Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Page 10
28
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
29
Eiríkur Önundarson. annar
bestu ieikmanna ÍR í feiknum,
faömar iangþráöan bikar.
Honum á vinstri hönd eru
brosmildir félagar hans,
Hreggviður Magnússon,
Siguröur Porvaldsson, Steinar
Arason og Ásgeir Bachmann.
DV-mynd PÖK
Sport
Halldór Kristmannsson, fyrirliöi ÍR-
inga, tekur við fyrsta bikarnum sem fer í Breiöholtið. Eiríkur Önundarson og
Hreggviöur Magnússon fylgjast kampakátir meö.
■e*
^Jon Orn Guðmundsson, þjalfari bik-
^ armeistara ÍR, smellir vænum sigurkossi á bikarinn í leikslok á bikarúrslita-
leiknum í laugardaginn. Þetta var fyrsti bikarmeistaratitil Jóns Arnar. DV-myndir ÞÖK
'jy Samanburður %
43% Skotnýting 34%
47 Fráköst 38
13 Sóknarfráköst 12
9/1 3ja stiga skot 32/10
22 Stoðsendingar 12
84% Vítanýting 68%
20 Tapaðir boltar 19
26 Villur 32
0-4, 5-7, 7-12, 10-17,
16-19, (18-19), 20-19,
26-22, 26-31, 33-32,
(35-39), 39-39, 41-42,
49-50, 57-50, 59-54,
65-56, (65-59), 67-59,
78-69, 81-74, 84-80,
87-83, 91-83.
16-17
20-22
35-36
47-44
63-54
71-65
87-80
IR-Hamar 91-83
18-19, 17-20, (35-39), 30-20, 26-24
1Skot%: 32% (12) - 33% (22) Viti%: 57% (7) - 90% (10)
Fráköst (i sókn): 12 (6) -12 (2) Tapaðir boltar: 2-7
jSkot%: 31% (16) - 35% (17) Víti%: 100% (7) - 83% (6)
]Fráköst (í sókn): 11 (3) - 8 (2) Tapaðir boltar 84
JSkot%: 61% (18) - 38%(13) VítBfc 100%® - 64% (14)
Fráköst (í sókn): 10 (3) - 5 (2) Tapaðir boltar: 4-5
|Skot%: 55% (11) - 32% (25) Viti%: 81% (16) - 40% (10)
jFráköst (í sókn): 14 (1) -13 (6) Tapaðir boltar 8-3
Dómarar (1-10): Helgi
Bragason og Kristinn
Albertsson (xx)
Gceöi leiks (1-10): x.
Áhorfendur: xx.
Leikmenn ÍR Mín. Skot 3ja stiga Víti Fiáköst(s6vö) Stoð Vi Fvi Bt Bn Vs Stig
Cedrick Holmes 39 23/12 (52%) 0 10/9 (90%) 16 (3-13) 4 4 7 5 2 0 33
Eiríkur Önundarson 37 12/4 (33%) 3/0 (0%) 10/10 (100%) 5 (2-3) 11 4 10 7 4 0 18
Sigurður Þorvaldsson 28 9/5 (56%) 0 5/4 (80%) 10(4-6) 1 2 4 1 1 3 14
Steinar Arason 25 8/3 (38%) 3/1 (33%) 8/5(63%) 4(0-4) 2 2 4 1 0 1 12
Hreggviður Magnússon 24 6/2 (33%) 0 3/13(100%) 2(2-0) 2 4 3 4 1 0 7
Ólafur Jónas Sigurðsson 21 3/2 (67%) 0 2/1 (50%) 5(2-3) 2 5 1 2 0 0 5
Halldór Kristmannsson 14 1/1 (100%) 0 0 2(0-2) 0 3 1 0 0 0 2
Ásgeir Bachman 9 6/1 (17%) 3/0 (0%) 0 2(0-2) 0 1 2 0 1 0 0
Björgvin Jónsson 3 0 0 0 1(0-1) 0 1 0 0 0 0 0
Benedikt Pálsson 0
Samtals 200 67/29 (43%) 9/1 (11%) 38/32(84%) 47 (13-34) 22 26 32 20 9 4 91
Leikmenn Hamars Mín. Skot 3ja stiga Víti Fráköst (só-vö) Stoð Vi Fvi Bt Bn Vs Stig
Chris Dade 37 24/6 (25%) 16/4 (25%) 23/18 (78%) 11 (2-11) 3 5 12 8 4 0 34
Pétur Ingvarsson 29 15/5 (33%) 10/3 (30%) 4/3 (75%) 2(0-2) 1 4 3 3 3 1 16
