Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 6
24
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Sport
DV
Henning Henningsson, þjálfari KR, fagnar sigri um leið og lokalflautiö gall í Höllinni á laugardaginn.
Henning hefur þegar á sínu fyrsta ári sem þjálfari kvennaliðs KR skilaö tveimur titlum í hús. DV-mynd
Gaman
- átti ekki von á eins góðum leik frá Heather
Henning Henningsson, þjálfari KR, var
alsæll með sigurinn og þakkaði hann góðu
hugarfari leikmanna sinna.
„Ég er mjög sáttur. Stelpurnar mættu
með gott hugafar og greinlega tilbúnar að
spila þennan leik. Miðað við hvernig leikur-
inn þróaðist þá var þessi sigur aldrei spurn-
ing. Það kom í ljós í morgun að Hanna yrði
ekki með en hinar stelpumar þjöppuðu sér
saman og kláruðu þetta bara með stæl. Svo
spilaði Heather Corby hreint ekki illa
þannig að það kom maður í manns stað. En
það sýnir styrk að missa besta mann
íslandsmótsins til þessa og vinna samt. Við
spiluðum svæðisvöm og maður á mann
skiptivörn til skiptis eins og við höfum gert
í allan vetur og það kemur engum á óvart.
Við spilum bara okkar leik og höfum ekkert
að fela. Síðan settum við pressuna inn á
miUi þegar ákveðin leikatriði voru í leikn-
um. Kristín Jónsdóttir spilaði frábæra vöm
á Kanann hjá þeim þó svo að hún hefði
skorað 30 stig. Að mínu mati leituðu Kefl-
víkingar aUtof mikið að henni í sókninni og
lögðu allt sitt traust á hana. Ég átti ekki von
á eins góðum leik frá Heather og raunin
varð. Hún hefur sýnt okkur á æfingum
hvað hún getur í vöm og fráköstum en ég
vissi ekkert á hverju ég mátti eiga von frá
henni í þessum leik. Hún er alveg frábær
stelpa. Annars er ég mest ánægður með
hugafarið og þá stemningu sem var í byrj-
un leiks og það var nákvæmlega það sem
við þurftum," sagöi Henning ánægður.
Virkilega gaman
Heather Corby, ný leikmaður KR, átti
frábæran leik og er rétt að komast inn í
hlutina hjá liðinu.
„Ég var nokkuð stressuð í byrjun leiks
þar sem ég var að koma landsins og er bú-
in að vera kynnast leikmönnunum siðustu
daga og svo kemur svona mikilvægur
leikur strax. Þetta eru frábærar stelpur og
gaman að spila með þeim. Við erum með
góðan þjálfara og fengum góðan stuðning
frá áhangendum liðsins i dag. Það kom mér
á óvart hvað ég og stelpurnar náðum vel
saman í dag. Allar hlakka til að mæta á æf-
ingar og allar hafa virkilega gaman af
þessu. Liðmenn hér eru kannski lágvaxnari
en ég á að venjast en engu að síður eru góð-
ir leikmenn hér. Sjálf er ég ekki í neinu
toppformi og á eftir komast fljótlega í betra
form. Ég átti von á því að fá kannski 2-3
mínútur i hvíld en fannst allt í lagi að spila
allan leikinn. Þær fóru að tvídekka mig í
leiknum en þá opnuðust skot fyrir hinar
stelpurnar og þær hittu gríðarlega vel.
Vonandi verður skotnýting okkar áfram
svona góð eins og hún var í dag,“ sagði
Heather.
-BG
Bikarúrslit 2001
Kanadískur leikmaður KR, Heather Cor-
by, setti þrjú met í bikarúrslitaleik
kvenna um helgina. Corby bætti 15 ára
stigamet Lindu Jónsdóttur um tvö stig
er hún skoraði 35 í leiknum, auk þess
sem hún bætti fjögurra ára frákastamet
Guðbjargar Norðfjörð með því að taka 17
slík og loks eins árs met Öldu Leifar
Jónsdóttur í vörðum skotum með því að
verja sex skot Keflavíkurstúlkna á laug-
ardag.
Kristin Björk Jónsdóttir, fyrirliði KR,
kom heldur betur vel stemmd inn í bikar-
úrslitaleikinn. Kristin Björk hitti úr
fimm fyrstu skotum sínum og
gerði átta af fyrstu 10 stigum
KR-liðsins í leiknum. Kristín
Björk nýtti 8 af 13 skotum sín-
um í leiknum en hún hefur gert
98 stig í flmrn leikjum KR gegn Keflavík
í vetur og hitt þar úr 47% skota sinna.
