Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 9
9 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 DV Fréttir Gamla grillið gert upp sem nýtt - hægt að fá flesta varahluti, segir Grétar Samúelsson hjá Húsasmiðjunni Nú er aðalgrilltíminn að renna upp og margir búnir að draga grill- in úr bílskúrnum eða geymslunni. Þótt grillin séu verkleg tæki er eitt og annað sem getur skemmst og í þeim eru hlutir sem þarf að endur- nýja reglulega. Einnig geta þau lát- ið verulega á sjá, sérstaklega ef þau hafa staðið úti yfir veturinn. En ekki er þörf á að fjárfesta í nýju grilli því lítið mál er aö gera þau upp og kaupa má nýja hluti í stað þeirra sem skemmast. Grétar Samú- elsson er mikill grillari, auk þess sem hann er sölumaður í Húsa- smiðjunni sem er einn af stærstu söluaðilum grillvarahluta á land- inu. Hann segir að brennarar séu sá hluti grillsins sem oftast þarf að skipta um. „Þeir duga yfirleitt ekki mikið lengur en tvö til þrjú ár,“ seg- ir Grétar. Til eru tvenns konar brennarar, svokallaðir I-brennarar og H-brennarar og kemur hvor teg- und í nokkrum útfærslum. Margir hafa talið H-brennarana betri en ef grill er keypt með I-brennara ætti að halda sig við það lag þegar nýr brennari er keyptur. „Loftunin upp í gegnum botn grillsins er hönnuð með tilliti til þess hvort í því er I- eða H-brennari. Því er ekki sniðugt að skipta um lag.“ Brennarar kosta um 3-5000 kr. eftir tegund og stærð. Aðrir varahlutir, sem mikið eru keyptir, eru takkar sem oft vilja týnast. Grillgrindurnar vilja lika skemmast, sérstaklega stálgrind- urnar en Grétar segir að grindur sem húðaðar eru með porcelainhúð endist mun betur og því borgi sig að kaupa þær ef endurnýja þarf grindurnar. Smyrjið krana Eitt af mikilvægustu atriðunum í viðhaldi grilla er að smyrja kran- ana þar sem gasið er tengt við, ekki síst á grillum sem standa úti í langan tíma. Efni eins og WD-40 henta vel á kranana og eins þykir gott að bera matarolíu á hjálminn og aðra staði sem eiga það til að ryðga og skemmast. „Síðan þarf að halda þeim þokkalega' hrein- um. Ekki er þó þörf á að rífa grindurnar úr grill- inu eftir hverja notkun og þvo þær. Slíkar til- færingar þarf aðeins einstaka sinnum. í staðinn kveikir maður upp í grillinu næst þegar þaö er notað og lætur loga í því í smá- tíma með hjálminn niðri þannig að það hitni vel. Þá brenna öll fita og óhreinindi burt og síðan má fara með bursta yfir grindurnar áður en maturinn er settur á. Þetta tel ég nægilegt í flestum tilvikum. Alvöru- kokkar segja að ekki eigi að þvo grindurnar mjög oft,“ segir Grétar. Hresst upp á útlitið Ef grillið er í góðu lagi en kemur illa útlítandi undan vetri má auð- veldlega hressa upp á útlit þess. „Þeir sem vilja hafa grillin sín svört grillinu þá fylgjast þeir bara vel með. En ef gler- ið brotnar þá er hægt að skipta um þau.“ Hraun- eða keramiksteinar Til eru þrjár útfærsl- ur af frágangi grilla fyr- ir neðan grindurnar. Fyrst ber að nefna stál- grind þar sem settir eru hraunsteinar. Fitan lek- ur ofan í steinana og þegar hún er orðin mik- il vill oft loga ansi vel í grillinu. Þá er ráð að taka steinana úr og setja þá í pott og hreinlega sjóða fituna úr þeim. Svo er þeim einfaldlega raðað aftur í botn grills- ins. Önnur útfærsla eru hinir svokölluðu keram- iksteinar, sem eru eins og koddar í laginu. Þeim er raðað í botn grills- ins og mælir Grétar með notkun þeirra. „Þeir bæði dreifa hitanum auk þess sem fitan lekur á þá og brennur upp. Því þarf aldrei að hugsa neitt um það.