Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2001, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 Olafur ekki til Clydebank Nú er ljóst að knatt- spyrnumaðurinn Ólafur Páll Snorrason fer ekki til reynslu til skoska liðsins Clydebank. Voru allar aðstæður þar aðrar en lofað var í fyrstu. Ólafur verður því áfram í herbúðum Bolton Wander- ers. Honum hefur gengið mjög vel í leikjum með varaliðinu undanfarna mánuði og skorað talsvert af mörkum. Engu að síður er hann ekki inni í mynd- inni hjá framkvæmdastjóra Bolton, Sam Allardyce. Samkvæmt heimildum DV-Sport er Ólafur Páll ánægður með allt hjá Bolton nema að fá ekki tækifæri með aðalliðinu. Ólafur lék með Vals- mönnum í 1. deildinni í sumar en fann sig ekki nægilega vel með Hlíðarendaliðinu. -SK Evander Holyfield er staðráð- inn í því að endurheimta heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt hjá WBA-sambandinu er hann mætir landa sinum John Ruiz í hringnum aðfaranótt næsta sunnudags. Þeir félagar börðust á siðasta ári og þá vann Holyfield mjög nauman sigim á stigum eftir 12 lotu bardaga. Nú segist sá gamli vera sem táningur og það verði allt annað að sjá hann um næstu helgi. Ekki er ólíklegt að Holyfield berjist við Mike Tyson eða Lennox Lewis ef honum tekst aö afgreiða Ruiz. Dallas Mavericks hefur fest kaup á bakverðinum Vernon Maxwell sem er 35 ára og lék síðast með 76ers í NBA-deild- inni. Maxwell, sem hefur átt í útistöðun við laganna verði síðustu misserin, meðal ann- ars vegna eiturlyfjaneyslu, mun styrkja lið Dallas i úr- slitakeppninni. Ron Dennis, keppnisstjóri McLaren-liðsins í Formula 1, svaraði í gær nokkurri gagn- rýni sem fram hefur komiö undanfarið varðandi lítinn áreiðanleika McLaren-bílanna i Formúlunni. Hafði þessi gagnrýni komið í kjölfar um- ræðu um að báðir McLaren-bíl- arnir duttu út í fyrstu keppni ársins i Ástralíu í fyrra. Dennis sagði að ekki væri rétt að saka McLaren um að tefla fram bilum sem ekki væru nægilega áreiðanlegir. „Þvert á móti erum við með þá bila sem reynst hafa hvað áreiðanleg- astir i sögu Formúlu 1. Þessi gagnrýni á því ekki viö rök að styðjast. Ég get sagt þaö sem mína skoðun að ég vil frekar tefla fram hraðskreiðum bíl sem hugsanlega dettur úr keppni endrum og eins heldur en hægfara bil sem aldrei dett- ur úr keppni." Violeta Beclea-Szekely, annar besti langhlaupari kvenna í Rúmeníu, hefur ákveðið að stefna besta langhlaupara Rúmeníu, Gabrielu Szabo. Þetta er skrautleg uppákoma því báðar hafa þær verið vald- ar til aö keppa fyrir hönd Rúm- eníu á HM innanhúss í Lissa- bon í næstu viku. Ástæðan fyrir því aö Beclea- Szekely ætlar að draga Szabo fyrir dómstóla í Rúmeníu er ummæli hennar í sjónvarps- viðtali á dögunum en þar sagði Szabo að Beclea-Szekely hefði ekki veriö boðiö á Grand-Prix mót í Stuttgart á dögunum og menn hefðu ekki kært sig um nærveru hennar. í lok viðtals- ins heyrðist síöan er Szabo bað fréttamanninn um að birta ekki ummælin en hann varð ekki við þeirri beiðni. Jim Smith, framkvœmda- stjóri Derby County, segir að Þórður Guðjónsson geti leikið mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Derby. Nú hefur verið gengið frá því að Þórður geng- ur til liðs við enska úrvals- deildarliðið en hann hefur ver- ið lánaður frá liði sínu Las Palmas til loka keppnistíma- bilsins. Þá hefur Derby rétt á að festa kaup á Þórði ef það vill fá hann til langframa. Jim Smith segir í viötali á heimasíöu Derby að Þóröur sé skapandi miðvallarleikmaður sem geti fært líf í sóknarleik liðsins. Smith segir að Derby hafi goldið þess aö Giorgi Kinkladze sé meiddur og Stefano Eranio að eldast og bindur hann vonir við að Þórð- ur komi til með að styrkja miðjuspil liðsins. Sem kunnugt er hittir Þóröur fyrrum félaga sinn frá Genk, Branko Strupar, hjá Derby. -SK Sóknarmaðurinn Andri Sigþórs- son gekk til liðs við Austria Salzburg síðastliðið haust eftir sögulega fé- lagsskiptarimmu við félag sitt, KR. Andri fór út til Austurríkis í byrjun nóvember og lék nokkra leiki með liðinu fyrir vetrarfrí sem hófst snemma í desember. Hann hefur æft af krafti með liðinu undanfama