Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 9
fókus
Vikan ll.maí til 17. maí
imij.............nfmi....rli.....^
T T R V T M M II
JQI
Kringlubíó, Bíóhöllin og Nýjabíó á Akureyri frumsýna í kvöld
myndina Sweet November.
Engill þíðir kaldan karl
Myndin Sweet November
er enn ein myndin sem fjallar
um hið óendanlega flókna
mynstur sem samskipti kynj-
anna geta á stundum verið og
flestir þekkja af eigin raun,
enda er það óþrjótandi
brunnur og margir sem geta
samsamað sig sögupersónum
slíkra ræmna.
Að þessu sinni er sögð saga
Nelsons nokkurs sem er til-
finningalega einangraður ef
ekki geldur viðskiptakall, og
vel heppnaður sem slíkur,
sem sér ekkert nema vinnuna
sina og hefur engan tíma fyrir neitt
annað. Einn góðan veðurdag hittir
hann síðan álfkonuna hana Söru.
Hún er algjör andstaða Nelsons, í
snertingu við sitt innra sjálf, ham-
ingjusöm, opin, ástrík, o.s.frv. I einu
orði sagt algjör engill.
Eftir stutt kynni ákveða þau að
gera með sér samning þar sem þau
skuldbinda sig í mánaðarsamband
sem lýkur með því að báðir aðilar
ganga sinn í hvora áttina, engin eft-
irmál. Á meðan á þessu sambandi
stendur flettir Sara tilfinningaleg-
um klakabrynjum Nelsons með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eða
hvað?
Gömul kynni endurnýjuð
Aðalleikararnir í myndinni
ættu ekki að minnka áhorfið á
hana þar sem hvert um sig er
kyntröll i augum hins kynsins.
Keanu Reeves leikur, þrátt fyrir
að sumir segi að hann geti það
ekki, Nelson hinn kalda. Hlut-
verkið á sjálfsagt ágætlega við
hann til að byrja með en gaman
verður að komast að þvl hvernig
tilfinningahitinn verður túlkaður
að lokinni tilfinningalegri þið-
ingu. í hlutverki Söru er Charlize
Theron. Hún er ekki alveg af
sama stórstjömukaliberi og Ke-
anu en það er hins vegar
ömggt að þeir sem hafa
séð hana einu sinni
gleyma ekki þessari for-
kunnarfogru konu. Þau
tvö eru ekki alveg ókunn-
ug hvort öðru í gegnum
uppskáldaðar biópersón-
ur því þau léku hjónin
ungu í myndinni Devil’s
Advocate sem þurftu að
kljást við satan sjálfan
sem tekið hafði sér ból-
festu í A1 Pacino á þeim
tíma.
Einn úr Ally Mc
Keanu og Charlize til fulltingis
eru svo þeir Jason Isaacs, sem lék
breska illmennið í The Patriot, og
Greg Germann, sem best er þekkt-
ur fyrir túlkun sina á lögfræð-
ingnum Richard Fish i hormóna-
seríunni Ally McBeal.
Leikstjóri myndarinnar er sið-
an írinn Pat O’Connor. Á meðal
afreka hans má telja The January
Man með Kevin Kline í aðalhlut-
verki en Pat er sjálfsagt þekktari
fyrir myndina The Circle of Fri-
ends með þeim Minnie Driver og
Chris O’Donnell í aðalhlutverk-
um.
reykjavíkin mín
Karl Magnús Grönvold, starfsmaður Skjás eins, handknattleikskappi og
tantrari
ilORGUNilATUR
MÚLAKAFFI
Ég borða morgunmatinn yfirleitt
heima hjá mér. Ef ég ætti að velja
einhvern stað til að fara á yrði það
líklega Múlakaffi. Ég hef aldrei far-
ið þangað inn en get ímyndað mér
að þar sé góður félagsskapur og
gott kaffi. Ég drekk reyndar ekki
kaffi. Annars veit ég varla hvað
morgunn er. Vinnunnar vegna vakna
ég yfirleitt frekar seint á daginn.
HÁDEGISNAT-
URINN
PÍTAN
Vegna þess hvaö það
er stutt að fara enda
ég oft á Pítunni í
Skipholtinu. Það er
frekar iátlaus staður
og maöur fær alltaf
góðan borgara þar
og alltaf eins borg-
ara. Það er reyndar
misjafnt hvað
maður fær sér,
það er allur fjand-
inn til, meira að
segja kótilettur.
Yfirleitt eru svona
staöir bara vin-
sælir í smátima og
svo hamra þeir á
tilboðum og fjöl-
skyldufólki en Pitan
stendur alltaf fyrir
sínu.
PRIKIÐ
Ef ég fer á prikið er það
til að fá mér eggjaköku
eða Dúndursamloku. Það
gerist frekar oft vegna
þess að þarna eru margir
vinnufélagar af Skjá einum
og hægt að ræða málin.
Gummi yfirmaður sér líka um
sína og maður fær toppþjón-
ustu frá úrvalsstarfsfólki.
