Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 Skoðun I>V Framtíö Símans og RÚV Landssíminn seldur S/'öa hans sömu örlög og British Telephone? Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Björgvin Jóhannsson, 4 ára: Spagettí. Heiena Margrét Jónsdóttir. 4 ára: Kakósúpa eins og mamma og Otti gera. Kári Kristjánsson, 4 ára: Fiskur. Bessi Gautur Friójófsson, 4 ára: Ég elska súpu. Hafsteinn Ernir Hafsteinsson, 4 ára: Spagettí. Siguröur Egilsson, 4 ára: Spagettí. Nú þegar Lands- síminn er orðinn hlutafélag, og ríkið eini hluthafinn, vakna ýmsar spurn- ingar. Til hefur stað- ið að selja helming hlutafjár til einkaað- ila. Kannski mun Landssímans bíða sömu örlög og breska landssímans sem ríkið einkavæddi fyrir 10 árum. Þar fór allt vel af stað, þjónusta var stórlega aukin og gjaldskrá hækkuð aftur og aftur. En nú er svo komið, að B.T (The Brit- ish Telephone) hefur tapað 47% við- skiptavina sinna. Hvað kemur til? Lítum nánar á málið. - I Bretlandi hafa komið ótal aðilar inn í þennan geira, bæði breskir og einnig frá Bandaríkjun- um. Orkuveitur sem seldu t.d. bara gas, selja nú gas, rafmagn og síma- þjónustu, allt í einum pakka. Raf- magnsveitan í Bretlandi er farin að selja gas og símaþjónustu og býður viðskiptavinum British Gas vel- komna ásamt ókeypis „áfallahjálp“ fyrir viðskiptavini British Gas, er þeir sjá verðmuninn. Þessar auglýsingar má sjá í heil- síðuauglýsingum í dagblöðum, og þetta er harður slagur. Sá aðili sem virðist koma best út er bandarískt símafélag, sem hefur numið land í Evrópu, og er nú í mikilli sókn. Bæði í Glasgow og Edinborg hafa þeir lát- ið verktaka leiða ljósleiðara í eða að hverju húsi og trúlega víðar um Bretland. Þeir bjóða tvær línur á sama verði og British Telephone, á níu ensk pund á mánuði. Öll símtöl innanlands eru frí. Hin línan er fyr- ir tölvu og er sú lína líka ókeypis. Taki fólk allan pakkann, þ.e. 30 sjónvarpslinur, bæði breskar og bandarískar, þá kostar hann 25 pund á mánuði. Sky-sjónvarpsstöðin býð- ur frían móttökudisk og sendir út stafrænt, t.d. og má sjá atburði á skjánum frá fjórum sjónarhornum, fá tölvupóst heim í stofu á sjónvarps- skjáinn og margar aðrar nýjungar, sem of langt væri að telja upp hér. Megi þau Katrín Halldórsdóttir skrifar: Ekki eru þingmenn bestir í hag- fræðinni. Þeir hafa sett reglur um að öryrkjar sem búa einir skuli ekki hafa meira en 402.000 kr. á ári. Það er ekki einu sinni hálf milljón á ári. Sjálfir fá þeir sumir hverjir miklu meira en eina milljón á mánuði, þótt ekki fari það hátt. En flestir þekkja muninn á 12 milljónum og 402.000 kr. á ári. Af þessu að dæma hefur veikt fólk ekkert með lífið að gera, að þeirra áliti, en geta skrimt þar til það deyr. „Ríkissjónvarpið á íslandi flutti nýlega af Laugavegi í Efstaleiti. Sagt var að flest- öll tœki hefðu verið úrelt og ný verið keypt. Skyldu þau tœki geta sent út stafrænt, eða þarf að henda þeim eft- ir 1-2 ár og kaupa ný?“ í sjónvarpsmálum eru og miklar breytingar, Philips og Fujitsu bjóða nú sjónvörp sem eru 4 tommu þykk með flötum 36 tommu skjá, sem hengdur er upp á vegg eins og mál- verk - að sjálfsögðu stafrænt. BBC, breska ríkisútvarpið sendir nú út „Fyrst þingmenn geta ekki virt veikt fólk sem mann- eskjur eru þeir ekki með fulla greind og ættu ekki að hafa stjórn á þessum málum - sem og mörgum öðrum. “ Fyrst þingmenn geta ekki virt veikt fólk sem manneskjur eru þeir ekki með fulla greind og ættu ekki að hafa stjórn á þessum málum - stafrænt á öllum útvarps- og sjón- varpsrásum sínum. Sé litið á þessi mál á íslandi þá hlýtur þróunin að verða sú sama en sökum minna um- fangs og smæðar mun þróunin verða