Hildur Siguróardóttir setti persónulegt
met í bikarúrslitaleiknum með því að
gefa níu stoðsendingar. Hildur var reynd-
ar ekki langt frá því að jafna
bikarúrslitaleiksmet Limor Mizrachi frá
1999 því hún var í raun búin að gefa tí-
undu stoðsendinguna á Heather Corby
sem mistókst að nýta dauðafæri undir
körfunni. Hildur og Corby náðu frábær-
lega saman í leiknum og það var vel við
hæfi að Hildur setti niður síðustu körfu
leiksins um leið og flautan gall því auk
níu stoðsendinga tók hún átta fráköst og
skoraði sjö stig.
KR var búió aó tapa sex bikarleikjum i
röð gegn Keflavík fyrir bikarúrslitaleik-
inn á iaugardag og enn fremur hafði
Keflavík unnið fimm bikarúrslitaleiki í
röð. KR vann ÍS i undanúrslitaleiknum
en að slá út ÍS er farið að þýða að bikar-
inn komi í viðkomandi hús. Það lið sem
slegið hefur út stúdínur hefur orðið bik-
armeistari síðustu fjögur ár og í tólf
skipti af síðustu átján. Tvisvar á þeim
tíma hefur ekkert lið unnið ÍS og stúdín-
ur hampað bikarnum sjálfar.
Tölfrœói Heather Corby í leiknum á
laugardaginn var annars eftirfarandi,
KR-Keflavík 76-58
19-12, 16-13, (35-25), 17-15, 24-18
Q
Skot%: 45%(20) - 35%(17) Víti%: 50%(2) - 0
Fráköst (í sókn): 9 (2) - 9 (2) Tapaðir boltan 1-3
0
Skot%: 39%(18) - 29%(17) Viti%: 100%(2) - S0%(2)
Fráköst (í sókn): 14 (3) - 9 (1) Tapaðir boltar 4-3
0
Skot%: 18%(17) - 29%(21) Víti%: 83%(6) - 50%(2)
Fráköst (í sókn): 14 (3) -13 (4) Tapaðir boltar: 2-2
Q
Skot%: 47%(17) - 30%(20) Víti%: 58%(12) - 83%(6)
Fráköst (í sókn): 11 (3) -11 (5) Tapaðir boltar. 2-4
4-0, 4-2, 12-2, 13-6, 19-8,
(19-12), 21-12, 25-14, 29-19,
29-22, 35-22, (35-25), 35-27,
37-32, 48-32, 48-36, 52-36,
(52-40), 54-40, 54-44, 58-46,
61-53, 66-53, 71-56, 71-58,
76-58.
Dómarar (1-10): Leifur
Garðarsson og Eggert Þór
Aðalsteinsson (9),
GϚi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 600.
ÍPsamanburður^Í
40% Skotnýting 31%
48 Fráköst 42
11 Sóknarfráköst 12
14/3 3ja stiga skot 18/5
25 Stoösendingar 14
68% Vítanýting 70%
9 Tapaöir boltar 12
16 Villur 19
Leikmenn KR Mfn Skot 3ja stiga Víti Fráköst (só-vö) Stoö Vi Fvi Bt Bn Vs Stig
Heather Corby 40 25/13 (52%) 0 14/9 (64%) 17 (3-14) 5 0 10 3 3 6 35
Kristín Björk Jónsdóttir 36 13/8 (62%) 1/0 (0%) 2/2 (100%) 5(2-3) 4 4 2 2 1 0 18
Hildur Sigurðardóttir 40 14/3(21%) 5/1 (20%) 2/0 (0%) 8(2-6) 9 2 2 2 0 1 7
Helga Þorvaldsdóttir 28 9/2 (22%) 3/1 (33%) 2/2 (100%) 5(0-5) 2 0 1 0 0 0 7
Gréta Maria Grétarsdóttir 37 6/1 (17%) 3/1 (33%) 2/2 (100%) 11 (2-9) 5 4 4 2 3 1 5
Guðbjörg Norðfjörð 12 5/2 (40%) 2/0 (0%) 0 2(2-0) 0 5 0 0 0 0 4
Sigrún Skarphéðinsdóttir 7 0 0 0 0 0 1 0 0 1 0 0
Birna Eiriksdóttir 0
Guðrún A. Sigurðardóttir 0
Maria Káradóttir 0
Samtals 200 72/29 (40%) 14/3 (21%) 22/15 (68%) 48 (11-37) 25 16 19 9 8 8 76
Leikmenn Keflavfkur Mín Skot 3ja stiga Víti Fraköst (só-vö) Stoö Vi Fvi Bt Bn Vs Stig
Brooke Schwartz 40 28/12 (43%) 5/1 (20%) 6/5 (83%) 14 (6-8) 4 3 7 5 3 0 30
Erla Þorsteinsdóttir 37 18/5 (28%) 3/2 (67%) 0 6(0-6) 0 4 1 0 2 2 12
Svava Ósk Stefánsdóttir 27 4/3 (75%) 1/0 (0%) 2/1 (50%) 6(0-6) 1 2 2 2 0 2 7
Marín Rós Karlsdóttir 29 8/2 (25%) 3/1 (33%) 0 5(1-4) 3 1 1 1 0 0 5
Kristín Blöndal 27 10/1 (10%) 5/1 (20%) 2/1 (50%) 2(1-1) 6 3 3 0 0 0 4
Bima Valgarðsdóttir 21 5/0 (0%) 1/0 (0%) 0 2 (1-1) 0 5 1 3 1 3 0
Guðrún Ósk Karlsdóttir 16 2/0 (0%) 0 0 6(3-3) 0 0 1 1 0 1 0
Theódóra Káradóttir 3 0 0 0 1(0-1) 0 1 0 0 0 0 0
Bonnie Lúðvíksdóttir 0
Sigriður Guðjónsdóttir 0
Samtals 200 75/23 (31%) 18/5 (28%) 10/7 (70%) 42 (12-30) 14 19 16 12 6 8 58
Maður leiksins: Heather Corby, KR
Skammstafanir
Mín=Mínútur spilaðar, Skot=Skotnýting úr 2ja og 3ja stiga skotum, Só=sóknarfráköst, Vö=vamarfráköst,
Stoð=Stoðsendingar, Vi=Villur, Fvi=Fiskaðar villur, Bt=Tapaðir boltar, Bn=Boltum náð, Vs=Varin skot.
