Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Side 3
e f n i Þóra Arnórsdóttir hefur vakið athygli fyrir vasklega framkomu og fyrir að vera talnaglögg með afbrigðum. En Þóra verður ekki við hlið Ármanns Jakobssonar í Gettu betur í kvöld. Sigtryggur Magnason átti hjartnæma yfirheyrslustund með Þóru áður en hún steig upp í flugvél á leið til borgarinnar sem Ketil Stockansöng um í Eurovision fyrir mörgum árum. Ætla ekki að byrja með Locga B. „Minn tími er liðinn á þessum starfsvettvangi, held ég. Ég er iíka að flytja úr landi í sumar.“ samfelagiö í f ó k u s Friðný Herberts- dóttir er of- sóknaróður ætt- fræðifasisti og skrifar um sam- félagsmál í fókus. Guð brýtur lög Ég er kona. Ég er kynvera. Ég er Friðný Her- bertsdóttir og hef alltaf haft áhuga og áhyggj- ur af þessu andskotans samfélagi sem við búum í. Ég hef verið áreitt. Hef oröiö fyrir áreitni alltfrá því ég varð gjafvaxta. Strákar hafa sóst eftir að sjá og snerta líkama minn. Og mér finnst það óþolandi. En shit haþþens - ég hef bara svona mikla kynferðislega útgeislun. Ég hefði haldið að ný lög um þersónuvernd ættu að vernda mig en svo hefur ekki orðið. Ég verð sífellt fyrir barðinu á persónuofsókn- um og eftirlitsþjóðfélaginu. Guð er með gægjuhneigð. Móðir mín heitin sagði alltaf að Guð væri yfir og allt um kring og fólk sem ég treysti fullkomlega hefur tekiö undir þetta. Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðis- flokkinn því ég hefi treyst honum fyrir því að verja aukinn rétt borgaranna fyrir persónuof- sóknum og eftirliti. Flokkurinn hefur gert margt fyrir mig í þessum efnum og hefur meira að segja tekist að koma smá böndum á Kára Stefánsson. En ekki Guð. Ná engin lög yfir þennan mann? Líf mitt hefur vegna þessara persónunjósna veriö heldur fábreytt. Ég hefi aldrei farið nakin í bað og því síöur farið á almenna sundstaði þar sem fólk er beinlínis skikkað til að fletta sig klæðum. Og kynmök og aðrar lífsins lystisemdir hefi ég látið kyrrar liggja. Andrés Ástvaldsson og aðrir piltungar í Miðdal og eruö fæddir á árunum 1920-1927! Þið getið vel við unað. Ég var ekki að segja nei viö ykkur og ykkar tilburðum. Ég sagði nei við Guð. Sitji Guðs englar saman f hring í eigin íbúðum. Látið mig vera. heimasíöan httpr//www. pixy- land.org/peterpan/ Það er hann Pétur Pan sem á heimasíðu vik- unnar að þessu sinni en hann er 47 ára gam- all Kani frá Florida sem klæðist álfafötum. Pétur Pan heitir í raun og veru Randy Const- an og er samkvæmt nafnspjaldi sínu gítaristi, verkfræðingur, uppfinningamaður og eilífðar- barn. Randy saumar sjálfur ýmsa álfabúninga sem hann segist nota á djamminu og sýnir á síðunni. Pétur Pan vill hössla og að sjálfsögöu er síða af þessu tagi fullkomin kvennagildra. Hvaöa kona fellur ekki fyrir fimmtugum Kana með munkahárgreiðslu í álfafötum? „Ég minnist þess óljóst þegar ég sá fyrsta Gettu betur-þáttinn á ævinni, á seinni hluta níunda áratugarins. Þá var sem rynni upp fyrir mér ljós og frá þeim degi kepptist ég við að tileinka mér talnafræðina sem mest og best. Síðan hellti ég mér út í stíf- ar æfingar, með aðstoð fjölskyldu minnar auðvitað, þegar ljóst var að draumurinn myndi rætast og ég fengi að telja stig í Gettu betur. Bræður mínir fjórir og foreldrar sátu berfætt i stofunni og ég taldi og taldi bæði tær og fmgur þar til nær ómögulegt var að mér flpaðist. Ætli það megi ekki segja að ég hafi náð fullum tökum á þessu nokkru fyrir fyrstu keppni í desember 1998.“ Teluröu aó þetta sé gott í feril- skrána? „Tvímælaust. Þú hefur kannski ekki gert þér grein fyrir því en stiga- varðarstaðan er sú langvaldamesta í þættinum. Ég er með græjumar til að gefa stigin og ef mig langar ekki til að gefa stig þá bara geri ég þaðekki. Nema Ármann biðji mjög fallega. Ég held að liðin hafi ekki enn gert sér grein fyrir þessu, að minnsta kosti sendir enginn mér blóm eða konfekt fyrir keppni." Dónaleg spurning Nú er viss hefö fyrir því að stiga- vörður og spyrill byrji saman eftir Gettu betur. Hvernig er samband þitt við Loga Bergmann? „Finnst þér ekkert dónalegt að spyrja svona? Það er auðvitað afar náið. En satt að segja eru bæði kon- an hans og unnustinn minn eigin- lega sætari en hann, vissirðu það? Sætari en við bæði reyndar, ef út í það er farið... svo ég reikna