Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2001, Qupperneq 3
fókus wL X ^ F X-L-B V-í-M-R-U- viö mælum meö l'i V/ ii ti ií' j i: r- fi U i', fi gera um helgina Eftir vinnu á föstudaginn ætla ég út að borða á Ítalíu með félögunum í hljómsveitinni. Svo förum við beint á hljómsveitaræfingu. Ef æf- ingar standa ekki langt fram á nótt getur vel verið að maður kíki í bíó. Á laugardaginn ætla ég að vera heima og slappa af og kannski leika mér í tölvunni. Síðan fer ég og fæ mér einhvern góðan bita en mér finnst sér- staklega gott að borða á Tex Mex. Um kvöldið verða svo aftur strangar æfingar með hljómsveitinni. Ég ætla að hitta mömmu á sunnudaginn og eiga smá family-time með henni. Svo er aftur æfing um kvöldið en i þetta sinn verðum við búnir klukkan átta og þá fer ég á samkomu. Oddur Carl Thorarensen, söngvari í hljómsveitinni Trompet. Norski kitsch-máiarinn Odd Nerdrum vekur umræðu hvar sem hann fer. Auglýsingar um sýningu Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á verkum hans komust í fréttir um leið og þær voru settar upp. Odd segist hataður af gagnrýnendum víða um heim en sérstaklega segir hann að þeim sænsku sé í nöp við sig. Honum er nokk sama, hann er ekki listamaður - hann er kitsch-málari Odd Nerdrum er ekki bara hatað- ur af gagnrýnendum. Mörgum al- mennum borgurum er ekki vel við hann. Hann er hálfgert ólíkindatól og lítur út fyrir að vera það. Hann klæðist ekki venjubundnum fatnaði. Hann gengur um í kufli og hár hans er úfið og strítt. Hann er hár og mik- ill um sig í kuflinum og óárennileg- ur. Þegar ég sest niður andspænis honum hugsa ég með mér að hann sé örugglega göldróttur. Síðustu 15-20 árin hefur Odd Ner- drum notað íslenskt landslag í myndum sínum. Hann vissi hins vegar ekki hvaðan þetta landslag var komið. Það var bara í myndun- um hans. „Andrúmsloft íslensks landslags er villt,“ segir Odd. „Tilfinning mín fyrir íslensku landslagi er að það sé svart og fullt af sorg. Sálfræðileg áhrif þess eru þunglyndislegur tóm- leiki sem ég elska. Ég þoli ekki tré. Það er allt í lagi með eitt og eitt en mörg eru þau hrein andstyggð." Hrafn vekur Odd kom til íslands i fyrsta sinn eftir að hann hafði séð Hrafninn flýgur, kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar. Odd segir Hrafn snill- ing. „Allir snillingar eru umdeildir. Voltaire sagði að þegar allir væru sammála væri ekkert frelsi. Því á að gleðjast yfir því að einn skeri sig út úr og geri og segi annað en aðrir í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt. Þegar leitað er eftir þvi að allir séu eins er komið hættulegt ástand. Þá eru allir sofandi. Hrafn vekur.“ Afurð 18. aldar „Ég er ekki hluti af listamanna- samfélaginu. Ég er kitsch-málari og það mjög góður. Þegar maður er kitsch-málari þá er ekkert skjól; það er enginn sem verndar mann. Engin heilög lög listarinnar. Þess vegna var í lagi að fela hluta af málverk- inu mínu í auglýsingum. Það væri aldrei gert við listaverk." Af hverju skilgreiniröu þig ekki sem listamann? „List var fundin upp síðast á 18. öld. Emmanuel Kant setti reglur um Lákerol Hið sænska Lákerol hefur endanlega leyst ópalið af hólmi. Það er ekki bara rosa- lega gott