Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 1
15 Zola verður áfram í herbúðum Chelsea ítalinn Gianfranco Zola hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samn- ing við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea. Vangaveltur hafa verið um það á síðustu vikum að Zola myndi yfirgefa Chelsea eftir timabilið og ljúka ferlinum á ítaliu. Leikmanninum snerist hugur og framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var mjög ánægður með þessa ákvörðun Zola og sagði hann mikilvægan hlekk í liðinu þrátt fyrir að hann væri orðinn 34 ára gam- all. Zola sjálfur sagði að með þessari framlengingu myndi hann ljúka ferlinum á Stamford Bridge. Hann kom til Chelsea frá Parma 1996 og strax ári síðar kusu enskir íþróttafréttamenn hann leikmann ársins. Claudio Ranieri var þegar farinn að líta eftir manni fyrir Zola ef hann færi frá félaginu. Hann hafði augastað á löndum sinum, þeim Benito Carbone hjá Bradford og Paolo di Canio hjá West Ham en Chel- sea hefur reyndar um langan tíma verið með di Canio efstan á óskalist- anum. -JKS Þjálfaraskipti sph ■i'WSfófxjkfm Jon Kar! Björnssot^aAasni I^FrðWSfSbn og Einar Gunrr- :jftjj|SSQn fagna sigrinum á KA á Ásvöllum í gærkvöld, DV-mynd E.ÓI. \w 16-17 Urslit a Akureyri - hjá kvennafiði KR þar sem Henning Henningsson var ekki endurráðinn og Keith Vassell tekinn við Keith Vassell, Kanadamaðurinn sem leikið hefur með karlaliði KR í körfuknattleik sl. þrjú tímabil, hef- ur tekið við þjálfun kvennaliðs fé- lagsins af Henning Henningssyni sem stýrði liðinu í vetur með góðum árangri en var ekki boðið að halda áfram með það. Vassell þjálfaði meistaraflokk karla einn vetur, tímabilið 1998—’99, og er þvi ekki ókunnugur þjálfun hér á landi. Verður erfitt að toppa veturinn í vetur „Ég er mjög spenntur að taka við þjálfun meistaraflokks kvenna. Þetta er besta liðið í kvennaboltan- um á íslandi í dag. Það verð- ur erfitt aö toppa þann frábæra árangur sem Henning náði í vetur þar sem liðið vann allt sem var í boði,“ sagði Keith Vassell þegar DV-Sport spurði hann út í nýja starfið. Henning Henningsson sagði í samtali við DV- Sport að hann væri hissa á því að vera ekki boðið að halda áfram með liðiö þar sem hann heföi verið í viðræðum við stjórn félagsins um áframhald- Henning Henningsson. andi samning. „Strax eftir tímabilið var rætt við mig að ég myndi halda áfram með liðið sem og ég þáði.“ Eitthvaö breyttist „Siðan hafði stjómin samband við mig aftur og mér var tjáð að þeir ætluðu ekki að ráða mig áfram, þannig að eitthvað hefur breyst á þessum stutta tíma. Stjórnin ræður þessu auðvitað og ég ber höf- uðið hátt þrátt fyrir þetta. Ég er auðvitað svekktur að fá ekki tækifæri til að verja alla titl- ana sem við unnum í vetur. Ég óska stelpunum góðs gengis næsta vetur og þetta hefur verið skemmtilegur timi - þetta eina tímabil ég var með þær,“ sagði Henning. Henning náði frábærum árangri með KR í vetur og gerði liðið að ís- lands- og bikarmeisturum ásamt því að vinna Kjörísbikarinn. í kjölfarið var Henning valinn þjálfari ársins í kvennakörfunni. Henning segist ekkert vera farinn að spá í hvað hann muni gera næsta vetur. -BG Heiðmar á leið til Hameln Mestar líkur eru á því að Heiðmar Felixsson, landsliðs- maður í handknattleik, sé á leið- inni til þýska úrvalsdeildarliðs- ins Hameln. Heiðmar hefur leik- ið með Wuppertal sl. tvö ár en liðið er þegar fallið í 2. deild og flestir leikmenn þess á förum til annara liða. Hameln hefur gert Heiðmari tilboð og mun hann svara liðinu endanlega um helgina. 2. deildar liðið Dússeldorf hefur einnig verið á höttunum á eftir Heið- mari en liðið er stórhuga fyrir næsta tímabil og hefur þegar keypt nokkra leikmenn. Heiðmar hefur verið með fleiri járn í eldinum en lið á ítal- íu og á Spáni hafa verið á hött- unum eftir honum. „Ég bíð ekki lengi úr þessu og tek ákvörðun um það um helg- ina hvar ég ætla að leika næsta vetur. í dag eru mestar líkur á því að ég fari til Hameln," sagði Heiðmar. -JKS Þórður ekki áfram hjá Derby Taldar er verulegar líkur á því að Þórður Guðjónsson verði ekki áfram í herbúðum enska liðsins Derby County en þar er hann í láni frá spænska liðinu Las Palmas. Derby hafði forgangsrétt á honum en tíminn þess er senn að renna út. Talið er að þar ráði miklu að enska félagið hafi ekki úr miklu að moða í leikmanna- kaup sem stendur. Þórður Guðjónsson segir á enska netmiðlinum Teamtalk í gær að þrjú lið hafi áhuga á sér og nefnir þar Tottenham og þýsku liðin Hansa Rostock og Werder Bremen. Verðmiðinn sem settur er á Þórð er um 260 milljónir króna. Síðan hann kom frá Las Palmas hefur hann leikið átta leiki með Derby og komið inn á í sjö þeirra sem varamað- ur. -JKS Slakasti hringur Birgis Leifs í ár Birgir Leifur Hafþórsson náöi sér ekki á strik á sínu öðru móti í Challenge-mótaröðinni í golfi í gær. Mótið fer fram í Sviss og lék hann fyrsta hringinn á 78 höggum, sjö yfir pari. Þetta er lakasti hringur Birgis Leifs í ár. Möguleikar hans á að komast í gegnum niðurskurðinn í kvöld verða að teljast afar litlir. Það stefnir því í að þetta verði annað mótið í röð þar sem hann situr eftir með sárt ennið. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.