Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2001, Síða 11
Aðdáendur Nick Cave and the Bad Seeds hafa nú beðið í ein fjögur ár eftir nýju efni frá meisturunum. Sú
bið er brátt á enda því á mánudag kemur út ellefta breiðskífa hljómsveitarinnar. Frosti Logason hlustaði á
gripinn og skoðaði sögu sveitarinnar:
Aldrei aftur skulum við sundrast
Snemma í byrjun nlunda áratug-
arins hóf ástralska pönksveitin The
Birthday Party, meö Nick Cave í
broddi fylkingar, innreið sína í
bresku stórborgina London og vakti
á sér umtalsverða athygli fyrir
mjög líflega sviðsframkomu og leik-
ræna tilburði söngvarans, Nick
Cave, sem þótti hálfgeðsjúkur að
sjá, allavega við fyrstu sýn. Hljóm-
sveitin skildi eftir sig nokkrar upp-
tökur en lifði ekki lengur en til árs-
ins 1983 og fóru meðlimir þá hver í
sína áttina. Þegar Birthday Party
lagði upp laupana varð Nick eirðar-
laus og ákvað að setjast að í Berlín
þar sem hann síðan kynntist Blixa
nokkrum Bargeld, en hann var
meðlimur í athyglisverðri hljóm-
sveit sem kallaði sig Einstiirzende
Neubauten. Saman stofnuðu þeir
hljómsveitina The Bad Seeds og
ákvað Nick að kalla til nokkra
gamla félaga til að fylla i lausar
stöður en til þess voru fengnir þeir
Mick Harvey, sem hafði verið með
Nick í hljómsveitinni Birthday Par-
ty, og Barry Adamson. Fyrsta plata
hljómsveitarinnar varð From Her
Etemity sem innihélt skemmtilega
útgáfu af gamla Elvis-smellinum In
the Ghetto og sannaði það að Nick
hafði engu gleymt þegar kom að
leikrænum tilþrifum í söng sínum.
Ári seinna kom út The Firstborn Is
Dead en það var ekki fyrr en árið
1986 sem Nick Cave and the Bad
Seeds fengu almennilega athygli en
þá fór platan Kicking Against the
Pricks í toppsætið á óháða breska
plötulistanum. Sú plata innihélt
einungis lög eftir aðra tónlistamenn
en útsetningar Nicks og félaga sátu
eftir í hlustendum og sköpuðu
hljómsveitinni nafn í bransanum.
Óhugnanlegar
smásösögur
Platan Your Funeral, My Trial
kom út sama ár og hún virkaði bet-
ur en fyrri verk sveitarinnar þar
sem meira var lagt i alla vinnslu á
plötunni, s.s. upptökur og hljóð-
blöndun. Á þessum tíma var Nick
líka farinn að semja lögin sín í
formi smásagna, sem hafa upp frá
því verið sérstaða söngvarans, og
lögin The Mercy Seat og Oh Deanna
eru gott dæmi um það hvernig ógn-
vekjandi frásagnir fléttast vel inn í
lög hans. Árið 1988 voru lögin orðin
enn þróaðri og með vandaðri laga-
byggingu og meiri melódium í söng
Nick Cave sendi hljómsveitin frá
sér meistarastykkið Tender Prey.
The Good Son var svo gefin úr árið
1990 og þá gaf strengjasveit hljóm-
sveitinni nýjan hljóm sem blandað-
ist vel við ballöðumar sem voru
núna orðnar Nick Cave svo hug-
leiknar. Árið ‘92 kom platan
Henry¥s Dream út og á eftir henni
fylgdu útgáfur á tónleikaupptökum
sveitarinar og framlagi þeirra í
kvikmyndina Faraway, So Close,
eftir kvikmyndamógúlinn Wenders.
Árið 1994 var ókyrrðartímabil i
einkalífi Nick Cave en engu að síð-
ur gaf hann þá út eitt af sínum
bestu verkum, plötuna Let Love in,
sem hlaut einróma lof gagn-
rýnenda. Núna var Nick orðinn að
stórstjömu en næsta plata gerði
hann súperstjömu því The Murder
Ballads varð að alþjóðlegri metsölu-
plötu. Þar fékk hann til sín nokkra
gesti en á meðal þeirra voru þær
Kylie Minouge og P.J. Harvey, sem
báðar sungu dúett með meistaran-
um, og urðu lögin sem þau sungu
saman til þess að Nick Cave and the
Bad Seeds urðu þekktari en nokkru
sinni fyrr. Árið 1997 kom svo út
platan The Boatmans Call sem
margir segja vera bestu plötu Nicks
Cave.