Skarphéðinn Ingason 35 7/4 (57%) 1/0 (0%) 2/1 (50%) 8(5-3) 3 3 3 3 3 1 9
Óli Barðdal 15 8/3 (38%) 3/1 (33%) 0 4(3-1) 0 5 1 0 1 0 7
Gunnlaugur Erlendsson 15 2/2 (100%) 2/2 (100%) 0 1(0-1) 0 3 0 1 1 0 6
Hjalti Pálsson 29 4/2 (50%) 0 2/1 (50%) 4(1-3) 2 5 1 1 0 2 5
Lárus Jónsson 14 2/0 (0%) 0 8/4 (50%) 2(0-2) 3 2 5 2 2 0 4
Svavar Pálsson 20 5/1 (20%) 0 1/0 (0%) 3(0-3) 0 4 1 1 1 1 2
Sigurður E. Guðjónsson 6 0 0 0 1(1-0) 0 1 0 0 0 0 0
Jónas Jónsson 0
Samtals 200 67/23 (34%) 32/10 (31%) 40/27 (68%) 38 (12-26) 12 32 26 19 15 5 83
Maður leiksins: Cedrick Holmes, ÍR
Skammstafanir
Mln.=Minútur spilaðar, Skot=Skotnýting úr 2ja og 3ja stiga skotum, Só=sóknarfráköst, Vö=varnarfráköst,
Stoð= Stoðsendingar, Vi=Villur, Fvi=Fiskaðar villur, Bt=Tapaðir boltar, Bn=Boltum náð, Vs=Varin skot
- á enda hjá ÍR-ingum sem urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir sigur á Hamri í sjöttu tilraun sinni
ÍR-ingar hömpuðu bikarmeistaratitlin-
um í fyrsta skipti í sögu félagsins í Laug-
ardagshöll á laugardaginn með sigri á
Hamri, 91-83. Bæði lið komust nokkuð
óvænt í úrslit og var nokkuð sérstök
stemning í höUinni. Hvergerðingar fjöl-
menntu á leikinn eins og við var að búast
og létu vel í sér heyra.
Chris Dade skoraði fyrstu körfu leiks-
ins fyrir Hamar úr vítaskotum og voru
Hvergerðingar öllu sterkari í upphafi.
Þeir misstu þó Svavar Pálsson út af með
þrjár vihur eftir rúmar þrjár mínútur en
dómarar leiksins voru duglegir að nota
flautuna og áttu margir leikmenn eftir að
lenda í villuvændræðum. Pétur Ingvars-
son skoraði tvær 3ja stiga körfur um miðj-
an fyrsta leikhluta og kom mönnum
sínum sjö stigum yflr, 17-10.
Skotréttur kominn snemma
ÍR-ingar voru komnir í skotrétt eftir
fimm mínútna leik og voru Hamarsmenn
einnig komnir með skotrétt stuttu seinna.
Heggviður Magnússon kom fljótlega inn í
leikinn fyrir Ásgeir Bachman og skoraði
hann fjögur stig nánast alveg um leið.
Eftir fyrsta leikhluta var Hamar með eins
stigs forskot, 19-18, og allt stefndi í hörku-
leik. Hamar náði þó aftur undirtökunum
og fór svo að Jón Örn Guðmundsson,
þjálfari ÍR, tók leikhlé til að fara yfir stöð-
una. Á þessum kafla voru bæði lið að
flýta sér fullmikið í sókninni og voru
menn að taka slæm skot oft á tíðum.
Betri vörn
ÍR-ingar komust síðan einu stigi yfir en
það stóð ekki lengi og kom Chris Dade
Hamri Qórum stigum yfir með 3ja stiga
körfu í sama mund og lokaflautið gall.
Staðan í hálfleik var því 39-35 í hálíleik,
Hamri í vil.
ÍR-ingar komu sterkir til leiks í þriðja
leikhluta og þéttu vömina hjá sér. Smátt
og smátt komust ÍR-ingar yfir og réðu
Hamarsmenn ekkert við Cedrick Holmes
sem meðal annars átti góða troðslu sem
varð til þess að auka stemninguna hjá ÍR.
Einnig fór Eiríkur að finna körfuna en
hann var með yfirfrakka á sér nánast all-
an leikinn. Sigurður Þorvaldsson var
einnig í ham á þessum kafla og voru þess-
ir þrír mjög svo drjúgir í sókninni. Chris
Dade var ófeiminn að skjóta og skutu
Hvergerðingar of mikið af 3ja stiga skot-
um. ÍR-ingar náðu 9 stiga forskoti, 65-56,
en Skarphéðinn Ingason og Chris Dade
skoruðu þrjú síðustu stigin í leikhlutan-
um og minnkuðu muninn í sex stig.
Sex stig á sjö sekúndum
Munurinn í fjóröa leikhluta var yfirleitt
fimm til átta stig og misnotuðu Hamars-
menn mikið af vltaskotum á þessum
kafla. Hamri gekk erfiðlega að minnka
muninn og tíminn vann með ÍR-ingum.
Þegar rúm mínúta var eftir var ÍR 10 stig-
um yfir. Þá kom upp hin fræga seigla
Hamars og skoraði liðið tvær 3ja stiga
körfur á einum sjö sekúndum og munur-
inn var orðinn aðeins íjögur stig og 42
sekúndur eftir af leiknum. Hamarsmenn
brugðu á það ráð að brjóta og senda ÍR-
inga á vítalínuna til að freista þess að ÍR
misnotaði vítaskotin en það varð ekki því
leikmenn ÍR voru öruggið uppmálað á
vítalínunni og kláruðu leikinn.
Það er óhætt að segja það að bæði lið
kunna að meta það að vera að spila tO úr-
slita um bikarinn. Leikmenn beggja liða
lögðu sig 120% fram og viljinn var fyrir
hendi. En eins og alltaf þá getur bara ann-
að liðið farið sem sigurvegari en þrátt fyr-
ir tap geta leikmenn Hamars borið höfuð-
ið hátt fyrir frábæra frammistöðu i bikar-
keppninni í heild. Þetta féll eki þeirra
megin og ÍR-ingar reyndust sterkari.
Hittnin var ekki góð hjá Hamri og á skot-
valið kannski sinn þátt í því. Liðinu tókst
aldrei að koma vörninni í gang þar sem
dómarar leiksins leyfðu ekki mikið.
Dade skotglaður
Chris Dade var atkvæðamestur í leikn-
um og skoraði 34 stig en var ekki nema
með 25% skotnýtningu í leiknum. Flest-
öll stigin komu af vítalínunni en óhætt er
að segja að hann sé grænt ljós í sókninni.
Það hefur marg oft gengið upp en ekki að
þessu sinni. -Hann er duglegur að fiska
villur á menn og er áberandi hvernig
hann veiðir menn í gildru þegar hann tek-
ur 3ja stiga skot. Hann má einnig sjá sam-
herja sína betur þegar hann dregur 2-3
vamarmenn að sér.
Pétur Ingvarsson átti ágætis leik en
menn eins og Skarphéðinn Ingason og
Hjalti Pálsson náðu aldrei að komast í
takt við leikinn. Sama má segja um Svav-
ar Pálsson en hann var tekinn snemma út
úr leiknum.
Steinar Arason mikilvægur
ÍR-ingar voru betri aðilinn og vel að
sigrunum komnir. Breiddin var góð og
ungu strákarnir spiluðu eins og þeir væru
búnir að spila marga bikarúrslitaleiki.
Sigurður Þorvaldsson var með tvöfalda
tvennu og Hreggviður og Ólafur Sigurðs-
son skiluðu sínu. Cedrick Holmes átti
mjög góðan leik og virðist finna sig vel í
Hamri. Hann var drjúgur i fráköstunum
og skoraði 33 stig. Eiríkur var mikilvæg-
ur og skoraði 18 stig án þess að ná sér al-
mennilega á strik. Það segir kannski allt
um það hversu góður leikmaður hann er.
Hann var heppinn að fá ekki fimmtu villu
sína í upphafi síðasta fjórðungs en slapp
með skrekkinn. Steinar Arason átti
klassa-innkomu og skoraði mikilvæg stig.
-BG