eiginlega með að við rjúfum þessa hefð. Alltaf þessi þörf fyrir að vera öðruvísi." Af hverju verðurðu ekki í síðasta þœttinum? „Ég var svo heppin að fá styrk til að fara til Berlínar til tveggja mán- aða dvalar að vinna á þarlendri út- varpsstöð. Þetta er svona skiptipró- gramm milli norrænna fjölmiðla- manna og þýskra og útvarpið var svo vænt að gefa mér tveggja mán- aða frí til að taka þátt í því úr því ég var valin. Ég veit nú ekki hvort ég fæ að búa til heila þætti á þýsku en ég læri að minnsta kosti vinnubrögð Þjóðverjanna við dagskrárgerð, tækni og hitt og þetta. Þetta byijar með stífri sameiginlegri dagskrá í Ósló 29. mars en Gettu betur er sent út beint að kvöldi hins 30. Því mið- ur. En ég treysti Kötu Jakobs til að forða bróður sínum og Loga frá miklum hneyksli-smálum." Nú þegar þú ert laus undan Gettu betur - hvorir heldurðu að vinni? „Það er rétt, ég má segja hvað sem er. Ég held að Borgarholtsskóli komi öllum á óvart og fari með hljóðnem- ann upp í Grafarvog. Síðan loka þeir Gullinbrúnni og þar verður veisla fyrir alla Grafarvogsbúa fram á þriðjudag. Pylsur og bjór og harmóníka. Finnur Ingólfsson Grafarvogsbúi mun halda ræðu og Sigmundur Ern- ir og Ari Trausti og Kristín Marja ábyggilega líka, Grafarvogsskáldin, þú veist - verða búin að semja sér- stakan brag af þessu tilefni. Þetta mun gerast vegna þess að Hjalti Snær mætir í vitlausum buxum í úr- slitaþáttinn.“ Veróurðu aftur í Gettu betur? „Nei, ætli það. Minn tími er lið- inn á þessum starfsvettvangi, held ég. Ég er líka að flytja úr landi í sumar.“ John Isaacs er einn fremsti ungi listamaður Bretlands og leggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki. Sjálfsmynd hans, sem birtir hann þar sem búið er að fletta af hon- um holdinu og sýna „hans innri mann“, hefur bæði vakið hroll og hlátur. Nú ætlar John að hreyfa við íslendingum í Listasafni Reykjavíkur. Stundum líður yfir fólk John Isaacs stundaði nám í líffræði um nokkurra mánaða skeið en gafst upp á vísindamannsferlinum þegar hann sá að þar var ekkert lagt upp úr einstaklingnum heldur reynt að steypa alla í sama vísindamótið. Þá sneri hann sér að listinni. Áhugi hans á vis- indum er þó langt í frá flarri því segja má að líffræðin og þá ekki síður líf- færafræðin gangi aftur í verkum hans. Kjöt er heimskt Yfirskrift sýningarinnar er „Eruð þið enn reið við mig?“ og með því vís- ar hann til fyrri innsetningar Johns í Bretlandi þar sem hann skoðaði tengsl líffærafræði og tungumálsins og þekk- ingar. Viðbrögð við verkum Johns eru oft þannig að fólk hrekkur við. „Fólk á að hrökkva við. Á sýningu í London setti ég upp verk sem er ekki ósvipað því sem fólk getur séð hérna. í London leið yfir einhverja. Aðrir hóp- uðust um verkið hugfangnir af raun- veruleika þess. Fólk þóttist stundum fmna lyktina af kjöti en þetta er bara vaxmynd. Þetta er hluti af gægjuhneigð sem birtist okkur meðal annars þegar ekið er fram hjá slysstað; fólk hægir á sér og vill sjá það sem er að gerast en vill samt ekki horfa. Eina leiðin til að sjá blóð nú til dags er að fara til slátr- ara.“ Og John leitaði í verslanir slátrara þegar hann var að vinna verkin til að ná áferð kjötsins sem best. „Þetta á að vera mjög „kjötlegt". Kjöt er heimskt; það hefur enga greind eins og heilinn. Fólk fær vægt áfall en fær vonandi samúð með því sem birtist í verkinu." John tekur undir það að á ákveðinn hátt séum við að verða dofnari og erfið- ara að hneyksla okkur. „I verkum mínum reyni ég oft að skapa umhverfi þannig að fólki finnist það ekki vera að horfa á list. Þetta ætti að vera list en er eins og eitthvað ann- að. í því umhverfi er hægt að hneyksla, þótt það sé ekki nauðsynlegt, eða alla vega koma fólki úr jafnvægi. Þá er hægara að komast inn i huga fólks.“ Blómabarnið Insol: Vantar umba Nanna Kristín: Sakleysi og fegurð Örið mitt: Örið er karl mennsku- tákn ísland sekkur: Örkin hans Jóa í öskunni: Skáld og karatemenn www-visir-is/fokus fokusSfokus • is I# m » v ÍTIO IM3DnslKCE!ES3 Lalli Johns á Hrauninu Finnsku konunaarnir Eðalborið lamadvr Lióti andarunainn er í FBI f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Hilmar Þór af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur 30. mars 2001 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.