Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Síða 6
t p v V i k a n 11.maí t i I 1 7» ^ X 1 f* X ð F F Föstudagur 3 11/5 Popp ■ FÖSTUDAGSBRÆÐINGUR HINS HÚSSINS Á föstudagsbræðingi Hins Hússins koma fram hljómsveitirnarDust og Kuai. Dust hefur verið starfandi frá áramótum og spilar alternative metal. Hljómsveitin Kuai hefur verió starfandi í tvö ár og spilar instrumental rokk. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru á Geysi Kakóbar. •Klúbbar ■ CREAMQTHOMSEN Opnunarkvöld Cream í Reykjavík sumarið 2001 á Kaffi Thomsen, að sjálfsögðu. Paul Bleasdale (cream resid.jog Jan Carbon (lærisveinn Sasha) gera allt vitlaust með aöstoð visuals-sérfræðinga Cream og Árna E. auk dj. Sidekick. Frekari upplýsingar á www.thomsen.is. 1000 kr. fyrir 01:00 og 1500 kr. eftir 01:00. Þú getur sleppt Ibiza í sumar, Ibiza er komið til þín! ■ DJ. CESAR Á SPOTLIGHT Dj. Cesar í léttri sveiflu og kátur að vanda með frábæran tónlist- arsmekk sinn á Spotlight. Það er enginn svik- inn af því að starta helginni með stæl á Spott- anum. •Krár ■ BÆNASTUND Á SKUGGANUM Beðið verður fyrir Two Tricky á Skugganum frá kl. 23-24og á meðan verður boðið upp á rautt messuvín í sterkari kantinum. Nökkvl dj sér um aftansöng og almenna músík. Aldurstakmark er 22 ár og það kostar 500 kr. inn eftir miðnætti. Eftir mið- nætti hefst almennt PRE-Eurovisionpartí meö öllu tilheyrandi. ■ DJ PÉTUR STURLA Á 0210 Það er aldrei vöntun á fjöri á Ozio og sérstaklega ekki í kvöld þar sem Dj Pétur Sturla verður í búrinu og spil- ar fjöruga tónlist. ■ FYNDNIR Á FÖSTUDEGI Þó það sé föstu- dagur í dag ætla Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson að skemmta gestum Leikhúskjallar- ans I kvöld eins og þeir hafa gert á Fyndnum fimmtudögum undanfarið. Húsiö opnar klukkan 20 fyrir matargesti og skemmtun hefst klukkan 22. nýtt í bíó ■ BARA 2 Á CATALINA Ofurstuðbandið Bara 2 verður í stuöi á Catalina, Hamraborg, í kvöld. Ekki klikka á að mæta meö góða skapið og í sparidressinu. ■ DJ. TOMMI Á VEGAMÓTUM Plötusnúðurinn Dj. Tommi sér um tónlistina á Vegamótum. ■ EILÍFÐARROKKARI Á PLAYERVS Eilífðar- rokkarinn Pétur Kristjáns mætir á PlayerYs ásamt Garginu sínu og rokkar feitt. ■ FJÖR Á FJÖRUKRÁNNI Það er hljómsveitin KOS sem leikur í kvöld fyrir djammara og fleiri á Fjörukránni. Be there or be sorry. ■ LE CHEF Á NELLYYS Dj. Le Chef sér um rokna stemningu á Nelly¥s café. ■ LÉTTIR SPRETTIR Á GULLÖLDINNI Hljóm- sveitin Léttir sprettir dúkkar upp á Gullöldinni. ■ LÚPÓ-SEXTETT Á KRINGLUKRÁNNI Lúdó- sextett og Stefán skemmta gestum Kringlu- krárlnnar. ■ NASISTAMELLUR Á DUBLINER Hinn feiki- hressi og vel upp aldi dúett Nasistamellurnar leikur og syngur fyrir gesti öldurhússins Dubliner. ■ NJALLI í HAFNARFIRÐI Hann Njalli í Holti spilar létta stuðtónlist á Kaffi-Læk í Hafnarfirö- inum í kvöld. ■ PENTA Á KAFFI AMSTERDAM Stuðgrúppan Penta sér um rífandi stemningu á Kaffi Amsterdam. ■ ROKK Á CLUB 22 Andrea Jónsdóttir sér um gleðina og þeytir skífur fram undir morgun Club 22. Húsið opnað kl. 24. Fritt inn til klukkan 3, 500 kr. eftir 3. Frítt inn gegn framvísun stúd- entaskírteinis. ■ SIXTIES Á KAFFl REYKJAVÍK Rokkhundarn- ir í Sixties sjá um fjörið á Kaffi Reykjavík. ■ SPILAFÍKLARNIR Á FÓGETANUM Hljóm sveitin Spilafíklarnir skemmtir gestum og gang- andi á Fógetanum. ■ T.I.C.-KVÖLP Á GAUKNUM T.I.C.