Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2001, Síða 20
38 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2001 > j? 2. Helgi Reynir Árnason .....42 3. Árni Þór Bjarnason........41 4. Reynir Stefánsson ........36 Pro Stockflokkur - varð stigahæstur Úrslit í snjókrossi 24. febrúar Pro Open flokkur 1. sæti.....Alexander Kárason 2. sæti.....Helgi Reynir Árnason 3. sæti.........Árni Þór Bjarnason 4. sæti. . .Helgi Sigursteinn Ólafsson 5. sæti . . Skarphéðinn Eymundsson 6. sæti.........Þorsteinn Marel 7. sæti....................Reynir Stefánsson Pro Stock flokkur 1. sæti .......Halldór Óskarsson 2. sæti.............Baldur Hólm 3. sæti.....Ingvar Þór Óskarsson 4. sæti ....Kristinn Gunnarsson 5. sæti.....Jón Baldvin Árnason 6. sæti.....Ingi Þór Tryggvason 7. sæti....................Markús Gústafsson Sport Open flokkur 1. sæti ......Steinþór Stefánsson 2. sæti.....................Víðir Garðarson 3. sæti ........Sævar Áskelsson 4. sæti ........Steindór Jónsson 5. sæti.....Sveinbjörn Jóhannsson 6. sæti ........Hafþór Eiriksson 7. sæti.....Hilmar Ingi Ómarsson Sport 500flokkur 1. sæti.....Óðinn Þór Baldvinsson 2. sæti.........Stefán Vignisson 3. sæti.........Snorri Sturluson Staðan í íslandsmóti Pro Open flokkur 1. Alexander Kárason ...53 Vélsleöamenn sýndu oft á tíðum glæsileg tilþrif á íslandsmótinu í snjókrossi sem fram fór á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. DV-Mynd MS allra keppenda í snjókrossi á Egilsstöðum 1. Baldur Hólm ...............51 2. Halldór Óskarsson..........47 3. Kristinn Gunnarsson........43 4. Ingvar Þór Óskarsson ......42 Sport Openflokkur 1. Steinþór Stefánsson........54 2. Víðir Garðarsson...........48 3. Sævar Áskelsson............43 4. Steindór Jónsson...........42 Sport 500flokkur 1. Óðinn Þór Baldvinsson .....53 2. Stefán Vignisson ..........50 3. Snorri Sturluson ..........45 Fyrsta umferð í WSA snjókross- inu var á Egilsstöðum í frábæru veðri á Fjarðarheiði síðastliðinn laugardag. Það voru um 30 keppendur sem mættu til leiks eldsnemma á laugar- dagsmorgun til æfmga. Keppnin hófst svo kl. 14 og voru keyrðir fjórir flokkar, Pro Open, Pro Stock, Sport Open og Sport 500. Heimamaðurinn Reynir Stefáns- son tók forystuna í Pro Open flokkn- um í tveimur fyrstu riðlunum en hann sprengdi sig enda reynslulítill á sínu öðru ári í greininni. Þá fóru gömlu jaxlarnir að síga fram úr, þeir Alexander og Helgi Reynir. Al- exander sýndi mikla skynsemi og sparaði sig í byrjun þegar fá stig voru í boði. í úrslitunum stakk hann síðan alla af og vann örugg- lega. Keppnin heppnaðist að mestu leyti vel en Árni Grant fór fram fyr- ir sig og kom þá annar keppandi fljúgandi á hann. Nokkur rifbein urðu að gefa eftir en kallinn ber sig vel og er sprækur. í Pro Stock sigraði Halldór „Wise Grip“ Óskarsson eftir magnaða bar- áttu við Baldur Hólm. Þeir voru hlið við hlið nánast allan daginn og á síðasta hring réðust úrslitin. Kristinn Gunnarsson byrjaði dag- inn vel en úthaldið kláraðist alltof snemma til að hann gæti veitt þeim Halldóri og Baldri einhverja keppni í lokin þegar mest á reyndi. Heimamaðurinn Steinþór Ste- fánsson sigraði Sport Open flokkinn og Óðinn Þór Baldvinsson frá Akur- eyri sigraði Sport 500 flokkinn. Keppnishaldarar voru Akstur- íþróttaklúbburinn Start og Vélsleða- klúbbur Ólafsfjarðar og keppt var eftir reglum MSÍ. Önnur umferð í snjócrossi fer fram á Mývatni helgina 9.