Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Blaðsíða 4
22
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Sport
DV
KA/Þór-ÍR 17-13
Valsstúlkur komu, sáu og
sigruðu heimastúlkur í Víkingi
í Nissan-deild kvenna á laugar-
daginn, 23-21. Víkingsstúlkur
byrjuðu vel í leiknum og héltu
forskoti til að byrja með en þeg-
ar fyrsti þriðjungur fyrri hálf-
leiks var búinn þá náðu Vals-
stúlkur góðum leikkafla og
komust yfir og Víkingsstúlkur
misstu flugið. Hafrún Kristjáns-
dóttir lék virkilega vel í leikn-
um, flskaði sjö vítaköst ásamt
því að ná brottrekstrum á varn-
armenn Vikinga.
Stefán Arnarsson, þjálfari
Víkings, tók þá leikhlé þegar
gestirnir voru komnir með
þriggja marka forskot, 5-8,
breytti vörninni í 6:0 og setti
Steinunni og Gerði Betu inn á.
Við þetta breyttist leikur Vík-
ingsstúlkna til muna og skor-
uðu þær næstu 5 mörk og
komust yfír en Valsstúlkur klór-
uðu í bakkann undir lok hálf-
leiksins og náðu að jafna.
í seinni hálfleik byrjuðu
heimastúlkur betur og náðu
tveggja marka forskoti en þá
sögðu Valsstúlkur hingað og
ekki lengra og komust i 20-23
þegar mínúta var eftir. Víkings-
stúlkur náðu að skora siðasta
mark leiksins og er þetta fjórði
ósigur liðsins í röð. „Við stóðum
okkur ekki og við eigum tvo
leiki eftir í deildinni og verðum
að vinna þá ef við ætlum að
lenda í fimmta sæti en við stefn-
um að því. Við mætum
Gróttu/KR næst. Það verður
leikur upp á líf og dauða og við
verðum að vinna þann leik,“
sagði Guðbjörg Guðmannsdóttir
leikmaður Víkings.
Ekki er annað hægt að segja
en að dómarnir sem voru
1-0, 1-2, 6-6, 11-7, 11-9, 13-11, (13-12),
13-13, 14-13, 20-18, 22-19, 22-22, 25-23,
(25-25), 27-26, (27-27), 29-27, 29-29, 33-29.
FH:
Mörk/víti (skot/viti): Hafdís Hinriks-
dóttir 11/6 (16/6), Björk Ægisdóttir 9
(14), Judith Esztergal 4 (9), Sigrún Gils-
dóttir 3 (3), Dagný Skúladóttir 3 (6),
Dröfn Sæmundsdóttir 2 (6), Hildur Páls-
dóttir 1 (2), Ragnhildur Guðmundsd. (4).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Dagný
2, Hafdís, Judith).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 6.
Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta
Slapikiene 13/1 (34/4,38%), Kristín Mar-
ía Guðjónsdóttir 9 (17/4, 53%)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/víti): Inga Lára Þóris-
dóttir 9/6 (13/6), Halla María Helgadótt-
ir 5/1 (12/2), Guðný Gunnsteinsdóttir 4
(4), Margrét Vilhjálmsdóttir 4 (6), Hrund
Scheving Sigurðardóttir 3 (4), Svetlana
Theetchetcha 3 (8), Jóna Margrét Ragn-
arsdóttir 1 (4), Hrund Grétarsdóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Halla
María, Svetlana, Guðný, Hrund S.).
Vitanýting: Skorað úr 7 af 8.
Varin skot/víti (skot á sig): Sóley Hall-
dórsdóttir 8 (30/4, 27%), Lijana Sadzon
13 (24/2, 54%). Brottvisanir: 8 mínútur.
2-2, 4-4, 6-6, (9-6), 13-7, 14-9, 15-10,
17-11, 17-13.
KA/Þór:
Mörk/víti (skot/viti): Inga Dís Sigurð-
ardóttir 6/5 (8/5), Ásdís Sigurðardóttir
5 (8), Martha Hermannsdóttir 3 (3), Elsa
Birgisdóttir 3 (8), Þóra Hjaltadóttir (1),
Elísabet Einarsdóttir (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 0.
Vitanýting: Skorað úr 5 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Sigur-
björg Hjartardóttir 4 (10, 40%), Rósa
María Sigbjömsdóttir 8/1 (15/4, 53%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
ÍBi
Mörk/víti (skot/viti): Anna M. Sigurð-
ardóttir 5 (6), Heiða Guðmundsdóttir 4
(11/1), Inga Jóna Ingimundardóttir 3/3
(4/3), Bára Jóhannesdóttir 1 (1), tris
Dögg Harðardóttir (3), Þorbjörg Ey-
steinsdóttir (2), Guðrún Harðardóttir
(1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 0.
