Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Page 10
* \ Gælir við lessu na Poppstjarnan Gerl Hall- iwell viðurkenndi á dögun- um í viðtali við blaðið Attitude í Bretlandi að á hana leituðu oft samkyn- hneigðir hugaróar. Fyrrum Kryddpían sagði að hún efaðist oft um kynhneigð sína og að í partíi á aög- unum hafi hún íhugað hvort hún ætti að stökkva út úr skápnum margfræga. Geri sagði: „Ég hitti tvær stelpur í partíi og varð hugfangin af því hvort auðveldara væri að skilja hvort ann- að ef um er að ræöa tvær stelpur. Maður getur orðið ástfanginn af hverju sem er, það er neist- inn í augunum sem gildir." Annars staðar í við- talinu sagði Geri að hún stundaði það oft að daðra á spjallrásum á Netinu. „Það er öruggt kynlíf, ekki satt? Þegar ég er spurð hverjum ég líkist segist ég vera lítil og Ijóshærð með stór brjóst - svolítið lík Geri Halliwell." 9 fyrir morð Þungarokkshausarnir í Slayer eiga von á nýrri lögsókn þar sem því er haldið fram að tónlist þeirra hafi leitt til nauögunar og morðs á tán- ingsstelpu árið 1995.1 janúar var bandið sýkn- að af ákærum um að þeir væru ábyrgir fyrir dauða Elyse Pahler sem lést eftir djöflaathöfn þriggja bekkjarfélaga hennar. Fjölskylda stúlkunnar fékk þó að áfrýja sem hún hefur nú gert. Lík Pahler fannst nálægt heimili hennar í ^ Kaliforníu í mars 1996. Hún hafði verið lokkuð þangað átta mánuðum fyrr af bekkjarfélögunum sem kyrktu hana og stungu þar til hún lést en sneru svo aftur og nauðguðu henni. Drengirnir þrír voru miklir Slayer-aðdáendur sem töldu að þeir þyrftu að færa djöflinum fórn til að hljóm- sveitin þeirra, Hatred, yrði nógu villt til að kom- ast á meðal þeirra bestu. Þeir viðurkenndu glæpinn og afplána nú dóm upp á 25 ár til lífs- tíðarfangelsis. Pahler fjölskyldan höfðaði mál gegn Slayer og plötufyrirtæki þeirra, American Recordlngs, dótturfyrirtæki Sony, þar sem því var haldið fram að þeir bæru að hluta til ábyrgð á morðinu. Slayer hafa ekki enn gefið út yfirlýs- ingu vegna málsins en þeir hafa 30 daga til að svara kröfunum. Allt búið Japönsku poppstjörnurn ar Pizzicato Five er tald- ar vera að leggja upp laupana eftir að hafa haldið saman í næstum tvo áratugi. Bandið var stofnað í byrjun níunda áratugarins af stúdent- unum Keitaro Tak- anaml, Ryo Kamamlya og Konlshl Yasuharu. Er stefnt aö því að haldnir verði kveðjutónleikar f Tokyo nú í lok mánaðarins. Þá er búist við þvf að gefið verði út best-of safn í lok ársins. Kærkomin At The Drlve-ln hefur tilkynnt að hún ætli að taka sér gott frf á næstunni og hefur aflýst Bandarfkjatúr sem átti að hefjast 11. aprfl. í yfirlýsingu frá hljómsveitinni segir að hún sé búin að stunda það í sex ár að gera plötu og á túr þar til gerð næstu plötu hefst. Meðlimirnir vilja nú fá að lifa eins og mann- eskjur og komast að þvf hvenær þeir vilja byrja aftur. Hljómsveitin var stofnuð 1994 en það var ekki fyrr en með útgáfu Relatlonship of Command ! fyrra sem hún sló f gegn. í vikunni kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Gorillaz, en lag hennar, Clint Eastwood, hefur verið í töluverðri spilun undanfarið. Myndbandið sýnir fjórar teikni- myndafígúrur í góðri sveiflu en hverjir eru eiginlega Gorillaz. Trausti Júlíusson kannaði málið. og raunveruleika Hljómsveitin Gorillaz er skipuö Qór- um meðlimum. Fyrstan skal nefna Murdoc sem er bassaleikarinn og hugmyndasmiður bandsins. Hann er ættaður frá Stoke-On-Trent í Englandi og er undir áhrifum frá hlutum eins og Black Sabbath, döbb tónlist og Dennis Wilson. Hann er þessi svarthærði með krossinn um hálsinn. Hann hitti söngvarann 2D í hljóðfæraversluninni sem hann vann í áður en Gorillaz urðu til. 2D syngur eins og engill. Hans helstu fyrirmyndir eru Lucio Fulci og Phil Oakey. Þriðji maðurinn sem þeir fengu tU liðs við sig er svo trommarinn stórgerði Russel, sem er hip-hop haus frá Bandaríkjunum. Hann kann á mörg hljóðfæri og er að auki andsetinn, rapparinn Del blund- ar í honum og brýst fram með reglu- legu miUibUi. Murdoc hitti Russel þar sem hann var að afgreiða í rapp-plötu- búð í Soho í London eftir að hann hafði flutt yfir Atlantshafið með for- eldrum sínum. Helstu áhrifavaldar hans eru Chaka Kahn og harð- línupólitíkusinn Farrakhan. Og þá vantaði bara gítarleikara. GoriUaz auglýsti eftir einum í tón- listarblaðinu NME og í framhaldi af þvi kom kassi með FedEx-hraðflutn- ingsfyrirtækinu frá Japan og út úr honum stökk hin 10 ára smáa en knáa Noodle sem er ekki bara gítarleikari heldur líka sérfræðingur í austrænum bardagalistum. Hennar