Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Side 3
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
21
DV
Sport
Haukar gegn Sporting Lissabon í EHF-keppninni:
Sporting-Haukar 21-21
Breiðablik-Stjarnan 21-29
Dómarar (1-10): Kaplanis og Sawides
frá Kýpur (7).
Gœdi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 1.700.
1-0, 1-3, 2-3, 2-4, 4-5, 4-11, 6-12 (7-14),
7-15, 8-17, 10-18, 12-21, 14-24, 17-25,
19-28, 21-29.
Breidablik
Mörk/viti (skot/viti): Zoltan Belanyi
6/4 (10/4), Björn Hólmþórsson 5 (14/1),
Kristinn Hallgrímsson 4 (6), Sigtryggur
Kolbeinsson 3 (11), Orri Hilmarsson 2
(10), Andrei Lasarev 1 (2), Stefán
Guðmundsson (5).
Mörk lir hraóaupphlaupum: 3 (Belanyi,
Lasarev, Kristinn).
Vítanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/víti (skot á sig):
Rósmundur Magnússon 13/1 (42/4,
31%).
Brottvísanir: 0 mínútur.
Stiarnan
Mörk/viti (skot/viti): Arnar Pétursson
7/3 (10/3), Konráð Olavsson 6 (8), Davíð
Ketilsson 5 (7), Eduard Moskalenko 3 (4),
Magnús Sigurðsson 3 (6), Þórólfur
Nielson 2 (2), Björgvin Rúnarsson 2 (6/1),
Sigurður Viðarsson 1 (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 9 (Konráð
4, Þórólfur 2, Davíð 2, Björgvin).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Varin skot/viti (skot á sig): Birkir
ívar Guðmundsson 23/1 (44/5, 51%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Dómarar (1-10): Einar Hjaltason og
Ingvar Reynisson (6).
Gceói leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 30.
Maður leikins: Birkir Ivar
Guðmundsson, Stjörnunni
„Verðum að halda áfram“
- sagði Guðmundur Karlsson eftir sigur FH á ÍBV í Eyjum
„Við erum búnir að vera í
svipuðum vandræðum og ÍBV, erum
með meidda menn og höfum ekki
unnið leik hérna í fjöldamörg ár. Við
spiluðum hins vegar ágætlega úr því
sem við höfðum og lékum betur en í
undanförnum leikjum. iBV gefst
aldrei upp og liðið á hrós skilið fyrir
að vera með þennan sjúkralista en
téíla samt fram ungum strákum sem
standa sig mjög vel. Við áttum
náttúrlega frábæran fyrri hálfleik og
unnum leikinn á honum. Þetta gefur
okkur sjálfstraust fyrir baráttuna
sem fram undan er um sæti í átta liða
úrslitum. Þetta gefur okkur aukna
möguleika í bili en nú verðum við
bara aö halda áfram,“ sagði
Guðmundur Karlsson, þjálfari FH,
eftir 18-26 sigur FH í Eyjum á
fóstudag.
Leikur ÍBV og FH í sextándu
umferð Nissandeildarinnar varð
aldrei spennandi. Gestirnir úr
Hafnarfirði mættu einfaldlega mun
sterkari til leiks enda ÍBV-liðið
nokkuð auðveld bráð um þessar
mundir þar sem meiðsl og brottíoll
lykilleikmanna gera Eyjamönnum
erfitt fyrir. Það verður þó ekki tekið
af Hafnfirðingum að liðið lék vel.
Það munaði mikið um það fyrir FH
að Sigurgeir Ægisson átti hvert
þrumuskotið af fætur öðru og ljóst að
þar er mikið efni á ferð. Staðan í
hálfleik var 8-16, helmingsmunur, og
nánast aðeins spuming hve stór sigur
Hafnfirðinga yrði.
Ljóst er að mikið uppbygg-
ingarstarf bíður Eyjamanna næstu
misseri. Þó er enga uppgjöf að heyra
í herbúðum liðsins og stefna menn
ótrauðir á átta liða úrslit. Ef litið er
raunhæfum augum á málið mun liðið
ltklega róa lífróður í deildinni enda
eru margir leikmenn liðsins enn í
þriðja flokki. Efniviðurinn er svo
sannarlega fyrir hendi en það er
einfaldlega eftir að vinna úr honum.
Segja má að FH-ingar séu skrefi á
undan ÍBV í uppbyggingartíð sinni.
Margir leikmanna liðsins eru um eða
í kringum tvítugt og verða án efa
erfiðir viðureignar það sem eftir lifir
deOdarkeppninnar. -jgi
íslandsmeistarar Hauka í handknattleik
náðu á laugardag jafntefli gegn portúgalska
liðinu Sporting Lissabon, 21-21, á útivelli í
Lissabon. Góð barátta Haukanna, varnar-
leikur þeirra og ekki síst frábær mark-
varsla Bjama Frostasonar kom heima-
mönnum í opna skjöldu og stuðningsmenn
Hauka yfirgnæfðu blóðheita Portúgala í
höllinni.
