Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2001, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 Islandsglíman á morgun Íslandsglíman, sú 91. í röðinni, fer fram í íþróttamiöstöðinni í Grafarvogi á morgun, laugardag, og hefst klukkan 13. Sjö af sterk- ustu glímumönnum landsins mæta þar til keppni og glíma um Grettisbeltið glæsilega, en það eru þeir Lárus Kjartansson, HSK, Ólaf- ur Oddur Sigurðsson, HSK, Pétur Eyþórsson, Vikverja, Ólafur Helgi Kristjánsson, Víkverja, Ingibergur Jón Sigurðs- son, Víkverja, Arngeir Friðriksson, HSÞ, og Sigurður Nikulásson Víkverja. Búist er viö spennandi keppni og mun Ingibergur Jón Sigurðson nú reyna að vinna Grettisbeltið sjötta árið í röð. -JKS Guðmundur Guðmundsson landsliðsþj álfar i velur fyrsta landsliðshópinn: Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjáifari valdi fjóra nýliða í fyrsta landsliðshópinn sinn til undirbúnings fyrir leikina gegn Hvít-Rússum. - er nægur í íslenskum Guðmundur Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær landsliðshóp sem skipa 25 leik- menn til undirbúnings fyrir leikina gegn Hvít-Rússum í forkeppni Evr- ópumóts landsliða. Fyrri viðureign þjóðanna fer fram í Minsk 3. júní og sú síðari í Reykjavík viku síðar. Fjórir nýliðar eru í fyrsta landsliðs- hópnum sem Guðmundur velur. Þeir eru Hörður Flóki Ólafsson, mark- vörður KA, Þorvarður Tjörvi Ólafs- son, Haukum, Snorri Guðjónsson, Val, og Jónatan Magnússon, KA. Uppistaðan í hópnum er kjarninn frá heimsmeistaramótinu í Frakk- landi. Héðinn Gilsson úr FH kemur inn í hópinn eftir nokkurra ára fjar- veru. Bjarki Sigurðsson, sem ekki hefur leikið með landsliðinu í síð- ustu tveimur stórkeppnum, gefur kost á sér. Sigurður Bjamason, sem leikur með þýska liðinu Wetzlar, er kominn inn að nýju en hann var ekki með liðinu á HM í Frakklandi. „Ég sagði á blaðamannafundi þeg- ar ég tók við liðinu að ég myndi verða með í hópnum hverju sinni 2-3 kornunga leikmenn, leyfa þeim að kynnast hvemig þetta gengur fyrir sig og annað slíkt. Ég vel þá i liðið sem ég tel vera sterkasta á hverjum tíma, óháð aldri, og Héðinn Gilsson í því sambandi hefur verið að leika mjög vel í vetur og í úrslitakeppn- inni með FH sýndi hann mikinn styrk. Ég ætla að skoða hann ásamt fleirum þessa daga sem við æfum í mai fyrir leikina gegn Hvít-Rússum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Guðmundur sagði að þegar svona lið væri valið spyrðu menn af hverju þessi eða hinn væri ekki valinn og það væri bara eðlilegt. Hann sagðist vera viss um að hann væri með frambærilegan hóp í höndunum. Margir efnilegir strákar bankaá dyrnar „Mér fmnst vera að koma upp margir gríðarlega efnilegir ungir leikmenn. Ég tek inn í liðið Snorri Guðjónsson, sem hefur raunar verið leikstjómandi Valsliðið sl. tvö ár, við hliðina á þaulreyndum leikmönnum. Ég get einnig nefnt leikmenn sem ég valdi ekki núna en segja má að séu í dyragættinni. Það eru, svo einhverjir séu nefndir, Markús Máni, Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn. Það er rnikill efniðviður fyrir hendi og ég mun fylgjast grannt með þessum strákum ásamt mörgum öðrum þótt tími þeirra komi eftir 6 mánuði, ár eða tvö ár. Ef þeir halda áfram á sömu braut munu þeir fyrr eða síðar leika með íslenska landsliðinu. Ég á kvölina þegar ég þarf að minnka þennan hóp í kringum 20. maí niður í 16-18 leikmenn," sagði Guðmund- handbolta ur. Liðið byrjar að æfa 9. maí með leikmönnum hér heima, auk Dags Sigurðssonar sem leikur í Japan. Leikmenn erlendis koma svo heim 21. maí og liðið heldur utan 28. maí til vináttuleikja við Belga og Hollend- inga áður en farið verður til Hvíta- Rússlands. Hópurinn sem Guðmundur valdi í gær er þannig skipaður: Guðmundur Hrafnkelsson, HSG Nordhom, Birkir ívar Guðmundsson, Stjörnunni, Reynir Reynisson, UMFA, Hörður Flóki Ólafsson, KA. Guðjón Valur Sigurðsson, KA, Bjarki Sigurðsson, UMFA, Einar Örn Jónsson, Haukum, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Haukum. Patrekur