-kvöldið byrjar snemma á Gauki á Stöng eöa um kl. 22. Meðal þeirra sem koma fram eru Helga Braga.Dj. Exos Funk, Jagúar og síöan mun Buttercup slá botninn í kvöldið með brjáluðum I dansleik eins og henni er einni lagið. ■ TILBQÐSHELGI Á WALL STREET Wall Street Bar heldur áfram að bjóða kokkteila, nú lce Blue. Alltaf góð stemning. ■ TOMMI WHITE í KJALLARANUM Dj. Tommi White sér um tónlistina í Leikhúskjallaranum. BÖl 1 ■ COUNTRY FESTIVAL Á BROADWAY Það verður alvöru sveitaball haldið á Broadway í kvöld þar sem köntrístjörnur og sveitasöngvar- ar stíga á svið og leika listir sínar. Fram koma kúrekarnir Anna Vilhjálms, Edda Viðars, Geir- mundur Valtýs, Guðrún Árný, Hallbjörn Hjartar- son, Hjördís Elin, Kristján Gísla, Ragnheiður Hauks og Viðar Jóns. Eftir sýninguna leikur hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. •Klassík ■ TÍBRÁ Á AFMÆLI KÓPAVOOS Tíbrá tón- leikaröð á afmæli Kópavogs. Dagskrá helguð verkum Jóns úr Vör þar sem fram koma Ölöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Hjalti Rögnvalds- son leikari ogjónas Ingimundarson píanóleik- ari. Tónleikarnir hefjast kl. 20. ■ KIRKJUUSTAVIKA Á AKUREYRI Aftansöng- ur verður í Akureyrarkirkju kl. 18 í tilefni kirkju- listaviku. Prestur er sr. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur. Kammerkór Akureyrar- kirkju syngur og organisti og kórstjóri er Björn Steinþór Sólbergsson. ■ TÓNLEIKAR í SELFOSSKIRKJU Skagfirska söngsveitin heldur tónleika í Selfosskirkju kl. 20.00 og fagnar um leið 30 ára afmæli sínu í vetur. Af því tilefni verða tónleikarnir með glæsi- legasta móti. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Ragna Bjarnadóttir sópran, Dóra Steinunn Ármannsdóttir sópran, Magnús Sigurjónsson tenór og Eiður Otto Guölaugsson baríton. Stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson og píanó- undirleikur er í höndum Sigurðar Marteinsson- ar. Kammerkór Skagflrsku söngsveitarinnar mun einnig koma fram á tónleikunum. Efnis- skrá tónleikanna er fjölbreytt og mun kórinn meðal annars flytja syrpu úr Leöurblökunni eft- ir Jóhann Strauss og syrpu úr söngleikjum eftir þá Rogers og Hammerstein. Auk þess eru á dagskránni verk eftir innlenda höfunda. Þar má nefna Á Sprengisandi, þjóölag viö Ijóö Gríms Thomsens. Þess utan verða frumflutt þrjú lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson viö Ijðö Bjarna Stefáns Konráðssonar. ■ TÓNLEIKAR j ÝMI Jórukórinn og Karlakór Selfoss halda sameiginlega tónleika í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð, kl. 20.30. Stjórnandi Jórukórsins er Helena Káradóttir og undirleikari Þórlaug Bjarnadóttir. Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson og und- irleikari Helena Káradóttir. Efnisskráin er afar fjölbreytt. •Sveitin ■ BILL BOURNE í BORGARNESI Kanadíski vfsnasöngvarinn og gitarleikarinn Bill Bourne heldur tónleika í Búðarkletti, Borgarnesi. ■ GLEÐI Á DUSSA-BAR Gleöigjafinn Ingimar leikur, syngur og gefur gleði á Dússabar í Borg- arnesi í kvöld. Það er alltaf jafnmikið fjör að dansa þegar harmonikka er spiluð. ■ EINAR ÓRN Á Á EYRINNI Trúbadorinn og Bolvíkingurinn Einar Örn ætlar að trylla lýðinn á Isafirði á staðnum Á Eyrinni. ■ EINN&SJÖTÍU Á VIÐ POLLINN Stuðgrúp[> an Einn&sjötíu sér um fjörið á Við Pollinn, Ak- ureyri. ■ HAFRÓT Á RÁNNI Hljómsveitin Hafrót sér um stuðið hjá stuöþyrstum gestum Rárinnar i Keflavík i kvöld. ■ JÚRÓUPPHITUN Á ODD-VITANUM Þaö verð- ur hitað upp fyrir Júróvisjón í kvöld á Odd-vitan- um, Akureyri. Öll vinsælustu Júró-lögin verða spiluð og svo verður karaoke þar sem bæði amatörar og prófessíónal söngvarar koma fram. ■ LISTAMAÐUR í BORGARNESI Tónleikar kanadíska söngvarans, gitarleikarans, fiðluleik- arans, munnhörpublásarans