Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Page 3
Ifókus
Vikan 11. maí til 17. maf
ULLLö-e.
■Æ—^—I—B iLLJOLll
Billi BiHimt' er ekki likur langafa sínum i utiiti
en fiiaqgt i listrœnu fari haiis svipar til lians.
V Í Ö
1um meö
Bill Bourne er barnabarnabarn Stephans G. Stephanssonar sem flutti úr Skagafirði
til Bandaríkjanna og síðar til Kanada. Biil er vei þekktur í heimalandi sínu og víðar og
hefur til dæmis fengið Juno-verðlaunin fyrir tónlist sína en þau verðlaun jafngilda
Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Bill verður hér á landi næstu þrjár vikurnar
ocj heldur tónleika víða um landið.
Ég vildi sjá land langafa míns
„Af hverju kem ég til íslands
núna?“ segir Bill Bourne á litlu og
þægilegu kaffihúsi í póstnúmeri 101.
„Þetta er góð spurning. Fyrir einu
ári fékk ég tölvupóst frá íslensk-
kanadíska félaginu þar sem mér var
boðið til íslands. Því miður komst ég
ekki þá þvi ég var þúinn að skipu-
leggja tónleika og ferðalög. Þá vakn-
aði hjá mér trúin um að ég gæti kom-
ið til Islands. Ég hef lengi hugsað um
að koma hingað; langaði að sjá land-
ið þar sem langafi minn fæddist. Þá
kynntist ég Viðari Hreinssyni. Hann
hafði samband við mig síðasta haust
og bað mig að koma til Islands. Hann
er að skrifa ævisögu langafa míns.
Þetta small allt saman og hingað er
ég kominn."
Frekar orð en vopn
Bill Bourne segist alltaf hafa hugs-
að lagasmíðar sínar og texta á hnatt-
rænan hátt. ísland hafi í huga hans
ákveðinn sess vegna hins aldagamla
Alþingis.
„íslendingar leggja mikla áherslu
á orð. Ég geri það líka eins og allir
þeir sem fást við texta. Þegar litið er
yfir heiminn sér maður hvernig fólk
notar líkamlegt vald og ógn vopna og
peninga í stað þess að tala saman.
Mér þykir mjög forvitnilegt að koma
og upplifa ísland út af þessari sér-
stöðu.
ísland hvarf frá heiðni fyrir eitt
þúsund árum með orðum en ekki
vopnum. Ég las fyrir ári eina íslend-
ingasögu og þar var mikið lagt upp
úr samskiptum og gáfum frekar en
líkamlegu atgervi."
Hjónaband lags og orða
Tónlist Bills hefur verið lýst sem
blöndu af blues, keltneskri tónlist og
indlánatónlist. Sjálfur vill Bill lýsa
tónlist sinni sem danstónlist.
„Dans er fyrir mér fognuður sem
allir geta tekið þátt í. Dansinn styrk-
ir tónlistina. Ég dreg saman ýmis
einkenni tónlistar víða að. Þegar ég
er að semja lag þá er ég mjög opinn
fyrir mörgum gerðum tónlistar. Ég
hef alltaf haft gaman af allri tónlist
og ég legg mikla rækt við það því það
vekur orku hjá mér að semja ólík lög.
Lag er, ólíkt ljóðum, sambland tón-
listar og orða. Ef gott hjónaband
verður úr sambandi tónlistar og orða
þá verður textinn og skilaboð hans
mun sterkari."
Oðlast eigið líf.
Bill byrjaði aö semja tónlist þeg-
ar hann var um tuttugu og fimm
ára aldur. Fyrir þann tíma hafði
hann dundað sér við yrkingar.
„Ég syng mest um bróðerni og
samlíðun. Það eru svo margar
leiðir til að skrifa um slíkt. Text-
inn getur verið saga og svo getur
hann verið á tilfinningasviðinu;
blanda af orðum, setningum,
myndhvörfum og tilfinningum.
