þá um sig kæruleysi
hjá leikmönnum Gróttu/KR eða að
framliggjandi vörn ÍR gegn stórskytt-
um gekk fullkomlega upp því sóknar-
leikur Gróttu/KR var mátaður af
frískum og baráttuglöðum ÍR-ingum
sem jöfnuðu leikinn og stungu síðan
af strax eftir hlé.
Grótta/KR hékk inn i leiknum á
meðan Hreiðar Guðmundsson varði
vel í markinu en þessi 20 ára mark-
vörður sem varði 14 skot í fyrri hálf-
leik fékk að setjast á bekkinn eftir að
hafa fengið á sig fjögur mörk í röð i
upphafi seinni hálíleiks án þess að
verja og fyndist manni að menn
mættu fá aðeins lengri tækifæri eftir
jafngóðan fyrri hálfleik og hann átti.
Hallgrímur Jónasson, markvörður
ÍR-inga, varði frábærlega í markinu
hinum megin og stöðvaði skot
Gróttu/KR allan leikinn. Hallgrímur
hafði sérstaklega góð tök á marka-
hæsta manni deildarinnar Hilmari
Þórlindssyni en Hallgrímur tók átta
bolta frá honum, þar á meðal tvö víti.
Hilmar sem skoraði á bilinu 8-11
mörk í sigurhrinu Gróttu/KR gerði
aðeins þrjú mörk úr 13 skotum og átti
dapran dag. Hin stórskytta
Gróttu/KR, Alexander Petersons, skil-
aði átta mörkum og góðri nýtingu en
var ragur gegn framliggjandi vörn og
fór ekki í gang fyrr en í lokin.
Hjá ÍR stóð Hallgrímur vaktina vel
og 18 ára skyttan, Einar Hólmgeirs-
son, gerði sjö frábær mörk. Róbert
Rafnsson lék einnig vel en annars
hjálpuðu allir leikmenn til og liðsand-
inn átti mestan þátt í sigrinum. -ÓÓJ
Tvær framleng-
ingar þurfti til
- þegar HK sigraði Aftureldindu 32-31
Það má segja að þeir fáu áhorf-
endur sem lögðu leið sína í Digra-
nesið í gærkvöld hafi svo sannar-
lega fengið handbolta fyrir alla pen-
ingana. Leikurinn var svo sannar-
lega spennandi, að undanskildum
fyrstu sjö minútunum en þá höfðu
HK-menn undirtökin, leiddu, 6-1, en
þá komst Afturelding loks í gang og
náði að saxa á forskotið.
Um miðjan fyrri hálfleik náðu
þeir að jafna, og var síðan jafnt á
öllum tölum til loka. Þegar venju-
legum leiktíma var lokið náði
Bjarki Sigurðsson að jafna beint úr
aukakasti svo gripa varð til fram-
lengingar í tvisvar sinnum fimm
mínútur. Þar endurtók sama sagan
sig, jafnt á öllum tölum og eftir
framlenginguna var aftur jafnt, svo
grípa varð aftur tii framlengingar.
Þar var líka allt í jámum og staðan
eftir framlenginguna, 31-31, og HK-
menn áttu aukakast. Og viti menn,
Jón Bersi náði að skora sigurmark-
ið og allt varð vitlaust í húsinu. Þar
stigu HK-menn og stuðningsmenn
þeirra trylltan dans.
Páll Ólafsson, þjálfari HK, var að
vonum kampakátur eftir leikinn:
„Þetta var æðislegt og sanngjart.
Þeir náðu að jafna úr aukakasti í
lokin svo það var ágætt að vinna
með þessu eina marki. Við náðum
að halda haus eftir að þeir jöfnuðu
og misstuxn líka mann út af með
rautt spjald. Ég er mjög stoltur af
strákunum sérstaklega hvað þeir
börðust vel, því við urðum að vinna
þennan leik. Þetta er mjög gott fyr-
ir framhaldið," sagði Páll Ólafsson
að leik loknum.
Bestir í liði HK voru Hlynur Jó-
hannesson og Jaliesky Garcia.
Hlynur varði 21 skot og Garcia
skoraði 15 mörk.
Hjá Aftureldingu vom Reynir
Þór Reynisson og Bjarki Sigurðsson
bestir. Reynir varði 21 skot, Bjarki
skoraði 9 mörk. -EH
Snorri góður
gegn Blikum
- og Valur vann Breiðablik 33-16
Valsmenn sigruðu Breiðablik
örugglega, 33-16, á Hlíðarenda í
gærkvöld. Það var aðeins í byrjun
leiks sem Blikar höfði eitthvað í
Val að gera. Um miðjan fyrri
hálfleik skildu leiðir og Valsmenn
sigldu fram úr gestunum. Vöm
Vals var góð og áttu Blikar í
vandræðum. Roland fylgdi á eftir
með góðri markvörslu og tók
flesta bolta sem fóru í gegnum
vömina.