og tónskáldsins Bills Bourne verða haldnir í kvöld klukkan 22 á Búðarkletti, Borgarnesi. ■ SKUGGABALDUR Á H-BARNUM Dj. Skuggabaldur veröur í ofurstuöi á H-barnum, Akranesi í kvöld. Kappinn ætlar að þeyta skif- um langt fram á nótt og hver veit nema hann spili nokkra Júróvisjónsmelli í tilefni dagsins. Það kostar 500 kall inn eftir miðnætti. ■ EVA Einleikurinn Eva verður sýndur i kvöld á Hótel Selfossi. Miðasala á hótelinu og miða- pantanir í síma 8681085. Ljúffengur matur fýr- ir sýninguna. ■ LÓMA Möguleikhúsið er enn og aftur að leggja land undir fót og með í för ertröllastelp- an Lóma, sem er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að henni. Á næstu dögum verða fjöl- margar sýningar víðs vegar á Norðurlandi og Vestfjörðum. I dag veröur flakkað um Mel- rakkasléttuna og klukkan 13 veröur sýning i grunnskólanum í Lundi. ■ LÓMA Möguleikhúsið er enn og aftur aö leggja land undir fót og meö í för er tröllastelp- an Lóma, sem er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að henni. Á næstu dögum verða fjöl- margar sýningar víðs vegar á Norðurlandi og Vestfjöröum. í dag verður flakkað um Mel- rakkasléttuna og klukkan 16 veröur sýning i grunnskólanum í Hnitbjörgum á Þórshöfn. ■ LÓMA Möguleikhúslö er enn og aftur að leggja land undir fót og með í för er tröllastelp- an Lóma, sem er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að henni. Á næstu dögum verða fjöl- margar sýningar víðs vegar á Norðurlandi og Vestfjorðum í dag verður flakkað um Mel- rakkasléttuna og klukkan 8.30 verður sýning á Þórshöfn. •Leikhús ■ PÍKUSÓGUR Píkusögur eftir Eve Ensler verður sýnt i kvöld klukkan 20 i Borgarieikhús- inu. Leikstjóri er Sigrún Edda Björnsdóttir en leikkonur eru þær Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir. Uppselt. ■ SYNGJANDI i RIGNINGUNNI Leikritið Syngj- andi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred verður sýnt klukkan 20 í kvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Uppselt. ■ KONTRABASSINN Leikritið Kontrabassinn eftir Patrlck Suskind verður sýnt í kvöld klukk- an 20 á Litla sviði Borgarlelkhússins. ■ PLATANOF Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjaröarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Ant- on Tsjekhov. Sýningin hefst klukkan 20 og mið- inn kostar 700 krónur. Uppselt. ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Leikritið Á sama tíma síöar verður sýnt í kvöld klukkan 20 í Loftkast- alanum. Örfá sæti laus. ■ FÍFL í HÓFI Gamanleikritið Rfl í hófi verður sýnt klukkan 20 í kvöld í Gamla bíói (hús ís- lensku óperunnar). Leikstjóri er María Sigurö- ardóttir. Miöasala f sfma 51142 00. Uppselt. ■ VÍST VAR INGJALDUR Á RAUÐUM SKÓM Hugleikur sýnir I kvöld leikritið Víst var Ingjald- ur á rauöum skóm f Tjarnarbíól klukkan 20 í kvöld. Miðapantanir allan sólarhringinn f sfma 5512525. Allra síðasta sýning. ■ BALL í GÚTTÓ Leikfélag Akureyrar sýnir f kvöld klukkan 20 leikritið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal. Hlutverkaleikafíklar geta nú tekið gleði sína þar sem Regnboginn tekur til sýninga í kvöld myndina Dungeons and Dragons. Dýflissur, drekar og darraðardans í ævintýrah e i m u m Á síðustu tveim áratugum 20. aldarinnar fóru að ryðja sér æ meira til rúms svokallaöir hlut- verkaleikir. Sá fyrsti á markað var leikurinn Dungeons&Dragons sem út kom árið 1974. Sá leikur hefur haldið sér í fararbroddi á hlutverkaleikjamarkaðinum allt til dagsins í dag og nú er svo kom- ið að búið er að framleiða eitt stykki kvikmynd sem byggð er