Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Qupperneq 18
36
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001
Sport
i>v
Björg Gunnarsdóttir sýndi góö tilþrif þrátt fyrir að hún
væri nýlega byrjuð að stunda golfið.
Ólafur Ólafsson er hrifinn af golfinu.
Krakkarnir hafa unað hag sínum vel í skólagolfinu og áhuginn er mikill.
DV-myndir E.ÓI.
„Tiger Woods er langbestur“
Eina stúlkan sem var í
hópnum sem blaðamaður
heimsótti var Björg
Gunnarsdóttir og var
hún tiltölulega nýbyrjuð
í þessu (þó að það sæist
ekki á tilþrifunum). Þeg-
ar hún var spurð af
hverju hún hefði skellt
sér i þetta var fátt um
svör, en svo kom þó í ljós
að pabbi hennar hefur
stundað golf.
„Hann fer mikið í golf
á sumrin og ég hef stund-
um farið' með honum.
Mér fmnst það mjög gam-
an,“ sagði hún.
Björg reiknar með að
hún fái að fara eitthvað
með pabba sínum á golf-
völlinn í sumar og
kannski jafnvel slá eitt-
hvað sjálf. „Ég hef stund-
um fengið að slá aðeins
þegar ég er með pabba og
kannski fæ ég að slá
meira núna,“ segir hún.
Björgu fannst óneitan-
lega skrýtið að vera eina
stelpan i hópnum en virt-
ist samt ekkert finnast
neitt athugavert við það.
„Ég myndi ekkert frekar
vUja fá fleiri stelpur i
þetta. Þetta er ágætt
svona,“ sagði hún.
Henni finnst skemmti-
legast að pútta þegar hún
er í golfinu.
Ólafur Ólafsson er að-
eins reyndari í golflnu en
Björg. „Ég er búinn aö
æfa 2-3 sinnum þannig
að ég er að verða betri.
Ég hef líka farið upp á
völl með kennaranum,"
segir hann þegar blaða-
maður hrósar honum fyr-
ir góð skot.
Ólíkt Björgu er enginn
náinn fjölskyldumeðlim-
ur Ólafs í golfinu. „Ég
var bara hrifinn af þess-
ari íþrótt," segir hann.
Ólafur segist ekki
horfa mikið á golf í sjón-
varpinu en á þó sinn upp-
áhaldsgolfara. „Það er
Tiger Woods. Hann er
bestur. Hinir eru lélegir."
Honum finnst
skemmtilegast að taka
löng skot. Hann er þó
ekki viss um hvort hann
muni fara mikið á golf-
völlinn í sumar.
Það er ekki vafamál að
í þessum hópi, sem
stundar golfið, leynast
nokkrir upprennandi
golfarar og verður fróð-
legt að sjá hvemig mun
ganga hjá þeim þegar
fram líða stundir. -HI
Marsmaraþon
Marsmaraþon verður
þreytt laugardaginn 31.
mars. Það hefst kl. 9.30
við Ægisíðu í Reykja-vík.
Það sérstaka við
hlaupið er að þetta er
forgjafarhlaup sem þýðir
að menn byrja ekki á
sama stað heldur fer það
eftir ákveðnum skala hvar
hver hlaupári byrjar.
Skráningu í hlaupið
lýkur viku áður en
hlaupið hefst og fá allir
sem Ijúka keppni
verðlaunapening.
Nánari upplýsingar
veitir Pétur I. Frantzson í
símum 551-4096 og 898-
9902.
Þess má aö lokum geta
að hlaupaskrá fyrir árið
2001 verður birt hér á
síðunni i næstu viku.
-HI
Almenningsíþróttir
og útivist
Skólagolf
Iþróttakennsla fyrir böm i skólum
er að verða sífellt fjölbreyttari og
krakkar fá að kynnast mun fleiri
iþróttagreinum nú en fyrir nokkrum
árum. Meðal þess sem börn geta nú
lært í skólunum er golf, en Anna Día
Erlingsdóttir, íþróttakennari við Hofs-
staðaskóla, hefur nú kennt grunnskóla-
börnum golf í vetur.
Það voru tveir golfkennaranemar
sem gerðu lokaverkefni um skólagolf
fyrir rúmu ári og gáfu út rit um golf-
kennslu fyrir börn. Anna Día, sem er
íþróttakennari við Hofsstaðaskóla í
Garðabæ, var hvött til að taka þessa
kennslu upp í skólum og er þetta ann-
ar veturinn sem hún sér um þetta. Yfir
vetrartímann er æft golf í íþróttasaln-
um en á haustin og vorin fá krakkarn-
ir að prófa þetta utanhúss.
Tíminn hjá krökkunum byrjar á að
krakkamir velja sér kylfu og setjast
síðan á gólfið. Enginn má hreyfa kylf-
una nema með leyfi kennarans. Síðan
getfur kennarinn skip-
anir um hvernig æfing-
ar skuli gera og síðan
fá krakkarnir að æfa
sig. Á meðan blaðamað-
ur fylgdist með voru
gerðar margvislegar
æfingar, s.s. púttæfing-
ar, há högg og reynt að
hitta kúluna á ákveð-
inn stað (tekið skal þó
fram að ekki var leikið
með alvöru golfkúlum,
heldur litlum plastkúl-
um og tennisboltum).
Að sögn Önnu eru
krakkamir mjög mót-
tækilegir fyrir þessu.
„Þeir hafa tekið þessu
mjög vel og finnst mjög
spennandi að prófa eitt-
hvað nýtt. Krakkamir
héldu fyrst að það væri ekki hægt að
spila golf inni en svo komust þeir að
því að það þarf ekki golfvöll til að geta
æft sig í golfi."
Og foreldrarnir hafa einnig sýnt
þessu áhuga. „Síðasta vor var svo mik-
Ul áhugi hjá mæðrum að fá að taka
þátt í þessu með bömunum að við
skeHtum þeim i sérhóp í einum tíman-
um. Það var mjög skemmtUegt og for-
eldrarnir eru alltaf velkomnir að taka
þátt i þessu með börnunum enda er
þetta fjölskylduíþrótt og fjölskyldur
ættu að gera meira af því að fara sam-
an á golfvöllinn."
Það sem hefur vakið sérstaka at-
hygli er að stelpurnar hafa ekki sýnt
þessu sérstakan áhuga og það sást á
því að i timanum, sem undirritaður
fylgdist með, var aðeins ein stúlka í
tólf manna hópi. „Það er eins og stúlk-
umar haldi að þetta sport sé bara fyr-
ir stráka en það er að sjálfsögðu mikiU
misskUningur."
Anna Día vonast tU þess að golfið
verði kennt í fleiri skólum. „Þetta hef-
ur tekist mjög vel hér og ætti örugg-
lega að geta gengið annars staðar líka,“
segir hún að lokum.
Þess má geta að auk skólagolfsins
býður Tómstundaheimili Flataskóla og
Hofsstaðaskóla upp á golfleikjanám-
skeið þar sem menn eru að leika sér
meira í golfínu. -HI