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Varin skot/viti (skot á sig): Aldís
Bjarnadóttir 8 (24/4, 33%), Helga D.
Magnúsdóttir 1(2/1, 50%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Maöur leiksins: Björk
Ægisdóttir, FH
Maður leiksins: Rósa María
Sigurbjörnsdóttir, KA/Þór.
Maður leiksins:
Kristjánsdóttir,
Hiti hægra megin
- hjá FH sem vann Stjörnuna eftir tvær framlengingar
FH vann sinn þriðja leik í
röð í Nissandeild kvenna með
því að leggja Stjörnuna, 33-29,
eftir tvíframlengdan leik í
Kaplakrika á föstudag.
Hægri vængur FH-liðsins
var gulls ígildi í leiknum þvi
þær Björk Ægisdóttir og Haf-
dís Hinriksdóttir skiluðu 20
mörkum og 11 stoðsendingum
saman, þar á meðal sína hvor
inn á línu á Sigrúnu Gilsdóttur
í lok leiksins. Sigrún er 18 ára
línumaður og skoraði hún þrjú
mörk og fiskaði tvö víti á raf-
mögnuðum lokamínútum.
Björk byrjaði leikinn af
krafti í vöm og sókn og
skoraöi flmm mörk fyrir hlé
og nýtti 9 af 14 skotum sínum í
leiknum sem er frábær nýting
hjá skyttu. Hafids nýtti öll sex
víti sín af öryggi og þær tvær
sem hafa verið að keppa um
hægri skyttu-stöðuna í vetur
spiluðu nú hlið við hlið með
frábærum árangri.
En fleiri komu að þessum
sigri. Judith Esztergal spilaði
af mikilli skynsemi og var sem
klettur í vörninni þrátt fyrir
að leika síðustu 17 mínútur
venjulegs leiktíma og tvær
framlengingar með tvær brott-
vísanir á bakinu. Þá átti Krist-
ín María Guðjónsdóttir góða
innkomu í markið og Dagný
Skúladóttir truflaði mikið
Stjörnusóknina í indíána-hlut-
verki sínu í 5:l-vörn FH og stal
meðal annars fimm boltum af
Stjörnustúlkum.
FH byrjaði vel og hafði
frumkvæðið allan leikinn.
Þrátt fyrir að leikurinn færi í
tvær framlengingar var Stjarn-
an yfir síðast í leiknum í stöð-
unni 4-5 þegar 11 mínútur
voru búnar af leikmnn. FH var
með leikinn í sínum höndum
en með smáhjálp frá áhuga-
lausum dómurum leiksins
náði Stjarnan að tryggja sér
tvær framlengingar, þökk sé
reynslunni.
Stjörnuliðið var þannig bor-
ið uppi af þremur reynslumikl-
um leikmönnum sem fóru með
þær langt en þó ekki nóg. Inga
Lára Þórisdóttir skoraði niu
mörk, átti fimm stoðsendingar
og fiskaði tvö víti. Inga nýtti
öll sex vítin sín í leiknum.
Fyrrum félagi Ingu í Víkingi,
Halla María Helgadóttir, átti
líka góðan leik, varði meðal
annars sex skot í vöminni og
gaf sex stoðsendingar, auk
þess að skora fimm mörk. Lij-
ana Sadzon varði líka vel eftir
að hún kom í markið.
Best i Stjömuliðinu var þó
Guðný Gunnsteinsdóttir sem
nýtti öll fjögur skotin sín á lín-
unni, auk þess að stöðva
hverja FH-sókn frá vinstri
vængnum. Stjörnuvörnina
skorti tilfmnanlega hennar
framlög hinum megin en þar
blómstmðu þær Hafis og
Björk. -ÓÓJ
dæmdir i seinni hálfleik hafi
fallið gestunum af og til í hag.
