Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2001, Blaðsíða 1
15 Birgir Leifur Hafþórsson í Portúgal í gær. Honum gekk illa á fyrsta degi en vonandi betur í dag. DV-mynd BP Ólafur Helgi hættur í Val Ólafur Helgi Ingason knattspyrnumaöur hef- ur ákveðið að hætta að leika með Val. Ólafur Helgi er sókn- armaður og verður 25 ára á þessu ári. Hann lék nánast alla leiki Vals í 1. deildinni í fyrra og þykir snjall knattspyrnumaður. Ekki á hann langt að sækja hæfileik- ana þvi faðir hans, Ingi Björn Al- bertsson, er einn mesti marka- skorari sem íslensk knattspyrna hefur alið. Ólafur Helgi hefur ekki enn ákveðið með hvaða liði hann leikur í sumar. -SK Birgir á 6 yfir parinu „Þessi fyrsti dagur fór ekki alveg eins og ég planaði. Til að byrja með brá mér hálfvegis því ég var að slá of löng högg. Ég var með nýjan driver og kúlu sem ég hafði ekki alveg vanist. Þjálfarinn minn sagði áðan að ég þyrfti ekki alveg að bugast því reynslan væri góð og inni á milli var ég að slá fullt af góðum höggum," sagði Birgir Leifur í samtali við DV í gærkvöld hér í Albufeira en hann lék fyrsta hringinn i gær á opna portúgalska meist- aramótinu á 6 höggum yfir pari. Þátttaka Birgis Leifs í þessu móti hefur vakið þó nokkra athygli. Eins og DV greindi frá í gær var tekið viðtal við hann fyrir þáttinn European Tour Weekly og hans er getið í sérstöku tímariti, „Hole One“, sem gefið var út fyrir mótiö. í því blaði þykir líka sérlega merki- legt að ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn skyldi hafa staðið fyrir sérstakri hópferð hingað til Albufeira í tilefni af þátttöku Birgis Leifs. Völlurinn í Quinta do Lago er geysifagur og umhverfið stórkostlegt. Öll umgjörð um mótið er til fyrirmyndar og öryggisgæsla mikil. Veðrið var gott í dag til að spila golf, ekki of mikil sól en þó nokkur vindur á köflum. Gengi Birgis Leifs var með ýmsu móti í dag. Hann var fjóra yfir pari um tíma en náði þá tveimur fuglum. Mestu vandræði hans í gær voru þegar kúlan festist í tré og á 17. holu fór kúlan út fyrir braut og í kjarr. „Þá ætlaði ég mér einfaldlega of mikið þegar ég sló hana inn á braut- ina aftur og þurfti tvö högg til. Upphaflega planið var að ná í fugl en svona gerist þetta þegar maður ætlar sér um of. 115. holu fékk ég skolla. Þá var ég á milli járna og ein- ungis með járn númer 3 en hefði þurft 21/2. Þá sló ég að- eins of mikið til hægri.“ Birgir segir að þjálfarinn sinn, Staffan Johannsson, hafi sagt honum að hugsa bara um góðu höggin í gær (dag) og fara með þau í keppnina í dag. 1 dag verður síðan niðurskurðurinn fyrir áframhaldið en aðeins 70 af 156 keppendum geta haldið áfram. -JÁHJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.