Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMarch 2001next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 I>V Fréttir Manndrápið að Leifsgötu: Kyrktur með berum höndum - ákærða kveðst saklaus en saksóknari segir hana reyna að firra sig ábyrgð Leifsgata 10 Hallgrími Elíssyni var ráöinn bani í þessari íbúö í júlí í fyrra. Aöaimeöferö mátsins lauk í Héraösdómi Reykjavíkur í gær, en 39 ára kona hefur veriö ákærö fyrir aö vera völd aö dauöa hans. Konan kveöst saklaus af ákærunni. Málflutningi í aðalmeðferð mann- drápsmáls að Leifsgötu í Reykjavík 23. júlí síðastliðinn lauk í gær. Hall- grími Elíssyni, 47 ára gömlum Reykvíkingi, var ráðinn bani í kjall- araíbúðinni en hann var gestkom- andi í íbúöinni þennan sunnudag ásamt tveimur mönnum þar af öðr- um húsráðanda og ákærðu. Tæplega fertug kona, Bergþóra Guðmundsdóttir, hefur verið ákærð fyrir aö bana Hallgrími en hún kveðst saklaus af ákærunni þótt hún hafi alltaf viðurkennt að hafa lent í átökum við hinn látna. Kyrktur með berum höndum Sérfræðingurinn sem krufði Hall- grím sagði dauða hans hafa borið að með þeim hætti að haldið var með berum höndum, annarri eða báðum, um háls hans og þrengt að æðum svo blóðstreymi stöðvaðist til heilans. Lík Hallgríms var með mikla áverka á hálsi er það fannst sem endurspeglaði kraftinn sem notaður var til verksins. Ekki gat sérfræðingurinn þó sagt til um það hvort um eina atlögu að hon- um var að ræða eða fleiri. Hallgrímur hafði verið látinn í nokkra klukkutíma þegar lögregluna bar að garði. Stúlkan sem fann lík Hallgríms í annars mannlausri íbúð- inni aðfaranótt mánudagsins, og hringdi á lögregluna, bar vitni fyrir dómnum í gær. Hún sagði frá heim- sókn sinni í íbúðina fyrr um daginn, þar sem hún hafði tekið eftir því að Hallgrímur var illa haldinn og vildi fara á sjúkrahús. „Hann var orðinn hálf rotaður. Ég vildi ekki skipta mér af þessu, ég vissi bara að Begga sagði að þessi maður væri búinn að fá nokkur högg og ætti eftir að fá fleiri,“ sagði stúlk- an. Verjandi Bergþóru, Hilmar Ingi- mundarson, benti dómurunum á að enginn vinskapur væri á milli kvenn- anna tveggja, þar sem þær voru báð- ar hrifnar af sama manninum. „Gaf honum ekki einu sinni blóönasir" „Ég gaf honum ekki einu sinni blóðnasir," sagði Bergþóra fyrir dómi í gær. Við aðalmeðferð máls- ins hefur hún haldið því fram að hún hafi orðið vitni að því að ann- ar mannanna, sem í íbúðinni voru þennan dag ásamt henni og Hall- grími, tók hinn látna kverkataki. Bergþóra hefur ekki gefið þessa skýringu áður við yfirheyrslur lögreglunnar. Saksóknari, Sigríöur Friðjóns- dóttir, taldi þetta ekki vera trú- verðuga skýringu og sagði þaö lík- legra að Bergþóra væri að reyna aö firra sig ábyrgð. Hún er jafn- framt ákærð fyrir að ræna 100.000 krónum af hinum látna, sem og fyrir búðarþjófnað fyrr um sumar- ið. Bergþóra hélt því fram í réttar- sal að Hallgrímur hafi rétt henni peningana og að hún hafi ekki ætl- að að stela matvælunum úr versl- uninni heldur að fá vörurnar lán- aðar. Saksóknari sagði Bergþóru oft hafa orðið missaga í yfirheyrslum lögréglu en Hilmar Ingimundarson, verjandi hennar, taldi það eðlilegt að „blæbrigði" væru á sögu Berg- þóru þar sem sá sem grunaður er um að hafa framið morð segir oft ekki margt til að byrja með viö lög- regluyfirheyrslur. Við yfirheyrslur í dómsal hefur komið fram að á meðan tímasetn- ingar