Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Side 1
Bragi Gunnarsson, formaöur knattspyrnudeiidar Fjölnis, og Jónas Kristinsson, formaöur Rekstrarfélags KR, skrifuðu undir venslasamninginn í KR-heimil- inu í gær. Aö baki þeim standa Pórður Marelsson og Gunnar H. Sigurðsson frá Fjölni og Gylfi Aðalsteinsson og Leifur Grímsson frá KR. DV-mynd PÖK WT - tveggja bæjarhluta eftir að KR og Fjölnir undirrituðu venslasamning í gær Rekstrarfélag KR og knattspyrnudeild Fjölnis í Grafarvogi hafa gert með sér svokallaöan venslasamning en lög sem lúta að slíkum samningum voru samþykkt á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði. Þessi samningur. sem gildir í eitt ár, felur í sér að liðin taka upp samstarf í efstu flokkum félaganna og er aðalmarkmiðið aö gefa ungum og efnilegum leikmönnum í KR sem eru á þröskuldi meistaraflokks félagsins tækifæri til að spila keppnisfótbolta ásamt því að styrkja meistaraflokk Fjölnis sem og umgjörð knattspyrnunnar í Grafarvogi í leiðinni. Tækifærin fyrir þessu ungu leikmenn hafa verið lítil sem engin undanfarin ár og á því ætla KR-ingar og Fjölnismenn að ráða bót í sameiningu. Þessi samningur rýmkar verulega fyrir félagaskiptum á milli liðanna og geta fjórir leikmenn frá hvoru liði dvalið hverju sinni hjá hinu félaginu í tímabundum félagaskiptum. Einnig munu efni- legir knattspymumenn í Fjölni eiga þess kost að æfa með KR í lengri eða skemmri tíma. Fjölnir er sem stendur í þriðju deild en félögin gera sér vonir um að koma liðinu upp í 2. deild með árangursríku samstarfi á þessu ári. Lengra má liðið ekki fara að sinni því reglur KSÍ segja að lið í efstu deild geti ekki gert venslasamninga nema við lið í 2. eða 3. deild. Jónas Kristinsson, formaður Rekstrarfélags KR, var ánægður eftir undirritun venslasamningsins. „Þetta er mikið framfaraskref og ég hef mikla trú á því að bæði félögin eigi eftir að njóta góðs af samstarfinu,“ sagði Jónas. -ósk Dæhlie er vonsvikinn Norska skíðagöngugoðsögnin Björn Dæhlie átti erfltt með að leyna vonbrigðum sínum með lyfjahneykslið í kringum finnska skíðagöngufólkið á heimsmeist- aramótinu í Lahti. „Þetta er hræðilegt og þaö versta sem gat komið fyrir skíðagöngúíþrótt- ina,“ sagði Dæhlie og bætti við: „Við höfum oft velt því fyrir okk- ur hvernig Finnarnir hafa farið að þvi aö vera alltaf á toppnum á stórmótum. Nú vitum við svarið. Ég vona bara íþróttin lifl þetta hneyksli af,“ sagði Dæhlie. -ósk Fær fjóra milljarða Þýski ökuþórinn Michael Schumacher (til hægri) hefur skrifað undir nýjan samning við Ferrari Hann fær rúmlega fjóra milljarða í árslaun sem er næstum fjórum sinnum meira en næstlauna- hæsti ökumaðurinn, Mika Hákkinen, fær. Schumacher verður jafnframt annar tekjuhæsti íþróttamaður heims á eftir kylfingnum Tiger Woods. Flestir eru þó á þvi að Schumacher sé hverrar krónu virði enda kappinn talinn vera besti öku- þór heims. -ósk Haukar mæta Sporting Haukar mæta portúgalska lið- inu Sporting í seinni leik lið- anna í átta liða úrslitum EHF- keppninnar í handknattleik á laugardaginn kl. 16 í íþróttahús- inu á Ásvöllum. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir Hauka sem gerðu góða ferð til Portúgal um siðustu helgi þegar liðið gerði jafntefli, 22-22, gegn Sporting. Það er að miklu að vinna því sæti í undanúrslitum keppninnar er í húfi og er vert að hvetja alla handknattleiks- áhugamenn til að fjölmenna i Hafnarfjörð. -ósk NBA-DEILDIN Úrslit miðvikudag: Atlanta-Toronto..........88-95 Terry 22, Knight 20, Kukoc 12, Mohammed 10 - Carter 32, A. Davis 18 (15 frák.), Clark 11, A. Williams 10. Indiana-Milwaukee .......99-86 Miller 24, J. O’Neal 17 (6 varin skot), Croshere 17, Rose 16 (12 stoðs.), Tabak 13 - Hunter 21, Allen 16, Cassell 16. Charlotte-New Jersey.....91-88 Wesley 26, Mashburn 23 (8 frák., 9 stoös.), Campbell 15 - Marbury 19, Newman 15, Van Hom 15, Martin 10 (9 frák.), Williams 10, Harris 10. Minnesota-Detroit .....111-100 Brandon 23, Szczerbiak 22 (8 frák.), K. Gamett 18 (10 frák., 10 stoðs.), Peeler 18 - Stackhouse 28, Williamson 21, Atkins 11. Philadelphia-Miami.......79-69 Iverson 27, Buford 16, Mutombo 10 (18 frák., 5 varin skot) - Jones 22, Hardaway 20. Chicago-Houston .........78-95 Brand 21, Artest 13, Miller 12 (10 frák.), Drew 9 - Francis 21, Olajuwon 17, Thomas 14 (12 frák.), Anderson 12, Mobley 12. Phoenix-Orlando .........91-97 Tsakalidis 17, Kidd 16 (16 frák.), Robinson 16, Gugliotta 14, Delk 12 - McGrady 25 (12 frák., 8 stoðs.), Miller 18, Armstrong 13 (11 stoðs.). Utah-Vancouver..........101-83 Maione 21, Marshall 19 (8 frák.), Polynice 15, Russell 9, Manning 9 - Abdur-Rahim 19, Bibby 17, Dickerson 17. Denver-LA Lakers ......107-101 Van Exel 27 (11 stoðs.), LaFrentz 19 (5 varin skot), McDyess 14 (16 frák.), Lenard 12, McCIoud 12, Pack 11, WiUis 10 - Bryant 38 (10 frák.), O’Neal 23 (11 frák.), Grant 14 (9 frák.). Golden State-Sacramento 101-122 Jamison 36 (12 frák.), Sura 15 (8 frák., 7 stoðs.), Hughes 14, Stojakovic 24, Funderburke 18 (12 frák.), Jackson 16, Divac 14, Pollard 13 (10 frák.). Staðan: Atlantshafsdeild Philadelphia . . 43-16 New York , . 33-23 Miami . .34-24 Orlando , . 30-26 Boston . . 25-32 New Jersey . .2(339 Washington . . 13-45 Miðdeild Milwaukee . . 35-21 Charlotte . . 32-26 Toronto , . 31-27 Indiana . . 26-29 Cleveland . .22-33 Detroit . 21-36 Atlanta .' . 18-40 Chicago . . 9-47 Miðvesturdeild Utah . 39-17 San Antonio . 37-19 Dallas . 36-22 Minnesota . 34-24 Houston . 31-27 Denver . 30-29 Vancouver . 18-41 Kyrrahafsdeild Portland .40-18 Sacramento . 38-18 LA Lakers . 37-19 Phoenix .34-22 Seattle . 29-29 LA Clippers . 20-40 Golden State . 16—42 -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.