Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2001, Síða 4
FÖSTUDAGUR 23. MARS 2001 Fýrirliðarnir Þorleifur Ólafsson og Erna R. Magnúsdóttir leiddu flokka sína til sigurs í bikarkeppni KKÍ um síðustu helgi og sáu til þess að Grindavík var eina félagið sem vann tvo flokka. Erna stjórnaði 10. flokki kvenna eins og herforingi og stal meðal annars níu boltum. Ólafur sýndi að þar fer mikið efni sem getur ekki bara skoraö heldur lætur hann til sín taka í fleiri þáttum tölfræðinnar. r 1 m ■ * ! W/ m ö 1 í 1 f\ V 4 Jí 1 % || Ja\ y£) _ jjgj f , ! í 1 SBhBÍ 1 Íi^B r I ^ Öruggt - hjá stelpunum Grindavík sigraði Keflavík ör- ugglega í 10. flokki kvenna, 64-28. Yfirburðir Grindavíkur voru miklir í leiknum þrátt fyrir að Jó- vönu Lilju Stefánsdóttur vantaði en hún er einn aðalmáttarstólpi liðsins. Það kom ekki niður á lið- inu og fór Ólöf H. Pálsdóttir á kostum og skoraði grimmt. Hún hitti 6 3ja stiga körfur sem er frá- bært hjá 15 ára stúlku. Það er ljóst að þarna er framtíðarflokkur hjá Grindavík á ferð sem verður að hlúa vel að. Flestar þessar stelpur eru að spila með meistara- flokki nú þegar og greinilegt að reynslan sem þær öðlast þar skil- ar sér niður í yngri flokkana. Stig Grindavíkur: Ólöf H. Pálsdóttir 34 (7 fráköst, 6/13 í 3ja), Rut Ragnarsdóttir 11, Erna R. Magnúsdóttir 8 (9 stolnir), Ólöf ísaksdóttir 5, Gígja Eyjólfsdóttir 4, Petrúnella Skúladóttir 2. Stig Keflavíkur: Gréta M. Jósepsdóttir 7 (19 fráköst), Sonja Kjartansdóttir 7, Vala R. Björnsdóttir 5, Bryndís Hjálm- arsdóttir 3, Andrea Færseth 2, Elín Ólafsdóttir 2, María Ágeirsdóttir 2. -BG Maður leiksins: Ólöf H. Pálsdóttir, Grindavík Bikarkeppni KKÍ: Tveir bikarar - Grindavík vann bæöi 11. flokk karla og 10. flokk kvenna Grindavík sigraði Njarðvik í 10. flokki karla, 85-67, þar sem Grind- víkingar reyndust sterkari i seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 37-35 fyrir Grindavík. Ungur og efnilegur strákur, að nafni Þorleifur Ólafsson, fór mik- inn í leiknum og fór illa með vöm Njarðvíkur. Einnig voru Grind- víkingar með mikla yfirburöi i frá- köstunum. Hjá Njarðvik voru Guðmundur Jónsson og Ólafur Ingvason atkvæðamestir en Njarð- vikurliðið náði sér engan veginn á strik í þessum leik. Þeir hittu bet- ur úr 3ja stiga skotum sínum en 2ja stiga og er það mjög óvanalegt. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála í þessum flokki þar sem flokkurinn er frekar jafn og ekkert lið sem hefur einhverja yfirburði. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafs- son 34 (16 fráköst, 6 stoðs., 4 stolnir, 3 varin, 12/20 í skotum), Ragnar Jóhanns- son 19 (11 fráköst), Eggert Pálsson 12, Davíð Hermannsson 11 .(12 fráköst), Ár- mann Vilbergsson 8, Anthony Berry 1. Stig Njarðvíkur: Ólafur Ingvason 26, Guðmundur Jónsson 21, Hreiðar Péturs- son 9, Jóhann Ólafsson 7, Helgi Guð- bjartsson 4. Óvænt mótspyrna í 10. flokki mættust Valur/Fjöln- ir og Keflavík og var fyrir fram bú- ist við auðveldum leik þar sem Val- ur/Fjölnir hafði unnið Keflavik ör- ugglega þegar þessi lið hafa mæst í vetur, þar af einu sinni með rúm- um 60 stigum. Annað kom á daginn eg börðust Keflvíkingar alveg eins og ljón all- an tímann og voru klaufar að vinna ekki þar sem þeir höfðu sjö stiga forskot, 61-54, þegar rúmar 3 mínútur voru til leiksloka. Þá fór Magnús Pálsson í liði Vals/Fjölnis í gang eftir að hafa verið frekar ró- legur í leiknum. Hann skoraði, tók fráköst, gaf stoð-sendingar, átti stolna bolta og sá til þess að landa bikarnum annað árið í röð hjá þessum strákum. Lokatölur urðu 69-66. Það var þó fátt í upphafi leiks sem benti til að leikur- inn yrði spennandi og var Val- ur/F)ölnir mun sterkari aðilinn í byrjun. Viðar Jónsson var góður á upphafsmínútun- um. Sigurður Gunnarsson í liði Keflavíkur fór fyr- ir sínu liði og átti heldur betur eftir að eiga stórleik og sinn besta á ferlin- um. Leikmenn Vals/Fjölnis fundu enga leið til að stoppa piltinn. Maður leiksins: Þorleifur Ólafsson, Grindavik 10. flokkur karla hjá Fjölni varð bikarmeistari annað árið í röð. DV-mynd BG Hann fékk síðan sína flmmtu villu í lok leiksins og saknaði Keflavík að hafa hann ekki í lokinn en hann var búinn aö skora 41 stig áður en hann þurfti að yfirgefa völlinn. Sigurður langbestur hiá Keflavík Eins og áður sagði voru Keflvik- ingar klaufar að klára ekki leikinn í lokin en engu síður eiga þeir hrós skilið fyrir góðan leik og geta borið höfuðið hátt. Sigurður var þeirra langbesti maður og sá um stigaskor- ið að þessu sinni á meðan Gunnar Umsjón: Benedikt Guðmundsson Ásgeirsson reif niður fráköst, stal boltum og mataði félaga sína. Val- ur/Fjölnir sýndi góöan karakter í lokin og sýndi Magnús Pálsson enn og aftur að hann er leiðtogi liðsins. Hann steig upp á réttum tíma og dreif sína menn áfram á lokakaflan- um. Guðmundur Sæmundsson kom líka með mikilvæga stolna bolta þegar þess þurfti og Bjarki Þor- steinsson byrjaði leikinn vel en minna fór fyrir honum þegar leið á leikinn og sömu sögu má segja um Viðar. „Þetta var miklu tæpara en ég reiknaði með, það verður bara að segjast alveg eins og er. Ég held að menn hafi verið nokkuð sigurvissir og verð ég að taka það á mig þar sem ég byggði ekki nógu mikla spennu fyrir leikinn. Það er líka erfitt að byggja upp spennu gegn liði sem við höfum verið að vinna með 50-60 stigum í vetur. Það var ekki fyrr en í blálokin sem menn sáu að við vorum virkilega að tapa leiknum og þá fór þetta í gang og small. Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er,“ sagði Hlynur Skúli Auðunsson, þjálfari Vals/Fjölnis. Stig Vals/Fjölnis: Magnús Pálsson 26 (14 fráköst, 5 stolnir, 3 varin, 3 stoös.), Viðar Jónson 14, Guömundur Sæmunds- so'n 8 (8 stolnir), Bjarki Þorsteinsson 8 (7 fráköst, 4 stoðs.), Bjarni Hauksson 7, Ingólfur Pálsson 4 (8 fráköst, 5 stolnir), Daníel Ragnarsson 2. Stig Keflavíkur: Sigurður Gunnarsson 41 (14 fráköst, 3 varin, 6/13 3ja), Ólafur Geir Jónsson 12, Bjarki Elíasson 6, Hilm- ar Hilmarsson 4, Gunnar Ásgeirsson 2 (10 fráköst, 7 stolnir, 4 stoðs.), Guðni Krist- jánsson. ________________________________-BG Maður leiksins: Sigurður Gunnarsson, Keflavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.