annarra vitna, svo sem ná- granna, standast nokkum veginn samanburð sín á milli, passi þær ekki við þær tímasetningar sem Bergþóra hefur fullyrt að séu réttar. Jafnframt benti saksóknari á að geðlæknir sagði Bergþóru vera haldna persónuleikaröskun, vera tortryggna og fljóta að skipta skapi. Geðlæknirinn sagði einnig að fólk með persónuleikatruflanir getur skaðað sjálft sig og aðra. Gloppótt mlnni málsaðila Erfiðlega hefur gengið að setja saman atburðarás i íbúðinni þenn- an dag þar sem allir þeir sem í íbúð- inni voru er Hallgrímur lést voru mjög drukknir og muna málsaðilar oft á tíðum lítið. Við það bætist að húsráðandinn, karlmaður á sjötugs- aldri, fékk blóðtappa í heila í nóv- ember og hjartastopp á milli jóla og nýárs, og sagði hann dómurum að hann hefði misst minnið við fyrra áfallið. Húsráðandi er ákærður fyr- ir hylmingu og aö hafa tekið við hluta ránsfengs Bergþóru. í sóknarræðu sinni minnti sækj- andi málsins dómarana þrjá á að þrátt fyrir að maðurinn sem Berg- þóra sagðist hafa séð í átökum við Hallgrím hefði verið dauðadrukk- inn þennan dag þá hefði saga hans varðandi hvað hann sá í íbúðinni að Leifsgötu hafa verið stöðug frá því hann var fyrst yfirheyrður. Engin sýni voru tekin af honum þar sem hann var ekki grunaður um að hafa átt hluta að dauða Hallgríms. Mað- urinn, sem er um fertugt, er ákærð- ur fyrir að hafa tekiö við hiuta meints ránsfengs Bergþóru en verj- andi hans hélt því fram að hann hafi ekki vitað hvaðan peningurinn var kominn þar sem Bergþóra var komin með hann í hendurnar þegar maðurinn mætti á Leifsgötuna. Vitnið sagðist hafa verið eitt um að hafa reynt að blása lífi í Hallgrím þegar það tók eftir því að hann var látinn. Maðurinn lærði handbrögð- in í Stýrimannaskólanum á sínum tíma. Bergþóra hefur sagt þau bæði hafa reynt lífgunartilraunir og að þær hafi borið árangur áður en þre- menningamir yfirgáfu íbúðina - Hallgrímur hafi verið á lífi er þau skildu við hann á dýnu í íbúðinni að Leifsgötu. Búast má við að dómur falli í lok þessa mánaðar. -SMK Akureyri: Fimm íkveikjur rannsakaðar PV, AKUREYRI: Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar fimm tilfelli þar sem kveikt hefur verið í. Þrjú tilfellanna eru frá nýliðinni helgi en tvö eldri. Þau voru er eldur var bor- inn að vinnuskúr við Kaldbaksgötu og er kveikt var í rusli í húsinu þar sem KEA-Nettó var áður á Óseyri. Um helgina bættust þrjú tilfelli við. í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund var i tvígang kveikt í gardínum í stigagangi en eldurinn uppgötvaðist áður en alvarlegt tjón hlaust af. Þá var kveikt í rusli við KA-heimilið með þeim afleiðingum að vifta á húsinu dró mikinn reyk inn í það. Þar stóð yfir árshátíö háskólanema á Akureyri og varð að rýma húsið vegna reyksins og sóts sem barst einnig inn. Rannsóknarlögreglan á Akureyri biður þá sem geta veitt uppiýsingar sem leitt gætu til að þessi mál upp- lýstust að hafa samband við sig.