tvo mánuði og farið mikinn í æfinga- leikjum síðustu vikurnar. Andri hef- ur skorað fjögur mörk og virðist vera klár í slaginn á laugardaginn þegar austurríska 1. deildin hefst á ný. Þá mætir Salzburg, sem er í sjötta sæti deildarinnar, næstneðsta liðinu, Adm/Moldling, á heimavelli. Hlakka til „Ég hlakka mikið til leiksins á laugardaginn. Ég er búinn að æfa vel síðustu tvo mánuði og hefur gengið vel í æfingaleikjum undanfarið. Okk- ur hefur ekki gengið vel í vetur en ætlum að snúa við blaðinu nú eftir frí. Ég býst fastlega við þvi að byrja inn á í leiknum á laugardag og þá fyrst kemur í ljós hvar maður stendur. Mér finnst ég samt vera í toppformi, bæði líkamlega og andlega," sagði Andri Sigþórsson. Finn fyrir pressu „Ég finn fyrir töluverðri pressu. Ég hef skorað í fjórum æfingaleikj- um í röð og ef marka má fjöl- miðlaumfjöllun hér þá búast menn við því að ég eigi eftir að raða inn mörkum. Ég læt þessa pressu þó ekki hafa nein sérstök áhrif á mig. Ég hef alla tíð gert miklar kröfur til sjálfs mín og ætla mér að standa mig.“ Hraðinn kemur á óvart „Austurríska knattspyrnan er til muna betri heldur en ég átti von á þegar ég kom út. Hraðinn er mikill og liðin eru mörg hver mjög sterk. Þetta er ólíkt þýsku deildinni nema hvað allt er minna í sniðum. Þjálfar- inn er frábær, með mikla reynslu og ég er ekki í nokkrum vafa um að ég á eftir að bæta mig hérna í Salz- burg.“ Líður vel „Við erum búin að koma okkur vel fyrir héma í Salzburg," segir Andri sem býr úti ásamt Kristínu unnustu sinni og Eyþóri, tveggja ára syni þeirra. „Öllum líður vel og það hefur verið sérstaklega gaman að fylgjast með því hversu vel Eyþór, sonur okkar, hefur náð að aðlagast hlutum hér á skömmum tíma,“ sagði Andri Sigþórsson, atvinnumað- ur hjá Salzburg í Austurríki í sam- tali við DV-Sport í gær. -ósk Rahlves líklegur Um helgina halda karlkyns þátttakendur í heimsbikarkeppninni í skíðum til Kvitfjell í Noregi þar sem keppt verður tvisvar í bruni og svo einnig í risasvigi. Þó svo að stigakeppnin 1 þessum greinum sé að mestu óspennandi fyrir aðra en Austurríkismenn, þar sem efstu þrir menn í hvorri grein eru þaðan, þykir Bandarikjamaðurinn og heimsmeistarinn í risasvigi, Daron Rahlves, líklegur til afreka um helgina. Fjórir af fimm bestu áröngrum Rahlves í heimsbikarkeppninni til þessa náðust í Kvitfjell og síðasta ár vann hann þar tvo sigra í bruni, sína fyrstu og reyndar einu heimsbikarsigra. Það er ekki einsdæmi að Rahlves og landar hans nái árangri í Kvitfjell því hvergi hafa Bandaríkjamenn verið eins sigursælir og í Noregi. Að sama skapi má segja að Austurríkismenn hafi hvergi fagnað sjaldnar sigri á undanfornum árum. -esá Hörkurimma Það þurfti fimm hrinu leik til þess að knýja fram úrslit í leik Stjörnunn- ar og Þróttar R. í gærkvöld, en gestimir lögðu heimaliðið, 3-2, en hrinurn- ar enduðu 20-25, 25-21, 25-17, 22-25,13-15. Leikmenn Þróttar mættu ákveðn- ir til leiksins og það var greinilegt að þeir ætluðu að selja sig dýrt, sérstak- lega eftir að liðið endurheimti Einar Ásgeirsson sem hefur ekki verið með í vetur. Stjarnan byrjaði betur í úrslitahrinunni og liðið hafði forustu í hrinunni allt þar til í lokin að leikmenn Þróttar létu heimaliðið kyngja beiskum ósigri eftir að þeir náðu að jafna, 13-13. Einar Ásgeirsson lék best í liöi Þróttar í gærkvöld og var sterkur á kantinum og skilaði vel í sókninni Emil Gunnarsson var öflugur framan af leiknum hjá Stjörnunni en datt svo niður eftir því sem uppspilið versnaði Það má segja að leikurinn sé hugs- anlega forsmekkur að því sem koma skal þar sem ljóst er að liðin munu mætast í úrslitakeppni íslandsmótsins. -GHÞ Andri Sigþórsson fagnar hér marki á KR-vellinum gegn Fylki síðastliðið sumar. Vonandi fær hann einnig tækifæri til að fagna á laugardaginn kemur dfWfÍÞ þegar lið hans Austria Salzburg leikur sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí. Andri hefur verið að skora í æfingaleikjunum og er til alls líklegur. I toppformi - Andra Sigþórssyni líkar lífið vel í Salzburg í Austurríki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.