skipt niður á leikhlutana fjóra:
1. leikhluti: 7 stig, 3 fráköst, 3 varin
skot, 2 stoðsendingar, 1 stolinn, hitti úr 3
af 6 skotum (50%) og 1 af 2 vítum.
2. leikhluti: 10 stig, 7 fráköst, 1 varið
skot, 1 stoðsending, 1 stolinn, hitti úr 4 af
10 skotum (40%) og 2 af 2 vítum.
3. leikhluti: 9 stig, 5 fráköst, 1 varið skot,
hitti úr 3 af 5 skotum (60%) og 3 af 4 vít-
um.
4. leikhluti: 9 stig, 2 fráköst, 1 varið skot,
2 stoðsendingar, 1 stolinn, hitti úr 3 af 4
skotum (75%) og 3 af 6 vítum.
Birna Valgarðsdóttir náði ekki að
skora stig á 21 mínútu en Birna er stiga-
hæsti leikmaður Keflavíkurliðsins, með
14,1 stig að meðaltali í ieikjum vetrarins
fyrir bikarúrslitaleikinn um helgina.
Erla Þorsteinsdóttir, miðherji Keflavík-
ur, varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í
bikarúrslitaleik eftir að hafa sex sinnum
fagnað bikarnum. Erla, sem hafði nýtt
57% skota sinna i siðustu fimm deildar-
leikjum, nýtti aðeins 28% þeirra á laugar-
dag og, það sem meira er, hún fékk ekk-
ert víti í leiknum.
Guóbjörg Noröfjörö hjá KR lék sinn átt-
unda bikarúrslitaleik og fagnaði sínum
þriðja bikarmeistaratitli. Guðbjörg skor-
aði sínar fyrstu körfur utan af velli eftir
barnsburð og komst með þeim í fjórða
sætið yfir stigahæstu leikmenn bikarúr-
slitaleiks kvenna frá upphafi. Guðbjörg
hefur skorað 81 stig i átta bikarúrslita-
leikjum sínum. Guðbjörg varð líka fyrsta
konan til að vinna bikarúrslitaleik gegn
Keflavík i annað sinn en Keflavik hefur
aðeins tapað þremur af þrettán bikarúr-
slitalejkjum sínum í kvennaílokki. -ÓÓJ
Erla Þorsteinsdóttir, lykilmaöur Keflavíkurliðsins, komst lítiö áleiöis gegn Heather
Corby (til hægri) og varö aö sætta sig við sín fyrstu silfurverðlaun í bikarúrslitaleik.
Kristinn Óskarsson, þjálfari Keflavíkur:
Flæðið vantaði
Kristinn Óskarsson bar sig vel eftir
tapiö en var engu að síður óhress með
silfurverðlaunin.
„Við töpuðum fyrir góðu liöi sem
kom vel undirbúið. Við lentum strax
undir og við það riðlaðist þetta svolít-
ið hjá okkur. Brooke Schwartz, sem
spilaði frábærlega, tók af skarið en
reyndi stundum fullmikið og í kjölfar-
ið vantaði meira flæði í sóknarleikinn
hjá okkur. Þær komu boltanum ekki
inn á Erlu og svo var Birna Valgarðs-
dóttir alveg út úr leiknum. KR-stelpur
komu ákveðnari til leiks og svo var
nýi erlendi leikmaðurinn mjög góður.
Það vantaði Hönnu Kjartansdóttur
hjá KR en hinar þjöppuðu sér grein-
lega vel saman. Henning á hrós skilið
fyrir. Nú verðum við bara vinna í
þeim hlutum sem þarf að laga og
koma betur undirbúin," sagði Krist-
inn þegar DV-Sport hitti hann eftir
leikinn.
-BG