KVÖLDNATUR
PIZZAHÖLLIN
Ég fer svo sjaldan út að þorða
vegna þess að ég elda svo ynd-
islegan mat heima hjá mér. Ef
mig langari skyndibitann endar það
oftast á pítsu frá Pizzahöllinni. Það
eru bestu pítsurnar og alltaf hægt
að treysta á það að þær séu jafn-
góðar, sama hitastig og allt. Ég á
mér fasta blöndu, pepperóní, sveppi
og kannski skinku á góðum degi.
ÍTALÍA
Þegar ég vil gera mér glaðan
dag fer ég á Ítalíu. Mér
finnst það einn besti stað-
ur sem ég hef borðað á á !s-
landi og þeir eru margir. Hann er
líka svo huggulegur. Ég er mikill pastamaður
og í miklu uppáhaldi er ostapasta með fjór-
um tegundum af osti.
ÚT NED VINUN
PRIKIÐ
Það er mjög misjafnt hvert maður fer að
skemmta sér. Ég á svo stóran vinahóp ab
þaö fer eftir því með hverjum maður er. Prik-
ið hentar vel að kvöldi líka. Þar er dúndurtón-
list, rapp, fönk, allt eftir plötusnúðum. Stað-
urinn er náttúrlega svo litill að hann hent-
ar ekki vel til að dansa á en er góður
til að byrja djammið og hita upp með
nokkrum bjórum.
R Ó N -
ANTÍK
Það eru
frekar fáir
mjög róm-
antískir staðir
á íslandi, finnst
mér, en ég veit
kannski ekki að
hverju ég er að leita.
Rómantíkin getur auðvitað
verið svo margt. Það getur
verið rómantískt að vera
heima hjá sér. Það fer
mest eftir þvi með hverjum
maður er hvaða staðir eru
rómantískir. En ef ég fer á
stefnumót verður veitinga-
hús oftast fyrir valinu. Til
dæmis Lækjarbrekka eða
Argentína, þar sem er
gott næði.
HEILSAN
HÁKON DIGRI
Ég æfi handbolta með HK
og þreksalinn í HK-hús-
inu, Hákon digra, nota
ég mest í líkamsrækt.
Svo er það körfuboltinn
á vellinum í hverfinu
mínu. Alltaf þegar
veðrið er gott er
hægt að fá einhverja
með sér og taka
leik.
VERSLUN
Ég á enga uppá-
haldsfataversl-
un. Síðast fór ég
í Top Shop en ég
kaupi méryfirleitt
bara eina og
eina flík úr mis-
munandi búðum.
Svo reyni ég að
^ fara út i verslunar-
ferð árlega. Matar-
innkaupin geri ég i
Bónusi. Maður er svo
praktískur, sjáðu til.
En oft þegar ég er að vinna
lengi fram eftir droppa ég inn í 10-11 í Lág-
múlanum af því að þar er opið allan sólar-
hringinn.
HÚS MÁLARANS
Ég fer yfir á Hús Málarans ef ég vil
dansa og lyfta mér betur upp. Mik-
iö af fólki sem ég þekki stundar
staðinn og því er gaman aö fara
þangað til að hitta kunningja. Ég
fíla það að staðurinn er tvT
skiptur. Niðri er
kaffihúsastemn-
ing með kósí
tónlist og svo
þegar upp er
komið æsast
leikar og þá
kemst mað-
ur í sjöunda
himin.
tónleikar
Vox academica heldur vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju næsta sunnudag:
Margir hugmyndaheimar mætast
A sunnudag klukkan 17 heldur
kammerkórinn Vox academica
sína árlegu vortónleika i Seltjarn-
arneskirkju. Að vanda er efnis-
skráin fjölbreytt en kórinn ílytur
meðal annars madrigala frá
Englandi og Ítalíu, þjóðlög í út-
setningum Gustavs Holst og Vaug-
hans Williams og trúarleg kórverk
eftir Randall Thompson, Javier
Busto og Samuel Barber en þrír
síðastnefndu eru allir tuttugustu
aldar tónskáld.
Auk þessara verka flytur kór-
inn nýtt verk Atla Heimis Sveins-
sonar við ljóð Bjarna Thorarensen
en Atli samdi verkið sérstaklega
fyrir kórinn. Fluttir verða þættir
úr spænska verkinu Misa Fla-
menca eftir Paco
Pena en í því
mætast tveir meg-
inþættir spænskr-
ar menningar
sem eru hug-
myndakerfi kaþ-
ólsku kirkjunnar
og hugarheimur
flamencodansins.
Stjórnandi kórs-
ins er Hákon
Leifsson en Sím-
on ívarsson leik-
ur á gítar og
Guðni Franzson á
klarínettu. Miðar
eru seldir við inn-
ganginn.
Gáður bíl&tjóri
t ... I li Á I
í i er alltafi
ttf , /, :v , y
|i gcðum gir
ra , h', Ih'k'
P ÍL /
Eins og þú vilt
að hinir aki
skalt þú og sjálfur aka