Snorri góöur
Vörnin skilaði mörgum
hraðaupphlaupum og komu 11
mörk þannig. Snorri Guðjónsson
var sterkur í liði Vals, skoraði 6
mörk þó svo að hann hafi verið
aðallega að dreifa spilinu. Daniel
Ragnarsson átti einnig fínan leik
og skoraði nokkur mörk úr
þrumuskotum utan af velli.
Roland var góður í markinu og
Markús Michaelson komst vel frá
leiknum. Geir Sveinsson spilaði
vamarleikinn og gat hann leyft
varamönnum sínum að spreyta
sig töluvert að þessi sinni. Allir
stóðu þeir sig vel enda á Valur
marga þrælefnilega stráka innan
sinna raða. Hjá Blikum var fátt
um fína drætti. Þeir virtust ætla
að stríða Valsmönnum í fyrri
hálfleik en um miðjan hálfleikinn
var eins botninn í leik þeirra hafí
dottið úr. Sigtryggur Kolbeinsson
var atkvæðamestur í liðinu en var
langt frá því að eiga einhvern
stórleik. Rósmundur varði vel í
markinu í upphafi en síðan ekki
söguna meir. -BG
TjTEtflT 1 [ h1 n 1
Haukar 15 13 2 435-354 26 |
Fram 15 12 3 406-335 24 1
KA 15 10 5 388-364 20 B
Grótta/KR 15 10 5 369-356 20 I
Valur 15 8 7 370-332 16 r
I Afturelding 15 8 7 411-388 16
FH 15 7 8 349-341 14
ÍR 15 7 8 338-344 14
ÍBV 14 6 8 375-371 12
Stjarnan 14 5 9 355-365 10
HK 15 3 12 349-412 6
1 Breiðablik 15 0 15 304-487 0 l
Rúnar Sigtryggsson í kröppum dansi gegn FH i Kaplakrika í gærkvöld og fær frekar óblí&ar móttökur.
DV-mynd ÞÖK
- og lítill vinskapur þegar Haukar unnu FH örugglega í
Kaplakrika. Þjálfararnir skiptust á skeytum eftir leikinn
Haukar gerðu góða ferð í Kaplakrik-
ann í gærkvöldi og unnu ömggan sigur
á FH, 19-25. Það var greinilegt að FH-
ingar ætluðu sér sigurinn gegn grönnum
sínum og nýkrýndum bikarmeisturum,
og voru staðráðnir í að sýna sitt rétta
andlit eftir útreiðina sem liðiö fékk gegn
Gróttu/KR í síðasta leik.
Strax frá fyrstu mínútu var leikurinn
í jámum þar sem liðin skiptust á að hafa
eins marks forskot, FH-ingar voru fastir
fyrir í vöminni en oft á tíðum full harð-
ir en þrátt fyrir að hafa verið einum
færri í átta mínútur í fyrri hálfleik þá
náðu gestirnir ekki að nýta sér liðsmun-
inn en höfðu þó eins marks forustu þeg-
ar flautað var til leikhlés.
Segja má að úrslit leiksins hafi ráðist
á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks
þegar Haukar breyttu stöðunni úr, 9-10,
í 11-17. Það var eins og FH-ingar hefðu
misst móðinn og Haukarnir gengu á lag-
ið og unnu sannfærandi sigur.
Hjá gestunum átti Ásgeir Örn mjög
góðan leik, en þessi unga vinstri handar
skytta nýtti færi sín vel og átti auk þess
nokkrar stoðsendingar, og að auki skil-
aði heildin sínu. Bjami átti líka góðan
dag í markinu og varði hann 24 skot
meðan kollegar hans í marki FH vörðu
samanlagt 13 skot.
FH-ingar söknuðu sárt þeirra Hálf-
dáns og Héðins og bar leikur liðsins þess
glögg merki. Leikur liðsins í síðari hálf-
leik sýndi að alla breidd vantar í FH-lið-
ið, þó sýndu leikmenn liðsins á köflum
góðan leik en það dugði engan veginn
til.