Eins og kraumandi
eldfjair
Á mánudaginn kemur svo loks út
ellefta breiðskífa hans, No More
Shall We Part, en þá eru liðin fjög-
ur ár frá síðustu útgáfu og það telja
margir dágóðan tima. Ástæðu þess
sagði hann vera þá að eftir síðustu
plötu hefði hann fengið nokkurs
konar viðbjóð á því sem hann var
að gera og hætti því að semja um
hríð. Þegar hann aftur á móti fékk
áhugann á ný kom hann tvíefldur
til baka og efnið bara vall út úr
honum eins og úr kraumandi eld-
fjalli. Öll lögin á nýju plötunni voru
tekin upp á skrifstofu hans í
Englandi þar sem hann sat við
skrifborð og vann að lögunum eins
og endurskoðandi vinnur að skatt-
skýrslunum, frá 9 til 5 á daginn.
Platan var tekin upp á tveimur vik-
um í bítlastúdíóinu Abbey Road, en
þar kann Nick vel við sig og þakk-
ar ekki síst andrúmsloftinu þar
góða útkomu plötunnar. Þar bætt-
ust lika öll hin hljóðfærin við en
meðlimir The Bad Seeds búa aliir
hver á sínum staðnum á jörðinni og
höfðu ekki einu sinni heyrt nýju
lögin fyrr en þeir mættu í stúdióið
og hlustuðu á Nick spila þau á pí-
anóið. Fyrsti singullinn af plötunni
er lagið As I Sat Sadly Beside Her,
en það er lag um hann sjálfan, konu
hans og heimspekilegar samræður
þeirra um hvað lífið er yndislegt.
Fallegt, ekki satt?
p1ötudómar
hvaðf fyrir hvernf skemmtileqar staöreyncfi r niöurstaöa
★★★★ Flytjandi: MatlTIOS piatan: A Chance to Cut Is a Chance to Cure Útgefandi: Matador/Hljómalind Lengd: 46:23 mín. Þetta er þriöja plata bandaríska dúós- ins Matmos frá San Francisco. Þaö spilar tilraunakennda raftónlist og er þekkt fyrir að sampla ólíkleg hljóð sem þaö notar í tónlistina. Á nýju plötunni eru þaö m.a. hljóö sem myndast viö fitusog, hljóörituö á læknastofu í Kali- forníu (alveg sattl). Þó að þeir Matmos-félagar noti óhefö- bundnar aðferöir við gerö tónlistarinn- ar þá er þessi plata samt merkilega aðgengileg og næstum því poppuð, enda nota þeir líka hefðbundin hljóö- færi eins og gftara og trommur. Platan ætti aö höfða til þeirra sem hafa áhuga á óvenjulegri og framsækinni popptónlist. Matmos, þeir MC Schmidt og Drew Daniel, eru á meöal samstarfsmanna Bjarkar á nýju þlötunni hennar sem væntanleg er síösumars. Þeir munu líka vera hluti af hljómsveitinni sem spilar meö Björk á tónleikaferöalaginu sem hún fer á í kjölfariö. Þessi plata sannar aö það er heilmik- iö að gerast í tilraunageiranum í Bandaríkjunum ogekki bara í Chicago! Þetta er mjög fjölbreytt plata, hún inni- heldur allt frá poppi út í teknó og til- raunakennda raftónlist. Mjög lífleg og skemmtleg plata sem kemur á óvart aftur og aftur... trausti júlíusson
★ ★★★ Fiytjandi: Big Dumb Face piatan: Duke Lion Fights The Terror Útgefandi: Geffen/Skífan Lengd: 51:23 Wes Borland, gítarleikari hljómsveitar- innar Limp Bizkit, er hér með eins kon- ar sólóverkefni en hann semur, útset- ur og pródúserar þessa þlötu alfariö sjálfur. Tónlistin sjálf er alger snilld en hún spannar allt frá kántrý-rokkabillý upp í argasti dauðarokk. Þetta er svona trommuheilarokk sem gæti ver- ið blanda af Mortician, Piledriver og Agli Sæbjörnssyni. Aðdáendur framúrstefnu og nýrra hug- myndina veröa ekki sviknir af þessu. Þessi hljómsveit er eflaust eitt stórt grin í huga Wes Borlands en stað- reyndin er sú aö Limp Bizkit fölnar í samanburði viö lagasmíðarnar sem hér er aö finna. Ég efast um að hinir venjulegu Limp-aödáendur hafi gaman af þessu. Borland stofnaði þetta band meö