Jóhannesson, TUSE Essen, Sigurður Bjarnason, Wetzlar, Dagur Sigurðsson, Wakunaga, Ragn- ar Óskarsson, Dunkerque, Ólafur Stefánsson, SC Magdeburg, Aron Kristjánsson, Skjern, Rúnar Sig- tryggsson, Haukum, Gunnar Berg Viktorsson, Fram.Heiðmar Felixson, Wuppertal, Guðfmnur Kristmanns- son, ÍBV, Héðinn Gilsson, FH, Hilm- ar Þórlindsson, Gróttu/KR, Snorri Guðjónsson.Val, Jónatan Magnús- son, KA, Róbert Gunnarsson, Fram, Róbert Sighvatsson, Bayer Dor- magen, Sigfús Sigurðsson, Val. -JKS Áhorfendaaðstaðan á íslenskum knattspyrnuvöllum: Stenst ekki kröfur UEFA - Laugardalsvöllur enn þá eini löglegi völlurinn fyrir Evrópukeppni félagsliða Fulltrúar frá valla- og öryggisnefnd Knattspyrnu-sambands Evrópu, UEFA, hafa undanfarna daga skoðað keppnisvelli efstu- deildarliðanna á suðvestur homi landsins og komist að þeirri nið- urstöðu að enginn þeirra standist væntanlegar kröfur UEFA um keppnisvelli í Evrópukeppni félagsliða. Að sögn Geirs Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra KSÍ, er ástæðan fyrir því að þeir komu hingað sú að nú stendur yfir úttekt á þessum málum hjá UEFA. „Nokkur lönd eru valin úr á hverju ári og nú var komið að okkur. Þar mun einhverju hafa ráðið að við höfum aðeins einn löglegan völl fyrir Evrópukeppni félagsliða sem er Laugardalsvöllur og gæt- um þvi lent í vandræðum ef leika þarf fleiri en tvo leiki í sömu um- ferð. Það gat hugsanlega komið upp í fyrra þegar ÍBV og ÍA voru með í keppninni og spuming hvort KR-ingar kæmust áfram. Það kom þó ekki til þar sem KR-ingar duttu út og þvi var hægt að spila hina tvo leikina á þriðjudegi og fimmtudegi. Nefndarmennirnir hafa þess vegna viljað kanna ástandið hér til að sjá stöðuna með eigin augum og voru þeir mjög ánægðir með allan aðbúnað á völlunum ef frá er talin áhorfendaaðstaðan," sagði Geir. Þeir sem voru hér á ferðinni voru Austurríkismaðurinn Alfred Ludwig, varaformaður vallar- og öryggisnefndar UEFA, Hollend- ingurinn Cees de Bruin, sem einnig á sæti i nefndinni, og Sviss- lendingurinn Claudio Negroni, starfsmaður hennar, sem hefur að- setur í aðstöðvum UEFA. Að sögn Geirs vill UEFA sjá stöðugar framfarir í þessum málum og með auknum kröfum leggja meiri áherslu á að fylgjast vel með þróun mála i öllum aðildarlöndum UEFA. „Á næstunni stendur til að setja nýjar reglur sem kveða á um það að öll lið sem taka þátt í Evrópukeppnum þurfi að fá svo- kallað „Licence", eða þátttökuleyfi frá viðkomandi knattspymu- sambandi og þau leyfi verði háð nýjum reglum UEFA þar um. Þessar nýju reglur, sem kynntar verða í sum- ar, gera ráð fyrir þvi að öll lið í efstu deild þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, ekki aðeins hvað varðar áhorfendaaðstöðu heldur líka rekstrar- og tæknilegs eðlis. Hvað varðar áhorfendaaðstöðuna þá er það ekki enn þá ljóst hver reglan um lágmarks sætaíjölda verð- ur, en ég gæti trúað að það yrði á bilinu tvö til þrjú þúsund sæti og að það verði ófrávíkjanleg regla, allavega hvað varðar stærri þjóðirnar. Ætlunin er að þessar nýju reglur verði kynntar fyrir tímabilinu 2002 til 2003 og komi síðan til framkvæmda fljótlega eftir það. Eftir það verði aðeins hægt að sæja um tíma- bundnar undanþágur, en aðeins fyrir færri sæti en engin stæði. Ekki verður um annað að ræða en föst sæti og engar bráðabirgðalausnir leyfðar." - Hvað er hugsanlegt að lágmarks sœtafjöldinn verði hér á landi? „Hingað til höfum við aðeins gert kröfu um 500 stæði og fyrst nú í sumar munu öll liðin í efstu deild hafa náð því takmarki. Þarna er þvi um stórt stökk að ræða ef miðað er við tvö til þrjú þúsund sæti, en mér finnst raunhæft að okkar takmark verði 1000 sæti. Það er ólíklegt að það gangi upp fyrir umræddan tíma en þangað til munum við notast við okkar eina löglega völl og vona það besta.“ -EK Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, fremstur á myndinni, ásamt fulltrúum frá UEFA á fundi með íþróttafréttamönnum i Laugardal í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.