“ Þriðja úrfærsl- an er síðan á grillum sem eru hvorki með hraun- né keramik- steina heldur hitaplötu. „Þessum hitaplötum þarf að skipta út reglu- lega. Þær eru ætlaðar til að dreifa hitanum frá brennurunum jafnt um grillsvæðið og taka við fitu sem lek- ur af matnum. Þær tærast og ryðga og því þarf að endumýja þær á þriggja til fjögurra ára fresti." -ÓSB Ungir grillarar Eldamennska á grilli er ekki flókin og kannski er þar komin skýringin á vinsældum hennar. og fin þurfa ekki annað en að þrífa þau vel og úða á þau hitaþolinni málningu sem kemur í úðabrúsum og er afskaplega auöveld í meðför- um. Þó verður að gæta þess að á þeim flötum sem mála á sé ekki nein olía eða fita. Eftir svona með- ferð verður grillið eins og nýtt,“ seg- ir Grétar. Aðspurður segir Grétar að glergluggar á loki grilla séu ónauðsynlegir öllum alvörugrillur- um. „Þeir sem eru með gler þurfa endalaust að halda þeim hreinum svo þeir sjái hvort logar í matnum. En alvörugrillarar horfa fyrst og fremst á steikina því það er hún sem skiptir öllu máli og ef loka þarf Á grillið: Appelsínusvínahnakki - suðrænn og seiðandi Þegar grillið hefur verið þrifið eftir veturinn er ekki úr vegi að hefja grillsumarið á því að elda þennan rétt sem er með suðrænum blæ og gefur fyrirheit um sólskins- daga sumarsins. Uppskriftin dugar fyrir fjóra fullorðna. Hráefni 800 g beinlaus svínahnakki, skorinn í 8 sneiðar 100 g maísenamjöl 2 appelsínur 400 g grænmeti í salat: blómkál, spergilkál, sveppir og ca 8 kirsuberjatómatar 4-6 stk. meðalstórar kartöflur 4 stk. grillpinnar Kryddolia safi úr 2 appelsínum 1/2 dl ólífuolía 1/3 dl Teryaki-sósa 3 hvitlauksgeirar, fint saxaðir 1 tsk rifið, ferskt engifer Aðferð Blandið saman öllu sem á aö fara í kryddlöginn og látið kjötið liggja í honum í 2-3 klst. Veltið því síðan upp úr maísenamjöli. Mjölið á að blotna í gegn. Grillið svínahnakk- ann við háan hita í 6-8 mínútur á hvorri hlið og snúið af og til. Þræðið blómkál, spergilkál og sveppi upp á grillpinna og grillið í u.þ.b. 8 mínútur, snúiö öðru hverju. Bætið síðan litlum tómötum á pinn- ana og grillið í 2-3 mínútur í viðbót. Meðlæti Grillað grænmeti á teini og grillaðar 1-2 cm þykkar kartöflusneiðar. Skreytt með ræmum úr appelsínuberki. Úr Grillbók Hagkaups Enn um greiðsluseðla í mars sl. sagði neytendasíðan frá manni nokkrum sem var ósáttur við 250 kr. seðil- gjald á hvern reikning sem Orkuveita Reykjavíkur sendir út. Hann vildi meina að fyrirtækiö gæti ekki skyldað hann til að kaupa seðl- ana og ákvað því að greiða orku- reikninga sína eftir öðrum leiðum. Hann skrifaði ávísun fyrir upphæð- inni á reikningnum en dró fyrst seð- ilgjaldið frá. Ávísunina sendi hann síðan til fyrirtækisins i almennum pósti. Samanlagður kostnaður hans við þetta nam innan við 100 kr. Þar sem maðurinn rekur fyrirtæki þá hafði hann sama háttinn á með reikninga þess. Hann