Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Side 4
■ llf ia.FT,. V T M M M Vikan 11. maí til 1 7. maí fókus Spilaði IVivial fram á morgun Um daginn fór ég í Trivial ; Pursuit partí j með Sverri [ Stormsker og öðrum félögum. I Við hittumst klukkan fjögur ] um eftirmiðdag- I inn, elduöum, drukkum bjór, spiiuðum og höfð- um það huggulegt. Ég vann alltaf sem gerði það að verkum að það mátti ekki hætta því hann Sverrir er svo ferlega tapsár. Það var ekki fyrr en klukkan hálfellefu næsta morgun sem hann náði að jafna og allir máttu loksins fara heim að sofa. Maður hefur ekki vakað svona síöan maður var táningur. Alda Björk Ólafsdóttir söngkona. Keypti flug- miða til Spánar Það hafa all- ir veriö að I skamma mig j undanfarið út af því að bíll- inn minn er svo skítugur þannig að ég ákvað að taka hann í gegn. Ég lét setja < « . sumardekkin W; á, þreif hann og ryksaug. x Það var alveg rosalega leiðinlegt enda er ég ekki mikil bílamann- eskja. Ég bætti samt leiðindin upp þegar ég fór og keypti mér flug- miða tO Spánar. Eins og er er ég enn þá á biðlista en ég reikna með að fara út í byrjun júní. Ég er að fara með vinkonu minni í skóla í Malaga í tvo mánuði og er rosa- lega spennt fyrir því. íris Björk Árnadóttir, þátttak- andi í fegurðarsamkeppni íslands. Gaman á lokahófi HSÍ Síðustu helgi var I lokahóf HSÍ 2001 og við fórum þvi allar stelpurnar í liðinu til Reykjavikur ásamt mökum. Við | byrjuðum i kokk- teilboði hjá Vífil-1 felli sem hefur j_ styrkt okkur í vetur og eftir það var farið í diskókeilu. Á laugar- daginn fórum við á skauta og horfðum svo öll saman á hand- boltaleikinn. Um kvöldið var svo HSÍ-hófiö sjálft á Broadway. Það var rosalega skemmtilegt og ekki spillti fyrir að vinna þennan titil. Vigdís Sigurðardóttir, besti leik- maóur Nissandeildar kvenna 2000-2001 í handbolta. Spilaði í fyrsta sinn eftir aðgerð Ég er tiltölulega nýkominn úr upp- skurði og hef því verið að taka það ró- lega að undanfömu. Síðasta laugardag spilaði ég í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Ég var ekki alveg viss um að ég myndi þrauka allt kvöldið og var með varaplötusnúð við hliðina á mér til öryggis. Sem betur fer gekk þetta allt mjög vel og ég þurfti bara einu sinni aö setjast niður og hvila mig. Ég entist út allt kvöldið og fannst mjög skemmtilegt að vera kominn aftur. Kiddi Bigfoot, plötusnúóur og rekstrarstjóri Astró. Viðskipti með eiturlyf tóku miklum stakkaskiptum á áttunda áratugnum og George Jung varð einn af aðalinnflytjendum kókaíns frá Kólumbíu og breytti þar með stefnu heillar kynslóðar. Kvikmyndin Blow, sem frumsýnd er í kvöld í Laugarásbíói og Há- skólabíói, segir söguna af risi og falli Jungs og gefur góða innsýn í heim fíknarinnar. Fókus býður ykkur að sjálfsögðu á myndina og miðinn þinn er hér í Lífinu eftir vinnu. Tjillað George Jung (Johnny Depp) hafði frá upphafi kosið að feta ekki auðveld- ustu brautimar í lífrnu. Hann vildi ekki verða enn einn byggingaverka- maðurinn eins og faðir hans (Ray Liotta) og flutti ungur úr öryggi for- eldra sinna í Boston til Kaliforníu þar sem hann hóf fljótt að selja eiturlyf til að framfleyta sér. Hæfileikar George við að halda ró sinni í lífshættulegum aðstæðum og vilji hans til aö taka áhættu gerðu honum fljótlega ljóst að þetta var heimur sem hann gæti náði langt í. Milljón á viku George verður stærri og stærri í fikniefnaheiminum og leggur á ráðin um flytja mikið af marijúana þvert yfir landið. Örlögin grípa þó í taumana og hann verður ástfanginn af Barböru. Það fer þó ekki á besta veg og hún greinist með heilaæxli. George ákveð- ur því að nýta tímann sem hann fær með Barböru, stingur af frá reynslu- lausn sinni og fer með henni til Mexíkó. Eftir dauða Barböru fer Geor- ge aftur til Bandaríkjanna og þá er ein- ungis tímaspursmál hvenær FBI nær i rassgatið á honum sem þeir og gera. í fangelsinu kynnist George og verður vinur Kólumbíumannsins Diego Delgado (Jordi Molla) sem er með góð sambönd í eiturlyfjahring heimalands- ins. Það er við dreifmgu kókaíns sem George kynnist ótrúlegum auð og völd- um. Gamaniö kárnar hjá Depp. Þar sem hann er eini Bandarikja- maðurinn í kókaínbisnessnum sem Kólumbíumenn ráða er litið á hann sem fávísan útlending. Hann nær aftur á móti að heilla eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar (Cliff Curtis) og saman mynda þeir bandalag sem sér Banda- ríkjamönnum fyrir 85% af kókaínþörf þeirra. George er farinn að þéna yfir mifljón dali á viku og gæfan virðist blasa við honum. Hann kynnist Mirtu Calderon (Penelope Cruz) glæsilegri konu sem ætlar sér að ná langt en gæf- an tekur þó enda þegar hann er svik- inn af félaga sinum Diego. Hann sér að ferill hans sem dópinnflytjanda er á enda runninn og ákveður að leggja upp laupana og helga sig að Mirthu og dótt- ur þeirra, Kristinu Sunshine, sem hann vill að sjái sig ekki bara sem ein- Lífiö leikur viö Johnny Depp þegar hann kynnist Penelope Cruz. Peningarnir flæöa og hann lifir hátt en það getur varla enst aö eilífu. hvern dópsaia. Það verður þó ekki auð- velt því hann lendir í verri hindrunum en hann hefði getað ímyndað sér. Ray Liotta snýr aftur Leikstjóri Blow er Ted Demme en hann leikur einnig lögfræðing Jungs í myndinni. Demme hefur leikstýrt nokkrum myndum í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Fæstar þeirra hafa náð mikilli hylli áhorfenda og frægust er líklegast Who’s the Man? Demme framleiðir einnig myndina og hefur gert nokkuð af því, m.a. kvikmyndina Rounders. Aðrir framleiðendur Blow eru meðal annarra þeir Denis Leary og Joel Stillerman. Með smærri hlutverk í myndinni fara þau Jordi Molla sem leikið hefur i mörgum myndum í heimalandi sínu, Spáni, Franka Potente úr Run, Lola Rim og meistarinn Ray Liotta sem sið- ast sást í Hannibal en hefur í gegnum tíðina staðið sig hvað best í myndum eins og Goodfellas, Unlawful Entry og Copland. Þaö er ekkert grin aö eiga viö menn Pablo Escobar eins og Depp fær aö kynnast. Nýjasta óskabamið Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Johnny Depp sem hefur verið á stöðugri uppleið sem leikari síðustu árin. Depp fæddist árið 1963 og var á sífelldum þeytingi með fjölskyldu sinni þar til foreldrar hans skildu þeg- ar hann var 15 ára. í framhaldinu hætti Depp í skóla og fór að einbeita sér að því að spila á gítar. Hann flutti til Los Angeles og fyrsta starfið fólst í því að selja penna í gegnum síma en hann varð fljótlega vinsæll leikari í sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street. Fyrsta bíómynd Depp var A Night- Penelope Cruz leikur Mirthu Calderon. hún lítur alla vega vel út. Þaö má segja ýmislegt um kókaín en mare on Elm Street árið 1984 og síð- ar lék hann í Platoon. Fólk áttaði sig þó fyrst á hæfileikum hans þegar hann lék aðalhlutverkið í mynd John Wa- ters, Cry-Baby árið 1989 og í fram- haldinu lék hann á einstakan hátt að- alpersónuna í mynd Tim Burtons, Ed- ward Scissorhands. Eftir þetta hefur leiðin legið upp á við og hlutverk hans í myndum eins og What’s Eating Gil- bert Grape, Ed Wood, Don Juan DeMarco, Dead Man, Nick of Time, Donnie Brasco, Fear And Loathing In Las Vegas, Ninth Gate, Sleepy Hollow og nú síðast Chocolat hafa gert hann að einum eftirsóttasta leik- ara ungu kynslóðarinnar í drauma- verksmiðjunni. Eftirsótt gyðja Hin 27 ára spænska þokkagyðja Penélope Cruz leikur aðalkvenhlut- verkið á móti Depp í myndinni. Frá bamæsku hefur hún verið dug- leg við að koma fram og valdi hún dansinn í upphafi. Eftir að hafa lært klass- iskan ballett i níu ár sló hin 15 ára Cruz 300 öðr- um stúlkum við í hæfileikaprófi og fékk 1 kjölfar- ið flölmörg hlut- verk í spænsk- Þeir ættu aö geta um sjónvarps- peningahaug. þáttum og tón- listarmyndböndum. Þetta opnaði leið hennar í kvikmyndirnar og veðjaði hún á réttan hest í þriðju mynd sinni. Það var óskarsverðlaunamyndin Glæstir tímar og þó hlutverkið væri ekki stórt gafst henni í framhaldi tæki- færi til að fá að vinna með snillingnum Pedro Almodóvar í eðalræmunni Kvikt hold. Árið 1998 náði hún sér í fyrstu Goya-verðlaunin sín í heima- landinu og árið eftir kom breikið í út- landinu og aftur var það með Almodóvar. Allt um móður mina kom henni endanlega á kortið og nú þurfti hún að svara atvinnutilboðum beggja vegna Atlantshafsins. Eftir þetta lék hún í grínmyndinni Woman on Top og á móti Matt Damon í mynd Billy Bob Thomton, All the Pretty Horses, auk þess sem nokkur verkefni hafa verið í bígerð eftir að Blow var kláruð. hent í nokkrar línur meö þessum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.