Haukar byrjuðu vel í leiknum og sýndu
Sporting strax að þeir væru ekki auðveld
bráð og komust i 0-2. Heimamenn komust
þó af stað eftir smáhik og náðu frumkvæð-
inu og höfðu það fram yfir miðjan fyrri
hálfleik, einkum sökum slakrar sóknar hjá
Haukunum sem komust ekki almennilega í
gang og voru aðeins að tapa boltanum
klaufalega.
Það lagaðist þó þegar nær dró hálfleikn-
um og á tímabili náðu Haukar að skora
fjögur mörk í röð og höfðu yfir í leikhléi,
9-10, og þá forystu áttu þeir að mestu
Bjarna að þakka sem varði 13 skot í fyrri
hálfleiknum.
Skorið í fyrri hálfleik var mjög lágt og
tæknileg mistök þeim mun fleiri en venja
er og fátt breyttist á þeim vígstöðvum í síð-
ari hálfleik. Heimamenn byrjuðu betur og
náðu eins marks forystu en þá kom aftur
slæmur kafli hjá þeim og Haukar skoruðu
fjögur mörk í röð og náðu þriggja marka
forystu sem þeir héldu aö mestu þar til ör-
fáar mínútur voru eftir og heppnin virtist ganga í
lið með Sporting sem skoraði þrjú síðustu mörk
leiksins. Haukarnir voru klaufar að hleypa þeim
svona inn í leikinn aftur en þeir áttu vart skot á
markið á síðustu fimm mínútunum gegn ákafri
vöm heimamanna.
„Þetta var mjög óvænt og þeir voru í raun
heppnir að ná jafntefli," sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, þegar DV-Sport náði tali af honum
eftir leikinn. „Ég þakka frábærri markvörslu
Bjama og vörn þennan góða árangur og baráttan
var góð í liðinu, það gáfu sig allir 100% í leikinn.
Þetta var orðið erfitt í sókninni í lokin þegar
höndin var komin upp eftir flmm sekúndur og okk-
ur skipað að skjóta eftir þrjár sendingar og þetta
fór í svolítinn baklás þess vegna. Við fórum illa
með stöðuna 18-21. Við gátum gert út um leikinn
nokkrum sinnum en vorum að klikka.
í heildina var þetta hins vegar frábær leikur,
baráttan frábær og stuðningsmennirnir stórkost-
legir. Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að hafa
svona hóp á bak við sig. Þetta var mikið ævintýri
og aðeins einu sinni á lífstíð sem maður uppliflr
svona stórkostlega stemningu. Portúgalarnir virt-
ust hálflamaðir og alveg að brotna, okkur vantaði
að gefa þeim náðarhöggið en þeir komust inn í
leikinn aft-
ur af mikl-
um dugn-
aði.
Við get-
um verið
ágætlega
sáttir við
dómgæslu
Kýpurbúanna, þeir voru kannski aðeins í
heimadómgæslunni en í heildina erum við
mjög sáttir og þeir eru það besta sem við höf-
um fengið á útivelli í þessari keppni," sagði
Viggó.
Bjarni Frostason var tvímælalaust besti
maðurinn á vellinum, Halldór Ingólfsson kom
sterkur inn í síðari hálfleikinn og skoraði sex
mörk þá. Aliaksandr Shamkuts er alltaf traust-
ur bæði í vörn og sókn og Rúnar Sigtryggsson
var einnig traustur. Einar Örn Jónsson náði
ekki að setja mark en spilaði feikilega vel í
vöminni á móti hávaxinni skyttu Sporting sem
setti aðeins eitt mark.
Portúgalski landsliðsmaðurinn Ricardo And-
orinho var besti maður heimamanna og skor-
aði níu mörk og félagi hans f markinu, Fer-
reira, varði einnig nokkuð vel eða 15 skot. Þá
skoraði örvhenta skyttan, Garaca, sex mörk.
Rosalegur leikur
„Það stefnir í rosalegan leik á laugardag-
inn,“ sagði Viggó þegar hann var inntur eftir
því hvemig honum litist á heimaleikinn um
næstu helgi. „Það verður svipaður leikur og
hann getur farið á hvorn veginn sem er. Við
þurfum að fara í þann leik með gífurlega öflugu
hugarfari og sjálfstrausti og verðum auðvitað
að fá fúllt hús. Þetta lið er mjög vel samhæft
með reynda leikmenn. Maður getur alveg sagt
að einhverjir þeirra hafi verið aö spila illa í
dag og Bjami var að verja frábærlega. Við
verðum því að passa okkur, þetta er ekki kom-
ið enn,“ sagði Viggó að lokum.