„Það er aldrei létt að vinna FH en það
munar um minna þegar vantar þá Héð-
in og Hálfdán. Síðan sat í okkur bikar-
leikurinn og ég er ánægður með hvað
liðið stóð sig vel og hversu sannfærandi
sigurinn var. Það var bara tímaspurs-
mál hvenær Ásgeir Öm fengi alvöru
sjens, hann er 17 ára stjarna sem er í
fæðingu, og það gerðist i kvöld þar sem
Halldór var veikur. Hvað varðar dóm-
gæsluna ætla ég að segja sem minnst, en
mér blöskraði framkoma FH-inga í
leiknum og 14 mínútur á þá var of lítið,“
sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
eftir góða ferð í Kaplarikann í gærkvöld.
„Við áttum slakan seinni hálfleik,
náðum okkur ekki á strik hvorki varn-
arlega né sóknarlega, en til langtíma séð
þá erum við leikmanni færri meira og
minna allan tímann og það er mjög erfítt
að spila svoleiðis. Viggó er náttúrlega að
væla yfir dómgæslunni en mér fannst að
hún hallaði þvílíkt á okkur en þeir röfla
stanslaust Haukarnir. Mér fannst dóm-
gæslan vægast sagt léleg í þessum leik.
En við vorum mjög slakir líka og áttum
ekkert skilið í þessum leik nema tap,
hins vegar fannst mér framkoma
Viggós, þegar hann tók leikhlé þegar ein
mínúta var eftir, til háborinnar skamm-
ar. Hann ætti að hafa verið það lengi í
bransanum að vita að þetta gera menn
ekki og hvað þá í Hafnarfjarðareinvígi,
að taka leikhlé og gera lítið úr andstæð-
ingunum," sagði Guðmundur Karlsson,
þjálfari FH, að leik loknum.
-ÞAÞ
„Ætlum okk-
ur í topp-
baráttuna"
- sagði Guðjón Valur Sigurðs-
son eftir tveggja marka sigur
KA á Fram í Safamýrinni
KA-menn sýndu í leiknum gegn Fram
í gærkvöldi að liðið er ekki búið að segja
sitt síöasta í toppbaráttunni. Liðið vann
Hauka á heimavelli sínum fyrir norðan
í haust og vann nú hitt toppliðið, Fram,
á þeirra eigin heimavelli. Lokatölumar
voru, 22-24, og KA-menn virðast til alls
líklegir i toppbaráttu 1. deildarinnar.
Leikurinn var í járnum framan af.
KA-menn léku vörnina mjög framarlega
en Framarar virtust yfírleitt eiga svar
við því. Vörn Fram var ekki eins fram-
arlega en náði sér ekki á strik gegn KA-
mönnum. En þá tók við sveiflukenndur
kafli. Um miöjan fyrri hálfleik hrundi
allt hjá Fram, sóknarleikurinn varð
mjög vandræöalegur og KA-menn gengu
á iagið, skoruðu fjögur mörk í röð á jafn-
mörgum mínútum og breyttu stöðunni
úr 5-6 í 5-10. En síðan snerist dæmið við
og Framarar unnu upp forskotið með
því að skora sex mörk gegn einu á átta
mínútum og breyttu þannig stöðunni í
11-11 áður en KA-menn skoruðu siðasta
mark hálfleiksins.
Spennan var mikil eftir þetta. KA-
menn höfðu þó heldur frumkvæðiði en
eftir 11 mínútur fengu þeir á sig tvær
brottvísanir og það náðu Framarar að
nýta sér, jöfnuðu leikinn og komust síð-
an yfir, 20-19, um miðjan hálfleikinn. Þá
fylgdi kafli mikillar taugaspennu og
mistaka beggja liða en þau voru færri
hjá KA, þeir skoruðu þrjú mörk í röð á
fimm mínútum og náðu svo að halda
þessu forskoti út leiktímann. Björgvin
náði reyndar að minnka muninn í eitt
mark fyrir fr am með skoti aftur fyrir sig
af linunni þegar ein mínúta var eftir en
Cerniauskas tryggði sínum mönnum
sigur í næstu sókn með laglegu gegn-
umbroti. Þar með var sigurinn í höfn og
þriðja tap Fram í deildinni staðreynd.
Það væri rangt aö segja að þessi leik-
ur hafí verið vel leikinn og bæöi lið
gerðu aragrúa af tæknilegum mistökum.
Leikurinn var hins vegar spennandi og
það kunnu áhorfendur aö meta.
„Það var kominn timi á okkur í
viðureignunum við Framai'a. Við höfum
yfirleitt tapað fyrir þeim með 1-2 mörk-
um þannig að það var mjög sætt að gefa
þetta núna. Við höfum veriö á góðri sigl-
ingu í deildinni og það er mjög góður
andi í liðinu. Við erum ekki hætti og
ætlum okkur í toppbaráttuna. Við ætl-
um okkur að minnsta kosti að taka
þessa fimm leiki sem við eigum eftir á
heimavelli og þá ættum við að vera í
góðum málum.“ Guðjón nýtti vítin vel
og var nokkuð ógnandi bæði sem skytta
og homamaður. Þá var Cemiauskas
góður sem og Stelmokas sem var mjög
sterkur á línunni. Hörður Flóki varði
einnig vel á mikilvægum augnablikum.
Sebastian Alexandersson, markvörð-
ur og fyrirliði Fram, var ekki sáttur eft-
ir leikinn. „Þetta var mjög lélegur leikur
og ég er mjög ósáttur við frammistöðu
míns liðs. Við komum ekki hingað til að
spila handbolta og það var greinilega of
langt síðan við höfum tapað leik til að
vinna. Frammistaða okkar var bara
skandall og við spiluðum ekki eins og
við eigum að gera. KA-menn spiluðu
heldur ekki vel og dómaramir voru
einnig lélegir. Þetta var í raun allt lélegt
frá upphafi til enda. Við vorum í raun
að elta allan leikinn og komumst næst-
um því upp með að byrja eins og við
byrjuðum en það tókst ekki. KA-menn
börðust hreinlega betur. Haukar eiga
hins vegar eftir að misstíga sig rétt eins
og önnur lið þannig að við höfum ekki
sagt okkar síðasta í toppbaráttunni."
Gunnar Berg átti ágæta spretti og þá
nýtti Þorri Björn Gunnarsson færi sín
vel í hægra hominu. Aðrir léku undir
getu i liði Fram. -HI
Fram-KA 22-24
1-0, 2-3, 4-4, 5-10, 11-11, (11-12), 11-13,
13-13, 14-16, 17-17, 18-19, 20-19, 20-22,
21-23, 22-24.
Fram
Mörk/viti (Skot/viti): Gunnar Berg
Viktorsson 6/1 (11/2), Þorri Björn Gunn-
arsson 4(5), Róbert Gunnarsson 3(5),
Njörður Árnason 3(6), Björgvin Þór
Björgvinsson 2(4), Maxim Fedioukine
2/2 (6/3), Guðjón Finnur Drengsson 1(2),
Ingi Þór Guðmundsson 1(2), Vilhelm
Gauti Bergsveinsson (1), Guðlaugur Arn-
arsson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Guð-
jón, Ingi Þór, Njörður, Gunnar Berg).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 5.
Varin skot/viti (Skot á sig): Sebastian
Alexandersson 15 (38/4, 39%), Magnús
Einarsson 0 (1/1, 0%).
Brottvisanir: 2 mínútur.
KA
Mörk/viti (Skot/viti): Guðjón Valur
Sigurðsson 7/5 (11/5), Cedrius Cerni-
auskas 5(8), Andrius Stelmokas 4(8),
Halldór Sigfússon 3 (9), Sævar Árnason
2(4), Hreinn Hauksson 1(1), Jónatan Þór
Magnússon 1(2), Jóhann G. Jóhannsson
1(3), Heimir Örn Árnason (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 7 (Cemi-
auskas 3, Sævar 2, Stelmokas, Hreinn).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 5.
Varin skot/viti (Skot á sig): Hörður
Flóki Ólafsson 15/2 (37/5, 41%)
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Einar Sveinsson
og Þorlákur Kjartansson (5).
GϚi leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 400.
Maður leikins: Cedrius Cemi-
auskas, KA.
FH-Haukar 19-25
1-0, 1-2, 34, 5-4, 5-6, 7-8, 9-8, (19-10),
9-11, 11-18, 14-18, 14-24, 17-24, 17-25,
19-25.
FH
Mörk/viti (Skot/viti): Sigurgeir Ægis-
son 6 (17), Lárus Long 4 (8), Valur Arn-
arson 4 (10), Logi Geirsson 2/2 (2/2),
Guðmundur Gedersen 2 (5/2), Sverrir
Þórðarson 1 (4), Andri Haraldsson (1),
Victor Guðmundsson (2), Finnur Hans-
son (2).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Sverr-
ir).
Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Varin skot/víti (Skot á sig): Berg- '
sveinn Bergsveinsson 11/2 (32/7, 34%),
Jónas Stefánsson 2 (6, 33%).
Brottvisanir: 14 mínútur.