Guðmundur Erlingsson og
Tómas Sigurdórsson hafa ávallt
verið umdeildir dómarar og
mun það ekki breytast eftir
þennan leik. Seinni hálfleik er
best að kalla uppstand af þeirra
hálfu þar sem ekkert samræmi
var í dómum og á köflum virt-
ust þeir ekkert vita hvað þeir
voru að gera á vellinum. T.d.
var annað liðið að hefja sókn
þegar Guðmundur ákvað, eins
og honum er einum lagið, að
dæma allt í einu vítakast upp úr
þurru. Það er ótrúlegt að af 14
dómarapörum sem dæma hand-
knattleik sé ekki hægt að fá
aðra dómara en þessa á
kvennaleiki. Það er ekkert ann-
að en hrein móðgun við kvenna-
handknattleik að þessir menn
dæmi leiki hjá þeim. -BB
Víkingurinn Eva Halldórsdóttir sleppur hér í gegn fram hjá Önnu M. Guömundsdóttur Valskonu
í leik liöanna í Víkinni á laugardag. DV-mynd Pjetur
Lítil stemning
Leikur botnliðanna í 1. deild kvenna fór fram
í KA-heimilinu á laugardaginn. ÍR kom án stiga
til Akureyrar og voru stúlkurnar staðráðnar í að
ná í sín fyrstu stig. Akureyrarstúlkur ætluðu að
vinna sinn fyrsta heimaleik í vetur með því að
leggja ÍR að velli. KA/Þór hefur oft spilað vel í
leikjunum en ekki náð að klára leikina heldur
tapað þeim á síðustu mínútum.
Leikurinn var frekar leiðinlegur. Lítil stemn-
ing var i báðum liðum sem bitnaði hreinlega á
gæðum leiksins. Ásdís Sigurðardóttir stóð sig
vel í vöminni en mætti þó treysta liðsstúlkum
sínum meira í leik sínum. Inga Dís Sigurðar-
dóttir var öryggið uppmálað á vítalínunni og
klúðraði ekki einu vítakasti.
Liö ÍR sá aldrei til sólar. Stúlkumar héldu
jöfnu, 6-6, eða fram að 20. mínútu leiksins. Ak-
ureyrarstúlkur komust þá í 9-6 og var það stað-
an í hálfleik. Seinni hálfleikur einkenndist af
varnarleik og einnig voru markmenn beggja liða
að verja vel. Sóknarmennimir voru ekki að
gera neina góða hluti en Inga Dís skoraði sex af
átta mörkum KA/Þórs í seinni hálfleik, þar af
vom fimm mörk úr vítum.
Dómarana skorti kjark þegar þeir ráku ekki
Önnu Sigurðardóttur af leikvelli fyrir gróft brot
á Ásdísi Sigurðardóttur en Anna átti hins vegar
góðan leik fyrir ÍR. Aldís Bjarnadóttir, í marki
ÍR, átti ágætan seinni hálfleik ásamt kollega sin-
um í liði KA/Þór en Rósa María kom mjög sterk
inn í leikinn í seinni hálfleik. Klukkan í KA-
heimilinu var biluð og var því gripið til tennis-
spjalda til að sýna markaskorun og tímavörður
öskraöi annað slagið inn á völlinn hversu mikið
var eftir.
-JJ
Hafrún
Val.
Dómarar (1-10): Ingi Már Gunnars-
son og Þorsteinn Guðnason, (5).
GϚi leiks (1-10): 3.
Áhorfendur: 50.
Víkingur-Valur 21-23
I- O, 2-1, 3-2, 4-5, 6-8, 7-8, 10-8, 11-9,
II- 11, (12-12) 14-13, 15-14, 16-16,
16-18, 17-20, 18-22, 20-23, 21-23.
Vikinsur:
Mörk/viti (skot/viti): Kristín Guð-
mundsdóttir 9/4 (14/5), Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 4 (5), Gerður Beta Jóhann-
esdóttir 3 (5), Guðrún Hólmgeirsdóttir 2
(4), Margrét Egilsdóttir 1 (1), Steinunn
Bjamason 1 (2), Helga Guðmundsdóttir
1(2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Stein-
unn, Gerður, Kristín, Guðrún, Guð-
björg).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Helga
Torfadóttir 12 (35/9, 34%, eitt víti í slá).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Valur:
Mörk/viti (skot/víti): Eivör Pála Blön-
dal 7/5 (9/6), Kolbrún Franklín 6/4
(9/4), Ámý Björg ísberg 5 (12), Arna
Grímsdóttir 2 (2), Hafrún Kristjánsdótt-
ir 2 (4), Anna M. Guðmundsdóttir 1 (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 0.
Vitanýting: Skorað úr 9 af 10.
Varin skot/viti (skot á sig): Berglind
Hansdóttir 11/1 (32/4, 34%).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Guðmundur
Erlingsson og Tómas Sigurdórsson (1).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 100.
Dómarar (1-10): Anton Pálsson og
Hlynur Leifsson (4).
GϚi leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 100.
FH-Stjarnan 33-29
(25-25)(27-27)