Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2001, Page 1
15
Föstudagur 23. mars 2001
dvsport@ff.is
Daniel Amokachi sést hér i
leik KR og Everton i Evropu-
keppni bikarhafa i september
1995 en Siguröur Örn Jónsson
reynir aö hlaupa hann uppi.
DV-mynd PÖK
Þunnskipað
- hjá Víkingum í knattspyrnunni
Arnar Hallsson, leikmaður Víkings í knattspyrnu, fótbrotnaði i fyrra-
dag í leik gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu og verður frá í 2-3 mánuði.
Það er ekki til að bæta ástandið hjá Víkingi en hópurinn þar er mjög
þunnskipaður.
Þeir hafa misst Stefán Þórðarson í Val, Zoran Miljkovic, Frey Karls-
son í Fram og Egil Sverrisson. Hólmsteinn Jónasson er í Bandaríkjunum
í skóla og óvíst hvort hann verður með i sumar. Þá eru 3 leikmenn að
auki í skóla í Bandaríkjunum og koma ekki heim fyrr en í maí og þeir
bræður, Haukur og Valur Úlfarssynir, eru að leika í Þýskalandi og koma
heim að loknu tímabili þar.
Víkingar hafa aftur á móti fengið íjóra leikmenn, þá Hauk Gunnars-
son og Ágúst Guðmundsson úr Leikni, ívar Benediktsson úr Skallagrími
og Boban Ristic úr Stjörnunni. Lúðvík Jónasson hefur einnig verið að
æfa með Víkingi en ekki er komið á hreint hvort hann leikur með þeim
í sumar. -RG
íslandsmeistararnir hyggjast styrkja iid sitt
verulega fyrir sumaríð: ^
Haukar-Metkovic Jambo:
Mikið álag
íslandsmeistarar Hauka í hand-
knattleik mæta á sunnudag
króatíska liðinu Metkovic Jambo í
fyrri leiknum í undanúrslitum
EHF-keppninnar. Króatíska liðið
er geysisterkt og öruggt að við
ramman reip verður að draga hjá
meisturunum. Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, hefur að mörgu að
hyggja fyrir leikinn en liðið hefur
tapað fimm af síðustu sex leikjum
sínum í Nissandeildinni.
„Þeir eru með mjög sterkt lið, ég
er búinn að sjá tvo leiki með lið-
inu á myndbandi. Það er mjög
jafnt, þó svo að aðra skyttuna
megi flokka sem stórskyttu," sagði
Viggó í gær. „Liðið er mjög hávax-
ið, lægsti maður er um 1,85 m og
flestir við tvo metra. Leikstjórn-
andinn Goluza er öflugur og góður
varnarmaður og mjög ósvifinn og
grófur í vörninni. Þeir spila 6:0
vörn sem er hreyfanleg og góð,
hraðaupphlaupin eru góð hjá þeim,
sem og markverðimir báöir.
Við höfum spilað 3:3 í vöminni
eða 5:1 en ég er ekki búinn að taka
ákvörðun um það hvernig við
spilum. Við ætlum okkur náttúr-
lega að vinna heima og eiga þá
kannski eitthvað uppi i erminni á
útivelli en til þess þarf að tjalda
öllu sem til er heima.
Við erum búnir að spila geysi-
lega mikið undanfarið og sem þjálf-
ari liðsins er ég hættur að geta
stjórnað álaginu út frá æfingunum.
Fram undan er mjög erfitt plan og
ég skil reynda ekki hverjum datt í
hug að setja þetta svona saman en
við verðum bara að sætta okkur
við þetta. Það er ekki spurning að
liðið hefur dottið niður getulega og
kannski andlega líka. Þá er ekki
annað að gera en að vinna sig út úr
þessu, taka á vandanum og koma
öflugir til baka. Petr Baumruk er
nánast úti það sem eftir er tímabils
en aðrir eru að mestu heilir, Rún-
ar er slæmur í hné og Halldór og
Óskar eru aðeins lemstraðir,"
sagði Viggó. -ÓK
- Nígeríumaðurinn sterki hefur sýnt áhuga á að koma til KR
Nígeríski sóknarmaðurinn Daniel Amokachi gæti verið á leið-
inni til íslandsmeistara KR. KR-ingar hafa lengi leitað að sóknar-
manni og komust þeir í samband við Amokachi í gegnum enska
umboðsskrifstofu. Amokachi tók fyrirspurn KR vel en enn sem
komið er hafa forráðamenn KR ekki sent honum nein tilboð. KR-
ingar eru greinilega stórhuga því það er ekki á hverjum degi sem
leikmaður á borð við Amokachi er orðaður við íslenskt félagslið.
„Við erum þokkalega bjartsýnir á að hann komi. Miðað við þau
samtöl sem við höfum átt við hann þá virkaði hann mjög áhuga-
samur en hann hefur þó ekki fengið neitt tilboð frá okkur. Það er
engum blöðum að fletta að leikmaður í þessum gæðaflokki mun
koma til með aö verða dýr og við erum að skoöa fjármögnunarleið-
ir þessa stundina. Viö ætlum okkur stóra hluti i sumar og það er
ljóst að viö þurfum mjög góðan sóknarmann ef markmið okkar
eiga að nást,“ sagði Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri Rekstrar-
félags KR, í samtali við DV-Sport í gærkvöld. Leifur bætti við að
vissulega væri meiöslasaga hans áhyggjuefni en ef samningar nást
mun Amokachi gangast undir ítarlega læknisrannsókn áður en
hann gerist leikmaður KR.
Amokachi, sem var síðast á mála hjá tyrkneska liðinu Besiktas,
hefur ekki spilað knattspyrnu síðan 1998 vegna meiðsla á hné.
Hann reyndi fyrir sér í vetur hjá þýska liðinu 1860 Múnchen og
enska liðinu Manchester City en forráðamenn þessara félaga vildu
ekki taka áhættuna á að kaupa kappann vegna meiðslanna.
Amokachi, sem er 28 ára gamall, skaust fyrst fram á sjónarsvið-
ið með nígeríska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni í Banda-
ríkjunum árið 1994. Þar átti hann hvern stórleikinn á fætur öðr-
um og var um haustið keyptur til enska liðsins Everton frá
belgíska félaginu Club Brúgge fyrir þrjár milljónir punda. Hann
lék með Everton gegn KR í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1995
og skoraði meðal annars sigurmarkið í 3-2 sigri Everton á Laug-
ardalsvelli. Hann var síðan seldur til tyrkneska félagsins Besiktas
fyrir tæpar tvær milljónir punda í ágúst 1996 og spilaði með þeim
þar til á síðasta ári þegar samingnum var rift vegna meiðsla. Síð-
an þá hefur hann ekki verið félagsbundinn neinu liði en hefur æft
með franska liðinu Paris St. Germain. -ósk