-ÓK
Létt
- hjá Stjörnunni gegn Blikum
Stjarnan sigraði Breiða-
blik 21-29, eins og við
mátti búast, í Smáranum á
laugardaginn.
Stjörnumenn komu
ákveðnir til leiks og tóku
strax frumkvæðið og ber
það helst að þakka sterkri
vörn og góðri markvörslu
Birkis ívars en auk þess
réðu heimamenn engan
veginn við skyndiupp-
hlaup gestanna sem þeir
nýttu vel og skoruðu níu
mörk. Staðan í hálfleik var
7-14, Stjörnunni í vil, en
Breiðabliksmenn vora þó
ekki á þeim buxunum að
gefa leikinn og komu mun
grimmari til síðari hálf-
leiks og sýndu á köflum
prýðisgóðan leik. Hins
vegar var sigur Stjörnu-
manna aldrei í hættu og
aðeins formsatriði fyrir
leikmenn Stjömunnar að
klára leikinn.
„Við kláruðum leikinn í
fyrri hálfleik en ég hefði
viljað sjá menn spila af
sama krafti í þeim seinni
þvi hugsanlega getur
markataflan ráðiö um
stöðu leiðanna í lokin en
við náðum í tvö stig og það
er það sem máfi skiptir,"
sagði Einar Einarsson,
þjálfari Stjömunnar.
„Ég ánægður með leik
liðsins í síðari hálfleik þeg-
ar menn byrjuðu að spila
saman og ég held að menn
séu famir að skilja það
núna hvernig þarf að
spila,“ sagði Alexei Truf-
an, þjálfari Breiðabliks,
eftir enn einn ósigurinn.
-ÞAÞ
Bjarni Frostason
átti frábæran leik í
marki Hauka í
Portúgal og varði
alls 22 skot frá
Sporting-mönnum.
Uvmrpool-
öfpar
9-2, 4-2, 5-5, 7-7, 7-10 (9-10), 11-10,
12-11, 12-15, 16-16, 17-18, 18-21, 21-21.
Haukar
Mörk/viti (skot/viti): Halldór Ingólfs-
son 7 (9), Aliaksandrkj Shamkuts 5 (6),
Rúnar Sigtrygsson 4/3 (9/3), Óskar Ar-
mannsson 3 (6/1), Ásgeir Örn Hallgríms-
son 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (1), Petr
Baumruk (2), Þorvarður Tjörvi Olafsson
(2), Einar Örn Jónsson (3).
Mörk úr hraóaupphlaupunu 5 (Halldór
2, Óskar, Jón Karl, Shamkuts).
Vítanýting: Skorað úr 3 af 4.
Variti skot/víti (Skot á sig): Bjarni
Frostason 22/1 (43/3, 51%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Maöur leikins:
Bjarni Frostason, Haukum
ÍBV-FH18-26
0-1,1-4, 3-8,6-11 (8-16), 9-16,13-18,14-21,
16-24,18-26.
ÍBV
Mörk/viti (skot/víti): Guðfinnur Krist-
mannsson, 6 (16/1), Mindaugas
Andriuska, 5/1 (10/3), Sigurður Ari Stef-
ánsson, 4/2 (7/4), Ríkharð Guðmundsson,
2 (6), Davið Þór Óskarsson, 1 (2), Sindri
Ólafsson, (3), Svavar Vignisson, (3), Daði
Pálsson, (1), Sindri Haraldsson, (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Sigurð-
ur, Davíð, Mindaugas)
Vítanýting: Skorað úr 3 af 8.
Varin skot/viti (skot á sig): Gísli Guð-
mundsson 13 (39 33%).
Brottvisanir: 10 mínútur. (Svavar rautt
á 56. mín fyrir 3 brottrekstrar).
FH
Mörk/viti (skot/víti): Sigimgeir Ægis-
son, 8 (11), Logi Geirsson, 4 (6), Jason
Ólafsson, 4 (11), Valur Amarsson, 3 (6),
Guðmundur Pedersen 2 (2), Hálfdán Þórð-
arsson, 2 (3), Lárus Long 2 (4), Victor
Guðmundsson, 1 (3), Sverrir Þórðars., (1).
Mörk úr liraöaupphlaupum: 8 (Logi 2,
Valur 2, Lárus 2, Guðmundur 2)
Vitanýting: Engin víti.
Varin skot/víti (Skot á sig): Bergsveinn
Bergsveinsson 18/1 (34/4, 53%, víti í slá
og í stöng), Jónas Stefánss. 3/2 (5/2 60%).
Brottvísanir: 12 mínútur (Gunnar Gunn-
ars. rautt á 48. mín fyrir 3 brottrekstra).
Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson (6)
Gϗi leiks (1-10): 5.
Áhorfendur: 111.
Maður leikins: Bergsveinn
Bergsveinsson, FH