-gk Akureyri: 6 tekin meö fíkniefni DV, AKUREYRI:______________ Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur upplýst fíkniefnamál sem upp kom í bænum um helgina. Þar voru sex aðilar handteknir í herbergi í gistiheimili og þar fundust 25 grömm af hassi og 10 grömm af am- fetamíni. Bæði var um að ræða heimamenn og utanbæjarmann. Yngst í hópnum voru 17 ára stúlka og 18 ára piltur en þeir elstu um þrí- tugt. Fólkið var allt handtekið og flutt á lögreglustööina en það var allt undir áhrifum fikniefna. Fjórum var sleppt að loknum yfirheyrslum en tveir voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Áður en til þess kom fékkst niðurstaða í rannsóknina, málið upplýstist og mennirnir voru látnir lausir. -gk Kópavogur: Lýst eftir bíl Lögreglan i Kópavogi lýsir eftir grárri Hyundai-bifreiö, árgerð 2000, sem stolið var úr bifreiðastæði við Þinghólsbraut 32 í Kópavogi snemma á sunnudagsmorguninn. Skráningarnúmer bifreiðarinnar er RJ-993. Þeir sem gætu hafa orðið varir við bifreiðina eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. -SMK V<-Ar*A i kyöld Norðaustanátt í kvöld Noröaustan 8 til 13 m/s en 13 til 18 norövestan til. Rigning með köflum en snjókoma eða él og vægt frost norðan- og norðvestanlands. EIBJHSBÍira f L/JJ Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 19.05 08.10 17.05 05.23 AKUREYRI 18.46 08.00 21.38 09.56 Skýrfeigar á veðurtálcnum ^VINDÁTT 10O—H,TI -10° SVINÐSTYRKUR V roncr S mfitrum á sekúndu % 1 HEIÐSKÍRT I LÉHSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ €3 SK/JAÐ o ALSKÝJAO W ■ w RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA Vcðrlð a morfjun ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- POKA VEÐUR RENNINGUR Hálka á Norður- og Austurlandi Samkvæmt upplýsingum frá Vegageröinni er fært um helstu vegi í nágrenni Reykjavíkur en á Mosfellsheiði er snjór og krapi. Vegir í Borgarfiröi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum og norður og austur um voru hreinsaöir í morgun. Hálka er á vegum um allt norðan- og austanvert landið en greiöfært um vegi á Suðurland. BYGGT A UPPLYSINGU.M FRA VE CZZ3SNJÓR M ÞUNGFÆRT M ÓFÆRT Dálítiil rigning sunnanlands Austan- og norðaustanátt á morgun, 10 til 15 m/s á Vestfjörðum og með suðurströndinni en hægari vindur annars staðar. Él norövestaniands en dálítil rigning sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig en vægt frost norðvestan til. Hiti O” til 7° t- í, i. Hiti wiWlw m Vindur; 8—13 tn/a Hiti 0° tit 7“ Austlæg átt, viba 8 tll 13 m/s. Rlgnlng eöa slydda meö köflum og hltl 0 tll 7 stlg. Austlæg átt, víöa 8 tll 13 m/s. Rlgnlng eöa slydda meö köflum og hiti 0 tll 7 stlg. Austlæg átt, viöa 8 til 13 m/s. Rigning eöa slydda meö köflum og hltl O tll 7 stlg. ; Ví-öríA ki AKUREYRI snjókoma -1 BERGSSTAÐIR alskýjaö 0 BOLUNGARVÍK snjóél -4 EGILSSTAÐIR 2 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 3 KEFLAVÍK rigning 2 RAUFARHÖFN alskýjaö 1 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI þokumóöa 5 BERGEN léttskýjaö 0 HELSINKI snjókoma -2 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa -1 ÓSLÖ hálfskýjaö -3 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjað -3 ALGARVE þokumóöa 15 AMSTERDAM rigning 4 BARCELONA þokumóöa 9 BERLÍN léttskýjaö -3 CHICAGO heiösklrt -2 DUBLIN skýjaö 9 HALIFAX snjókoma -1 FRANKFURT skýjaö 1 HAMBORG hálfskýjað -2 JAN MAYEN snjóél -4 LONDON rigning 10 LÚXEMBORG rigning 3 MALLORCA skýjað 10 MONTREAL heiöskírt -4 NARSSARSSUAQ heiöskírt -15 NEW YORK alskýjaö 1 ORLANDO léttskýjaö 10 PARÍS skýjaö 11 VÍN léttskýjaö 0 WASHINGTON alskýjaö 1 WINNIPEG alskýjaö -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 56. tölublað (07.03.2001)
https://timarit.is/issue/200135

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

56. tölublað (07.03.2001)

Actions: