Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 3
16 + 17 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 Sport Sport Tölfræði VJ. - í fyrstu 4 leikjunum gegn Haukum Skotnýting: Skot utan af velli: Mörk (skot) Baldvin Þorsteinsson .... 1 (1) 100% Jóhann G. Jóhansson ... 8 (13) 62% Giedrius Cserniauskas . 10 (17) 59% Andrius Stelmokas .... 11 (19) 58% Guðjón Valur Sigurðsson 21 (38) 55% Sævar Árnason.........10 (21) 48% Haildór Sigfússon.... 13 (29) 45% Arnór Atlason..........8 (18) 44% Jónatan Magnússon .......1 (3) 33% Heimir örn Árnason .... 1 (7) 14% Vitaköst Halldór Sigfússon .....10 (12) 83% Guðjón Valur Sigurðsson 8 (10) 80% Heildartölur KA Langskot: (77 skot /32 mörk) . 42% Gegnumbrot: (23/14)..........61% Horn: (28/10) .............. 36% Lína: (13/8) ................62% - Skot úr stöðum: 141/65, 46% - Hraðaupphlaup: (25/20) ..... 80% Vítaskot: (22/18) .......... 82% - Skotnýting: 188/103, 55% - Hæstir í tölfræðinni Stoðsendingar:...............60 Guðjón Valur Sigurðsson......18 Halldór Sigfússon ...........11 Arnór Atlason................10 Fiskuð viti: 22 (Guðjón Valur 7, Cserniauskas 4, Stelmokas 3, Sævar 3). Sendingar sem gáfu viti: 17 (Guðjón Valur 5, Halldór 5, Heimir 3, Arnór 2). Boltum náð: 29 (Jónatan 7, Guðjón Valur 5, Hreinn 4, Cserniauskas 3). Fiskaðir brottekstrar: 12 (Guðjón Valur 5, Halldór 4). Fráköst af skotum: 28 (7 í sókn, 21 í vörn, Hreinn 5). Varin skot i vörn: 10 (Stelmokas 4). Markvarsla: Hörður Flóki Ólafsson .. 68 (158) 43% Hans Hreinsson..........0 (2) 0% Kári Garðarsson.........0 (1) 0% - Markvarsla: 68/161, 42% - Langskot: (19 varin /32 skot) . 59% Gegnumbrot: (16/34).......... 47% Hom: (19/29) ................ 66% Lína: (6/23) ................ 26% - Varsla úr stöðum: 60/118, 51% - Hraðaupphlaup: (2/20) .......10% Vítaskot: (4/21) ............19% Hörður Flóki Ólafsson ... 4 (19) 21% Hans Hreinsson...........0 (2) 0% Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: . . . (96/43, 45%) Seinni hálfleikur: . . (107/59, 55%) Samtals:..........(203/102, 50%) Tölfræði Hauka - í fyrstu 4 leikjunum gegn KA Skotnýting: Skot utan af velli: Mörk (skot) Andri Þorbjörnsson....1 (1) 100% Aliaksandr Shamkuts . . 11 (14) 79% Vignir Svavarsson .....2 (3) 67% Ásgeir Hallgrímsson ... 15 (24) 63% Einar Gunnarsson ......5 (8) 63% Jón Karl Björnsson .... 5 (10) 50% Styrmir Gunnarsson .... 1 (2) 50% Einar Öm Jónsson .... 10 (20) 43% Óskar Ármannsson .... 11 (27) 41% Rúnar Sigtryggsson....9 (22) 41% Tjörvi Ólafsson........6 (18) 33% Vitaköst Jón Karl Björnsson....9 (11) 82% Rúnar Sigtryggsson....8 (11) 73% Óskar Ármannsson .......0 (1) 0% Heildartölur Hauka Langskot: (43 skot /13 mörk) . 30% Gegnumbrot: (29/18)........ 62% Hom: (32/10) ...............31% Lína: (22/17).............. 77% - Skot úr stöðum: 126/58, 46% - Hraðaupphlaup: (23/18) .... 78% Vítaskot: (23/17) ......... 74% - Skotnýting: 172/93, 54% - Hæstir í tölfræðinni Stoðsendingar:..............59 Rúnar Sigtryggsson..........13 Ásgeir Örn Hallgrímsson ....11 Einar Gunnarsson ............9 Fiskuð víti: 23 (Tjörvi 6, Shamkuts 5, Einar Örn 4, Rúnar 3, Ásgeir 3). Sendingar sem gúfu viti: 16 (Rúnar 5, Ásgeir 5). Boltum náó: 20 (Shamkuts 5, Tjörvi 4). Fiskaóir brottrekstrar: 25 (Shamkuts 11, Ásgeir 4, Rúnar 4). Fráköst af skotunu 37 (10 í sókn, 27 í vöm, Rúnar 9, Einar Öm 8, Ásgeir 4, Shamkuts 3, Tjörvi 3, Vignir 3, Jón 3). Varin skot i vönu 17 (Shamkuts 8, Einar Örn 6, Vignir 2). Markvarsla: Bjarni Frostason .... 50 (108) 46% Magnús Sigmundsson . . 30 (74) 41% - Markvarsla: 80/182, 44% - Langskot: (26 varin /58 skot) . 45% Gegnumbrot: (20/34)........ 59% Hom: (15/25) .............. 60% Lina: (7/15) ...............47% - Varsla úr stöðum: 68/132, 52% - Hraðaupphlaup: (8/28) ..... 29% Vítaskot: (4/22) ...........18% Magnús Sigmundsson ... 2 (10) 20% Bjarni Frostason......2 (12) 17% Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: . . . (97/50, 52%) Seinni hálfleikur: .. (106/43, 41%) Samtals: ..........(203/93, 46%) Spiluðum eins og byrjendur „Því miður tókst ekki að klára þetta í kvöld,“ sagði Guðjón Val- ur Sigurðsson KA-maður von- svikinn eftir leik- inn. „Við spiluð- um alveg eins og byrjendur í fyrri hálfleik og grófum okkur allt of djúpa gröf sem við náðum aldrei að koma okkur upp úr. Þetta er það sama og gerðist í öðrum leiknum en þá tókst okkur að ná okkur upp úr á tímabili. Það tókst ekki í dag og það segir sitt um hvað vörnin var léleg að þeir skora jafnmörg mörk í fyrri hálfleik og i öllum sið- asta leik. í síðari hálfleik urðum við að breyta einhverju svo við bökkuðum í 6-0 vörn þó að við spilum þá vörn ekki oft. Það gekk i smátíma en við unnum ekki nógu vel úr þeim bolt- um sem við fengum og vorum oft fljótir að kasta þeim frá okkur. Nú þýðir ekkert annað en að rifa sig upp og klára dæmið fyrir norðan og ég get lofað því að það verður hörkuleikur. Við höfum bara tapað einum leik fyrir norðan i vetur og ætlum ekki að fara að tapa leik númer tvö núna.“ -HI Átján mörk í einum hálfleik „Að fá átján mörk á sig í einum hálf- leik er of mikið til að hægt sé að vinna leik,“ sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn að Ásvöflum í gær. „Vörnin var eng- an veginn nógu góð og við vor- um allt of mikið að hálfstöðva menn sem er ekki nógu gott. Okkur vantaði aö komst meira i snertingu við þá og ná þannig upp baráttunni, sem hefði skilað okkur fleiri hraðaupphlaupum. Ég er þó ánægður með að strák- amir gáfust aldrei upp og sýndu góða baráttu á lokakaflanum. Meö smáheppni hefðum við jafn- vel getað jafnað og þaö sýnir að viö erum ekki dauðir úr öllum æðum,“ sagði Atli. -EK 0-1, 1-1, 2-3, 3-4 (8 min.), 5-4, 6-5, 6-6, 11-6 (17 miru), 11-7, 12-8, 14-9, 14-10 (24 min.), 16-10, 16-11, 17-12, (18-12), Haukar-KA 30-28 (18-12) 19-12, 19-13, 20-14, 21-14 (35 min.), 21-17, 23-18, 24-20, 26-22, 28-22 (53 min.), 28-26, 29-27, 30-28. Haukar: Mörk/viti (skot/viti): Einar Örn Jónsson 6 (9), Jón Karl Bjömsson 5/2 (8/2), Óskar Ármannsson, 5 01), Aliaksandr Shamkuts 4 (4), Ásgeir Öm Hallgrímsson 4 (8), Einar Gunnarsson 3 (4), Rúnar Sigtryggsson 3 (5). Samanburður 61% Skotnýting 56% Varin skot/víti (skot á sig): Biarni Frostason 11/2 (23/3, 48%, 3 af 8 langskotum, 0 af 1 hraðaupphlaupum, 1 af 5 úr horni, 4 af 4 gegnumbrotum, 1 af 2 af línu, 2 af 3 vitum), Maenús Sigmundsson 14/1 (30/4, 47%, 4 af 11 langskotum, 2 af 4 hraðaupphlaupum, 2 af 4 úr horni, 5 af 7 gegnumbrotum, 1 af 4 vítum). Mörk úr hraóaupphlqupum: 4 (Einar Öm, Shamkuts, Óskar Á„ Jón Kari). 9 Fráköst frá marki 7 9 Tapaðir boltar 8 47% Markvarsla 30% 4 Varin skot í vörn 2 2/2 Vítanýting 7/4 4 Hraðaupphlaupsmörk 3 Skotnýting eftir leikstööum: Langskot: 16/6, 38% Gegnumbrot: 6/5, 83% Horn: 11/5, 45% Lina: 8/8, 100% - Skot úr stöðum: 41/24, 59% - Hraðaupphlaup: 6/4, 67% Vítaskot: 2/2, 100% Önnur tölfræöi: Stoðsendingar: 23 (Rúnar 5, Ásgeir 4, Einar G. 4, Einar Om 3, Óskar Á. 3, Shamkuts 2, Tjörvi 2). Fiskuð viti: 2 (Tjörvi, Óskar Á). Sendingar sem gáfu viti: 1 (Ásgeir). Boltum náó: 6 (Shamkuts 2, Tiörvi 2, Bjarni, Ásgeir). Fiskaðir brottrekstrar: 4 (Rúnar 3, Shamkuts). Fráköst af skotum: 9 (2 í sókn, 7 í vörn, Rúnar 5, Jón Karl 2, Tjörvi, Einar Örn). Varin skot i vörn: 4 (Shamkuts 2, Einar Öm 2). 8 Refsimínútur 8 Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: Haukar . . 69% (26/18) KA . . 46% (26/12) Seinni hálfleikur: Haukar . . 46% (26/12) KA . . 62% (26/16) Samtals: Haukar . . 58% (52/30) KA . . 54% (52/28) Dómarar (1-10): Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson (7). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 2500. KA: Mörk/víti (skot/viti): Guðjón Valur Sigurðsson 10/3 (16/4), Arnór Atlason 5 (7), Sævar Árnason 4 (8), Halldór Sigfússon 4/1 (9/3), Giedrius Cserniauskas 3 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (1), Jóhann G. Jóhannsson 1 (3), Andrius Stelmokas (2), Jónatan Magnússon (1). Varin skot/viti (skot á sig): Hörður Flóki Úiafsson 13 (43/2, 30%, 6 af 12 langskotum, 1 af 5 hraðaupphlaupum, 5 af 10 úr homi, 1 af 6 gegnumbrotum, 0 af 8 af línu, 0 af 2 vítum). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Guðjón Valur, Baldvin, Csemiauskas). Skotnýting eftir leikstööum: Langskot: 22/12, 55% Gegnumbrot: 5/2, 40% Horn: 10/6, 60% Lina: 2/1, 50% - Skot úr stöðum: 39/21, 54% - Hraóaupphlaup: 4/3, 75% Vitaskot: 7/4, 57% Önnur tölfræði: Stoósendingar: 18 (Guðjón Valur 8, Halldór 4, Amór 2, Baidvin, Jóhann, Csemiauskas, Stelmokas). Fiskuð viti: 7 (Guðjón Valur 4, Arnór, Sævar, Csemiauskas). Sendingar sem gáfu víti: 4 (Halldór 2, Erlingur Kristjánsson, Stelmokas). Boltum náð: 4 (Cserniauskas 2, Erlingur, Hreinn). Fiskaðir brottekstrar: 4 (Guðjón Valur 3, Halldór). Fráköst af skotum: 7 (2 í sókn, 5 í vöm, Guðjón Valur 2, Hörður Flóki, Sævar, Halldór, Stelmokas, Jónatan). Varin skot i vörn: 2 (Erlingur 2). Maður leiksins: Einar Orn Jónsson, Haukum Qskar Armannsson, léikstjórnandi Hauka, átti góöan leik gegn KA í gær og dró Haukavagninn öruggum skrefum |J sigurs. Hér brýst hann gegnum vörn KA og skorar eitt af fimm mörium sínum í leiknum. DV-mynd E.ÓI. - knúinn fram með öruggum 30-28 sigri Hauka gegn KA að Ásvöllum Haukar knúðu fram oddaleik með sigri á KA, 30-28, á Ásvöllum. Sigur- inn var frekar öruggur hjá Haukum sem höfðu góða forystu frá miðjum fyrri hálfleik en þeir slökuðu svo á í lokin, reyndar svo mjög að KA hefði með smáheppni getað stolið sigrinum. Það var jafnt framan af. Varnir beggja liða voru langt frá því að vera eins sterkar og þær geta verið en bæði lið léku varnirnar framarlega, sérstaklega þó KA. Sex fyrstu sókn- irnar í leiknum voru nýttar og jafnt var á öllum tölum upp í 6-6. En þá stungu Haukar af. Haukarnir gerðu fimm mörk í röð og það skondna var að þegar KA-menn minnkuöu muninn í 13-7 voru þeir tveimur leikmönnum færri. Þennan mun juku Haukar svo þegar líða tók á háifleikinn og það var greinilegt á öllum að Haukarnir ætl- uðu sér ekki að fara í sumarfrí eftir þennan leik. Staðan í hálfleik var 18-12 fyrir Hauka og þar með höfðu þeir skoraö jafnmörg mörk í einum hálfleik og þeir höfðu gert í öllum síð- asta leik! KA-menn voru í miklum vandræðum, bæði í vörn og sókn, á þessum seinni hluta fyrri hálfleiks og burðarásamir Guðjón Valur og Hall- dór voru langt frá sínu besta, einkum þó Halldór sem tapaði boltanum íjór- um sinnum í sókninni i fyrri hálfleik. Neituöu aö gefast upp En eins og svo oft áður neituðu KA- menn að gefast upp. Þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og bökkuðu sið- an í 6-0 vörn fljótlega í siðari hálfleik og þetta gekk ágætlega. Haukarnir fóru að gera mistök í sókninni og skjóta úr slæmum færum og KA- menn gengu smám saman á lagið. Einkum fór Guðjón Valur Sigurðsson hamförum enda gerði hann alls átta mörk í síðari hálfleik. í raun má segja að það hafi verið Magnúsi Sigmunds- syni, markverði Hauka, að þakka að KA-menn komust ekki lengra en þeir þó gerðu þvl hann varði mjög vel eft- ir að hann leysti Bjarna Frostason af hólmi í síðari hálfleik. Einar meö góða innkomu Þegar munurinn fór að minnka brá Viggó þjálfari á það ráð að setja Ein- ar Gunnarsson í sóknina í staö Rún- ars og átti Einar mjög góða innkomu og gerði mikilvæg mörk, þar á meðal eitt stórglæsilegt með undirhandar- skoti. Smáspenna komst í leikinn þeg- ar KA gerði fjögur mörk í röð á þrem- ur mínútum undir lok leiksins og breytti stöðunni úr 28-22 í 28-26 þeg- ar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En Einar Gunnarsson tryggði nánast sig- urinn, 29-26, þegar rúmar tvær mín- útur voru eftir. Eftir það misfórst sín sóknin hjá hvoru liði og í næstu sókn fengu KÁ-menn vítakast en Bjarni Frostason varði þá frá Guðjóni Val Sigurðssyni. KA-menn náðu þó bolt- anum og Guðjón svaraði strax með marki en Ásgeir tryggði sigurinn end- anlega með marki hálfri mínútu fyrir leikslok áður en Arnór svaraði fyrir KA. Það má segja að góður fyrri hálf- leikur hafi lagt grunninn að þessum sigri Hauka. Þeir spiluðu betur á framliggjandi vöm KA-manna en þeir gerðu fyrir norðan, voru duglegir að leysa inn á linuna og hornin voru mun betur nýtt. Einar Öm og Jón Karl léku báðir mjög vel og Ásgeir og Óskar sýndu einnig góða takta auk þess sem Magnús varði vel í síðari hálfleik. Ekki tókst KA að tryggja sér titil- inn í gærkvöld. Vömin sem náði svo vel saman fyrir norðan var ekki svip- ur hjá sjón i fyrri hálfleik og sóknar- leikurinn var á köflum ráðleysisleg- ur. Þetta lagaðist í seinni hálfleik en þá var það orðið of seint. Guðjón Val- ur lék geysilega vel í síðari hálfleik og Sævar nýtti færi sín ágætlega en aðr- ir voru nokkuð frá sínu besta. -HI Eitt aö vita, annað að framkvæma „Þetta er bara eins og með drukknandi mann, hann buslar þangað til hann kemst upp,“ sagði Einar örn Jónsson, homa- maður Hauka, eftir leikinn. „Við leystum betur að spila gegn vörn þeirra því við vitum alveg hvemig á að spila gegn svona vörn. Við gerðum það bara ekki fyrir norðan og það er eitt að vita hvað maður á að gera og annað að framkvæma það. Núna vissum við hvað við áttum að gera og gerðum það. Við spiluðum mjög grimmt i fyrri hálfleik, aggressíva vöm og keyrðum grimmt í hraðaupphlaupin og það tekur orku. Það er eins og menn slaki ósjálfrátt á í síðari hálfleik sem kemur oft fyrir, sérstak- lega þegar menn hafa svona forskot. Við sáum að það var kominn smáæsingur i þá og það var mikil stemning hjá þeim og þá spýttum við bara í lófana og kláruðum þetta. Ef við heíðum tapað héma hefðum við verið famir í sumarfrí en við viljum fá að lengja þetta um þessa tvo daga og við ætlum að klára þetta fyrir norðan, það er ekki spuming. Við höfum verið að spila eins og fávitar fyr- ir norðan og það er kominn tími til að breyta því. -HI Förum ekki norð- ur til að tapa „Það kom ekki til greina að fara i sumarfrí eftir þenn- an leik,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. „Við lögðum grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik og gerð- um það sem þurfti i seinni hálfleik. Þetta var kannski óþarflega knappt en það á sér sínar skýringar sem ég ætla ekki að fara út í hér. Það var eins og þaö vantaði smáákveðni í að klára dæmið og gefa þeim rothöggið. En við komumst yfir þann hjaila. Við stefndum að þessu og það gekk eftir og nú stefnir bara í hörku úr- slitaleik. Við höfum ekki verið að leika vel í leikjum okkar fyrir norðan en nú verður að breyta því. Það er alveg ljóst að við forum ekki norður til að tapa.“ -HI Þetta telur allt „Ég var strax í fyrri hálfleik orðinn nokkuð öruggur um að við myndum klára þetta,“ sagði Magnús Sig- mundsson, markvörður Hauka, sem átti mjög góða innkomu í leikinn í seinni hálfleik, en þá varði hanns alls 14 af 30 skotum sem hann fékk á sig. „Þaö var góður gangur í þessu hjá okkur og staðan orðin nokkuð örugg strax eftir 10 mínútna leik. Ég fann mig vel þegar ég kom inn á í seinni hálfleiknum og er sæmilega sáttur við minn leik. Vörnin spilaði mjög vel og þetta telur jú allt,” sagði Magnús. Spurður hvort menn hefðu ekki verið stressaðir fyrir leikinn eftir rassskellinnn fyrir norðan á mánudaginn sagði Magnús að menn hefðu komið með réttu hugarfari í þennan leik. „Menn ætluðu að vinna, og þegar hlutirnir ganga upp, eins og i kvöld, fýkur stressið út í veð- ur og vind. Það kom ekkert annað en sigur til greina eftir að hafa verið tekn- ir í bakaríið fyrir norðan, en það sýndi sig í seinni hálfleiknum að það má aldrei gefa eftir, síst gegn liði eins og KA sem aldrei gefst upp. Magnús sagðist óhræddur við leikinn fyrir norðan á morgun og sagði að Haukamir færu þangað til aö sigra. “Við erum orðnir ýmsu vanir og eftir að hafa fund- ið sigurbragðið í kvöld er ég nokkuð bjartsýnn fyrir norðanleikinn,” sagði Magnús. -EK Þeir Einar Örn Jónsson og Magnús Sigmundsson, tveir bestu menn Hauka í leiknum í gær, fagna kærkomnum sigri. Einar Örn var markahæstur Haukanna með sex mörk og Magnús varöi 14 skot í seinni hálfleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.