Oft hreyfa þau síðarnefndu meira
við fólki.“
Stephan G. Stephansson var af-
kastamikið skáld þrátt fyrir að
hann hafi þurft að strita mjög til
að hafa í sig og á. Kvæðasafn hans
hét Andvökur og var mjög lýsandi
fyrir þann hátt sem hann hafði á
skrifum sínum: nóttin var eini
tíminn sem hann hafði aflögu til
að lyfta andanum. Bill Bourne hef-
ur ekki alveg sama háttinn á og
afi hans.
„Ég hef reynt að beita mig aga;
sest niður til aö skrifa og stundum
kemur mjög gott út úr því. En þeg-
ar hugmynd að lagi kemur til mín
og hún þróast á löngum tíma þá er
útkoman oft best. Ég reyni því
frekar að nota innblástursaðferð-
ina; ég vil heldur bíða eftir því að
lagið komi. Það gerir það að verk-
um að ég geri kannski ekki jafn
mörg lög og ég gæti gert en lögin
verða sterkari og öðlast frekar
eigið líf.“
Plkusögum. Þær eru sýndar í
Borgarleikhúsinu í glimrandi
kaffihúsastemningu og þær eru
bæði fróðlegar og fyndnar. Og það
er ekkert hættulegt fyrir karla að
fara þangað, það eina sem þeir
eiga mögulega á hættu er að vita
meira um konuna sína.
Brauðbakstri. Það er fátt eró-
tískara en að vera með hendurnar
í röku deigi og hnoða það
daglangt. Og ger er málið. Það
virkar flókið í uppskriftum og er
flóknara í praktík en fyllilega þess
virði. Eftir nokkurra klukku-
stunda uppibyggilegrar baráttu
við hveiti og ger þá er hægt að éta
brauðið - og byrja aftur.
Selfossi. Farið til Selfoss og
horfið á Eurovision þar t vöggu ís-
lenskrar dægurlagamenningu. Þar
eru foreldrar islenskra sveitaballa
og það fólk kann sko að skemmta
sér. Og Selfyssingar ganga ekki
um á gúmmískóm, þeir eru meira
trendí en allt trendí.
Stuttmyndum. Þær hafa þann
ótvíræða kost aö vera stuttar sem
er mikilvægt í
annríki dagsins.
Auk þess er hugs-
unin á bak við
þær yfirleitt önn-
ur og minna hóllí-
vúdísk. Það er
stutt í Stutt-
myndahátíðina þar sem áhuga-
samir geta troðið sig út af stuttri
en andlegri næringu.
/1
h V f'i O rl’ 'i. ,1 O l'- h IJ
gera um helgma
Ég er nýkomin til landsins og nánast öll búslóðin
mín er enn í kössum og á helgin líklega eftir að
fara að mestu í að taka upp úr þeim. Á fóstudag-
inn ætla ég að taka svolítið til ef ske kynni að ég
haldi parti daginn eftir. Á laugardaginn ætla ég
að slappa af og klára að taka til. Svo ætla ég að
hringja í vinahópinn og athuga hvort það sé
ekki stemning fyrir partíi hjá mér. Seinni-
partinn fer ég aö hafa mig til en það getur tekið
marga klukkutíma. Um kvöldið verður
Eurovisionpartí hjá mér eða einhverjum í vina-
hópnum. Það mæta líklega fleiri gamlir
Eurovisionfarar í það partí. Það fer svo eftir
stemningunni hvort við förum út á lífið eða ekki.
Ef þetta verður góð keppni förum við líklega út að
dansa og skála. Á sunnudaginn verð ég heima að
slappa af og ná mér eftir djammið. Svo er bara
að taka upp úr fleiri kössum. Á sunnudags-
kvöldið fer ég annaðhvort í heimsókn
eða fæ fólk í heimsókn til mín.
Sigrún Eva Ármannsdóttir, söngkona
og reyndur Eurovisionfari.
mríí\A
Qu&í SC U /’U' <úrt volcnvcý,
tó crt 2$ vera mefl
\ tvo goldrhrín$a, '(\ 't'ítnjhUíWffln
vi& hrGtddír 2$ j»u rr\un(Jíf
f (á K&cfO 3 f
Það er auðvelt að vei-a gáfaður eftir á fyrir þá sem eru gáfaðir fyrir.