fyrirmyndir eru Richie Sambora og haiku-ljóð- skáldin. Margir gestir á plötunni. Plata Gorillaz, sem heitir eftir hljómsveitinni, var tekin upp í Kong- hljóðverinu. Upptökustjóri var enginn annar en hip-hop-snillingurinn Dan the Automator, maðurinn á bak við plötur Dr. Octagon og Deltron 3030. Á meðal samstarfsmanna og gesta eru Damon Albarn, sem er mjög áber- andi á plötunni, og Del Tha Fimky Homosapien sem rappar í nokkrum lögum, þar á meðal í laginu Clint Eastwood. Auk þeirra koma við sögu Miho Hatori úr New York-sveitinni Cibo Matto, Tina Weymouth og Chris Franz úr Talking Heads og Tom Tom Club, Kid Koala sem skratsar í einhverjum lögum og Ibra- him Ferrer úr Buena Vista Social Club sem syngur lagið Latin Simone. Fjölbreytt og metnaðarfullt Það kemur ekki á óvart þegar allir þessir tónlistarmenn eru hafðir í huga að útkoman er mjög fjölbreytt og skemmtileg. Þetta er allt frá þvi að vera gitartónlist sem minnir á sumt af þvi sem Blur hafa verið að gera (t.d. lögin 5/4 og M1 Al) út í rólegt og frekar poppað hip-hop (t.d. Clint Eastwood og Rock The House), döbb tónlist (Slow Country, Starshine og Tomorrow Comes Today) og latin (lagið Latin Simone sem Ferrer syng- ur er algjör perla). Gorillaz er ekki sólóplata með Damon Albarn, eins og áður hafði verið talað um, heldur er hún sam- starfsverkefni sem er unnið undir stjórn Dan the Automator og Damons, en þeir hittust einmitt þeg- ar Dan fékk Damon til liðs við sig við upptökur á framtíðar hip-hop plötu Deltron 3030 sem kom út í fyrra. Hug- myndin með teiknimyndahljómsveit- inni var að skapa „alvöru hljóm- sveit“ í kringum verkefnið þannig að aðdáendur tónlistarinnar gætu kynnst mönnunum á bak við tónlist- ina, eignast sinn uppáhaldsmeðlim og svo framvegis. „Flestar popp- hljómsveitir eru hvort sem er tilbún- ingur,“ segir Damon. Það er kannski erfitt að neita því á þessum timum þegar allt snýst um ímyndir, Qöl- miðla og mynbönd. Tónleikaferð fram undan Gorillaz spilaði á sínum fyrstu tón- leikum í Scala-klúbbnum í London fyrir rúmri viku siðan. Það voru margir spenntir að sjá hvernig teiknimyndapersónur færu að því að spila á tónleikum. Það er vissulega eitthvað sem hægt er að velta vöng- um yfir. En það gerðist þannig að hljómsveitin spilaði á bak við tjald þannig að aðeins útlinur þeirra sáust. Á tjaldið var líka varpað myndum af alls konar umhverfi þannig að í raun voru áhorfendur að fylgjast með teiknimyndahljómsveit sem var að spUa í teiknimyndaum- hverfi, en líka „live“ á staðnum. Á sama tíma mátti sjá myndbönd hljómsveitarinnar og fleira efni á skjám hér og þar i salnum. Tónleik- amir þóttu heppnast mjög vel og fram undan eru fleiri tónleikar og það er staðfest að Damon kemur fram á þeim, eins og hann gerði í Scala. Viðskiptavinír Skífunnar og Músíkur & mynda geta gert góð kaup á heitustu plötun- um þessa dagana, Það eina sem þarf að gera er að klippa út afsláttarmiðann í Lífinu effir vinnu og mæta niður eftir. það heitasta Það eina sem þú þarft að gera er að klippa út miðann í Lífinu eftir vinnu og þá færð þú 1000 króna af- slátt ef keyptar eru tvær plötur í Heitt-flokknum í Skífunni eða Músík & Myndum. Plöturnar sem eru í boði eru af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að hafa far- ið vel i tónlistarunnendur um heim allan. Fyrst ber að nefna plötu Dav- ids Grays, White Ladder, sem verið hefur á topp tíu á breska breiðskífu- listanum frá því síðasta sumar. Lög eins og Babylon og Please Forgive Me tala sínu máli. írska tríóinu JJ72 hefur verið líkt við Coldplay, Travis og Muse og hefur samnefnd plata þ e i r r a slegið í gegn með lögum eins og Oxygen, October Swimmer og Snow. Plata söngkonunnar Anastaciu er að sjálfsögðu í boði enda hafa lög eins og I’m Outta Love og Not That Kind virkað vel á fólk. Platan S.I.O.S.O.S. Volume 1 með Spooks ætti að henta þeim vel sem eru farn- ir að bíða eftir næstu Fugees-plötu. Wu Tang Clan bjóða okkur svo upp á plötuna The W sem inniheldur nokkrar af skærustu stjörnur rappheimsins. Þá ber að nefna nýjustu plötur þeirra Fatboy Slim og Johnny Cash auk platna frá 1 i s t a - mönnum eins og Shaggy, Snoop Dogg, Linkin Park, At the Drive- In, Daft Punk og PJ Harvey. Þá má ekki gleyma tónlistinni úr kvikmyndinni Almost Famous, plötu Sugababes, Hed P.E., nýjustu plötu Blink 182 sem er tónleikaplata og tónlistinni úr O Brother, Where Art Though. Heildarlista yfir plöt- urnar er annars að finna í áður- nefndum verslunum. 10 f Ó k U S 30. mars 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.