Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2001, Síða 28
10 0 Gengl deCODE ,9 - í gær að bandarískum túna deCODE hækkar Höfundagjöld: Lækkuð um helming Menntamálaráðherra hefur ákveðið að breyta ákvæðum reglugerðar um innheimtu höfundaréttargjalda af óá- teknum geisladiskum og tækjum til stafrænnar upptöku. Ráðherrann hefur rætt við fulltrúa innflytjenda, netverja og höfundarétt- arhafa um efni reglugerðarinnar og ákvaö að gjald af óáteknum geisla- diskum lækki um 50 prósent. Einnig var ákveðið að ekki skyldi innheimt gjald af tölvum með inn- byggðum geisladiskaskrifurum. -JSS Samningar halda Samkvæmt nýju samkomulagi launanefndar Alþýðusambands ís- lands og Samtaka atvinnulífsins munu desember- og orlofsuppbót hækka á samningstímanum. Á þessu ári nemur hækkunin ríflega 16.000 krónum. Samkomulag var I nefndinni um aö ekki hafi veriö for- senda til að segja upp kjarasamn- ingum. Verðlagsþróunin hafi verið á þann veg, að verðbólga hafi lækk- að um 1,5 prósent á síðustu tólf mánuðum. -JSS Banaslys Einn maður lést þegar flutningabíll fór út af veginum við Gunnólfsvíkur- Qall í Finnafirði á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar síðdegis f gær. Bíllinn lenti ofan í ánni Geysirófu við ein- breiða brú sem liggur yfir ána. Maðurinn var einn í bílnum er slys- ið varð. Ekki er vitað um tildrög slyssins og ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. -SMK Beðið í fjórar klukkustundir með að hefja formlega leit - eftir aö flugstjórn missti allt samband viö vélina Eftir því sem næst verður komist hófst formleg leit að bandarísku flugvélinni sem fórst við suður- strönd ísland í gær ekki fyrr en um fjórum klukkustundum eftir að vél- in hvarf af ratsjá. Samkvæmt upp- lýsingum frá flugstjórn í Keflavík í morgun var eftirgrennslan eigi að síður þegar hafin þegar ljóst var að vélin var horfin af ratsjá og ekki náðist talstöðvarsamband við flug- vélina. Leit virðist hins vegar ekki hafa verið hafin fyrr en ljóst þótti að flugvélin hafði ekki skilað sér á áfangastað í Skotlandi samkvæmt upplýsingum sem send var fjölmiöl- um eftir hádegi í gær. Flugvélin var bandarísk tveggja hreyfla af gerðinni Aero Command- er 56 og fór hún í loftið frá Keflavík- urflugvelli kl. 08.19 í gærmorgun. Síðast var haft samband við vélina um kl. 08.55 var vélin þá komin í farflughæð í 15 þúsund fetum vestur af Vestmannaeyjum. Allt virtist þá í lagi um borð. Fimm mínútum seinna, eða um kl. 09.00, var flugvél- in horfm af ratsjá og ekkert sam- band náðist við flugmennina i tal- stöð. Flugstjórn í Keflavík segir ým- islegt geta hafa orsakað að vélin hvarf af ratsjá. Þar er t.d. nefndur svokallaður ratsjársvari í vélinni sem gæti hafa bilað og mögulega aðrar truflanir. - Sjá bls. 2 -HKr. Hlutabréf í deCODE hækkuðu um 18,48 prósent í gær og seldust þau í lok dags, það er i gærkvöld, á 9,625 doll- ara á hlut. í upphafi dags var gengið á 9,062 doliara. Um miðjan dag var gengið komið upp i 10,125 dollara á hlut. Auk þessa hækkaði Nasdaq-vísi- talan um 4,5 prósent i gær. Hækkunina á gengi bréfa í deCODE má rekja til frétta í vikunni um stór- an samning sem kveður á um víðtækt samstarf tslenskrar erfðagreiningar og Roche Diagnostics við þróun á DNA-greiningarprófum. -Ótt FARFHANN EKKI STÆRRI SKRIFSTOFU? .-m Krani valt á hliðina Mikil mildi þykir aö enginn skyldi slasast er þessi krani féll á hliöina á nýbyggingarsvæöi viö Reykjaveg i Mosfellsbæ í gærdag. Kraninn og byggingin skemmdust eitthvað við atvikiö. - 5-- SYLVANIA —~ P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strlkamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_______ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Bilhermar FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 Fangi á Litla-Hrauni ákærður fyrir milljónafjársvik og fimm aðrir fyrir hylmingu: Hafði fimm frjálsa „aðstoðarmenn" 35 ára fangi, sem nú situr á Litla-Hrauni, hefur verið ákærður fyrir stórfeUd fiársvik sem ákæru- valdið gefur honum að sök að hafa framið er hann var innan veggja fangelsisins á fyrri hluta ársins 1999. Fanginn, sem hefur hlotið fiölda refsidóma, er sem stendur að afplána samtals 42 mánaða refsidóm fyrir önnur brot. Samkvæmt lögreglurannsókn og gögnum ákæruvaldsins hafði fanginn fimm aðstoðarmenn utan fangelsisins við að fremja verkn- aðina sem komu niður á við- skiptavinum Landsbankans og Búnaðarbankans. Bótakröfur verða lagðar fram af hálfu hluta Fjársvik innan fangelsis 35 ára fangi hefur verið ákæröur fyrir stórfelld fjársvik er hann var innan veggja fangelsisins á fyrri hluta ársins 1999. fórnarlambanna þegar réttarhöld hefiast í málinu eftir nokkrar vik- ur. Fanganum er gefið að sök að hafa fyrst svikið út 72 þúsund krónur af tékkareikningi. Eftir það tókst honum, samkvæmt ákæru, að svíkja út tæp 370 þús- und krónur, þar á eftir 470 þúsund krónur af öðrum tékkareikningi, næst voru 520 þúsund krónur sviknar út og þar á eftir 822 þús- und krónur. 1 málinu er einnig ákært fyrir skjalafals og hylm- ingu. Þar er átt við þá fimm sem ákærðir eru með fanganum í mál- inu. Brotin voru framin með því að hringt var í bankana og óskað - 1 heimildarleysi - eftir því að ákveðnar upphæðir yrðu milli- færðar. Þannig er „aðstoðarfólk- inu“ ýmist gefið að sök að hafa millifært, veitt fénu viðtöku eða hagnýtt það með ólögmætum hætti - með þá vitneskju að féð væri illa fengið. Fanginn er sá sem borinn er þyngstum sökum hvað varðar fiárdrátt upp á á þriðju milljón króna. I ákæru eru bótakröfur fyrir hluta þeirrar upphæðar af hálfu tjónþolanna. Sýslumaðurinn á Selfossi sækir málið fyrir Héraðsdómi Suður- lands á næstu vikum. -Ótt é *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.