Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 16
34
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Sport
Anton Kristjánsson, sundmaöur úr Ösp, stóð sig vel á alþjóðlega mótinu í Malmö og náði B-lágmarki í landsliðiö í bringusundi. Hann tryggði sér jafnframt
þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í sumar. DV-mynd AKV
Fatlaðir íþróttamenn á alþjóðlegu móti í Svíþjóð:
- í Malmö hjá íslensku krökkunum sem unnu til 29 verðlauna
Eitt af fóstum verkefnum nokk-
urra aðildarfélaga ÍF hefur verið
þátttaka í alþjóðlegu íþróttamóti í
Malmö i Svíþjóð, sem fram fer í
febrúar ár hvert, nú síðast helgina
10.—11. febrúar síðastliðinn. Tvö að-
ildarfélaga ÍF, Ösp og ÍFR, sendu
keppendur á mótið. Alls tóku 14
keppendur frá Ösp og 4 frá ÍFR þátt
í sundi en auk þess sendi ÍFR þrjá
keppendur í borðtennis. Flestir
, þeirra íslendinga sem eru 17 ára og
yngri kepptu í 25 og 50 m greinum á
mótinu en þeir eldri kepptu í 50,100
og 200 m greinum.
Ný afreksstefna ÍF
Að loknum Ólympíumótum fatl-
aðra hefur yflrleitt farið af stað um-
ræða innan hreyfingarinnar, um
það hvort í sjónmáli séu framtíðar-
efni til þess að fylgja eftir glæstum
árangri fyrri ára. Innan aðildarfé-
laga ÍF og viða um landið leynast
framtíðarefni sem ÍF reynir að hlúa
að í samvinnu við þjálfara viðkom-
andi einstaklinga. íþróttanefndir ÍF
vinna nú að mótun hverrar íþrótta-
greinar í samræmi við nýja afrek-
stefnu ÍF. Þar er m.a. lögð aukin
áhersla á þá umgjörð er snýr að
framtíðarefnum innan hreyfingar-
innar.
Persónuleg met gleðja mest!
Á mótinu i Malmo í Svíþjóð náð-
ist mjög góður árangur, ekki síst
meðal þeirra yngri í hópnum sem
settu persónuleg met i fjölda greina.
íslenski hópurinn vann til fjöl-
margra verðlauna, en það sem vakti
mesta ánægju þjálfaranna var hve
margir íslenskir keppendur settu
persónuleg met á mótinu.
Frá íþróttafélaginu Ösp unnu eft-
irtaldir til verðlauna á mótinu:
í flokki þeirra sem fæddir voru
1986 og síðar vann Adrian Óskar
Erwin 2 brons.
í flokki þeirra sem fæddir eru
1983-1985 vann Andri Hilmarsson 2
silfur.
Anton Kristjánsson vann gull-
verðlaun í 50 m skriði í unglinga-
flokki en hann keppti í fullorðins-
flokki í öðrum gi-einum og bætti
tíma sína i flestum tilvikum. Hann
náði meðal annars B-lágmarki í
landslið í bringusundi og hefur með
því unnið sér inn þátttökurétt á
Evrópumeistaramótið í sundi sem
fram fer i sumar.
Fyrsta mót eftir árshlé
Bára Bergmann Erlingsdóttir var
að keppa á sínu fyrsta móti erlendis
eftir árshlé frá keppni en hún á að
baki áralanga keppnisreynslu og
frækna sigra á alþjóðamótum. Það
má með sanni segja að hún hafi
minnt á sig svo um munar. Hún
vann 4 gull og 2 silfur og synti und-
ir A-lágmörkum i nokkrum grein-
um. Til að komast inn í A-landslið
þarf hún að synda undir lágmörk-
unum í 50 m laug en keppt var í 25
m laug í Svíþjóð.
5 íslandsmet hjá Gunnari
Gunnar Örn Ólafsson einn af okk-
ar efnilegustu sundmönnum og
yngsti íslenski keppandinn í Sydney
í október, keppti í flokki fullorðinna
og vann til 6 verðlauna. Hann er
einn af fjórum sundmönnum sem
náð hefur að synda undir A-lág-
mörkum sem sett eru fyrir landslið
ÍF í sundi. Gunnar Örn vann tvö
gull og 4 silfur. Hann stórbætti ár-
angur sinn og setti islandsmet í' 5
greinum.
Þess má geta að fyrir einu ári síð-
an keppti Gunnar Örn á þessu sama
móti og komst þá ekki á verðlauna-
pall. Gunnar Öm náði líka lágmörk-
um fyrir IMÍ (innanhúsmeistara-
móti íslands hjá ófötluðum) sem
haldið verður í Vestmannaeyjum
helgina eftir íslandsmót fatlaðra.
Hann náði lágmarkinu í 100 m
baksundi.
Þátttakendur frá ÍFR kepptu allir
í yngri flokkunum og hlutu samtals
12 verðlaun. Jóna Dagbjört Péturs-
dóttir hlaut 3 gull, Jón Þorgeir Guð-
bjömsson hlaut 4 gull og Bjarni Þór
Einarsson hlaut 5 silfur.
Hlúum aö einstaklingunum
Þetta var mjög skemmtilegur og
samstilltur hópur og voru þjálfar-
arnir sammála um að þetta hefði
verið mjög vel heppnuð ferð sem
hefði staðfest aö framtíðarefnin eru
til staðar innan hreyflngarinnar.
Aðalatriðið nú er að hlúa vel að
þessum einstaklingum og skapa að-
stæður sem gera þeim kleift að ná
sem bestum árangri á næstu árum.
-AKV
Sunddrottningin Kristín Ftós Hákonardóttir og þjálfari hennar,
Kristín Guömundsdóttir fengu afhenta blómvendi frá
Lionsklúbbnum Eir 5. febrúar síöastliöinn.
Góð heimsókn
íþróttasamband Fatlaðra hefur átt mjög
gott samstarf við ýmis félagasamtök sem
stutt hafa starfsemi ÍF og aðildarfélaga þess
með fjárstuðningi en hafa auk þess tekið
beinan þátt í starfi nokkurra aðildarfélaga
ÍF.
Kynningar á starfsemi ÍF hafa verið í boði
fyrir þá er þess óska og margir hafa leitað til
ÍF á undanfórnum árum og óskað eftir kynn-
ingu og/eða heimsókn frá ÍF. Oft er um að
ræða stutta samantekt á heildarstarfsemi ÍF
auk þess sem sú regla hefur verið viðhöfð að
fatlaður einstaklingur er með stutt innlegg
um eigin reynslu af gildi íþróttastarfsins.
Einnig eru kynningar stundum tengdar ein-
staka verkefni á vegum ÍF.
Lionsklúbburinn Eir, sem styrkti ÍF vegna
þátttöku í Ólympíumóti fatlaðra í Sydney
óskaði eftir því að fá fulltrúa ÍF á fund
klúbbsins 5. febrúar. Lionsklúbburinn Eir
hefur í mörg ár styrkt ÍF vegna einstakra
verkefna og hefur þannig ásamt fjölmörgum
öðrum aðilum gert ÍF kleift að efla og þróa
starfsemina enn frekar.
Tveir góðir fulltrúar mættu á fund hjá
klúbbnum 5. febrúar, þær Kristín Rós Há-
konardóttir, sundkona og Kristín Guðmunds-
dóttir, landsliðsþjálfari ÍF í sundi. Kristín
Rós Hákonardóttir, hélt erindi á fundinum
um eigin reynslu af íþróttastarfl fatlaðra og
þátttöku í Ólympíumótum. Kristín Guð-
mundsdóttir, ræddi um þjálfun fatlaðra og
ýmis mál tengd starfseminni.
Kristín Rós og Kristín þjálfari voru yfir
sig ánægðar með móttökurnar en
heimsókn þeirra vakti mikla ánægju
meðal Lionskvenna eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. -AKV
I>V
íþróttasamband fatlaðra
íþróttamiöstööinni
Laugardal
Sími: 568 6301
Fax: 568 6315
Netfang: if@isisport.is
www.isisport.is/sersamb/if
Samstarfs-
samningar
Fyrir Ólympíumótið i Sydney 2000
gerði ÍF í fyrsta skipti samstarfs-
samninga til fjögurra ára við 10 fyrir-
tæki. Þetta samstarf var mjög
ánægjulegt fyrir ÍF og vonandi einnig
fyrir samstarfsaðilana. Árlega eru
haldnir fundir með samstarfsaðilum
þar sem starfsemin er kynnt og fyrir-
spurnum svarað um einstaka þætti.
Þannig fá fyrirtæki möguleika á að
fylgjast með hvernig framlagi þeirra
er variö en IF leggur megináherslu á
að traust riki á milli aðila og aö sam-
starfsaðilum sé sinnt sem hest. Flest-
ir þessara aðila hafa staðfest áfram-
haldandi samstarf við ÍF vegna
Ólympíumótsins í Aþenu árið 2004.
Undanfarna mánuði hefur verið í
gangi hjá ÍF endurnýjun samninga og
gerð nýrra samninga fyrir Ólympiu-
mótið í Aþenu áriö 2000.
Nú er fyrirtækjum gert kleift að velja
styrktarupphæð m.t.t. þriggja mis-
munandi möguleika. Styrktaraðilar
velja upphæð sem skipa þeim í Gull-
hóp, Silfurhóp eöa bronshóp.
Tveir samstarfssamningar ÍF voru
undirritaðir í síðustu viku en það eru
samningar ÍF við Flugleiðir og Nike.
Þessir samstarfsamningar hafa veru-
lega þýðingu fyrir ÍF og eru grunnur
að þeim undirbúningi sem nauðsyn-
legur er fyrir áframhaldandi þátttöku
afreksfólksins í verkefnum erlendis.
Auk samstarfsamninga vegna ólymp-
íumóta hafa verið gerðir samstarf-
samningar m.a. vegna verkefna á
vegum Special Olympics en ÍF er um-
sjónaraðili Special Olympics á Is-
landi.
ErlaÝrfékk #
Hvatningarbikar ÍF
Erla Ýr Hansen frá Bocciadeild Völs-
ungs fékk
afhentan
Hvatninga-
bikar ÍF i
hófi sem
íþrótta-
félagiö
Völsungur
á Húsavík
hélt ný-
lega.
Skráning hjá
Special Olympics
Special Olympics alþjóðasamtökin
hafa undanfarin ár unnið að því að
skipuleggja skráningu á öllum þátt-
takendum innan Special Olympics.
Aðildarlönd samtakanna eru 150 og
þvi gífurlegt verkefni að samræma
slíka skráningu. Evrópulöndin hafa
verið hvött til þess að vinna með
samtökunum aö því að setja þetta
verkefni af staö og ÍF mun leggja sitt
af mörkum í samræmi við þær reglur
sem gilda á íslandi varöandi slíka
skráningu. Samtökin vinna að
íþróttastarfi fyrir þroskaheft fólk um
heim allan.
Timothy Kennedy Shriver, forsvars-
maður samtakanna, leggur meginá-
herslu á að skráningar verði sam-
ræmdar sem best þannig að ekki
verði mögulegt að aðrir en þeir sem
greinast samkvæmt staðli Special
Olympics, taki þátt í verkefnum á
vegum samtakanna.
Sérstök yfirlýsing kom frá samtökun-
um í kjölfar þess að ófatlaðir einstak-
lingar kepptu með þroskaheftum á
ólympíumótinu í Sydney. Send var
samantekt til fjölmiöla þar sem gerð-
ur var skýr greinarmunur á Special
Olympics alþjóðasamtökunum og
INAS- FMH, sem eru alþjóðaíþrótta-
samtök þroskaheftra innan alþjóða-
ólympíunefndar fatlaðra, IPC. Island
er aðili að báðum þessum samtökum
sem hefur gert ÍF kleift aö gefa öllum
þroskaheftum, jafnt hinum almenna
iðkanda sem afreksfólkinu, tækifæri
á að taka þátt í spennandi verkefnum
erlendis. IF hefur sent bréf til allra
sinna aðildarfélaga þar sem óskað er
samstarfs vegna þessa verkefnis.
-AKV