á miðaldarævintýraheimum D&D, eins leikurinn er yfírleitt kallaður á meðal eldheitra spilara. Þrátt fyrir að leikurinn hafi yf- irleitt verið tengdur tölvuhakk- andi, samsæriskenninga-tilbúandi og Star Trek-glápandi nördum þá hafa vinsældir hans náð að teygja anga sína út fyrir þann hóp. Með nútímatækni ætti útkoman líka að geta orðið að heiilandi ævin- týraheimi þar sem „alvöru“-drek- ar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur ógna aðalsöguhetjunum. Því hefur heyrst fleygt að tæknibrellur í myndinni séu meðal þess flottasta sem sést hefur. Auk þess er mynd- in tekin upp í Prag í Tékklandi en sú borg hentar einstaklega vel þar sem byggingarstíll gotneskur og á tíðum drungalegur er algengur og risastór kastali með risadóm- kirkju í hallargarðinum er hvað mest áberandi. Álfar með boga og örvar eru bara ein af fáum ómennskum en hugsandi teg- undum sem láta Ijós sitt skína í D&D. Söguþráðurinn er, eins og D&D, byggður á ævintýri þar sem hóp- ur einstaklinga, ekki bara mennskra, reynir að ná ákveðnu markmiði. Þeir sem leika þá ein- staklinga og eru um leið í aðal- hlutverkum eru flestir úr jaðri kvikmyndaleikara og ekki margir sem þekkja þá. Þó er þama einn af hinum stóru, sjálfur Jeremy Irons, sem ætti að smellpassa inn í ævintýraheiminn með sinn eilífa og óræða sjarma. Einnig birtist Marlon nokkur Wayans, sem bet- ur er þekktur fyrir grín og læti en ævintýramyndir, auk þess sem Richard O’Brien leikur eitt hlut- verk. Hann er best þekktur fyrir að hafa skrifað The Rocky Horror Picture Show og lék sjálfur þjón- inn Riff Raff í myndinni. Leik- stjóri og framleiðandi myndarinn- ar er Kanadakall að nafni Courtn- ey Solomon. Þetta er hans fyrsta stóra mynd og ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. mii Ífókus •Kabarett ■ INNSETNING PATRICK MAROLD í HAFNAR- HÚSINU Bandaríkjamaðurinn Patrlck Marold mun breyta porti Hafnarhússins í hangandi maga úr ull, sem hann gefur yfirskritina HUM með inn- setningu sinni í dag klukkan 17. Þetta útilistaverk tekur við öllum sveiflum veðurs og umhverfis, og mun ásýnd þess breytast eftir því sem áhrif Ijóss, þyngdarafls og hreyfingar loftsins gefa tilefni til. HUM innsetningin er líkt og lifandi verk og ber að nálgast hana sem slika. Samstilling hinna fjöl- mörgu ullarstrengja við orku vindsins gerir verk- inu mögulegt að ná fram viðkvæmri og jafnri hreyfingu, sem takmarkast þó af eiginleikum efn- isins. Einstakir þræðir munu tengast og flækjast til að finna stuðning hver í öðrum, þar til þeir verða að einni flækju, sem vindurinn tekur minna í. Þannig munu náttúruöflin ráða lokpm sýningar- innar, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu. Patrick Marold er ungur bandariskur listamaður, sem hlotið hefur Fulbright-styrk til að. dvelja og starfa að list sinni hér á landi í vetur. Hann stund- aði m.a. listnám í Rhode Island School of Design, og hefur undanfarin ár einkum starfað við Colorado Institute of Art. Eftir dvöl sína hér á landi mun hann snúa aftur til Colorado í Banda- rikjunum. ■ SKYNDILIST I BÓNUS Á LAUGAVEGI Skyndilist er sköpuð til þess að nálgast almenn- ing á þeirra forsendum. Aðgengi, verðlag og hag- kvæmni eru höfð til hliðsjónar og reynt eftir bestu getu að vefa úr þeim heildarpakka sem ætti að höfða til sem flestra. F.art mun selja Skyndilist í Bónus á Laugavegi í dag frá kl. 13-18. Þar mun verða hægt aö versla Skyndilist þegar keypt er inn matvaran fyrir helgina. Eitt listaverk mun kosta 499kr, og hentar hvort sem er til gjafar eða eignar. F.art