hægari. Rikissjónvarpið á Islandi flutti nýlega af Laugavegi í Efstaleiti. Sagt var að flestöll tæki hefðu verið úrelt og ný verið keypt. Skyldu þau tæki geta sent út stafrænt, eða þarf að henda þeim eftir 1-2 ár og kaupa ný? Trúlega er það svo. Framtíðar- spár segja að innan þriggja ára verði allt útvarps- og sjónvarpsefni stafrænt. En hvað Landssímann varðar, bíða hans trúlega sömu ör- lög og British Telephone. En kannski fer Orkuveita Reykjavíkur að bjóða síma- og tölvutengingu. sem og mörgum öðrum. Eg tel því að þeir eigi að hætta störfum vegna vanhæfni. Þeir geta ekki hugsað rökrétt og eru því óhæfir að vinna þau opinberu störf sem þeir hafa unnið hingað til. Við verðum að viðurkenna það sem við erum vitni að, svo og upp- sagnir þeirra sem afleiðingar, þótt þær hafi ekki tíðkast hér á landi til þessa. Og eitthvað verður að gera við þessa órökvísu einstaklinga. - Ég krefst þess að þingmenn hætti opinberum störfum og fái ekki að bjóða sig fram aftur til Alþingis. Rusl í Austurstræti Sífelldur áróöur hjálpar. Dagur umhverfisins Hildur Guðmundsdóttir skrifar: Nýlega var haldinn Dagur um- hverfisins og umhverfisráðherra veitti viðurkenningu ráðuneytisins síns til nokkurra aðila, þ.á.m. ísals. Sú viðurkenning var að minnsta kosti verðskulduð því umhverfi og aðbúnaður í því fyrirtæki er sögð til fyrirmyndar. Ekki er alls staðar jafn hreint og fágað. í þeim flokki er borg- in okkar, Reykjavík. Hún hefur ekki í annan tíma verið óhreinni. Samt held ég að borgarstjórn sé ekki frábitin verulegu átaki til hreinsunar. En það er ekki nóg þegar borgarbúar sjálfir ganga verulega illa um götur og torg, verslanir, stórar og smáar, gera lítið í því að hemja rusl og umbúðir sem fjúka vítt og breitt og festast síðan í göturæsum og rennusteinum. Ég vil sjá stórt átak og sífelldan áróður af borgaryfirvöldum til ibúanna að taka sjálfir meiri þátt i hreinsun og til- kynna ef keyrir um þverbak í borg- inni í þessum efnum. Franskar kartöflur á 24 krónur stykkið Sigurjðn skrifar: Ég keypti tvær pitsur og lítinn skammt af frönskum kartöflum (bát- um) í Pizza Hut um daginn. Þegar ég opriaði boxið af frönskum, sem kost- aði 450 kr., komu í ljós 19 kartöflubát- ar. Ég hélt að um mistök væri að ræða og hringdi í Pizza Hut en þar var mér tjáð að þetta væri rétt, skammturinn væri 150 g og ætti að kosta 450 kr. Þetta finnst mér okur. Þetta kemur svona út og ég leyfi mér að námunda í næstu heila krónu í þessum útreikningi mínum: stykkið af franskri kartöflu kostar 24 kr. - Og kílóið 3000 kr. þvi hver kartafla er ca 8 g. - Hvað fmnst ykkur lesendur góð- ir, er þetta ekki frekar dýrt? Kynlíf á súlum og á skjánum Gerir það fólk aö bjánum? Þarf svona mikið kynlíf í þessu landi? Salvör hringdi: Ég var að lesa fjölmiðlapistil Jóns Birgis Péturssonar í DV á miðviku- dag um „trantið", tröntunina, trant- inn, eða hvað kalla skal alla þessa þætti um ástarbrallið á Skjá einum - og svo um allar auglýsingamar þar sem ekki dugar minna en að sýna nektina blákalda eða einhver ósköp af kynlífí til að koma landanum í skilning um hvað hann á helst að kaupa. Ég tek undir gagnrýni á þessi ósköp sem hvergi tröllríður fjölmiðl- um svona ferlega eins og hjá okkur íslendingum. Þarf svona mikið kynlíf í þessu landi? Þurfa allir þættir, leik- verk og tónsmíðar að snúast um slef- una á milli kynjanna? Þetta er náttúr- lega hrein geðveiki og ekkert annað. Og alvarlega smitandi að auki. Mér finnst margir landar okkar vera að verða aö hálfgerðum bjánum í sam- skiptum hver við annan og í viðtölum í fjölmiðlum. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasífta DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Sagan af Dabba og Dóra Einu sinni voru tveir strákar. Þetta voru ágætir vinir sem léku sér oft saman. Þetta voru þeir Dabbi og Dóri. Báðir höfðu strákarnir gaman af kassabílum en gallinn var sá að þeir gátu ekki búið til bíl vegna þess að lengi vantaði þá efnivið- inn svo þeir gátu því ekki látið drauminn um kassabíl rætast. Þó var staðan þannig að Dabbi átti mun meira dót en Dóri og raunar var það svo að Dabbi átti gamlan kassabíl sem hann hafði ein- hverju sinni átt með Nonna sem síðar flutti til Ameríku. Að vísu var sá kassabíll bilaður en með því að fá hinn laghenta Dóra til liðs við sig gátu þeir félagar lappað svo vel upp á bílinn að hann varð nánast sem nýr. Þar munaði mikið um ýmsa varahluti sem Dóri lagði til og einnig skipti miklu máli hve slyngur viðgerðarmaður hann var. Kassabíllinn sem þeir Dabbi og Dóri komu sér upp var einn sá sterkbyggðasti í hverfinu og ljóst var að allir hinir strákamir öfunduðu þá af þessu fina tæki þeirra. Ýta og draga Kassabíllinn var þó ekki með neinum mótor og því þurfti ýmist að ýta eða draga hann um götum- ar. Það varð að samkomulagi hjá þeim félögum - vegna þess að Dabbi átti í raun bílinn meira en Dóri - að Dabbi yrði bílstjórinn en Dóri sæi hins vegar um að draga og ýta. Lengi vel gekk þetta ágætlega og Dóri ýtti bílnum upp brekkur og þeir fengu sér svo báðir saman salíbunu í bílnum nið- ur brekkuna aftur. Það var auðvitað mjög gaman og þeir hlógu báðir. Þannig gekk þetta í margar vikur og alltaf var Dóri að ýta og draga en Dabbi sat við stýrið. Þar kom þó að Dabba var farið að leiðast tilbreytingarleysið þannig að hann fór að leika sér að því að beygja bílnum til og frá þannig að Dóri átti oft fullt í fangi með að ýta og það kom stundum fyrir að þegar Dabbi var að sikk-sakka þá missti Dóri fótanna og datt á hnén og meiddi sig. Dóra fannst þetta heldur fúlt og bað Dabba oft um að hætta þessu en Dabbi sinnti því ekkert og bætti heldur við ef eitthvað var. Þar kom líka að því að Dabbi hindraði Dóra í að hoppa upp á bíl- inn þegar þeir vora að renna sér niður brekkur þannig að Dóri stóð einn eftir og varð að labba niður brekkuna. Þótt Dóra þætti þetta ósanngjarnt gat hann litið sagt vegna þess að þrátt fyrir allt var þetta náttúrlega bíllinn hans Dabba. Fylgst með hinum En þetta varð þó til þess að Dóri fór að verða latari en áður að ýta og draga kassabílinn með Dabba innanborðs og sumir segja jafnvel að Dóri hafi verið farinn að fylgjast með því hvað hinir strákarnir i hverfmu voru að gera, þó svo að þeir ættu ekki eins flottan kassabíl og þeir Dabbi og Dóri voru á. Og þegar Dóri fór að spara sig við dráttinn á bílnum jukust leiðindin hjá Dabba um allan helming. Það var ekki nema endrum og sinn- um sem Dóri nennti að draga hann upp brekkur og hann var alveg hættur að ýta þegar Dabbi var að sikksakka! Dabbi velti því fyrir sér hvað hann gæti gert til að fá meiri kraft í Dóra á ný og datt þá snjallræði í hug. Hann vissi að Dóra hafði alltaf langað til að fá að stýra kassabílnum sjálfur og þess vegna sagði hann við Dóra: „Dóri, ef þú heldur áfram að ýta mér og draga þá mátt þú KANNSKI stýra bílnum í næstu viku!“ Dóri svar- aði þessu ekki og hefur enn ekki svarað. Enginn veit því hvernig þessi saga endar, hvort Dóri held- ur áfram að ýta eða hvort hann snýr sér bara að því að búa til bíl með hinum strákunum í hverf- inu. Verður Dabbi einn í bílnum eða kemur ein- hver annar til að ýta? Allt þetta mun koma í ljós í næsta þætti framhaldssögunnar _ um Dabba og Dóra!! 0301 Skarphéðinn Einarsson skrifar: hæfileikaríku ríkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.