-11. mars og verður keppt í fleiri greinum, svo sem GPS fjallaralli, samhliða braut, ískrossi á mótorhjólum og go-kört- um. Hinn árlegi minningarleikur um Gunnhildi Líndal, fer fram í kvöld í íþrótthúsinu í Keflavík og hefst hann klukkan átta. Þar mætast kvennalið Keflavíkur og Grindavíkur eins og áður en Gunnhildur var leikmaöur með meistaraflokki Keflavíkur en lést í bílslysi í upphafi árs 1998. * Stoke tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu 2. deildarinnar þegar liöið beið lægri hlut fyrir Rotherham, 2-1, á útivelli. Peter Thorne skoraði mark Stoke. Rotherham komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar en Stoke er áfram í 6. sætinu. Birkir Kristinsson, Brynjar Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson og Ríkharður Daðason voru allir í byrjunarliði Stoke en Stefán Þórðarson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Bjarki Gunnlaugsson var í byrjun- arliði Preston sem vann Sheffield Wednesday, 2-0. Bjarki átti mjög góð- an leik og átti þátt í báöum mörkum Preston. Heióar Helguson var í byrjunarliði Watford gegn Stockport en fór út af í leikhléi án þess að setja mark sitt aö verulegu leyti á leikinn. Ólafur Gottskálksson og ívar Ingi- marsson voru að vanda í byrjunar- liði Brentford sem vann Notts County, 3-1. -ÓÓJ/ósk Met hjá Sunnu Sveinn Margeirsson stórbætti sig í 1500 metra hlaupi Sveinn Margeirsson, UMSS, varð í öðru sæti í 1500 m hlaupi á danska meistaramótinu sem fram fór í Malmö um helgina. Sveinn stórbætti ár- angur sinn og hljóp á 3.53,59mín. Er það rúm- um Qórum sekúndum betra en hann átti innan- húss og meira að segja betri tími en hann á best utanhúss í greininni. Robert Andersson ann- ar Kenya-Daninn sem keppir fyrir Danmörku ásamt Wilson Kipketer sigraði í hlaupinu. Sveinn veitti honum góða keppni allt hlaupið og leiddi lengi vel en varð að gefa eftir á sið- ustu 200 m. Arangurinn boðar gott Annars leggur Sveinn aðaláherslu á 3000 metra hindrunarhlaup og boðar þessi árangur mjög gott fyrir sumarið og nýtt ís- landsmet ætti örugglega að falla í hindruninni i sumar. Sveinn er einn af okk- ar nýju afreksmönnum og framtíðarmaður, að- eins 23 ára og er að nálg- ast lágmörk á stórmót eins og HM, EM og Ólympíuleika. Sveinn sýndi mikla keppnis- hörku í hlaupinu og bar enga virðingu fyrir kepp- endum sínum og var ákveðinn í að selja sig dýrt og það gekk upp. Gull og silfur hjá Fríðu Fríða Rún Þórðardóttir ÍR keppti í 1500 m hlaupi kvenna og bætti sinn besta tíma innanhúss og hljóp á 4.38,16mín. Þetta er betri tími en Fríða hljóp á á sl. ári utanhúss þannig að hún er greini- lega á góðri siglingu og stefnir á Smáþjóðaleika og var nálægt því að ná lágmarki til þátttöku þar með árangri sínum um helgina. Fríða Rún keppti í 3000 metra hlaupi í gær og bar sigur úr býtum, hljóp á tímanum 9.51,6 mínútum. Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS, sjöþrautarkona stökk langstökk 5,39m og hástökk 1,61 sem er vel frambærilegur árangur fyrir hana en þó ekki hennar besti. Vilborg varð einnig þriðja í 60 metra grindahlaupi. Met hjá Sunnu Sunna Gestsdóttir, Tindastóli, sigraði i 200 m hlaupi á norska meist- aramótinu í frjálsum íþróttum innahúss í gær og setti nýtt íslandsmet. Hún hljóp á 24, 80 sek. og bætti met Geirlaugar Geirlaugsdóttur, Ár- manni, frá árinu 1996 um 5/100 úr sekúndu. Á laug- ardaginn varð Sunna, sem búsett er í Noregi og æfir með liði Raufoss, í þriðja sæti í 60 metra hlaupi. Sunna Gestsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.