heldur líka frá Sverige og eins og allir vita koma bara góðir hlutir þaðan. Spyrjið bara þá sem eiga Volvo. Sparibaukar j Hver kannast ekki -J ' við óþolandi klink sem þvælist fyr- ir í vösum og veskj- um? Með því að safna því saman í sparibauk má sleppa við að dröslast um með fimm°þúsund kall i klinki og í staðinn safna fyrir utanlandsferð. Það er fátt skemmtilegra en að borga 30.000 króna flugmiða með klinki. Markvisst kynlíf í nokkra áratugi höfum við stundað æf- ingakynlíf sem miðar ekki að neinu nema bæta kyn- ferðislegt úthald. Af hverju ekki að hætta tilgangs- lausu hjakki og rándýrum getnað- arvörnum og láta kviði þenjast út og börn skríða úr mæðrum sínum. Börn eru ágæt. Svo stækka þau líka og geta sótt mann í partíin þegar maður verður orðinn mið- aldra og þau komin með bílpróf. Fæði ríka mannsins Farið út í verslun og sláið um ykkur. Kaupið nokkur kíló af papriku til að sýna að þið séuð rik og flott. Ad hjóla í jnkbjóli er eim og að sogast inn í svarthoL ________T?1 Túnbm líður sifclll haegar og hargar. Kitsch er listarinnar satan „Ég veit líka að ef íslenskir gagnrýnendur skrifa um þessa sýningu verða þeir mjög neikvæöir," segir Odd Nerdrum. „Þeir eru menntaðir." Innfelda myndin er verk Odds, Reifabarn. list og eftir þeim fara gagnrýnendur í mestu. Þess vegna má segja að list- in sé trúarbrögð. Það liggur eitthvað að baki listaverkum. í mínum verk- um er allt á yfirborðinu. Ég hef kos- ið mér klassíska aðferð við málverk sem var ríkjandi fyrir daga Kants. Hann afneitaði klassíska verkinu. Hann sagði að það gæti verið meira á bak við krot en gott klassískt handverk. Þannig varð listin til. Þess vegna varð ég að segja skilið við myndlistina og gerast kitsch- málari. Kitsch er satan listarinnar. Það varð gælunefni þeirra sem ekki fylgdu lögmálum listarinnar." Eilíft andrúmsloft „Ég hata ekki listina. Hún er að mörgu leyti yndisleg. Opinberlega er hún góð. Ég hef ekki áhuga á því. Ég hef áhuga á hinu eilífa þar sem draumurinn ræður. Nútíminn vek- ur ekki áhuga minn því eftir fimm- tíu ár verður hann orðinn gamall. Ég vil ekki fylgja þeirri þróun held- ur stíga út úr henni og öðlast and- rúmsloft eilífðarinnar. Þess vegna hef ég tileinkað mér tækni endur- reisnarinnar." Fullir haturs Eru gagnrýnendur alltaf neikvœö- ir gangvart verkum þínum? „I Bandaríkjunum hafa þeir stundum verið mjög jákvæðir. í Noregi eru þeir yfírleitt hræðilegir og í Sviþjóð hafa þeir verið afar nei- kvæðir; stundum fullir haturs.“ Þótt Odd sé ekki vinsæll á Norð- urlöndum segja sumir að hann hafi öðlast nokkrar vinsældir í Banda- rikjunum. Ég tek upp bók sem ligg- ur á borðinu og í eru hugleiðingar og heimspeki Odds um kitsch. Hún er nýkomin út á ensku og er á leið- inni til Bandaríkjanna. Og Bandaríkjamönnum líkar vel viö þig, ekki satt? „Nei, ég held ekki. Kannski nokkrum en ég held að það séu ekki margir hrifnir af mér og því sem ég geri. Og ég veit hvers vegna. Það er af því ég er ekki á réttum stað en ég veit alveg hvar ég er. Ég veit líka að ef íslenskir gagnrýnendur skrifa um þessa sýningu verða þeir mjög nei- kvæðir. Þeir eru menntaðir." Tffí ma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.