er með þessu aö færa myndlistina inn á hinn almenna neyslumarkað í stað þess að hafa listina á illa aögengilegum stöðum og úr al- faraleið. Það sem neysluaukning hefur haft í för með sér eru breyttir verslunarhættir. Nú heimtar neytandinn að varan sé aðgengileg og á viðráðan- legu verði. Aö afgreiðsla gangi skjótt fyrir sig og að pakkningar séu neysluvænar, allt gerir þetta það að verkum að varan selst. Myndlist hefur löngum þótt óaðgengileg og vill almenningur veigra sér við að nálgast hana, en F.art kemur til móts við þarfir neytenda og býður iistina til sölu þar sem mesta sala til heimilisins fer fram, ímat- vöruverslun, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. F.Art-hópurinn samanstendur af Lónu Dögg Christensen, Þibrlki Hanssynl og Hlldi Margrét- ardóttur en þau eru málarar af yngri kynslóðinni. •Opnanir ■ ELÍNBORG_____KJARTANSDÓTTIR______í VEISLUGALLERÍ Elínborg KJartansdóttir málm- listakona opnaöi á dögunum sýningu í Veislugall- eri í Listhúslnu í Laugardal. Þar sýnir Elínborg koparristur og fleira en stúlkan starfaði á tímabili fyrir Oasis í Bretlandi þar sem hún hannaði mess- ing- og koparskartgripi. Sýning Elínborgar stendur til 31. maí. ■ UÓSMYNDASÝNING Á BLÓNDUÓSI Þessa dagana stenduryfir Ijósmyndasýning I kaffihúsinu viö Árbakkann á Blönduósi. Það er Bjarni Helga- son sem sýnir 24 Ijósmyndasamsetningar sem teknar eru víösvegar um heiminn og eru nokkrar þeirra frá Blönduósi. Sýningin stendurtil 26. maí og er opin á opnunartíma kaffihússins. •Fundir ■ NÁMSKEID í MARGMIÐLUN Sérfræðingar frá fimm löndum kenna á námskeiðl um margmiölun hjá Endurmenntunarstofnun HÍ dagana 28., 29. og 30. maí. Námskeiðið er ætlað öllum sem vinna við upplýsingamiðlun; blaða- og fréttamönn- um, kennurum, vefurum, starfsfólki í prentiðnaði, margmiðlurum og hönnuöum. Margmiðlunarefni I kennslu, listum og leik verður skoðað, fyrirlestrar verða haldnir um grunnþætti í hönnun á gagn- virku efni fyrir tölvuskjáinn, frásagnartækni í skrif- um og mynd- og hljóðvinnslu og farið í skipulag við vinnslu á margmiðlunarefni.Þá verða vinnu- smiðjur í skrifum fyir Netið, gagnvirkri kvikmynda- gerð og hönnun á margmiðlunarefni. Námskeiðið er evrópskt samstarfsverkefni styrkt af Leonardo- áætluninni. Meðal fyrirlesara eru Tim Gasperak og Hrönn Þormóðsdóttir frá Gagarin, breski marg- miðlunarlistamaðurinn Chris Hales, Kelly Goto frá bandaríska netfyrirtækinu Idea Integration, danski blaðamaöurinn Sören Kuhn, Irinn Joseph Shevlin frá Margmiðlunarskólanum, Hrannar Haf- berg frá Prenttæknistofnun, Guðmundur Oddur Magnússon frá Listaháskóla íslands, Sigriður Pétursdóttir dagskrárgeröarmaður og Margrét El- ísabet Ólafsdóttir listfræöingur. Frekari upplýsing- ar um námskeiðið eru á vefsetrinu www.endur- menntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Skránirigarnúmer er 201. Bí ó ■ F1LMUNDUR SÝNIR BLADE RUNNER Kvik myndaklúbburinn Filmundur sýnir myndina Blade Runner frá 1982 í salarkynnum Háskóiabíós kl. 22.30. Hér er um að ræða án efa eina af bestu framtíðarmyndum sem gerö hefur verið, leikstýrt af hinum virta leikstjóra Ridley Scott. Hér er um aö ræða leikstjóraútgáfu frá 1991 sem er af mörgum talin taka upprunalegu útgáfunni fram. Óvenju miklar breytingar voru gerðar þegar mynd- in var endurútgefin og ber hæst að endinum, sem þótti helst til væminn og formúlukenndur var breytt, og jafnframt fékk rödd Harrison nú fyrst að njóta sín þar sem talað hafði verið fyrir hann í fyrri útgáfunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.