Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2001, Blaðsíða 29
37 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 I>V Tilvera Bíofréttir Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum: Bridget á toppinn Bridget Jones's Diary Renée Zellweger hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni. Mikil aðsókn í síðustu viku á Bridget Jones’s Di- ary varð til þess að bætt var við sýningarsölum og við það náði myndin efsta sætinu þessa vikuna þrátt fyrir að vera sýnd í um níu hundruð færri sölum en næsta mynd, Spy Kids. Að öðru leyti er það helst að nefna að Krókódíla-Dundee er aftur kominn á kreik og nú leikur hann lausum hala í Los Angeles. Það er sem fyrr ástralski leikarinn Paul Hogan sem leikur æv- intýramanninn Dundee. Gagnrýnendur fóru vinsamlegum orðum um Crocodile Dundee in Los Angeles en öðru máli gegnir um mynd sem er einu sæti neðar á list- anum, Freddy Got Fingered, sem hökkuð var í spað af gagnrýnend- um. Um er að ræöa frumraun vin- sæls þáttastjórnanda á MTV-sjón- varpsstöðinni, Tom Green, sem ör- ugglega mun hugsa sig um tvisvar áður en hann leggur aftur í að gera kvikmynd. Reikna má með að Bridget Jones’s haldi efsta sæti list- ans í næstu viku. Engar stórmyndir eru fram undan en meðal mynda næstu helgi má nefna Town and Country, rómantíska kvikmynd með Warren Beatty og Goldie Hawn, frumsýningu sem búið er að fresta af og til í rúmlega ár. BMi ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTI VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O 3 Bridget Jones’s Diary 10.184 25.316 2221 © 1 Spy Kids 10.069 85.500 3191 © 2 Along Came the Spider 8.753 46.758 2543 o Crocodile Dundee in Las Vegas 7.714 7.714 2123 © Freddy Got Fingered 7.098 7.098 2271 © 5 Blow 5.901 35.158 2103 o 4 Joe Dirt 5.310 19.121 2638 o 6 Kingdome Come 4.267 16.145 1111 o 7 Josie and the Pussycats 2.900 11.500 2558 © 9 Enemey at the Gates 2.035 46.390 1645 © 11 Heartbreakers 1.704 37.304 1886 © 20 The Tailor of Panama 1.600 6.800 359 0 10 Someone Like You 1.553 24.884 1675 0 9 Crouching Tiger, Hidden Dragon 1.400 122.787 1012 © 8 Pokémon 3 1.355 15.800 2012 © 16 Memento 1.205 5.238 270 © 14 Traffic 1.029 120.617 744 © 13 Exit Wounds 952 49.346 1005 0 15 The Brothers 807 25.945 637 © 18 Amore Perros 748 2.190 171 Vinsælustu myndböndin: Löggutöffarar Spennutryllirinn What Lies Beneath er aðra vikuna í röð í efsta sæti myndbandalistans. í næstu tveimur sætum eru saka- málamyndir sem eiga það sameig- inlegt að aðalpersónurnar eru löggutöífarar sem báöir eru svart- ir. í Shaft leikur Samuel L. Jackson titilhlutverkið og í Art of War, sem er ný á listanum, leikur Wesley Snipes álíka mikinn töffara. Báðir vilja þeir helst vera einir á ferð og nota að mörgu leyti sams konar aðferðir. Ekki voru gagnrýnendur ýkja hrifnir af þessum myndum en segja má að þær séu báðar ágæt afþreying þegar sest er fyrir framan sjónvarpið. Það þarf að fara aftur í ellefta sæti listans til að finna aðra nýja mynd. Um er að ræða enn eina um Hálend- inginn Connor, Hig- hlander: Endgame, skoska hetju sem lifir að eilífu, svo framar- lega sem hann verður ekki hálshöggvinn. í síöustu viku apríl- mánaðar er helsta vopnið The Nutty Professor H, mynd sem gæti fellt What Lies Beneath af toppnum. Eddie Murphy er sem fyrr í góðu formi í mörgum hlutverkum. SÆTI © 0 © o o O 0 © © © © © © © © © © Art of War Wesley Snipes í hlutverki lögreglu- töffara sem fer eigin leiðir. FYRRI VIKUR VIKA TfTIUL (DREIFINGARADILI) Á USTA 1 What Lies Beneath iskífan) 2 2 Shaft (SAM-MYNDBÖND) 3 _ Art of War (myndformi 1 íslenski draumurinn (sam-myndbönd) 4 The Kid (SAM MYNDBÖND) 2 Loser iskífan) 3 Road Trip (sam-myndböndj 5 Nurse Betty isam-myndböno) 6 14 Saving Grace (háskölabíó) 2 11 Chicken Run isam myndböndi 3 Hlghlander: Endgame (Skífanj 1 13 Boys and Girls iskífan) 4 5 Scary Movie (skífan) 5 The Cell iskífan) 4 Play It to the Bone isam myndböndi 4 Hollow IVIan (skífanj 6 Den eneste ene (háskólabíó) 6 Erin Brockovich iskífan) 18 Friends 7 _ 9-12 isam myndbönd) 4 15 Snatch (skífan) 10 6 12 10 18 17 DV-MYNDIR EINAR J Velkomin um borð Eins og vera ber tók fríður hópur flugfreyja á móti gestum í Þjóðleikhúskjallaranum. Stelpurnar á söluskrifstofunni Þær Dröfn Hjaltalín, Ingibjörg Bjarnadóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir unnu allar á söluskrifstofu Arnar- flugs á sínum tíma. Endurfundir Arnarflugsmanna Starfsfólk flugfélagsins Arnar- flugs, sem er forveri Atlanta, kom saman í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn og gerði sér glaðan dag og rifjaði upp gamla tíma. Ára- tugur er síðan félagið lagði upp laupana en það er greinilegt að gamli Arnarflugsandinn lifír enn góðu lífi enda hafa margir starfs- mannanna komið saman reglulega í gegnum árin. Reykjavík • Sími 550 4000 Akureyri • Sími 461 5000 Keflavík • Sími 421 4044 Oli og Guomundur Óli Tynes sem sá um kynningar- og markaðsmál hjá Arnarflugi ásamt Guðmundi Hafsteinssyni, fram- kvæmdastjóra innanlandsflugsins. Enaurfundir Guðmundur Hafsteinsson ásamt þeim Halldóri Sig- urðssyni, sem var deildarstjóri erlendra verkefna hjá Arnarflugi, og Margréti Halldórsdóttur flugfreyju. FUIITSU COMPUTERS SIEMENS LifebookC-4345 Intel Celeron 650MHz örgjörvi 12.1" TFT SVGA skjár ::• 64 MB SDRAM vinnsluminni ::• 6 GB harður diskur k* CD drif og disklingadrif Innrautt tengi ::• 56K V.90 mótald Mobile Security ::• Þyngd aðeins 3.0 kg •:• Windows 98 stýrikerfi !:• MS Word 2000 & MS Works 2000 ::• 1 árs ábyrgð Tölvur 139.900 y™ verð m.vsk Tæknival

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.