sparaði sér því nokkur hundruð krónur á því að nota þessa aðferð. Það er skemmst frá þvi að segja að ávísan- irnar komust til skila og hann fékk senda kvittun fyrir greiðslunni frá Orkuveitunni. Þegar nýjir seðlar komu til hans í síðustu viku kom í ljós að Orkuveitan telur að hann skuldi fyrirtækinu enn þá fyrir seðla síðasta mánaðar og skráir eldri skuld 250 kr., auk þess sem einni krónu í dráttarvexti er bætt ofan á þá upphæð. Maðurinn ætlar ekki að greiða þessa skuld heldur senda aftur ávísun fyrir orkunni sem hann keypti af fyrirtækinu. Hann segir að væntanlega komi bráðlega í ljós hvort Orkuveitan muni loka fyrir rafmagnið hjá hon- um vegna ógreiddra greiðsluseðla sem hann notar ekki. Vanskilagjald eftir 15 daga Fyrst verið er að ræöa málefni Orkuveitunnar má segja frá því að kona nokkur hringdi og vildi benda á að nýverið urðu breytingar á hvernig fyrirtækið höndlar vanskil. Hún hafði greitt reikning frá fyrir- tækinu eftir gjalddaga og komst þá að því að á reikninginn höfðu bæst 450 kr. í vanskilagjald og 80 kr. í dráttarvexti. Hún var ekki alls kost- ar ánægð með þetta þar sem gjaldið væri nýtilkomið en hvergi væri minnst á það á greiðsluseðlinum. Eysteinn Jónsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að sé seöill ekki greiddur innan 15 daga falli á hann 450 kr. vanskilakostnaður auk drátt- arvaxta. „Þá eru byrjaðar inn- heimtuaðgerðir og kostnaðurinn er til kominn vegna þeirra." Hann seg- ir fyrirkomulagið fyrir breytinguna hafa verið þannig að sendar hafi verið út tilkynningar og ef þeim var ekki sinnt féll vanskilagjald sem var um 1000 kr. „Gjaldið hefur lækkað en á móti kemur að frestur- inn er styttri þar sem hann var áður 1 mánuður." Þvi borgar sig að greiða seðlana á réttum tíma því dæmi eru um að lágir orkureikning- ar, eins og fyrir litlar sameignir, geta hækkað um allt að helming þegar greiða þarf seðilgjald, van- skilagjald og dráttarvexti. -ÓSB Sólarvarnarkrem aftur í hillur í Danmörku í Berlinske Tidende var í gær sagt frá því að aftur væri hafin sala á sólarvarnarkremum sem í síðustu viku voru fiar- lægð úr hillum verslana í Danmörku eftir að svissnesk rannsókn sýndi að tilteknar UV- síur, sem í þeim eru, gætu valdið krabba- meini og hormónatrufl- unum í dýrum. Danska umhverfisráðið segir að tvö af þeim þremur efn- um sem talin voru hættuleg hafi reynst skaðlaus og hefur því verið gefið grænt ljós á sölu þeirra aftur. Hins vegar telur stofnunin að Nú er staðan sú Að neytendum er ráölagt aö foröast aöeins eitt af þeim þrem- ur efnum sem í síöustu viku voru talin skaðleg. 4-methyi-benzytidene campher heitir efnið. sólkrem sem innihalda UV-síu sem heitir 4-met- hyl-benzylidene campher þurfi frekari skoðunar við og þá sérstaklega í sambandi við notkun barna og þungaðra kvenna. Þvi mun á næstu vikum fara fram ítarleg skoðun á virkni þessa efnis og þá hvort það verður tekið af markaði eða merkt með varúðarorðum. Meðfram þessari skoðun fer fram rannsókn á því í hvaða vörutegundum þessar UV-síur finnst og hversu mikið þær eru notaðar af almenningi og þá sér- staklega börnum. -ÓSB ó tíC’C'ctc^'cCyóCCWC * 46, i. 551 9209

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.