nokkrum félögum sínum á Flórida fyrir mörgum árum en þurfti aö setja hug- myndina í salt þegar Limþ Bizkit meik- aöi þaö. Hann tók svo upp þráðinn á síöasta ári og tók upp plötuna sjálfur á tónleikaferöalagi lina kexins. Þessi gripur sýnir þaö aö Wes Borland er án nokkurs vafa mesti snillingurinn í Limp Bizkit. Þetta er bæði bráðfyndin ogí alla staði mjög skemmtileg plata. Hún er líka bara helvíti vel tekin upp með góöu sándi og kraftmiklum lögum. Þá standa dauöarokkslögin sérstaklega vel upp úr en þau eru vel! anda þess efnis sem Relapse Records í BNA sér- hæfa sig !. Big Dumb Face tekur Limp Bizkit i rassgatiö! Frosti Logason
★★★★ Rytjandi: YmSÍr piatan: Putting the Morr in Morrissey Útgefandi: Morr/12 Tónar Lengd: 138:46 mín (2 diskar) Morr Music er útgáfa sem sérhæfir sig í mjúkri raftónlist. Hún er rekin af Thomas Morr og hefur aösetur í Berlín. Þessi plata er safn af efni með listamönnum hjá Morr og öörum víða að sem leika tónlist sem fellur aö stefnu útgáfunnar. Á fyrri disknum eru upprunalegar útgáfur en remix á þeim seinni. Rest lögin á þessu safni eru mjúk og melódísk raftónlist meö léttu yfir- bragöi og ættu að falla vel í kramiö t.d. hjá Múm-aðdáendum. Aö stærst- um hluta er þetta er róandi og nær- andi tónlist í bakgrunninn en einstaka lög eru samt haröari og truflaöri, t.d. Schneider tm remixið af laginu „II y a le UV". Þaö kemur engum á óvart sem heyrt hefur þessa plötu aö Morr Music sé viö þaö aö gefa út plötu meö Múm. Þaö verður plata meö endurunnum Múm-lögum og kemur út í sumar. Á meðal þeirra sem remixa Múm eru Isan, Arovane, B. Reischmann, Pho- nem og Styrofoam en þeir eiga allir efni á plötunni. Þetta er mjög flott safn sem víkur ekki svo auðveldlega úr spilaranum þegar maður hefur á annaö borð ánetjast. Þetta er mikil stemningartónlist, yfir- leitt hæg og einföld. Rest lögin eru góö en í sérstölu uppáhaldi hjá mér eru lögin meö The Notwist, Isan, Tied & Tickled Trio og Kandis. Afbragö. trausti júlíusson
★★★ Rytjandi: Manic Street Preachers piatan: Know Your Enemy Útgefandi: Epic/Skífan Lengd: 75:32 Sjötta breiðskífa velsku rokkaranna f Manic Street Preachers. Þessi hljóm- sveit hefur á undaförnum áratug krossaö úr hráu pönk rokki yfir f há- gæöa popp én gerir nú ágætis tilraun til að hrista af sér söluvæna popp- stimpilin. Útkoman úr þeirri tilraun er þessi þlata sem hljómar hrárri heldur en sföustu tvær plötur þeirra. Manics-aðdáendur ættu náttúrulega . aö hafa gaman af þessu en þessi plata gæti passað betur handa fyrri aödáendum þeirra sem dýrkuðu hljóm- sveitina fyrir „This Is My Truth Tell Me Yours" -plötuna en hún kom út '98 og gerði hljómsveitina aö einni stærstu hljómsveit Bretlands. Know Your Enemy var að mestu leyti samin á sólarströndum Spánar fyrir hálfu ööru ári. Það þýöir þó ekki að sólin skíni hér í gegn því lögin eru frek- ar þunglynd og textarnir neikvæöir. Óvinurinn, sem titili plötunnar ýjar aö. er víst sá karakter sem hljómsveitn var orðin aö samkvæmt bassaleikara sveitarinnar, Nicky Wire. Know Your Enemy er plata sem tekur sér tíma i að læðast aftan að manni og gripur mann svo föstum tökum. Þarna heyrast allar hliöarnar á hljómsveitinni sem eru fiölmargar og spanna allt frá poppi yfir i rokk og jafnvel yfir i diskó. Umfram allt eru þetta vel samin lög en samt sem áöur er hljómurinn frekar lo- fi sem er ekki alveg að minu skapi. Frosti Logason
30. mars 2001 f Ó k U S
11