Haukar
Mörk/víti (Skot/viti): Asgeir Örn Hall-
grímsson 5 (5), Jón Karl Bjömsson 4/3
(5/3), Þorvarður Tjörvi Ólafsson 4 (7), Al-
exander Shamkuts 4 (5), Óskar Ár-
mannsson 3/1 (5/2), Rúnar Sigtryggsson
3/1 (6/2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Petr
Baumruk (1), Einar Gunnarsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Einar
Örn 2, Ásgeir Örn, Þorvarður Tjörvi).
Vítanýting: Skorað úr 5 af 7.
Varin skot/víti (Skot á sig): Bjarni
Frostason 24/2 (42/3, 57%), Magnús Sig-
mundsson 0 (1/1, 0%).
Brottvísanir: 4 minútur.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (5).
Gceói leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 1400. *
Maóur leikins: Ásgeir Örn Hall-
grimsson, Haukum, nýoröinn 17 ára.
KFIendan-
lega fallið
Njarövíkingar
unnu stóran sigur á
ísfírðingum í Ljóna-
gryfjunni í gær-
kvöldi. Lokatölur
urðu, 123-87, eftir að
heimamenn höfðu
leitt í hálfleik 71-49.
Leikurinn, sem lét
bíða eftir sér, varð í
raun aldrei spenn-
andi og má segja að
Njarðvíkingar hafi
gert út um leikinn í
öörum leikhluta.
Þeir skoruðu 71 stig í
fyrri hálfleik sem
segir allt sem segja
þarf um vamarleik
gestanna. Seinni
hálfleikur var því
leikur kattarins að
músinni og gestimir
sáu aldrei til sólar,
og virtist Dwayne
Fontana vera sá eini
sem hafði trú á því
sem hann var að
gera. Heimamenn
áttu frábæra kafla í
leiknum og lék
Brenton Birming-
ham stórvel og Teit-
ur Örlygsson kom
inn í öðrum leik-
hluta og skoraði 19
stig á 10 mínútum.
Þá átti Halldór Karls-
son frábæran fyrri
hálfleik og skoraði
þá 15 stig. Fontana
var búinn að skora
26 stig i fyrri hálfleik
og gerði alls 44 og
var duglegur í frá-
köstunum sóknar-
megin, þar sem hann
hirti 15 af sínum 19
fráköstum í leiknum.
Það er nú ljóst að Is-
firðingar eru fallnir
og við tekur upp-
bygging vestur á
fjörðum. Heimamenn
stefna aftur á móti á
topp deildarinnar og
heimavallarréttindi í
gegnum alla úrslita-
keppnina, og það
verður fróðlegt að sjá
hvort eitthvað lið
stöðvi þá í Ljóna-
gryfjunni, þar sem
þeir hafa ekki tapað
leik eftir áramót.
-EÁJ
Njarðvík-KFÍ 123-87
11-5, 20-10, 27-20, (36-29), 44-33, 53-38,
63-40, (71-49), 81-55, 92-59, 99-61,
(103-67), 108-71, 111-77, 115-85, 123-87.
Stig Njarövikur: Brenton
Birmingham 34, Teitur Örlygsson 24,
Logi Gunnarsson 23, Halldór
Karlsson 18, Ragnar Ragnarsson 7,
Friörik Stefánsson 6, Friðrik
Ragnarsson 4, Jes Hansen 4, Ásgeir
Guöbjartsson 2.
Stig KFÍ: Dwayne Fontana 44, Ales
Zivanovic 15, Baldur Jónasson 13,
Sveinn Blöndal 8, Hrafn Kristjánsson f
3, Magnús Heimisson 2, Magnús
Guömundsson 2.
Fráköst: Njarðvík 33 (12 sóknar, 21
vamar, Friörik Stefánsson, Halldór 6
hvor).
KFÍ 45 (27 sóknar, 18 vamar, Fontana
19 (15 sóknar).
Stoösendingar: Njarðvík 31 (Brenton
n),
KFÍ 8 (Fontana 3).
Stolnir boltar: Njarðvík 23 (Halldór
5), KFÍ 6 (Fontana 2).
Tapaöir boltar: Njarðvik 11, KFÍ 23.
Vdrfn skot: Njarðvik 6 (Friðrik
Stefánsson 3), KFÍ 2 (Fontana og
Zivanovic).
3ja stiga: Njarðvík 29/6, KFÍ16/4.
Viti: Njarðvík 27/19, KFí 18/14. i.
Dómarar (1-10): Jón Bender og
Erlingur Erlingsson (7).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 100.
Maöur leiksins: Brenton
Birmingham, Njarðvik.